Stefnumál Láru Stefánsdóttur snúa aðallega að landsbyggðarmálum, menntamálum og upplýsingatækni. Hér má sjá nýjustu færslurnar í vefdagbókinni sem snúa að pólitík:

Föstudagur 25. janúar 2008

Hættur - farinn

Það var kannski ekki óvænt að frétta af ákvörðun Björns Inga í Reykjavík en engu að síður vonbrigði. Af þeim ungu stjórnmálamönnum sem hafa verið að skipa sér í forystu stjórnmálaflokkanna hefur hann verið með þeim kraftmeiri og axlað þá ábyrgð sem hann tók að sér af öryggi. Engan óraði fyrir því að hann næði að rífa upp fylgi Framsóknarmanna eins og hann gerði í Reykjavík og ná kjöri til borgarstjórnar.

Það er hinsvegar ekki hægt að vinna undir því álagi sem hann hefur verið í langan tíma án þess að virkilega endurskoða hvort menn vilji yfirhöfuð vinna fyrir samfélagið, fórnarkostnaðurinn er einfaldlega of mikill. Þegar samflokksmaður ræðst jafn hatrammlega að félaga sínum og Guðjón Ólafur Jónsson gerði er ekki hægt annað en hafa á því skömm. Mér segir svo hugur að með aðför sinni hafi hann endanlega gengið frá sínum eigin stjórnmálaferli.

Með Birni Inga kastaði Framsóknarflokkurinn öflugum liðsmanni fyrir borð.

kl. 01:03|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 21. janúar 2008

Sviptingar í Reykjavík

Það voru mikil vonbrigði að frétta af breytingum á meirihluta í Reykjavík, ekki er það langur tími rétt rúmir 100 dagar sem fyrri meirihluti stóð. Ljóst var að Ólafur vildi gjarnan í samstarf við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokkinn og með útspili sínu um að mynda meirihluta með öðrum flokkum en honum voru Sjálfstæðismenn tilbúnir til að færa honum allt sem hann vildi á silfurfati. Eftir stendur hann sem borgarstjóri, meistaraplottari greinilega. Mér þótti merkilegt að heyra hversu ofarlega hann setur málefni flugvallarins í Vatnsmýrinni. Sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að neitt gerist í þeim málum næstu árin annað en rannsóknir á veðurfari á Hólmsheiði. Stórpólitískur sigur... En ef Ólafur verður maðurinn sem ver Reykjavíkurflugvöll varanlega þá skal ég mála á mig yfirvararskegg í viku - árið 2016!

kl. 23:56|Pólitík || Álit (1)

Sunnudagur 6. janúar 2008

Börn alkohólista - hin gleymdu börn

Fáir aðrir en þeir sem hafa lifað það vita hvernig það er að búa við alkohólisma sem barn. Auðvitað eru aðstæður ekki alls staðar eins en segja má að þessi börn séu nánast réttlaus, leiksoppar aðstæðna og komast hvergi burtu. Þau þurfa sum að þola gleðskap nótt eftir nótt, andlegar misþyrmingar, stundum líkamlegar, svefnleysi, ótta, öryggisleysi og margt það sem ekki myndi líðast að bjóða nokkrum fullorðnum manni. Þeirra eina leið í burtu er að eldast - sem gengur óskaplega hægt þegar maður er lítill. Hvernig getum við barist fyrir mannréttindum þessara barna? Réttur foreldranna til að hafa þau er sterkur en hver eru réttindi þeirra?

kl. 00:45|Pólitík || Álit (3)

Föstudagur 4. janúar 2008

Eyðslubílar

Í desember skipaði Össur Skarphéðinsson mig formann stjórnar Orkuseturs. Mér þótti vænt um þessa tilnefningu þar sem ég hef haft mikinn áhuga á orkumálum og sparnaði á orku. Eins og allt of margir aðrir þá er ég hinsvegar sérhlífin þegar kemur að eigin sparnaði. Ég fletti til dæmis upp á því hversu miklu bíllinn minn eyðir miðað við marga aðra en það er frábær reiknivél hjá Orkusetri sem reiknar slíkt út - ég roðnaði. Mæli með því að þeir sem eru að fara að kaupa sér bíl prófi þennan útreikning því það er hægt að fá sambærilega bíla, jafnvel alveg eins bíla sem menga minna.

