Flugferðir
Ég fór suður á fund í morgun, sem er ekki í frásögur færandi því flestar vikur fer ég a.m.k. einu sinni þangað. Hinsvegar dreymir mig orðið um að fjarfundabúnaður fari að verða staðlaður og maður komist á fundi hér heima þannig að ferðatíminn minnki til muna, kostnaður minnki sem og áhættan við veðurteppur hverfi alveg. Lausnin hefur hinsvegar oftar verið sú í nefndum hins opinbera að menn velja sér nefndarfólk sem kemur af suðvesturhorninu, fundar á suðvesturhorninu og telur sig vita eitthvað um landið allt. Það gengur ekki að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá ákvörðunum og svo er ekki gert núna. Hinsvegar myndi það auðvelda málin heilmikið ef nútímatækni væri notuð í þessu samhengi.