Miðvikudagur 2. maí 2007
Ég hef alltaf gaman af því að fara á 1. maí hátíðarhöldin á Akureyri. Ganga um bæinn með lúðrasveit og hugsa um það sem skiptir máli. Svo var einnig framan af fundi í gær, ég hafði ánægju af ræðu Örnu Jakobínu Björnsdóttur formanni Kjalar, sem ég vildi gjarnan sjá á heimasíðu félagsins, sem og Soffíu Gísladóttur framkvæmdastjóra Kjalar sem ræddi raunhæfnismat þ.e. að fólk geti látið meta þekkingu sína til náms enda hafi það staðist ákveðið mat. Þarna er ekki um gjaldfellingu á námi að ræða heldur getur einstaklingur sem hefur menntað sig sjálfur fengið þá menntun metna. Þetta er mikið framfaraspor og ánægjulegt að það verður mögulegt að fá slíkt mat hér á Akureyri með haustinu. Báðar töluðu þær Arna Jakobína og Soffía vel til fólksins í Sjallanum sem var stútfullur af fólki. Síðan kom að alþingismanni Vinstri grænna og frambjóðanda í kosningum eftir tólf daga, en hann þrumaði yfir fólki við háa raust vel rúman hálftíma. Ýmislegt var gott í ræðu alþingismannsins sem var þarna sem fulltrúi launafólks í BSRB enda ríkisstarfsmaður og formaður félagsins. Maðurinn kemur afar vel fyrir sig orði og talaði annarsvegar um baráttumál launafólks og hinsvegar predikaði hann svo hver prestur hefði verið fullsæmdur af. Dálítið ofsafengin orðræða - en stundum skemmtileg líka ef maður gætir þess að hafa í huga hver talar. Ræðan er í heild sinni hér.
Continue reading "Þrumað á 1. maí" »
kl. 07:20|
||
Fimmtudagur 3. maí 2007
Fyrir nokkru sá ég umfjöllun um háskólanám fanga í þættinum 60 mínútur. Ég fór því að skoða hvort fangar hér á landi hefðu tök á því að stunda nám í háskóla. Ég fann þess engin merki en þrátt fyrir það gæti sá möguleiki verið fyrir hendi. Í tveimur fangelsum er möguleiki á því að stunda framhaldsskólanám þ.e. í fangelsinu að Litla Hrauni þar sem Fjölbrautaskóli Suðurlands sinnir kennslunni og í fangelsinu að Kópavogsbraut 17 þar sem Menntaskólinn í Kópavogi sinnir verkefninu.
Þrátt fyrir nálægð fangelsisins á Kvíabryggju við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, né heldur í fangelsinu á Akureyri sem er nálægt Verkmenntaskólanum á Akureyri sem og Menntaskólanum á Akureyri. Ekki er heldur hægt að sjá að kennsla fari fram í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg.
Continue reading "Nám fanga" »
kl. 10:12|
||
Föstudagur 4. maí 2007
Laugardagur 5. maí 2007
Mánudagur 7. maí 2007
Mánudagur 7. maí 2007
Mánudagur 7. maí 2007
Miðvikudagur 9. maí 2007
Laugardagur 12. maí 2007
Sunnudagur 13. maí 2007
Laugardagur 19. maí 2007
Mánudagur 28. maí 2007
Ég er að byrja að lesa ljósmyndasöguna en ég tek þrjá áfanga í ljósmyndanáminu á sumarönninni sem hefst 21. júní þ.e. ljósmyndasögu, vinnslu stafrænna ljósmynda og eðli ljósmynda. Nokkrum sinnum hefur verið fjallað um "camera obscura" eða svarta herbergið. Ég er núna að reyna að skilja það til hlítar en á eftir eitthvað. Hvað um það eins og með ótrúlega margt þá var það Leonardo da Vinci sem skilgreindi camera obscura en árið 1490 skrifar hann um það í tæplega 1500 síðna riti sínu Atlantic Codex. En hinsvegar er því haldið fram á Wikipedia að múslimski fræðimaðurinn Abu Ali Al-Hasan hafi lýst fyrirbærinu fyrst einhversstaðar í kringum árið 1000. Mér datt í hug hvort da Vinci hafi e.t.v. ekki fundið allt upp sjálfur sem hann skrifaði heldur grúskað í arabískum gögnum en það skiptir kannski ekki mestu hver var fyrstur heldur að fyrirbærið sé til.
Continue reading "Camera obscura" »
kl. 00:54|
||
Mánudagur 28. maí 2007
Mánudagur 28. maí 2007
Þriðjudagur 29. maí 2007