Lesa meira Lesa meira um "Eyðslubílar" »

kl. 22:54|Pólitík || Álit (1)

Föstudagur 12. október 2007

Ótrúlegt klúður

Ég er auðvitað himinsæl með nýjan meirihluta í Reykjavík en á sama tíma algerlega bit á ótrúlegu klúðri Sjálfstæðismanna sem kemur mér algerlega á óvart. Yfirleitt hefur ákveðin festa verið á regluverki í þeim flokki og menn hafa gætt þess að leysa sín mál heima hjá sér í staðinn fyrir að sprikla í fjölmiðlum. Unga fólkið í flokknum er hinsvegar ekki sama sinnis og vill greinilega breytingar sem þau koma ekki í gegn innan flokks. Við munum eftir ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum hér á Akureyri fyrir stuttu síðan og því verður að fara að álykta sem svo að ungt fólk í flokknum sé ekki að fá framgang eða tekið mark á því og því virðist flokkurinn í meiri krísu en ég taldi. Munurinn á Akureyri og Reykjavík er e.t.v. fyrst og fremst sá að unga fólkið var í borgarstjórnarmeirihlutanum en hér á Akureyri er það eldra fólk sem leiðir listann. Þar er meiri festa og ró virðist vera en meðal þeirra ungu í flokknum, því eru pólitískar aftökur innan flokksins ekki mögulegar á sama hátt og í Reykjavík.

Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort það sé alvarleg kreppa innan Sjálfstæðisflokksins milli ungliða og þeirra sem eru miðaldra og eldri. Líklega hafa þeir eldri algerlega hundsað þá yngri eða þá að meðal þeirra ungu er bráðlæti sem ekki er hægt að koma böndum yfir. Nauðsynlegt er fyrir forystu flokksins að skoða sín mál gaumgæfilega innan flokks því þar virðist stærsti vandinn. Það þýðir ekkert fyrir flokkinn að ætla að gera Björn Inga einan ábyrgan fyrir því hvernig fór.

Ungliðarnir í borgarstjórn Reykjavíkur sýndu hinsvegar gríðarlegan pólitískan klaufaskap, framkoma þeirra við leiðtoga sinn í borginni fádæmalaus og þeirra ein er ábyrgðin á því hvernig fór. Líklega var það þeirra eigin valdagræðgi sem varð meirihlutanum í borgarstjórn að falli.

kl. 12:48|Pólitík || Álit (1)

Miðvikudagur 27. júní 2007

Netið endurspeglar stéttarskiptingu ungmenna

Það var athylisvert að lesa grein á BBC um stéttaskiptingu ungmenna á Netinu. Danah Boyd doktorsnemi í Berkleyháskóla kemst að þeirri niðurstöðu að ungmenni sem eru á Facebook eru líklegri til að fara í háskóla og koma frá efnameiri fjölskyldum heldur en þeir sem eru á MySpace. Þetta eru merkilegar niðurstöður í ljósi þessað margir hafa talið að aðgreining í tengslum við Internetið væri sérstaklega tengd þeim sem hafa tengingu og þeim sem hafa hana ekki. Þegar síðan fólk aðgreinir sig sjálft eftir því hvar það er innan Netsins er merkilegt að sjá.

Þá kemur hin sígilda spurning - er það hópurinn sem ungmennin eru í sem ákvarðar hvað þau gera eða velja þau sér umhverfi eftir því hvað þau vilja gera.

kl. 10:06|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 19. júní 2007

Ótrúleg palestínsk stúlka

Þetta myndband á Current TV um líf Palestínumanna er ótrúlega gott sérstaklega í ljósi þess að lítil stúlka útskýrir lífið undir þeim kringumstæðum sem þarna eru.

kl. 22:13|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 14. júní 2007

Ljósmyndun og pólitík

Ég er að verða búin að renna yfir ljósmyndasöguna sjöhundruð síðna skruddu sem er hafsjór af fróðleik og orðið margs vísari. Sérstaklega finnst mér eftirminnilegt hversu póltískar ljósmyndir geta verið, stundum eru þær beinlínis notaðar í pólitískum tilgangi eða til að ná fram einhverju réttlæti sem ljósmyndaranum finnst mikilvægt. Barátta fyrir þjóðflokka, jafnrétti, sjálfstæði, skilningi, kynþáttamisrétti og svo mætti lengi telja. Segja má að oft hafi opnast augu fólks fyrir raunveruleikanum þegar það horfði á ljósmyndir.

