« exbé - splunkunýtt stjórnmálaafl | Aðalsíða | Gleðilegt sumar »

Miðvikudagur 19. apríl 2006

Tekur Sigrún Björk við af Kristjáni?

Nú virðist ljóst eftir sjónvarpsþátt NFS í gær um framboðsmál á Akureyri að Kristján Þór Júlíusson ætlar í þingframboð. Það vakti athygli mína er hann var spurður um hvort Sigrún Björk tæki við af honum að hann sagði menn geta gert hvoru tveggja. Nú er Akureyri stórt bæjarfélag og því mætti ætla að það væri ærin vinna að vera bæjarstjóri og alþingismaður í stóru kjördæmi á sama tíma. Nú er svosem ekkert sem segir endilega að Sjálfstæðisflokkurinn verði í þeirri stöðu að verma bæjarstjórastól en verði svo er miklu eðlilegra að Sigrún Björk annar maður Sjálfstæðismanna sjái um það verkefni en Kristján Þór í hjáverkum. Enda er Sigrún dugnaðarforkur og væri einstaklega skemmtilegt að sjá konu í þessu starfi sem ég held að Sigrún myndi valda ágætlega. Engin skömm að því fyrir Sjálfstæðismenn að viðurkenna það opinberlega að hún muni leiða þá, hverfi Kristján af vettvangi sem allar líkur benda til.

kl. |Pólitík

Álit (9)

Ég er nú bara nokkuð sammála þér. Enn betra væri þó ef Kristján léti sig hverfa og kæmi hvergi nærri bæjarstjórninni lengur. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af að honum takist að valda einhverjum óskunda á þingi en í bæjarstjórn. ;)

Miðvikudagur 19. apríl 2006 kl. 15:45

Ég hitti hagyrtan mann sem vildi endilega koma vísu á framfæri en alls ekki undir eigin nafni. Mér þótti vísan skondin og þar sem hún á við þetta innlegg sting ég henni bara hérna:

Nú sýnist mér útlitið orðið svart
sölnar hinn blái litur
Þegar bara Kristján kvart
úr kjörtímabili situr

Mælti höfundurinn með því að ekki væri vísað til Kristjáns Þórs á annan hátt en Kristjáns Kvart enda myndi hann einungis sitja kvart úr kjörtímabili.

Fimmtudagur 20. apríl 2006 kl. 15:04

Jón:

Bæjarumræðan heldur því fram að Sigrún sé á leið úr bænum í langt leyfi. Kannski eru fyrstu tveir hjá Sjöllum á leið úr bænum til lengri tíma og nýliðarnir í þriðja og fjórða sæti fái það verkefni að leiða starf sjallanna. Sel þetta ekki dýrarar en ég keypti það en þetta er umræðan. Kannski er það þess vegna sem Kristján Þór kom sér hjá að svara hvort Sigrún væri varabæjarstjóraefni flokksins.

Föstudagur 21. apríl 2006 kl. 07:23

Hvað segirðu??? Það er mikill missir fyrir Sjálfstæðismenn.

Föstudagur 21. apríl 2006 kl. 17:00

Jón:

Veit ekki meir..ég varð undrandi þegar ég heyrði þetta. Ef þetta er rétt hlyýur það að koma fram í aðdranda kosninga varla leyna menn kjósendur svona ? Mér skilst að þetta sé umræðan á hringborðunum og í heita pottinum, það er svo margt sagt þar.

Föstudagur 21. apríl 2006 kl. 17:49

Já og ekki allt satt ...

Föstudagur 21. apríl 2006 kl. 18:20

Hitti hagyrðinginn aftur og hann hafði eitthvað um þetta að segja:

Nú sumri góðu sæll ég mæti
er sólin þurrkar hey
Því Elín vermir efsta sæti
áður en ég dey

Laugardagur 22. apríl 2006 kl. 10:47

Sigrún Björk:

Sæl Lára
Ég rak augun í það á spjallsíðunni að það eru í gangi sögur um það að ég sé á leið í leyfi. Það er einfaldlega rangt og það eru engar breytingar fyrirhugaðar á búsetu minni næstu árin. Það er nú hálf dapurlegt að sjá þegar menn leita trausts og halds hjá Gróu á Leiti í kosningabaráttunni.

Mánudagur 24. apríl 2006 kl. 18:53

Takk Sigrún, frábært að þú skyldir frétta af þessu og leiðrétta þessar upplýsingar. Það er einmitt afar þreytandi þegar sögur ganga um í bænum og hvergi hægt að leiðrétta þær.

Þriðjudagur 25. apríl 2006 kl. 15:21

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.