Vorfrí
Þann 17. maí s.l. komst ég í vorfríið í skólanum og það var vægast sagt stafli af verkum sem beið. Ég hef ekki verið dugleg við vefinn minn enda nauðsynlegt að forgangsraða þegar margt er að gerast.
« apríl 2008 | Forsíða | júlí 2008 »
Mánudagur 2. júní 2008
Þann 17. maí s.l. komst ég í vorfríið í skólanum og það var vægast sagt stafli af verkum sem beið. Ég hef ekki verið dugleg við vefinn minn enda nauðsynlegt að forgangsraða þegar margt er að gerast.
Mánudagur 2. júní 2008
Í gær opnuðum við Helga Kvam ljósmyndasýningu á Hellnum á Snæfellsnesi allt myndir frá ferðum okkar um svæðið. Í fyrra fórum við saman vestur en þá var Helga einmitt með sýningu í Stykkishólmi og einmitt í þeirri ferð sömdum við um að sýna á Hellnum. Um að gera að fara á Snæfellsnesið, fáir staðir á Íslandi búa yfir sömu dulúð og fegurð, fá sér kaffi eða dásemdarsúpu í Fjörukaffinu niður við bryggju og hlusta á sjófuglinn og öldurnar og skoða myndirnar okkar Helgu í leiðinni;-)
kl. 22:14|Ljósmyndun || Álit (0)
Mánudagur 2. júní 2008
Á laugardaginn setti ég upp sýningu á ljósmyndum í Nostrum Design á Skólavörðustíg 1 í Reykjavík. Myndirnar eru flestar af ótrúlegum formum og mynstrum í frosti, frostrósir á glugga, frostmyndanir á stráum og greinum ásamt loftbólum í ísilagðri Eyjafjarðaránni. Myndirnar fara vel með íslenskri hönnun sem er þarna til sölu en hönnuðirnir eru með vinnustofu á hæðinni fyrir neðan og síðan verslunina á fyrstu hæð. Þær vinna mikið með ull og því má segja að myndirnar og flíkurnar rammi saman íslenskan grunntón, ull og ís. Hvað er íslenskara?
kl. 22:30|Ljósmyndun || Álit (1)
Mánudagur 9. júní 2008
Nú erum við Helga Kvam búnar að setja myndir upp hjá Marínu, Strandgötu 53 á Akureyri. Þar setti ég samsettu (montage) myndirnar sem ég hef verið að vinna eftir jólin. Markmiðið hjá mér er að ná að búa til dálítið dularfullra myndir þar sem ýmislegt býr tákn og jafnvel ævintýri.
Þarna eru líka nokkrar myndir úr seríunni minni um heita vatnið sem endurnýjanlegan orkugjafa ásamt eldri myndum. Svo fæ ég póstkortin mín úr prentun líklega í þessari viku eða næstu og það verður spennandi að sjá hvernig þau koma út.
Hér er mynd sem Völundur tók daginn sem fyrsta skemmtiferðaskipið kom til Akureyrar og lagði upp við hafnarbakkann fyrir framan Marínu.
kl. 22:59|Ljósmyndun || Álit (0)
Föstudagur 13. júní 2008
Síðasta vetur gerði ég verkefni í skólanum sem fólst í því að sitja kyrr á sama stað og upplifa umhverfið. Þegar eitthvað kallaði sérstaklega þá átti ég að taka mynd. Á sama tíma var ég í listasöguáfanga þar sem við vorum að lesa um markmiðið með steindum gluggum í kirkjum en þar kom fram að litir glugganna sem dönsuðu í guðshúsum myndu hafa áhrif á söfnuðinn sem upplifði sterkar hið guðdómlega.
Litirnir sem koma af gluggunum í Akureyrarkirkju eru svo sannarlega fallegir og Sr. Svavar A Jónsson sagði einmitt að það hefði sérstök áhrif á sig að sjá litina endurspeglast á væntanlegum fermingarbörnum í fermingarfræðslunni.
