« Fjárhćttuspil auglýst á SÝN | Ađalsíđa | exbé - splunkunýtt stjórnmálaafl »

Sunnudagur 16. apríl 2006

Sinnuleysi

Fnjoska riverÉg hef ekki veriđ dugleg viđ bloggiđ mitt undanfariđ og má helst um kenna brennandi áhuga á ljósmyndun en mest af tímanum hefur fariđ í hana. Dásamlegt áhugamál sem er skemmtilegt ađ sinna. Annars hefur páskafríiđ veriđ frábćrt. Á skírdag fórum viđ Gísli í Fnjóskárdal ţar sem hann sýndi mér ýmsa stađi sem hann hefur veriđ ađ veiđa. Ég klifrađi niđur á góđan veiđistađ í kađli eftir hálum klettum enda snjór yfir öllu. Á föstudaginn langa ókum viđ suđur og fórum á tónleika međ Ray Davis ţeim sama og var í Kinks. Frábćrir tónleikar hann er spriklandi skemmtilegur međ frábćra tónlist. Hinsvegar var hávađinn skelfilegur svo ég ţáđi eyrnatappa hjá Gísla, sem hefur ţá alltaf í vasanum vegna sundferđa, og ţá var ţetta ennţá skemmtilegra. Í gćr var ég mest ađ vinna í ljósmyndunum en viđ elduđum mat heima hjá Hildu Jönu, Matti og Gulla voru komin ađ sunnan og ţau voru međ. Síđan spiluđum viđ norskt rommí af miklu miskunnarleysi. Í dag höfum viđ veriđ í heimilisbókhaldinu sem er skelfilega leiđinlegt svo ég vona ađ viđ finnum okkur eitthvađ annađ til dundurs ţegar líđa tekur á daginn.

kl. |Tilveran

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.