Færslur í mars 2011

« mars 2009 | Forsíða | apríl 2011 »

Sunnudagur 13. mars 2011

Vefurinn aftur tekinn í notkun

Eftir tveggja ára hlé ákvað ég að breyta vefnum mínum úr fastri myndasýningu í að vera minnispunktar um ýmis atriði sem mér þykja áhugaverð. Það hefur oft gagnast mér að hafa þessa dagbók þegar minnið brestur. Bæði um gagnlega tengla og fleira.

kl. |Ymislegt || Álit (0)

Sunnudagur 13. mars 2011

Khan Academy

Mjög áhugavert og síðan er efni á Khan academy fyrir nám í stærðfræði, tölfræði, efnafræði, eðlisfræði og mjörgu fleiru. Mjög spennandi.

kl. |Menntun / UT || Álit (3)

Sunnudagur 13. mars 2011

Kaffi, kex og brimbretti

Það er gaman að fylgjast með brimbrettaköppunum hér í Ólafsfirði um vetur. Standa í 5 gráðu frosti með kaffibolla í annarri hendi og kexköku í hinni, vel klæddur og sjá þá svamla eftir öldu. Fleygja frá sér kaffibollanum, stinga kexinu í munninn þegar stór alda kemur og þeir fara að klifra upp á brettið, taka myndir þar til aldan er búin og ná þá aftur í kaffibollann.

Hér er ein mynd frá í gær af Óliver Hilmarssyni.

kl. |Ljósmyndun || Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.