Færslur í mars 2008

« febrúar 2008 | Forsíða | apríl 2008 »

Mánudagur 3. mars 2008

Flugferðir

Ég fór suður á fund í morgun, sem er ekki í frásögur færandi því flestar vikur fer ég a.m.k. einu sinni þangað. Hinsvegar dreymir mig orðið um að fjarfundabúnaður fari að verða staðlaður og maður komist á fundi hér heima þannig að ferðatíminn minnki til muna, kostnaður minnki sem og áhættan við veðurteppur hverfi alveg. Lausnin hefur hinsvegar oftar verið sú í nefndum hins opinbera að menn velja sér nefndarfólk sem kemur af suðvesturhorninu, fundar á suðvesturhorninu og telur sig vita eitthvað um landið allt. Það gengur ekki að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá ákvörðunum og svo er ekki gert núna. Hinsvegar myndi það auðvelda málin heilmikið ef nútímatækni væri notuð í þessu samhengi.

kl. |Tilveran || Álit (2)

Þriðjudagur 4. mars 2008

David Hockney


David Hockney er einn þeirra ljósmyndara sem hafa komið mér skemmtilega á óvart í ljósmyndanáminu. Sú aðferð að taka margar polaroid ljósmyndir og setja saman í eina er virkilega skemmtileg. Í bókinni Photography speaks bls. 276 talar hann um hvernig kúbismi tengist ljósmyndun. Augað ferðast um og sér einstaka hluti sem verða í meginfókus hverju sinni. Fyrir utan Picasso séu fáir málarar sem nái því að gera kúbismanum góð skil sem fjalli ekki um abstrakt heldur frekar hinn sýnilega heim í kringum okkur. Því nær sem við förum hlutunum því meiri hreyfing er þegar við förum að horfa á annað. David taldi að eftir því sem við förum nær einhverju tilteknu því erfiðara sé að búa til úr því heildarmynd. Þetta tókst honum snilldarlega og hér er ein þeirra mynda. Spennandi hugsun og ég hvet áhugasama til að skoða fleiri svona myndir eftir hann, væri gaman að prófa þetta;-)

kl. |Ljósmyndun || Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.