« Lesblinda | Aðalsíða | Við erum fyrst! »

Föstudagur 13. janúar 2006

Nýr vinnustaður

Í dag hóf ég flutning á mér og mínu hafurtaski úr skrifstofunni minni hjá Þekkingu til Stefnu. Þekking ásamt KEA keypti hlut í Stefnu og flutti forritunina og mig sem deildarstjóra þangað yfir. Svo nú er ég farin að vinna hjá hreinræktuðu hugbúnaðarhúsi með öllu því sem það fylgir, haug af nördum, gríðarlegt magn af strákum (ég er eina kjéllíngin) og skemmtilegum viðfangsefnum. Mér líður eins og frægum fótboltamanni sem hefur verið seldur milli félaga. Fyrstu viðfangsefnin mín þar verða að sjá um námskeið sem þar eru, verkefnisstjórn með Gandafi og setja mig inn í þau verkefni sem eru hjá fyrirtækinu. Formlega starfsheitið er "verkefnisstjóri" þ.e. að taka við verkbeiðnum og úthluta á starfsmenn og sjá til þess að verkefni séu unnin innan tiltekins tíma. Fyrst þarf ég þó auðvitað að kynna mér málin vel. Síðan eru einhverjar frekari breytingar framundan með breyttu skipulagi og viðfangsefnum við þessar breytingar.

Þetta er mjög spennandi tækifæri og nýr vettvangur og ég hlakka mikið til að spreyta mig á þessu og vonandi stend ég mig bara vel í því. En mikið óskaplega er leiðinlegt að tæma eina skrifstofu;-)

kl. |Tilveran

Álit (1)

Til hamingju með nýjan titil og ný og spennandi verkefni! Vonandi verður þú ekki upptekin upp fyrir haus næst þegar ég hitti þig..til hamingju enn og aftur með bronsið fyrir frábæra mynd um daginn, kveðja, Gurrý

Laugardagur 14. janúar 2006 kl. 19:35

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.