Í dag eru myndirnar margar og spurning hvort þær hafi enn sömu áhrif og þær höfðu í eina tíð. Í þessu skyni hef ég verið að horfa á hvernig myndir eru teknar af stjórnmálamönnum og atburðum. Stundum velti ég fyrir mér hvort pólitísk skoðun ljósmyndarans endurspeglist í myndunum sem hann tekur. Það er að hann leggi meiri alúð í efni sem honum hugnast vel. Þetta væri virkilega verðugt rannsóknarefni.

kl. 20:58|Ljósmyndun / Pólitík || Álit (2)

Laugardagur 9. júní 2007

Þarf í endurhæfingu

Ég held að eftir að maður er búinn að búa lengi úti á landi þá þurfi maður að fara í jafnréttisendurhæfingu því málin eru einfaldlega aftar á merinni þar heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Smá saman verður maður samdauna alskyns smáatriðum og tekur ekki einu sinni eftir því, svo fer maður í annan "hóp" þ.e. landsbyggðarmaður sem líka fær skilaboð um að sé dálítið greindarskertur vegna búsetu sinnar og síðan stutt komment um að maður sé ekki innfæddur á landsbyggðarstaðnum og því skilji maður síður það sem þarf að skilja. Ég held að ég sé komin í þá stöðu að vera skilningslítil, einföld kona á landsbyggðinni. Ég upplifi allavega á samskiptum að ég hafi orðið fyrir einhverjum verulegum greindarskorti og er farin að lifa mig vel inn í hlutverkið með því að þegja kurteislega og segja ekki múkk. Vandinn er að slíku hlutverki fylgjir gjarnan áhugaleysi og það er verulega leiðigjarnt. Hin leiðin er að vera alltaf að lúðrast á hinum og þessum stöðum í þeim tilgangi einum að sanna fyrir fólki að maður hafi eitthvað að segja. En líklega er ég orðin of gömul til að nenna að taka að mér sönnunarbyrði á eigin getu og visku. Ég veit að ég er þrælklár og get það sem ég vil gera og einhvernvegin er það orðið þannig að það er mér nóg að vita það sjálf;-)

Spurningin er hvort ég verði ekki fyrir alvarlegu menningarsjokki þegar að því kemur að ég fari í staðbundna önn til San Francisco í náminu mínu. En ég fer ekki strax og fjarnámið verður því ágætis aðlögun - skyldu miðaldra aðfluttar landsbyggðarkjéllíngar vera minnihlutahópur í San Francisco?

kl. 19:16|Pólitík || Álit (3)

Sunnudagur 13. maí 2007

Skólabarn á ný

Ég hét þess að ef ég kæmist ekki á þing þá færi ég í skóla að læra ljósmyndun. Ákveðin í að breyta tilverunni og líta upp frá tölvum sem ég hef unnið við frá 1981. Svo nú er ég að velja mér námskeið og skoða kennslubækur því sumarönnin hefst um miðjan júní.

Vil nota tækifærið og þakka öllum sem reyndust mér vel í kosningabaráttunni fyrir lærdómsríkan og skemmtilegan tíma;-)

kl. 18:23|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 12. maí 2007

Til hamingju með daginn!

Þá er kjördagur runninn upp og ég vil nota tækifærið til að þakka öllum samstarfið í gríðarlega skemmtilegri kosningabaráttu. Samstarfsfólkið hefur verið frábært, ég er búin að læra margt og margar ógleymanlegar minningar hafa skapast í baráttunni.

Ég vona að uppskeran verði góð og markmiðin náist. Allavega er ástæða til að senda bestu kveðjur til allra sem voru með en einhver hafði tíma til að snikka hausinn á mér á góðan dansara í útlöndum svo ég læt það bara fylgja hér með mínum bestu kveðjum.

kl. 07:53|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 9. maí 2007

Aldraðir eiga betra skilið

Þetta myndband segir meira en mörg orð!

kl. 00:12|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 7. maí 2007

Háhraðasamband skiptir máli

Það er ótrúlegt að menn trúi því að Google fari að nota Ísland sem geymslusvæði fyrir gögn. En það er algerlega vonlaust á meðan við höfum óörugga og of litla burðargetu á gögnum til landsins. Sæstrengirnir sem við erum með núna eru algerlega ófullnægjandi eins og þeir sem vinna við upplýsingatækni og þá sérstaklega útflutning í gegnum Netið vita með vissu. Eins er afar ólíklegt að landsbyggðin njóti þess að setja upp slíka þjónustu þar sem pípurnar þurfa að vera sem breiðastar. Tja nema menn fari að viðurkenna þá staðreyndir að sæstrengirnir koma til landsins annarsvegar í Seyðisfirði ef ég man rétt og hinsvegar í Vestmannaeyjum. Þá væri hægt að setja slíka þjónustu þar og láta landið afturfyrir í gagnaröðinni - en því getur ekki nokkur maður verið hlynntur.

