Þriðjudagur 3. apríl 2007
Þriðjudagur 3. apríl 2007
Föstudagur 6. apríl 2007
Sunnudagur 8. apríl 2007
Við þurfum að jafna leikinn - fyrir börnin okkar. Það hýtur að vera sárt fyrir efnaminna fólk að geta ekki tryggt börnum sínum viðunandi læknisþjónustu á tönnum barnanna þeirra. Með forvarnaraðgerðum og eftirliti má ná langt og því þarf að tryggja að slík heilsuvernd sé endurgjaldslaus. Það er ekki nokkur heilbrigð skynsemi í því að heilbrigðiskerfi landsins nái til allra líkamsparta, beina og innyfla en þegar að tönnunum kemur draga að sér hendurnar. Öll heilsa barna skiptir máli og því þarf að huga að tannheilsu eins og annarri heilsu. Viðtal við Sigurð Rúnar Sæmundsson á Stöð 2 var sláandi þegar hann bendir á að ef barn tábrýtur sig þá er það innan heilbrigðiskerfisins en ef tönn brotnar þá þarf fjölskyldan að borga. Hver er jöfnuður barnanna þegar barn hinna ríku fær úrbætur en barn hinna efnaminni annaðhvort ekki eða þá að það hefur alvarleg áhrif á fjármál heimilisins.
Continue reading "Jöfnuð: Fyrir börnin - Tannvernd" »
kl. 09:33|
||
Þriðjudagur 10. apríl 2007
Miðvikudagur 11. apríl 2007
Samfylkingin hélt fund í morgun um ábyrga efnahagsstefnu og hefur lagt fram greinargerð sem unnin er af starfshópi undir stjórn Jóns Sigurðssonar hagfræðings en hann er fyrrverandi forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, seðlabankastjóri, alþingismaður og ráðherra. Reynsla hans er gríðarlega mikil og eftirsóknarvert að fá mann með jafn mikla sérþekkingu og reynslu af efnahagsmálum. Margt kemur fram í greinargerðinni sem ég hef áður fjallað um hér og margt sem væri ástæða til að fjalla um.
Continue reading "Jafnvægi og framfarir" »
kl. 15:25|
||
Sunnudagur 15. apríl 2007
Mánudagur 16. apríl 2007
Laugardagur 21. apríl 2007
Mánudagur 23. apríl 2007
Þriðjudagur 24. apríl 2007
Föstudagur 27. apríl 2007
Laugardagur 28. apríl 2007
Mánudagur 30. apríl 2007
Ekkert er sárara en að vera veikur og fá ekki hjálp eða fylgjast með sínum nánustu vera í neyð en ekki hjálp. Í góðærinu undanfarin ár var auknum tekjum ríkissjóðs ekki varið til þess að huga betur að fólkinu okkar, Sjálfstæðisframsóknin hugsaði bara um peninga. Rökin um að fyrst þurfi að afla tekna og síðan huga að fólkinu er hjómið eitt því peningarnir voru fyrir hendi en í hugum þeirra var fólkið þar ekki.
Hvernig líður fjölskyldu þar sem einn meðlimurinn bíður eftir hjartaþræðingu, rannsókn sem er tiltölulega fljótleg en sker úr um hvort hjartað er í lagi eða ekki. Viðkomandi er á biðlista með 243 öðrum, á meðan er fjölskyldan þrúguð af áhyggjum - en hún þarf að bíða.
Hvernig bregðast foreldrar við sem eiga barn með geðröskun og þarf að komast á göngudeild. sjúkdóm sem þer jafnvel þekkja ekki, vita ekki hvernig á að bregðast við en eina svarið er - barnið er á biðlista ásamt 170 öðrum börnum - barnið bíður.
Continue reading "Burt með biðlistana" »
kl. 10:35|
||