« Akureyrarkirkja | Aðalsíða | Skólinn byrjaður aftur »

Laugardagur 14. júní 2008

Dásamleg fíflamáltíð

Mig hefur oft dreymt um að gera eitthvað annað við fífla heldur en stinga þá upp úr grasinu í garðinum hjá mér. Loksins varð af veislumáltíð þar sem fíflar voru aðal uppistaðan. Við María og Henna fórum í Rjúpnaholt í dag og tíndum fíflablóm og blöð ásamt hundasúrum. Þegar heim var komið voru fíflablómin matreidd eftir uppskrift sem ég bjó til sjálf og voru dásamlegur matur. Með var salat úr fíflablöðum og hundasúrum. Henna bjó til frábæra sósu og við nutum máltíðarinnar með góðu hvítvíni. Við vorum sammála um að salatið þyrfti meiri þróun en fíflarnir og sósan væru frábær. Svo nú ætti ég að hætta að bölva fíflum í garðinum mínum og borða þá hér eftir. Ekki spurning.

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.