Sunnudagur 5. mars 2006
Þriðjudagur 7. mars 2006
Ég verð að viðurkenna að ég er slegin yfir þeirri hugmynd ríkisstjórnarinnar að ætla að lögbinda eignarhald á vatni. Það var sorglegt að sjá ungan þingmann Framsóknarflokksins settan fram í sjónvarpsfréttum þar sem hann sneri út úr og hæddist að þeim sem ekki voru sáttir við að einhverjir mættu eiga vatnið. Eitt er að fastsetja reglur um notkun á vatni en að menn eigi vatn sem fellur úr himninum og nærir gróður jarðar er algerlega ólíðandi. Þó hægt sé að nýta vatn til þess að búa til raforku þá verða menn að hafa skilning á muninum á því að hafa rétt til afnota og þess að eiga. Er enginn endir á því hvað þessi ríkisstjórn getur reynt að kaupa og selja? Er vindorkan ekki þá líka eign? Nóg er deilt um hvernig málum var skipað varðandi auðlindir hafsins og ætti því ríkisstjórnin að átta sig á hvers konar villur hún er komin í. Ekkert virðist skipta máli annað en græðgi, það að eiga og selja, verða ríkur og þá er ekkert heilagt.
Continue reading "Hver á vatnið?" »
kl. 22:49|
||
Fimmtudagur 9. mars 2006
Í dag á ég afmæli þá er hollt og gott að líta yfir hvað maður hefur gert frá því að síðast var afmæli. Hilda Jana dóttir mín gifti sig, ég samdi lög í brúðkaupsveisluna. Gísli Tryggvi sonur minn trúlofaðist Söndru sinni, keypti íbúð og flutti að heiman. Ég var í Jórdaníu á afmælinu í fyrra og búin að fara til Englands og Írlands síðan þá. Eignaðist þriðja barnabarnið sem verður skírð á sunnudaginn. Átti ljósmynd í ljósmyndabókinni Ljósár og á sýningu á Vetrarhátíð í Reykjavík. Gaf út plötu fyrir jólin með Gísla. Sat á Alþingi í tvær vikur. Kötturinn Freddi flutti inn. Nú er spurning hvort það að vera 49 verði jafn viðburðarríkt og síðan bara halda gífurlegt húllumhæ þegar ég verð fimmtug að ári;-)
kl. 16:01|
||
Sunnudagur 12. mars 2006
Sunnudagur 12. mars 2006
Mánudagur 13. mars 2006
Í nýafstaðinni ferð í Mývatnssveit var ungur piltur að sunnan máttlaus úr hlátri yfir nafninu Lúdent á fjalli í sveitinni. Hann spurði hvað orðið þýddi en það vissi enginn. Svo nú vil ég spyrja ágæta lesendur mína hvað þýðir orðið Lúdent? Það rímar við Stúdent svo það má semja kvæði og láta það ríma ef vill. Mér þykir þetta óskaplega embættismannalegt heiti og gæti verið virðulegt að starfa sem lúdent en þá væri nú vitlegra að þekkja hvað orðið þýðir. Veit það einhver?
kl. 23:23|
||
Þriðjudagur 14. mars 2006
Miðvikudagur 22. mars 2006
Ég var á gríðarlega skemmtilegum fyrirlestri Ágústar Guðmundssonar stjórnarformanns Bakkavarar í Háskólanum á Akureyri nú rétt áðan. Ágúst náði að gera fyrirlesturinn áhugaverðan, skemmtilegan en einnig þannig að um margt er að hugsa á eftir. Sumsé allt sem gerir einn fyrirlestur virkilega þess virði að hlusta á hann. Glærur lét hann að mestu bara eiga sig sem var fínt því pilturinn hefur ágætis frásagnargáfu og getur hrifið áheyrandann inn í þá atburðarrás sem hann er að lýsa. Enda augljóst að hann hefur óskaplega gaman af því sem hann er að gera. Þau atriði sem ég dvel við og er að hugsa um eru nokkur. Fyrsta atriðið er viðhorfið til frumframleiðslu, annað er áhrif útrásarfyrirtækja á Ísland, þriðja breytt hlutverk fjármagns í atvinnurekstri og að síðustu hversu miklu máli áhugi og jákvæðni skiptir í því sem verið er að gera.
Continue reading "Ágúst, Bakkavör og útrásin" »
kl. 12:34|
||
Föstudagur 31. mars 2006
Föstudagur 31. mars 2006
Nemendum Menntaskólans á Akureyri hefur gengið vel í spurningakeppninni Gettu betur og vil ég óska þeim innilega til hamingju með frammistöðuna. Ég vann í MA í fjögur ár að þróunarverkefni í upplýsingatækni fyrir nokkrum árum og kynntist því starfinu vel, dugnaði og metnaði nemenda sem kennara. Því veit ég að liðið í spurningakeppninni hefur lagt hart að sér og unnið ötullega að undirbúningi. Því hafa það verið sár vonbrigði fyrir þau að Ríkisútvarpið skyldi einhliða án þess að upplýsa samráðsnefnd RÚV og nemenda að allar keppnir yrðu haldnar í Reykjavík. Fyrir það fyrsta gátu þátttakendurnir ekki fært keppnina heim í skólann sinn eða bæinn sinn heldur urðu nemendur skólans sem vildu styðja sitt lið, sem RÚV ætlast til að þau geri, að leggja í erfið og dýr ferðalög á keppnina.
Continue reading "Landsbyggðarnemendur borga sjónvarpsefni" »
kl. 23:54|
||