« Myndað á Snæfellsnesi | Aðalsíða | Með lögum skal land byggja? »

Sunnudagur 25. júní 2006

Rjúpnaholt

Loksins komumst við Gísli í Rjúpnaholt en þar er sumarbústaðurinn okkar í landi Neðri Rauðalækjar á Þelamörk sem tilheyrir Hörgárbyggð. Ég náði að mynda eilítið sem má sjá hér til hægri á Flickr síðunni minni og sérstaklega er ég lukkuleg með mynd af gaflinum á sumarbústaðnum neðan frá fossi í Rauðalækjargilinu.


Gísli var duglegur að slá og ég klippti meðfram, einnig var nokkuð verk að laga vatnið en það hafði farið torf fyrir rör sem leiðir það niður í tunnu sem síðan rennur í röri niðureftir. Jón Ingi og Gunnsa komu í heimsókn og hjálpuðu til við vatnaviðgerðirnar og við gengum síðan niður Rauðalækjargilið sem er einstaklega fallegt.

Þetta var góð helgi. Nú er bara að bretta upp ermar og fara að vinna myndirnar fyrir ljósmyndasýninguna á Akranesi sem verður á samsýningu á Bakkatúni 20. Þar verða þær skólasystur mínar María Jónsdóttir og Jóhanna Leopoldsdóttir ásamt systur hennar Margréti og Ólöf Björk Oddsdóttir. Ég er dálítið stressuð yfir þessu uppátæki sem ég hef nú áður minnst á en er að lenda hvaða myndir verða þarna og vonndi tekst þetta bara vel.

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.