« Foucault | Aðalsíða | David Hockney »

Mánudagur 3. mars 2008

Flugferðir

Ég fór suður á fund í morgun, sem er ekki í frásögur færandi því flestar vikur fer ég a.m.k. einu sinni þangað. Hinsvegar dreymir mig orðið um að fjarfundabúnaður fari að verða staðlaður og maður komist á fundi hér heima þannig að ferðatíminn minnki til muna, kostnaður minnki sem og áhættan við veðurteppur hverfi alveg. Lausnin hefur hinsvegar oftar verið sú í nefndum hins opinbera að menn velja sér nefndarfólk sem kemur af suðvesturhorninu, fundar á suðvesturhorninu og telur sig vita eitthvað um landið allt. Það gengur ekki að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá ákvörðunum og svo er ekki gert núna. Hinsvegar myndi það auðvelda málin heilmikið ef nútímatækni væri notuð í þessu samhengi.

kl. |Tilveran

Álit (2)

Já ég er einmitt búinn að vera að hugsa (ótrúlegt) um þetta. Svo eins og ég er búinn að tönglast á lengi er ekkert mál að taka símafund eða videófund með aðilum sem maður er að vinna með í Bandaríkjunum eða meginlandi Evrópu. Ég er núna í næstu t.d. að fara á 8 klst fund í Amsterdam en til að komast þangað þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar á mánudagsmorguninn svo til Amsterdam kl 15:10 og lendi þar 16:35. Ferðatími 11klst eða svo. Miðvikudaginn þarf ég svo að fara sömu leið til baka, legg af stða 08:25 frá hóteli eða svo og lendi í Keflavík 15:30.
Það er gríðarlega mikill tími og kostnaður sem fer í vona ferðalög, hvort sem þau eru innanlands eða utan. Í síðustu viku fór ég til Vestmannaeyja og það tók mig alveg frá 08:30 til 18:00 að vinna 4klst vegna ferðalaga, tafa og annarra ferðatengdra þátta, 42% nýting á tíma, mjög þjóðhagslega óhagkvæmt, óskilvirkt og ekki umhverfisvænt. Ég gladdist samt um daginn því nú hafa tvö ráðuneyti sýnt mastersritgerðinni minni áhuga:
http://www.trigger.is/HI/Fjarvinna/
en það er langt í land enn ;)

Þriðjudagur 4. mars 2008 kl. 08:50

Valgerður Ósk:

hér hjá okkur hefur færanlegur fjarfundabúnaður sýnt sig að vera mjög gagnlegur í því að hafa nemendur í framhaldsdeildinni á Patró með í tímum - auðvelt að keyra græjuna fram og til baka og hljóðið virkar afskaplega vel, einnig er hægt að tengja tölvu inn á búnaðinn og sýna td powerpoit show beint á skjáinn, hópavinna er í gangi í gegnum búnaðinn ásamt því að hægt er að kalla á fólk og spjalla:o)
Í Borgarfirðinum tala þeir mikið um Borgarfjarðarbrúnna sína en þetta er Breiðafjarðargáttin okkar.

Föstudagur 14. mars 2008 kl. 11:03

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.