« Ljósmyndun og pólitík | Ađalsíđa | Túrhestur í dag »

Laugardagur 16. júní 2007

Fífilbrekka og breytingar

Í dag var ég á Fífilbrekkuhátíđ ađ Hrauni í Öxnadal. Međ mér voru Isamu Shimazaki vinur minn frá Japan og María Jónsdóttir textíllistakona sem hefur einmitt gert afar skemmtilega púđa međ síđasta ljóđinu í Ferđalok eftir Jónas Hallgrímsson. Isamu skildi ekki mikiđ en naut góđviđris, gönguferđar og íslenskrar náttúru. Merkilegasta setningin sem hann hefur sagt í ferđinni var "Ţiđ Íslendingar eruđ svo fjölbreytt ţiđ eruđ ekki öll eins - viđ Japanir erum öll eins". En hátíđin var góđ og uppbyggingin ađ Hrauni glćsileg í alla stađi.

Undanfariđ hef ég veriđ ađ fá góđlátlegar athugasemdir frá vinum mínum um ađ ljósmyndunin mín hafi breyst - augljóst sé ađ ég sé ađ lesa ljósmyndasöguna. Ţetta kom flatt uppá mig enda ekki mjög međvituđ um hana mig en fór ađ hugsa.

Ég hef ekki unniđ myndir svarthvítt í nokkrum mćli - fyrr en núna, ég hef heldur ekkert veriđ ađ taka myndir af fólki neitt sérstaklega - fyrr en núna, ég er međvitađri um myndbygginguna ţví ég er líka ađ lesa um hana. Svo líklega er námiđ, sem vart er hafiđ, fariđ ađ hafa sín áhrif. Verđur áhugavert ađ fylgjast međ ţví hvert ţađ dregur mig.

Í ljósmyndasögunni er gríđarlega mikiđ af svarthvítum myndum framanaf, einnig hafa portrett myndir veriđ ríkjandi á ákveđnum tímum í sögunni. Svo líklega hef ég ţurft ađ fá hugsun minni farveg í verkunum mínum um leiđ og ég er ađ lesa. Nú er spurning hvort alskyns ismar fara ađ birtast líka ţví ég hef veriđ mjög hugsi yfir ţeim undanfariđ. Sérstaklega klippimyndum ţ.e. ljósmynd sem er eins og klippimynd ţrátt fyrir ađ hún sé ekki klippt og sett saman heldur ein mynd en myndefniđ gefur ţá tilfinningu ađ mađur sé ađ horfa á margar myndir settar saman. Veit ekki alveg hvernig ég á ađ spreyta mig á ţví en ţađ kemur jú allt í ljós. Ţetta er allt saman spennandi og gefandi og ég er ennţá eins og spennt skólabarn og bíđ eftir fyrsta skóladeginum međ óţreyju. Vonandi gengur ţetta vel hjá mér ţó ég sé ađ ćtla mér dálítiđ mikiđ.

kl. |Ljósmyndun / Tilveran

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.