« Samfylking í Kríunesi | Aðalsíða | Bókin að verða tilbúin í prentun »

Laugardagur 3. febrúar 2007

Af hverju?

Við vitum nú að ríkisstjórnin vissi af fjármálaóreiðu Byrgisins fyrir löngu en það var ekki talið ástæða til að skoða hvort óreiða væri á fleiri sviðum. Eins og ég hef skrifað um áður þá svíður mig mest að vita til þess að heilbrigðisþjónusta við sjúklinga sem voru á heimilinu var gríðarlega ábótavant. Hvernig hefur heilbrigðisráðherra brugðist við? Kemur þessi heilbrigðisþjónusta ekki við ráðherra Framsóknarflokksins sem hefur verið falið að tryggja góða heilbrigðisþjónustu í landinu. Hvers vegna fá sjúlkingar með fíknisjúkdóma ekki opinbera heilbrigðisþjónustu eins og aðrir sjúklingar?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur bent á að ríkisstórnin vissi þetta fyrir fjórum árum eða árið 2002 og bregst við með því að auka fjármagn til fyrirtækisins. Það er ekki gott að skoða ekki mál sem þetta faglega og markvisst heldur ganga að hlutum í blindni eða með það í huga að skapa sér skammtímavinsældir eða draga að sér atkvæði.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.