Ég var að setja myndirnar sem ég notaði í þessu litla verkefni um Akureyrarkirkju inn í myndasafnið mitt sem ég er nú að uppfæra og laga.
kl. 07:17|Ljósmyndun || Álit (0)
Laugardagur 14. júní 2008
Mig hefur oft dreymt um að gera eitthvað annað við fífla heldur en stinga þá upp úr grasinu í garðinum hjá mér. Loksins varð af veislumáltíð þar sem fíflar voru aðal uppistaðan. Við María og Henna fórum í Rjúpnaholt í dag og tíndum fíflablóm og blöð ásamt hundasúrum. Þegar heim var komið voru fíflablómin matreidd eftir uppskrift sem ég bjó til sjálf og voru dásamlegur matur. Með var salat úr fíflablöðum og hundasúrum. Henna bjó til frábæra sósu og við nutum máltíðarinnar með góðu hvítvíni. Við vorum sammála um að salatið þyrfti meiri þróun en fíflarnir og sósan væru frábær. Svo nú ætti ég að hætta að bölva fíflum í garðinum mínum og borða þá hér eftir. Ekki spurning.
Mánudagur 16. júní 2008
Þá er skólinn byrjaður aftur, ég tek tvö námskeið núna. Annars vegar Crossing borders sem fjallar um listir þeirra sem ekki eru af vesturevrópskri menningu og hinsvegar skapandi skrif. Ég er búin með alla skyldukúrsana í ljósmyndun nema einn sem ég ætla að geyma þar til haustframboðið er komið á hreint. Svo þarf ég að taka stórt próf í sumar s.k. midpoint próf þar sem ég þarf að verja fyrir dómnefnd tillögu mína að lokaverkefni. Nú er bara að vera dugleg já og krossa putta;-)
Föstudagur 20. júní 2008
Nú eru myndirnar mínar frá AIM festival komnar inn á vef Pedrómynda og hægt að fá þær prentaðar þar. Þarna eru myndir af Mogison, Helga og hljóðfæraleikurunum, Módettukór Hallgrímskirkju, Mannakorn og Sebastian Studnitzky, Hoodangers, Retro Stefson, Víkingur Heiðar Ólafsson og góðir gestir á hátíðinni.
Margir frábærir tónleikar og ágætis myndir;-)
kl. 23:29|Ljósmyndun || Álit (0)
Fimmtudagur 26. júní 2008
Ég ákvað að taka áfanga í skapandi skrifum í mastersnáminu til að mér gengi betur að rita texta á ensku með myndunum mínum. Nú strögla ég og strögla við að lesa ljóð á ensku og semja mín eigin. Eins og aðrir Íslendingar hef ég alltaf samið ljóð frá því ég man eftir mér en um 10 ára aldurinn samdi ég ódauðlegt ljóð sem ég sendi pennanvinkonu minni frá Patreksfirði sem hófst svona:
Komdu sæl mín fína
mig sækir magapína
en hún er nú að sjatna
og verkurinn að batna
Það sem er skemmtilegt við ljóðalesturinn er að Magnús Ásgeirsson þýddi sum ljóðanna á íslensku sem við erum að fást við en hann hefur verið í uppáhaldi hjá mér. Óvenju snjall listamaður sem gat þýtt erlent ljóð svo vel að það hvarflar varla að manni annað en það sé runnið undan rifjum rammíslenskra skálda. Skemmtileg hugarleikfimi að skoða hvernig ljóð umbreytast í þýðingunni og hvort sú breyting verður til þess að það menningarsamfélag sem les þýdda ljóðið skilur það eins og upprunalega ljóðið var skilið í því málsamfélagi sem það var samið.
En nú stenst ég ekki að semja lög við ljóðin sem ég sem svo það tefur nokkuð við námið;-)
Annars er búið að dagsetja stóra prófið í sumar þann 25. júlí kl. 18 að íslenskum tíma þannig að það er nægur tími til að stressa sig á þessu;-)
Fimmtudagur 26. júní 2008
Núna áttum við að gera n.k. minningarljóð sem átti að byrja "I remember" og vera vísun í eitthvað sem hefur gerst hjá okkur. Hér er mitt dæmi ef einhver hefur gaman af því að sjá það. Það á eftir að gagnrýna það svo það gæti nú breyst í meðhöndlun;-)
The Wish
I remember when I found the four leaf clover
whispering my silent wish to small hands
embracing the magic
My grandmother brought the bicycle three days later
red and shining - received without thanks
but to the elves
www.flickr.com |