Fćrslur í nóvember 2008

« ágúst 2008 | Forsíđa | desember 2008 »

Miðvikudagur 12. nóvember 2008

Litir í húsum á Akureyri

Ég gerđi verkefni um liti í húsum á Akureyri í fyrrahaust og er nú búin ađ setja lokaútgáfuna upp í myndasafninu mínu hér. Skemmtilegt viđfangsefni sem varđ til ţess ađ ég fékk áhuga á fleiru en náttúruljósmyndun;-)

kl. |Ljósmyndun ||

Miðvikudagur 12. nóvember 2008

Til baka

Út var ađ koma bók eftir Helga Guđmundsson sem heitir "Til baka". Ég gerđi montage (samsetta ljósmynd) á kápu bókarinnar en hana má sjá í myndasafninu mínu ásamt upphaflegu útgáfunni sem ég gerđi.

Á bókarkápu segir:
Hér sendir Helgi frá sér skáldsögu, byggđa á hörmulegri reynslu hans sjálfs og fléttar inní hana efni og persónum sem eru hreinn skáldskapur, en gerir söguna allt í senn - beiskjulausa, lifandi og spennandi.

Ţetta er heillandi bók um blákaldan veruleika sem höfundurinn horfist í augu viđ af stóískri ró.

Ég las handrit bókarinnar áđur en ég gerđi bókarkápuna og heillađist af ţví hversu stórkostlega Helgi tekst á viđ viđfangsefniđ. Ţar sem hann er án fullrar međvitundar í veikindum sínum og ţví fastur í e.k. viđjum međvitundarleysis setti ég hann fastann í björg, hér stuđlaberg viđ Hofsós međ tilvísun í gömlu ţjóđsögurnar ţar sem menn festust hjá álfum í klettum og björgum. Vegurinn í myndinni er síđan leiđin "Til baka" til lífsins.

kl. |Ljósmyndun || Álit (1)

Sunnudagur 23. nóvember 2008

Óvenju slök myndgćđi frá Morgunblađinu

Ég hef oft dáđst ađ ljósmyndurum Morgunblađsins og hversu flinkir fagmenn ţeir eru. Mig hefur dreymt um ađ komast međ tćrnar ţar sem ţau hafa hćlana. Ţví brá mér ţónokkuđ ţegar ég sá ljósmynd af flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar og ćtlađi ekki ađ trúa mínum eigin augum. Ţađ er ekkert faglegt viđ ţessa mynd, hún er hreyfđ, hún er ekki í fókus og hvorugt gert á listrćnan hátt sem gćti afsakađ vinnubrögđin.

Hér má sjá ţessa mynd međ frétt í blađinu. Ég vil hvetja blađiđ til ađ halda áfram ţví góđa starfi sem veriđ hefur á blađinu og nota frekar mynd úr myndasafni ef takan á stađnum hefur misheppnast svo herfilega ađ ţetta er besta myndin.

kl. |Ljósmyndun || Álit (1)

Mánudagur 24. nóvember 2008

ashes and snow

Ashes and snow er falleg listrćn heimildaljósmyndun Gregory Colbert sem segir "In exploring the shared language and poetic sensibilities of all animals, I am working towards rediscovering the common ground that once existed when people lived in harmony with animals. The images depict a world that is without beginning or end, here or there, past or present."

Ţetta eru samsettar ljósmyndir (montage), hreyfimyndir en ennig bók međ verkinu. Stuttar fallegar sögur.

Sett er upp glćsileg sýningarhöll úr gámum utan um sýninguna sem var í Mexíkó í ár en verđur í Brasilíu á nćsta ári.

kl. |Ljósmyndun || Álit (0)

Knúiđ af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.