Föstudagur 4. ágúst 2006
Mánudagur 7. ágúst 2006
Lögreglueftirlit um Verslunarmannahelgi er nú í síauknum mæli kostað af þeim sem halda hátíðir. Ég velti fyrir mér hverjir geta keypt löggæslu og hvenær? Hver borgar til dæmis lögreglueftirlit með mótmælendum á Kárahnúkasvæðinu? Nú eru deilur um hversu hættulegir þessir mótmælendur eru en ef fréttir eru réttar þá gengur lögreglan þarna offari og spurning hver borgar brúsann?
Continue reading "Hverjir geta keypt lögreglu?" »
kl. 01:31|
||
Þriðjudagur 15. ágúst 2006
Samkvæmt rannsókn Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur virðast mjög há laun leiða til slakari heilsu og því er freistandi að álykta sem svo að það sé óhollt að vera verulega ríkur. Spurningin er hversu miklir peningarnir þurfa að vera til þess að vera beinlínis óhollir. Þannig að mikil misskipting launa er ekki einungis slæm fyrir samfélagið og þá sem minna bera úr býtum heldur líka þá sem hafa mjög há laun. Því er það nú gustukaverk við þá líka að leggja áherslu á að jafna kjörin í landinu. Allt of há laun leiða til þess að menn verða að leggja talsverða vinnu í að hugsa um peninga því það er einhver endir á hversu miklu menn geta spanderað í sig og sína á einum mánuði. Þannig geta þeir sem hafa verulega há laun vart einbeitt sér fyllilega í vinnunni því þeir þurfa að gæta eigin fjár. Því er undarlegt að fyrirtæki velji að glepja svo fyrir starfsmönnum sínum.
Continue reading "Óhollt að vera ríkur?" »
kl. 09:42|
||
Fimmtudagur 17. ágúst 2006
Í dag varð dóttir mín þrítug, mér finnst eins og hún hafi fæðst í gær á Fæðingarheimilinu. Man eftir innilokun í átta daga því þá var það skylduvist eftir fyrstu fæðingu. Barni með einn spékopp og hugsanlega með brún augu sem mér þótti ævintýralegt. Akstur með barnavagn í kringum Fornhagann, henni sitjandi á koppi á Bergþórugötunni og í ævintýraleikjum við Leifsgötuna. Barnið sem sagði um mynd af fólki leitandi á öskuhaugum í Indlandi "þau eru svo fátæk að þau eiga ekki einu sinni rusl". Stúlku í fallegum einkennisbúningi í lúðrasveit Lauganesskóla, í KR búningi í handbolta, með stúdentshúfu og orðin stór. Mikið líður tíminn hratt. Það er gott að eiga stórt barn sem á barnabörn handa manni að leika sér að.
kl. 19:28|
||
Föstudagur 18. ágúst 2006
Nú er að koma kosningavetur en mér finnst ótrúlega stutt síðan ég varð varaþingmaður Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Þessi tími hefur verið mjög skemmtilegur og fræðandi en það er mikil reynsla sem fæst með þátttöku í stjórnmálum. Það var mjög spennandi að sitja sem alþingismaður í þau tvö skipti sem ég hef farið á Alþingi.
Norðausturkjördæmið er gríðarlega víðfemt og ég hef haft mikla ánægju af því að kynnast öllu því góða fólki sem á stöðunum búa. Hér á Akureyri hefur Samfylkingin elfst gríðarlega á þessu tímabili. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor undir stjórn Hermanns Jóns Tómassonar gengu gríðarlega vel og skilaði okkur glæsilegum kosningasigri.
Margir hafa komið að máli við mig og hvatt mig til að fara fram í næstu kosningum. Eftir að hafa ráðgast við fjölskylduna og samflokksmenn mína hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 2. sæti listans í komandi kosningum.
kl. 11:40|
||
Miðvikudagur 23. ágúst 2006
Mér var bent á að ekki hefði verið hægt að skrifa inn á vefsíðuna mína og þegar betur var gáð hafði einhvert spam óbermið komið því svo fyrir að þegar það var bannað þá skemmdi það athugasemdasvæðið. Nú er þetta hinsvegar allt komið í fínasta lag og menn geta farið að skrifa aftur inn;-)
kl. 13:49|
||
Mánudagur 28. ágúst 2006