Færslur í september 2006

« ágúst 2006 | Forsíða | október 2006 »

Miðvikudagur 6. september 2006

Tölvuskólinn Þekking

Þann 1. júní tók ég við starfi sem framkvæmdastjóri Tölvuskólans Þekkingar sem er í Faxafeni 10 og í Glerárgötu 36 á Akureyri. Það hefur verið heilmikil og skemmtileg vinna að koma skólanum á laggirnar hér fyrir norðan en nú er allt tilbúið fyrir nemendur sem byrja að koma eftir hádegið í dag. Við höfum einnig verið að stækka fyrir sunnan komin ný afgreiðsla og skráningar ganga vel. Ég fæ sjálf að kenna dálítið sem verður spennandi því nú er nokkuð um liðið frá því ég kenndi síðast;-) Það er fátt meira gefandi.

kl. |Vinnan || Álit (1)

Miðvikudagur 6. september 2006

Aðstandendur vímuneytenda

Þegar við ræðum um vímuvanda á Íslandi hættir okkur til að gleyma mikilvægum hópi sem eru aðstandendur þeirra einstaklinga sem eru í neyslu. Börn þeirra, maka, foreldra, systkini og aðra sem næst þeim standa. Því miður eru sumir svo miskunnarlausir að kenna þessu fólki um neyslu neytendanna eða útskýra út frá þeim þann vanda sem um ræðir. Þetta leiðir til þess að þessir einstaklingar sem hafa þurft að ganga í gegnum margar hörmungar missa kjarkinn og fara í sjálfsásökun og missa þrótt til að fást við vandann. Ég tel brýnt að við skilgreinum betur stuðning við aðstandendur vímuefnaneytenda á þann hátt að vandinn verði ekki líka þeirra heldur séu þeir í stakk búnir til að fást við vandann á þann hátt að neytandinn leiti sér aðstoðar.

Continue reading "Aðstandendur vímuneytenda" »

kl. |Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 6. september 2006

Kjördæmisþing á sunnudag

Nú fer að færast fjör í leikinn í kjördæminu mínu. Á sunnudaginn verður kjördæmisþing en þar mun kjördæmisráðið leggja fram tillögur að vali á framboðslista við næstu kosningar. Eins og gengur eru skiptar skoðanir og því mun reyna á okkur flokksmenn að koma okkur saman um aðferðir til að ná sem bestum árangri fyrir flokkinn í komandi kosningum. Því er um að gera að hvetja alla í kjördæminu til að fjölmenna í Skjólbrekku í Mývatnssveit á sunnudaginn kl. 13:00 og taka þátt í kjördæmisþinginu.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 9. september 2006

Bryggjuskrall í Ólafsfirði

wSelir0038_1675b.jpgVið Gísli og Hrafnhildur Lára fórum á Bryggjuskrall í Ólafsfirði í dag. Þetta var mikil tónlistarveisla þar sem hljómsveitin Roðlaust og beinlaust var í lykilhlutverki. Gísli söng með þeim að þessu sinni eigið lag "Fjallið" sem var frábær skemmtan. Auk þeirra voru margir gríðarlega flinkir tónlistarmenn sem gaman var að hlusta á. Ég myndaði heilmikið og búin að setja inn nokkrar myndir í albúmið mitt.

kl. |Tilveran || Álit (0)

Miðvikudagur 13. september 2006

Ekki bara Akureyri

Mikið hefur verið í umræðunni undanfarið að Akureyringar þurfi sinn fulltrúa á Alþingi. Þetta er auðvitað hárrétt en það er ekki nóg því við erum í stóru kjördæmi, Norðausturkjördæmi, og hver sem býður sig fram verður auðvitað að vinna fyrir kjördæmið allt. Þó ljóst sé að við Akureyringar séum orðin þyrst í að geta beitt okkur á Alþingi þá held ég að það sé ekki í huga okkar að þingmenn Norðausturkjördæmis geti bara verið frá Akureyri.

Continue reading "Ekki bara Akureyri" »

kl. |Pólitík || Álit (1)

Miðvikudagur 20. september 2006

Skynsöm náttúruverndarstefna

Nýlega kynnti Samfylkingin áherslur sínar í umhverfismálum en þessar áherslur byggjast á vinnu Framtíðarhóps flokksins sem birtast í skjali sem kallast "Umhverfisvernd andspænis auðlindanýtingu". Af þessu má sjá að Samfylkingin hefur lagt mikla vinnu í umhverfisverndarmál og að móta stefnu sem snýr að verndun landsins ásamt nýtingu auðlinda innan skynsamlegra marka. Við getum ekki haft stefnu sem segir að það megi nýta auðlindir hvar sem menn vilja nýta þær og það er jafn heimskulegt að það megi hvergi nýta þær. Ríkisstjórnin hefur ekkert hirt um þennan málaflokk enda orðin þreytt og er ekki að leggja á sig sérstaka vinnu á þessu sviði frekar en mörgum öðrum. Samfylkingin aftur á móti vill skilgreina hvaða svæði við ætlum að vernda sérstaklega, byggja ákvarðanir á þekkingu með því að stunda rannsóknir og sýna metnað fyrir hönd landsins þegar kemur að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda.

Þegar kemur síðan að því að nýta auðlindir landsins þurfum við að setja í forgang svæði þar sem þenslan í landinu er einna minnst þannig að virkjanir og nýting orku hafi mikilvæg áhrif þar sem þess er þörf eins og t.d. á Húsavík. Þar er orkan einnig umhverfisvæn, þetta þarf að hafa í huga.

Continue reading "Skynsöm náttúruverndarstefna" »

kl. |Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 28. september 2006

Prófkjörsbaráttan hafin

Þá er prófkjörsbarátta okkar Samfylkingarmanna í Norðausturkjördæmi formlega hafin enda lauk framboðsfresti í gærkvöldi. Frambjóðendur eru 9 og koma frá Siglufirði, Neskaupsstað, Egilsstöðum, Húsavík og Akureyri. Það er mjög ánægjulegt að vera í þessum hópi og fá tækifæri til að ræða um málefni okkar sem búum í kjördæminu. Líklega er það mikilvægasti þátturinn í stjórnmálum að fræðast meira um líf og starf fólksins í kjördæminu og ræða um hvernig við getum náð því að bæta mannlífið og kjörin sem við búum við. Því er efalaust lærdómsríkur tími framundan. Síðan er sérstök ánægja að fá að ferðast um í fallegri náttúru kjördæmisins.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 30. september 2006

Göng um Héðinsfjörð

wSpreng7030.jpgÍ dag fór ég til Siglufjarðar þar sem fór fram formleg athöfn vegna Héðinsfjarðarganga. Göngin eru mikilvæg fólkinu í Fjallabyggð en ekki síður okkur hér á Akureyri þar sem samgöngur við Eyjafjörð eflast að mun og starfssvæðið stækkar. Þar með gefst okkur öllum kostur á auknu samstarfi og eflingu byggðar á svæðinu. Hér til vinstri er mynd af sprengingu Sturlu samgönguráðherra í dag.

Continue reading "Göng um Héðinsfjörð" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.