« Þarf í endurhæfingu | Aðalsíða | Fífilbrekka og breytingar »

Fimmtudagur 14. júní 2007

Ljósmyndun og pólitík

Ég er að verða búin að renna yfir ljósmyndasöguna sjöhundruð síðna skruddu sem er hafsjór af fróðleik og orðið margs vísari. Sérstaklega finnst mér eftirminnilegt hversu póltískar ljósmyndir geta verið, stundum eru þær beinlínis notaðar í pólitískum tilgangi eða til að ná fram einhverju réttlæti sem ljósmyndaranum finnst mikilvægt. Barátta fyrir þjóðflokka, jafnrétti, sjálfstæði, skilningi, kynþáttamisrétti og svo mætti lengi telja. Segja má að oft hafi opnast augu fólks fyrir raunveruleikanum þegar það horfði á ljósmyndir.

Í dag eru myndirnar margar og spurning hvort þær hafi enn sömu áhrif og þær höfðu í eina tíð. Í þessu skyni hef ég verið að horfa á hvernig myndir eru teknar af stjórnmálamönnum og atburðum. Stundum velti ég fyrir mér hvort pólitísk skoðun ljósmyndarans endurspeglist í myndunum sem hann tekur. Það er að hann leggi meiri alúð í efni sem honum hugnast vel. Þetta væri virkilega verðugt rannsóknarefni.

kl. |Ljósmyndun / Pólitík

Álit (2)

Mér sýnist á öllu að nú sé kominn tími fyrir þig að les Susan Sontag.

Hún svarar svo sem ekki allt of mörgum spurningum en hún veltir upp enn fleiri.

Mundu samt að pók hennar on photography er barn síns tima og síðar tók hún sig til og endurskoðaði fyrri pælingar.

Samt sem áður verðug lesning

Man ekki betur en hjálmar sé búin að þýða það helsta sem eftir han hefur verið ritað, veit samt ekki með on Photography


Aðrar bækur en hana er erfitt að mla með í bili þar sem ég hef ekki hnoðað mér í gegnum þær allar og sumar hverjar ansi þungar.

Það er samt eitthvað af áhugaverðu efni á netinu og ef ég man rétt er einhverja tengla að finna inni á http://www.aurora.is/ag


kveðja
kristján

Föstudagur 15. júní 2007 kl. 02:34

Takk fyrir ábendingarnar, var búin að svara þér í pósti en auðvitað á samhengið að vera líka hér á síðunni. Á síðunni þinni er margt gott en einnig er afbragð að lesa www.benzi.is þar er líka margt að læra. Takk fyrir að gefa þér tíma til þeirra skrifta. Held áfram að lesa söguna og síðan um myndbygginguna og fleira enda byrjar skólinn á fimmtudag. Þá verður líklega nóg að gera.

Laugardagur 16. júní 2007 kl. 22:47

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.