Gleðilegt ár!
Árið 2007 var ár umbreytinga og stóratburða fyrir mig, eiginlega svo mjög að vart hefði verið hægt að koma fleiru fyrir á einu ári. Þannig á ég von á því að árið 2008 verði talsvert rólegra og hlakka reyndar verulega til þess;-)
Nú er ég komin í frí í skólanum, haustönninni lauk ekki fyrr en 22. desember þannig að ég spratt upp frá síðasta prófinu og eina sem komst að var: jólakort - jólagjafir - jól. Jólin voru síðan dásamleg með börnunum og gaman að fylgjast með barnabörnunum í hverjum stórviðburðinum á fætur öðrum.
Ég óska öllum þeim sem eiga hér leið um farsældar og gleði á nýju og spennandi ári.