« Af hverju nenni ég? | Aðalsíða | Samfylking í Kríunesi »

Fimmtudagur 1. febrúar 2007

Mikið að gera

Suma daga er einfaldlega talsvert að gera og dagurinn í dag var þannig. Ég fór fyrst á stórkostlegt námskeið um Mind manager hjá Elínu Þorsteinsdóttur frá Verkefnalausnum. Hún keyrði námskeiðið áfram af miklum krafti og sjaldan hefur tíminn nýst eins vel við það að fara á námskeið. MindManager er hreinlega stórkostlegt tól til svo margra hluta og ég náði alls ekki að fikta mig nóg þar í gegn. Ég er afar ánægð með samstarfið við þær stöllur hjá Verkefnalausnum og hlakka til að fá þær aftur norður.

Eftir hádegið datt ég inn í kennslu eldri borgara í forföllum kennarans og það var frábært, mikið sem nemendur voru áhugasamir og duglegir við oft óstýrilátar tölvurnar.

Þar á eftir kosningastjórnarfundur, grípa í sig samloku og kenna um stafrænar myndavélar til níu. Núna ætla ég á fund Ungra jafnaðarmanna sem hafa verið einstaklega duglegir að skipuleggja ungliðadag og fengu í lið með sér þingmenn kjördæmisins ásamt þingmönnunum Katrínu Júlíusdóttur, Björgvin G. Sigurðssyni og Ágústi Ólafi Ágústssyni varaformanni flokksins. Við erum ótrúlega lánsöm með ungliðana okkar, kraftmikið og duglegt fólk!

kl. |Tilveran

Álit (1)

Við erum auðvitað unaður út í gegn... annars frábær fundur og gaman að sjá hversu vel var mætt. KLM og þú stóðuð ykkur eins og hetjur! Með þessu áframhaldi erum við að horfa uppá hreinan meirihluta í ríkisstjórn ;)

Föstudagur 2. febrúar 2007 kl. 02:46

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.