Miðvikudagur 10. maí 2006
Fimmtudagur 11. maí 2006
Föstudagur 12. maí 2006
Í stefnu Samfylkingarinnar á Akureyri í menningarmálum er einn meginpunkturinn
alþýðumenning. Alþýðumenning er mikilvægur þáttur í lífi og starfi, eflir andann og veitir ánægju. Sem betur fer hefur virðing fyrir alþýðumenningu aukist mjög undanfarin ár og má sjá þess mörg merki. Handverkshátíðin á Hrafnagili er fjölsótt og skemmtileg en þar má sjá afurðir margra handverksmanna sem koma víða að. Við skilgreinum alþýðumenningu sem:
* tómstundasköpun íbúa bæjarins við handverk ýmiskonar, skáldskap og leiklist, eða þá listiðkun þar sem listamenn fá ekki beinar launagreiðslur við vinnu sína en geta selt verk sín í einhverjum tilfellum.
* handverki og heimilisiðnaði að fornu og nýju sem íbúar bæjarins hafa hug á að stunda eða kynnast.
Continue reading "Alþýðumenning" »
kl. 23:04|
||
Laugardagur 13. maí 2006
Ég hef velt fyrir mér öllum þessum "óháðu" framboðum um allt land og hvað það er sem gerir það að verkum að menn óttast, eða forðast, að taka þátt í stjórnmálum undir merki ákveðins stjórnmálaflokks hver svo sem hann er. Ég hef fengið margar skýringar án þess að ég sé nokkru nær um nema hvernig sá sem svarar skilur það. Nokkrir hafa beinlínis sagt að þeir óttist um atvinnu sína eða velferð ef þeir gefa upp skýra afstöðu sem er e.t.v. ólík vinnuveitanda þeirra. Á fundi í dag var haft eftir manni sem hafði skrifað upp á stuðning við ákveðinn pólitískan lista að við hann var haft samband, að sögn vegna atbeina ákveðins ráðherra, og lýst óánægju með þá undirritun. Aðrir vilja meina að það felist einhverskonar "spilling" í því að vera í stjórnmálaflokk og því sé betra að vera "óháður" því þá séu menn frjálsir. Er starf í einhverjum stjórnmálaflokk þannig að það hindri frelsi manna? Er ástæða til að kanna hversu traust lýðræðið er í landinu? Er verið að þvinga menn svo vegna pólitískrar afstöðu að menn vilji ekki taka hana? Eru þessi óháðu framboð myndbirting pólitískrar kúgunar? Eða er hið ósagða og óttinn við að hugsanlega - kannski - geti einhver beitt þá þvingun vegna pólitískrar afstöðu orsökin. Erum við Íslendingar orðnir hræddir? Ef svo - er óttinn þá ekki frelsissvipting sem men beita sjálfan sig án þess að það sé nokkur raunveruleg ógn fyrir hendi?
Continue reading "Dauði pólitískra flokka? Óháðir lifa?" »
kl. 20:19|
||
Mánudagur 15. maí 2006
Miðvikudagur 17. maí 2006
Miðvikudagur 17. maí 2006
Fimmtudagur 18. maí 2006
Ég hef ofboðslega gaman af Eurovision og játa það hreinskilnislega. Frábært að sjá Evrópukeppni í söng sem er frábær tilbreyting frá Evrópukeppnum í boltaleik, hoppum, stökkum og öðrum vöðvaæfingum. Undankeppnin í kvöld var gríðarlega skemmtileg og margt spennandi. Í fyrsta skipti var þarna verulegt pú á Íslenska framlagið sem er svosem ágætis tilbreyting frá algeru athyglisleysi á annars ágætum lögum oft á tíðum. Náttúrulega húmorslaust af Evrópumönnum að finnast dónaskapur ekki eins fyndinn og okkur Íslendingum. En það er grundvallaratriði finnst mér að hafa mikið drama í kringum Eurovision og það brást ekki núna;-) Sumsé, ærlegt pú á okkur, sem sýnir að það eru fleiri dónar en við!
kl. 21:58|
||
Þriðjudagur 23. maí 2006
Mikið hefur verið að gera í þessari viku í kosningabaráttunni. Ég hef verið á ferðinni með oddvita okkar Hermanni Jóni Tómassyni en við höfum farið á marga vinnustaði með efni og rætt við fólk. Hvar sem við komum mætir okkur velvild og jákvæðni og við lærum margt nýtt á hverjum stað sem við komum.
Á kosningamiðstöðinni í Skipagötu hefur verið líf og fjör, þangað koma margir þrátt fyrir leiðindaveður og kraftur í baráttunni. Skoðanakannanir hafa sýnt okkur með þrjá menn en við þurfum að halda vel á spilunum til þess að það gangi eftir. Svo nú er bara að hvetja alla til að merkja x við S svo við náum inn okkar þremur mönnum sem öll eru kraftmikið dugnaðarfólk sem við getum verið stolt af í bæjarstjórn.
kl. 22:21|
||
Þriðjudagur 23. maí 2006
Sunnudagur 28. maí 2006
Sigur Samfylkingarinnar á Akureyri var ótvíræður í gær. Við bættum við okkur tveimur bæjarfulltrúum og 10% fylgi sem er stórkostlegt. Vonir okkar stóðu til þess að ná þremur bæjarfulltrúum og við lok talningar í nótt varð það að veruleika. Nýju bæjarfulltrúarnir okkar þau Hermann Jón, Sigrún og Helena hafa verið kröftug í baráttunni og ljóst að við stöndum öll sem eitt þétt að baki okkar fólki. Gefin hefur verið út viljayfirlýsing um að hefja viðræður við Vinstri hreyfinguna grænt framboð og Lista fólksins um meirihlutasamstarf. Þetta er eðlileg niðurstaða og hef ég mikla trú á að slíkt samstarf geti orðið farsælt þar sem stefnuskrár flokkanna þriggja liggja mjög í sömu átt þó auðvitað sé einhver áherslumunur.
Eftir mikla vinnu fjölda fólks í kosningabaráttunn hér á Akureyri er svo sannarlega mikil gleði að standa uppi með þetta góða fylgi. Því fylgir ábyrgð en þá ábyrgð treysti ég mínu fólki vel til þess að axla af ábyrgð og festu.
kl. 10:29|
||