« Móðgandi myndir | Aðalsíða | Nafnleynd og ofbeldi »

Laugardagur 4. febrúar 2006

Vann silfur

wKirkja4438.jpg
Nú var ég að vinna silfur í ljósmyndakeppni.is og er feykilega montin. Mér fer nú hægt fram í þessari ljósmyndun en þó á ég mínar "stundir" eins og með þessa mynd sem ég er mjög ánægð með. Margir halda að hún sé samsett en svo er ekki þetta er tekið úr portinu bak við gömlu Bögglageymsluna í Gilinu. Það var nokkuð dimmt svo ég varð að nota flass sem auðvitað virkaði bara á vegginn en ekki kirkjuna svo það varð að vinna hana upp en ég hafði gaman af því að hafa hana dökka. Ég kallaði hana "Boðskapur kirkjunnar" en félagar mínir í ljosmyndakeppni.is kölluðu hana "Kirkjukórinn" sem er líklega enn betra;-)

kl. |Ljósmyndun

Álit (9)

flott graffito! Kirkjukórinn er nafnið á þessa mynd, ekki nein spurning :-)

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 00:48

Flott mynd. Andstæðurnar koma vel fram. Kirkjukórinn; frábært nafn.

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 00:50

Til hamingju með verðlaunin. Flott mynd. Kirkjukórinn er viðeigandi nafn á flotta mynd. :)

kv. SFS

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 01:54

Skemmtileg mynd! Til hamingju með árangurinn.

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 12:58

Snilldarmynd! Til hamingju með silfrið.

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 13:00

Takk! Nú er bara að sjá hvort maður getur endurtekið þetta;-)

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 13:10

Til hamingju vinkona, þú ert snillingur í sjónarhornum :) þessi gat ekki annað en unnið borða. Jú jú þú endurtekur þetta engin spurning með það!

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 17:11

Jón Ingi:

Ég var að reyna að átta mig á hver væri þín. Datt þessi í hug...afar skemmtileg :-)

Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 18:50

Til hamingju, elskuleg. Þú ert flottt.

Mánudagur 6. febrúar 2006 kl. 13:19

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.