Færslur í júlí 2008

« júní 2008 | Forsíða | ágúst 2008 »

Þriðjudagur 1. júlí 2008

Lokahnykkur ljóðagerðarinnar

Jæja þá er ljóðagerðarhlutinn að verða búinn og ég búin að skila lokaljóðinu mínu. Ég þurfti nú endilega að semja lag við það og Johnny King útsetti fyrir mig. Ég er mjög ánægð með útkomuna. Ljóðið breytist aðeins þegar það er sungið, eiginlega bara endurtekningar en svona er ljóðið í upphaflegri mynd og svona er það sungið

Hurt

first like a sword that slashes
through bone and flesh
you think, you are dead

then like a knife stabbing
turning in the wound
you think, you will never heal

like frostbite that burns
black parts falling off
you think, you lost something

like needles that prick
drops of blood appear
you think, you will heal

like small little flicks
on strong leather skin
you think, you don't notice

One day you wonder
if feelings exist

kl. |Tilveran || Álit (0)

Miðvikudagur 2. júlí 2008

CouchSurfing

Ég var að barma mér yfir því að það væri svo dýrt að fá gistingu á ferðalögum þegar Henna benti mér á CouchSurfing þar sem fólk býður fram svefnpláss fyrir ekkert og getur sjálft ferðast á sama máta. Þetta þótti mér snjallt, ef þetta virkaði þá væri virkilega hægt að fara á staði sem mig langar að fara á. Svo ég skráði mig inn í gær og nú sefur danskur strákur á efri hæðinni, stúlka frá Ástralíu kemur á morgun og síðan stúlka frá Spáni í ágúst. Fínt að fá heimsóknir og svo nota ég þetta sjálf þegar ég fer í frí, ekki galið;-)

kl. ||| Álit (1)

Föstudagur 4. júlí 2008

75 hafa hlutað á Hurt

Ég kíkti á statistíkina yfir vefinn minn því ég var að velta fyrir mér hvort nokkur kíkti inn;-) Þá sá ég að fyrstu þrjá dagana í júlí hef ég fengið 1993 heimsóknir, 75 hafa hlustað á nýja lagið mitt Hurt, 35 á Rauðu stjörnuna, 27 á Litla stúlka, 14 á Orð og 12 á Plat. Þetta þykir mér miklu meira en ég bjóst við, sérstaklega gömlu lögin sem ég hef ekkert verið að benda á.

Ég fæ að meðaltali 107 heimsóknir á klukkustund og 1595 síðum er flett að meðaltali á dag. Svo ég hætti að láta mér líða eins og Palla sem var einn í heiminum. Ég hélt að allir væru hættir að lesa þessar síður þar sem ég hef verið ódugleg að skrifa í vetur og sumar. En kannski maður haldi bara áfram;-)

kl. |Tilveran || Álit (0)

Mánudagur 7. júlí 2008

Marína í sjónvarpsfréttum RÚV

Í dag voru fjögur skemmtiferðaskip og mikil örtröð á Marínu enda ferðamennirnir yfir 5.000 og starfsmenn um 2.000 talsins. Ég man ekki eftir annarri eins traffík og ég vann óvenjulengi en annars er ég yfirleitt bara einn eða tvo tíma þegar skipin koma á meðan mest er að gera. Þessi voru gerð skil í sjónvarpsfréttum í kvöld en þar var talað við Dórótheu Jónsdóttur eiganda Marínu og ég fékk að vera með þar sem við vorum báðar í miðaldagöllunum okkar.

kl. |Vinnan || Álit (0)

Fimmtudagur 10. júlí 2008

Listakonurnar í Gee's Bend

Ég var að skrifa ritgerð um listakonurnar í Gee's Bend sem eru ótrúlegar. Gee's Bend er lítið þorp með 750 íbúum og kúrir í krika Arizona árinnar sem umlykur það á þrjá vegu. Þarna voru þrælar sem unnu frá sólarupprás til sólarlags en á kvöldin gerðu konurnar sér bútasaumsteppi til að verjast kuldanum. Teppin voru unnin úr ónýtum fötum, pokum undan áburði eða efnisbútum sem fundust meðfram veginum. Gee's bend var fátækasta samfélag í fátækasta samfélaginu, þar er ekki skóli, matvörubúð eða læknir. Árið 1998 uppgötvaði William Arnett listmunasafnari teppin þeirra. Nú eru þau á sýningum á virtum listasöfnum og dýrasta teppið var selt á 40.000 dollara. Þau eru á frímerkjum, prýða nokkur sendiráð Bandaríkjanna og fátæktin hefur vikið frá. Ein kvennanna segir stolt frá því að nú eigi hún alltaf nægan mat í frystikistu.

Sérstaklega snerti mig þó sagan af konu sem missti manninn sinn, þegar hann var dáinn tók hún öll fötin hans og gerði úr því teppi til að minnast hans og kúra undir því til að minnast ástar þeirra. Teppið er afskaplega fallegt en þar má sjá snjáð og skítug hné af buxum mannsins.

Konurnar eru nú taldar meðal fremstu listamanna og verk þeirra borin saman við verk Matisse og Klee. Abstrakt form ólík öðrum bútasaumsteppum sem ég hef séð með ótrúlegri þrívídd. Listverk sem hefur þróast konu fram af konu allt frá þrælatímanum sem nýtur nú virðingar. Sérstaklega er tekið fram að teppin eru ekki handverk heldur listaverk því hverju breytir hvaða efni eru notuð við listsköpun?

kl. |Tilveran || Álit (0)

Mánudagur 21. júlí 2008

Ný lífsreynsla

Ég var beðin um að skemmta á kvöldvöku á útihátíð í Hrísey um helgina. Þar var Fullveldishátíðin í Hrísey og Bláskeljahátíð. Ég er alltaf of brött og samþykkti að koma fram og flytja eigin lög. Þegar að deginum kom, fussaði ég og skammaði mig harðlega fyrir þessa vitleysu. Var að hugsa um að hringja rammhás og segjast ekki geta komið. En það þýðir engan aumingjaskap svo ég lét mig hafa þetta. Ég flutti sex lög og það var virkilega gaman - svona eftirá;-)

Hátíðin var skemmtileg og fjölskylduvæn, mæli eindregið með henni!

kl. |Tilveran || Álit (1)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.