« Skólabarn á ný | Aðalsíða | Camera obscura »

Laugardagur 19. maí 2007

Prófið búið

Jæja þá er ég búin í Toefl prófinu en það er langt síðan ég hef tekið fjögurra tíma próf þannig að þetta var talsvert álag. Prófið var heilmikil vinna en ég vona að ég hafi nú náð því sæmilega. Það var síðan ágætt að vera í góða veðrinu í Reykjavík í gær en það er alveg sama hvað ég kem oft það er ævinlega léttir að komast út úr umferðinni þar. Föstudagssíðdegi eru jú álagstími og ég fékk að hanga í löngum röðum á leiðinni út úr bænum. Ég kom við á Akranesi á leiðinni norður hjá Jóhönnu og við skipulögðum hvernig ég kæmi að sýningunni í sumar. Síðan keyrði ég norður í ægifögru veðri, hefði getað stoppað oft til að mynda ský en vildi vera komin heim fyrir miðnætti. Skólabækurnar mínar voru komnar þannig að nú get ég byrjað að lesa þrátt fyrir að sumarönnin í Academy of Art University byrji ekki fyrr en 21. júní þá ætla ég að taka það margar einingar yfir sumarið að mér veitir ekki af. Það verður spennandi að byrja í MFA náminu og ég hlakka mikið til.

kl. |Ljósmyndun

Álit (1)

"Gangi þér vel í skólanum", sagði mamma alltaf við mig, þegar ég var að reima á mig skóna á morgnana.

Á það ekki bara ágætlega við núna líka.

Sunnudagur 20. maí 2007 kl. 10:38

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.