« Þriðja sætið | Aðalsíða | Tígrisdýr og ljón »

Fimmtudagur 9. nóvember 2006

Þjóðernishyggja eða staðarhyggja?

Að loknu prófkjöri hafa sumir lagst í staðarhyggju og túlka niðurstöður eftir búsetu frambjóðenda. Á meðan á prófkjöri stóð börðust menn fyrir því að maður eða kona frá ákveðnum stað þyrfti að komast að, sem og að einhver landssvæði "ættu" tiltekin sæti á lista.

Ég skrifaði grein í prófkjörinu sem ég kallaði "Ekki bara Akureyri" þar sem ég benti á að við framboð til Alþingis gæti enginn frambjóðandi verið að bjóða sig fram bara fyrir staðinn sinn. Það er ekki hægt að bjóða sig fram fyrir hluta kjördæmisins maður býður sig fram fyrir það allt.

Sigurvegari í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi kemur af bóndabæ, getur hann bara boðið sig fram fyrir þann bóndabæ? Eða sveitina sem hann býr í?

Þetta minnir mig á þjóðernishyggju sem mætti ef til vill fremur kalla staðarhyggju að telja að menn búsettir á ákveðnu svæði eigi meiri rétt en aðrir í lýðræðislegum kosningum. Rétt eins og að menn hafa skoðun á fólki eftir því hvar það er fætt í heiminum þá eru menn að hafa skoðun á því hvar menn búa. Við erum að taka ákvarðanir byggðar á uppruna fólks - mér hugnast það ekki. Hættum þessu, ég bauð mig fram til að vinna fyrir Norðausturkjördæmi allt - ekki bara Akureyri.

kl. |Pólitík

Álit (4)

Nú, svo yrði það svo helvíti fámennur hópur ef velja mætti úr, ef velja ætti "Akureyringa". Fólk er jafnvel gagnrýnt fyrir það að vera að skipta sér af bæjarmálum, hafandi ekki búið í bænum nema í 7-10 ár!

Fimmtudagur 9. nóvember 2006 kl. 15:00

Fólk virðist samt kjósa mikið eftir búsetu í prófkjörum. Suðurnesjabúar komu ekki vel út úr prófkjörinu í Suðurkjördæmi, þó að það væru ágætir frambjóðendur í boði þaðan.

Í suðvesturkjördæmi kusu menn líka talsvert eftir búsetu. Stóru sveitarfélögin, Hafnarfjörður og Kópavogur, voru með tvö efstu sætin. Þannig hefur það verið og verður eflaust áfram.

Fimmtudagur 9. nóvember 2006 kl. 21:51

Ég er sammála þér Lára, og þegar þú gerist þingkona í vor þá leggur fram frumvarp á kjörtímabilinu þess efnis að gera landið að einu kjördæmi. Þannig get ég kosið flokkinn minn á réttan hátt :)

Laugardagur 11. nóvember 2006 kl. 21:17

Guðný Hrund:

Ægilega ertu orðin löt í blogginu. Bíð spennt eftir næstu færslu.

Fimmtudagur 23. nóvember 2006 kl. 23:00

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.