« Metnað fyrir iðnmenntun | Aðalsíða | Neyslubindindi »

Miðvikudagur 24. janúar 2007

Lýðræði í Hafnarfirði

Hafnfirðingar búa við meira lýðræði en flestir aðrir þegnar þessa lands, þeir geta kosið um skipulagstillögu sem sker úr um hvort stækkun verður á álveri í túngarðinum hjá þeim. Verði af þeirri stækkun má telja víst að ekki verði um frekari álversframkvæmdir í landinu þar sem kvótinn okkar skv. Kyoto bókuninni er þá uppurinn.

Á höfuðborgarsvæðinu vantar ekki innspýtingu í atvinnulífið og því væri skynsamlegra að nýta þá losun sem okkur er heimil annarsstaðar þar sem það hefur meiri áhrif á samfélagið eins og t.d. á Húsavík þar sem líklegt má telja að hægt sé að afla orku á umhverfisvænan hátt og það myndi skipta sköpum fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni. Sú orka sem nú er nýtt í iðnaði og stóriðju er nánast alfarið notuð á höfuðborgarsvæðinu þó brátt muni það breytast með væntanlegu álveri í Reyðarfirði. Því er ekki óskiljanlegt þegar íbúar landsbyggðarinnar eru að tala um að landsbyggðin sé nýtt eins og nýlenda þar sem teknar eru auðlindir og nýttar af svæðum sem búa við betri kjör.

Í Hafnarfirði er lýðræði og þar er Samfylkingin í meirihluta í góðu samstarfi við sitt umhverfi sem er til stakrar fyrirmyndar.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.