« Dagur.net | Aðalsíða | Sinnuleysi »

Miðvikudagur 12. apríl 2006

Fjárhættuspil auglýst á SÝN

Ég undraðist áðan að sjónvarpsstöðin SÝN væri með auglýsingar um fjárhættuspil á Netinu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé slíka auglýsingu. Ég fletti upp í lögum á vef Alþingis og þar fann ég í lögum frá 1940, nr. 19 183. gr. "Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru." Þá er að spyrja lögfróða: Hefur sjónvarpsstöðin Sýn brotið íslensk lög með því að auglýsa fjárhættuspil á Netinu? Telst auglýsing vera að "hvetja til"? Er það auglýsandinn eða hvernig er þessum málum háttað? Hér væri gott að fá hugmyndir og athugasemdir. Við erum nýbúin að lesa fregnir af ungum manni er fyrirfór sér vegna fjárhættuspila. Það ætti að minna okkur á að vera vakandi í þessum efnum.


Í framhaldi af því er mikilvægt að skoða meðferð, aðstæður og lagaramma í kringum fjárhættuspil. Sjónvarpsstöðin sýnir fjárhættuspil og síðan auglýsir hún þau. Eru mikil brögð að því að Íslendingar séu í fjárhættuspilum á Netinu? Er það löglegt? Eru lögin úrelt? Eða viljum við heimila fjárhættuspil óhindrað?

Við þekkjum að fjárhættuspil eru heimiluð undir þeim formerkjum að vera að styrkja eitthvað sem okkur þykir eftirsóknarvert. Þá er spurningin hvort það skiptir máli hver græðir á fjárhættuspilinu þar sem sá er spilar er sá hinn sami hver sem græðir.

Án þess að varpa fram nokkrum sleggjudómum eða skoðunum að þessu sinni þá vildi ég gjarnan heyra hvað mönnum finnst.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.