« Marína í sjónvarpsfréttum RÚV | Ađalsíđa | Ný lífsreynsla »

Fimmtudagur 10. júlí 2008

Listakonurnar í Gee's Bend

Ég var ađ skrifa ritgerđ um listakonurnar í Gee's Bend sem eru ótrúlegar. Gee's Bend er lítiđ ţorp međ 750 íbúum og kúrir í krika Arizona árinnar sem umlykur ţađ á ţrjá vegu. Ţarna voru ţrćlar sem unnu frá sólarupprás til sólarlags en á kvöldin gerđu konurnar sér bútasaumsteppi til ađ verjast kuldanum. Teppin voru unnin úr ónýtum fötum, pokum undan áburđi eđa efnisbútum sem fundust međfram veginum. Gee's bend var fátćkasta samfélag í fátćkasta samfélaginu, ţar er ekki skóli, matvörubúđ eđa lćknir. Áriđ 1998 uppgötvađi William Arnett listmunasafnari teppin ţeirra. Nú eru ţau á sýningum á virtum listasöfnum og dýrasta teppiđ var selt á 40.000 dollara. Ţau eru á frímerkjum, prýđa nokkur sendiráđ Bandaríkjanna og fátćktin hefur vikiđ frá. Ein kvennanna segir stolt frá ţví ađ nú eigi hún alltaf nćgan mat í frystikistu.

Sérstaklega snerti mig ţó sagan af konu sem missti manninn sinn, ţegar hann var dáinn tók hún öll fötin hans og gerđi úr ţví teppi til ađ minnast hans og kúra undir ţví til ađ minnast ástar ţeirra. Teppiđ er afskaplega fallegt en ţar má sjá snjáđ og skítug hné af buxum mannsins.

Konurnar eru nú taldar međal fremstu listamanna og verk ţeirra borin saman viđ verk Matisse og Klee. Abstrakt form ólík öđrum bútasaumsteppum sem ég hef séđ međ ótrúlegri ţrívídd. Listverk sem hefur ţróast konu fram af konu allt frá ţrćlatímanum sem nýtur nú virđingar. Sérstaklega er tekiđ fram ađ teppin eru ekki handverk heldur listaverk ţví hverju breytir hvađa efni eru notuđ viđ listsköpun?

kl. |Tilveran

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.