« Vann silfur | Aðalsíða | Sylvía Nótt »

Sunnudagur 5. febrúar 2006

Nafnleynd og ofbeldi

Nú er að hljóðna á Barnalandi - opnum spjallþráðum Morgunblaðsins - eftir enn eitt uppþotið á þeim bænum. Ef ég einhverntíman nenni í doktorsnám þá held ég að það væri verðugasta verkefnið að rannsaka það samfélag. Mæli þó frekar með því fyrir mannfræðinga en menntunarfræðinga. Undir nafnleynd ganga hótanir um að senda handrukkara, misþyrmingar á börnum og gæludýrum. En alltumkring eru síðan einhverjir sem telja sig góðar mannverur sem reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að allt geti orðið gott að lokum. Þessir einstaklingar tryggja það að sömu mál eða svipuð komi aftur fyrir á þessum stað og hindra að menn horfist í augu við hvað er þarna á ferðinni í raun og veru. Sem kannski enginn veit.


Nafnleynd er reyndar fróðlegt fyrirbæri og hvernig fólk hegðar sér undir henni er ótrúlegt í samhengi við einstaklinga sem maður þekkir annarsstaðar frá. En margt dylst í myrkrinu og þar með illska mannanna.

Með því að eyða út óhugnaðinum inn á Barnaland er tryggt að erfitt er fyrir fólk að trúa því hvað gerist þar og þar með er kastað ryki í augu fólks. Þarna er líka áhugaverður vinkill um frjálsa tjáningu sem er undarlega ófrjáls ef innleggjunum er eytt ef einhver eða einhverjir hafa þá skoðun að ekki eigi að segja eitt og annað en samt sé mikilvægt að fólk geti þróað samfélag til þess. En þetta blogg hér endurspeglar vel hverjar afleiðingar af þátttöku á Barnalandi geta orðið og hvernig veran þar getur farið með fólk.

Frá því ég skrifaði um þennan spjallvef Morgunblaðsins síðasta sumar hef ég öðruhvoru fengið bréf með ábendingum um efni þarna inni. Konur sem reyna sjálfsmorð, sem sumir segja vegna illsku þátttakenda Barnalands en aðrir að viðkomandi sé bara bilaður. Hótanir um ofbeldi eru mjög algengar og þykir ekki tiltökumál - bara tal - ekki raunveruleiki.

Múgæsing er nokkuð sem við þekkjum nánast bara úr fréttum frá útlöndum, fáir fjalla um múg hér innanlands. Ég veit heldur ekki hversu auðvelt er að virkja þann múg hér á landi eins og t.d. á Barnalandi. Ég veit ekki hver sannleikurinn er sem þessar konur eru að fást við er í rauninni og held reyndar að þarna sé kannski enginn sannleikur því raunveruleikinn hefur svo margar myndir eftir því hvaðan er að honum komið. Svo sjá menn hlutina í mismunandi ljósi eftir reynslu sinni og umhverfi. Sá sem hefur verið barinn sér t.d. aðra ógn af hótun á barsmíðum en sá sem aldrei hefur verið barinn.

Annars hef ég aldrei orðið fyrir eins mikilli illsku í minn garð eins og þegar ég hef skrifað um þennan spjallþráð Morgunblaðsins frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Ég undrast þó enn og aftur, sem er reyndar ástæða þessa innleggs, að Morgunblaðið skuli halda þessum vef á lofti og gefa honum veglegan sess á forsíðu sinni. Mér finnst það merki um að blaðið hljóti að vera í einhverri krísu og þurfi því að draga lesendur að síðu sinni með hvaða meðulum sem tiltæk eru.

kl. |Pólitík

Álit (3)

Ég er svo hissa lára að ég á ekki til orð. Ég hélt nefnilega að að þau hjá LMK.is væru að ýkja stórlega þegar talað hefur verið um Barnaland.is mjög skrýtið að svona nokkuð skuli vera til, aldrei orðið vitni að þvílíku í okkar herská heimshluta meðal venjulegs fólks..

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 17:01

Þetta er svosem ekki augljóst á Barnalandi heldur og almennt gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvaða veruleika menn búa í þarna. Mjög góð ábending hjá þér að benda á þann heimshluta sem þú býrð í og nýtur illa sannmælis hér heima. Það er nefninlega ekki allt svo gott á litla Íslandi.

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 17:29

Uppeldisfræðingurinn:

Af svona hámenntaðri manneskju eins og þér Lára mín, hefði ég átt von á því að þú værir fyrir löngu búin að sjá hve sú manneskja sem sagði að sér hefði verið hótað þessu er sjúk, sér í lagi þegar viðkomandi er farin að svara sjálfri sér hvað eftir annað.

En haltur leiðir blindan, það er víst ábyggilegt.

Fimmtudagur 9. febrúar 2006 kl. 01:09

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.