« Jólastússið | Aðalsíða | Óskiljanlegt flugumferðarklúður »

Sunnudagur 24. desember 2006

Gleðileg jól

Þá eru jólin að koma og ég er enn að skrifa jólakortin, sem er reyndar frekar algengt enda stressa ég mig sjaldan á því að koma þeim til skila en fyrir Þrettándann verða þau að vera komin því þá er hátíðin búin;-) Það er fínt að vera komin á mitt æviskeið, ekkert barnastress, reyndar bara farið til barnanna að borða, bara búa til jólaísinn og þá er ég fín. Gísli er byrjaður að elda kalkúninn enda leggur hann til í eldamennskunni.

Annars eru jólin ekki minn árstími neitt sérstaklega það eru frekar áramótin og nýárið með sínum fyrirheitum og minningum. Ég minnist jólanna yfirleitt þannig að við biðum ofurspennt eftir því að amma væri búin í messu því fyrr máttum við ekki borða. Svo var borðað og engir pakkar fyrr en búið var að vaska upp. Þá skammaði amma okkur fyrir að taka ekki nógu vel utan af pökkunum þannig að ég sé fyrir mér litlar titrandi hendur að kroppa límbandið ofurvarlega utan af pakkanum og fá pínu sting í magann ef það reif upp úr jólapappírnum. Ég minnist þess ekki að hafa notað gamlan jólapappír en sjálfsagt hefur amma gert það. En núna er ég eins og barn og ríf utanaf jólapakkanum og hef engar áhyggjur af því að pappírinn rifni, það er ákveðinn léttir. Svona tekur maður upp ósiðina þegar aldurinn færist yfir.

Jólaísinn var hinsvegar alltaf ljúffengur á sínum stað - ísinn hennar mömmu. Gísli minn kom að vísu með mikla uppreisn þegar hann bættist við fjölskylduna fyrir ríflega þrjátíu árum og heimtaði að út í hann færi súkkulaði - síðan er það þannig. Gísli minn fær venjulega það sem hann vill hvað sem tautar og raular;-)

Mínar bestu jólakveðjur til ykkar allra sem lesið vefsíðuna mína, mér þykir virkilega vænt um það og sérstaklega þegar þið skiljið eftir smá nótu;-) Takk fyrir það og njótið jólanna með sínum friði og helgi.

kl. |Tilveran

Álit (1)

Kærar þakkir fyrir samstarfið og stundirnar á árinu. Gleðilega hátíð!

Mánudagur 25. desember 2006 kl. 02:07

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.