Betra gagnasamband við landið er ekki á næstu grösum, lagning sæstrengs tekur tíma.

Háhraðasamband á landsbyggðinni er víða afar dapurt eða ekkert. Fjarskiptasjóður sem bráðum fer að bjóða út þjónustu nefnir hugmyndir um að lágmarkskrafa "gæti orðið" frá 512 Kb/s sambandi sem er gamaldags sambands og úrelt áður en það er sett upp. Sem betur fer er þetta ekki ákvarðað heldur bara hugmynd en nauðsynlegt er að hafa s.k. "fegurðarsamkeppni" þ.e. að taka því boði sem býður upp á bestu þjónustu en ekki lágmarksþjónustu þó hún kosti meira. Mér er hinsvegar til efs að þeir fjármunir sem hafa verið settir í málið dugi til þess að gefa landsbyggðinni svo gott Netsamband að allir geti stundað atvinnu hvar sem er á landinu.

kl. 23:19|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 7. maí 2007

Frjóa Ísland - menningarstefna

Menningarstefna Samfylkingarinnar er metnaðarfullt plagg sem var kynnt í dag. Ég er ánægð með margt í henni og þá sérstaklega áherslu á að byggja upp Náttúruminjasafn, það er allt of lítið gert af því að huga að söfnum á náttúrusviði og tími kominn til að draga þá hluti fram.

Einnig er spennandi að sjá áherslu á sköpun á öllum skólastigum því ég tel að við náum miklu betri árangri ef við erum vel þjálfuð í frumkvæði og sköpun. Þannig náum við að vaxa í síbreytilegu þjóðfélagi.

Endilega kíkið á stefnuna.

kl. 18:55|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 7. maí 2007

Áhugavert myndband

Það rifjast margt upp við að horfa á þetta myndband:

kl. 18:15|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 5. maí 2007

Ráðuneytum breytt í kosningaskrifstofur

Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið saman loforð ráðherranna síðustu 10 daga og ég verð að viðurkenna að ég hreinlega skammast mín fyrir að vera stjórnmálamaður þegar ég horfi á þetta. Hvernig dettur fólkinu í hug að moka út 22 loforðum rétt fyrir kosningar? Ætti fólkið ekki frekar að vera í kosningabaráttu eins og við hin í stað þess að sitja í ráðuneytunum og láta starfsfólk þar útbúa alskyns kosningaloforð sem síðan er mokað út, ráðherrar fara síðan á staðinn og tilkynna út og suður og láta taka af sér mynd??? Þetta er síðasta sort.

kl. 23:38|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 4. maí 2007

Sturla á flótta?

Undarlegar þykja mér fréttir af Sturlu Böðvarssyni þessa dagana og veit ekki alveg hvar stendur á mig veðrið. Fyrst eru vandamál Grímseyjarferjunnar vélsmiðju að kenna sem stundar viðgerðir á henni og svo Grímseyingum.

Síðan verður hann hvefsinn mjög þegar Greið leið segist ekki geta haldið áfram með Vaðlaheiðargöng vegna þess að peninga skortir og þá er það Samfylkingunni að kenna. Ég veit ekki til þess að Samfylkingin hafi sérstaklega beitt sér fyrir því að fjárveitingin væri bara 100 milljónir á ári næstu þrjú ár þegar Greið leið hefur sagt skýrt að það vanti ríflega 700 milljónir og ríkisábyrgð. Þetta gerði samgönguráðherrann alveg sjálfur. Greið leið getur ekki haldið áfram en ætlar auðvitað að berjast áfram fyrir málinu það er ljóst og kosningar eftir viku og þá getur margt breyst.

Hvers konar ábyrgðarleysi og flótti er hlaupinn í Sturlu Böðvarsson þessa dagana?

En mikið óskaplega væri gaman að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr samgönguráðuneytinu eftir allan þennan tíma sérstaklega í ljósi þess að ráðherrann áttar sig ekki lengur á því sjálfur að hann er ráðherra þar.

kl. 18:57|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 3. maí 2007

Nám fanga

Fyrir nokkru sá ég umfjöllun um háskólanám fanga í þættinum 60 mínútur. Ég fór því að skoða hvort fangar hér á landi hefðu tök á því að stunda nám í háskóla. Ég fann þess engin merki en þrátt fyrir það gæti sá möguleiki verið fyrir hendi. Í tveimur fangelsum er möguleiki á því að stunda framhaldsskólanám þ.e. í fangelsinu að Litla Hrauni þar sem Fjölbrautaskóli Suðurlands sinnir kennslunni og í fangelsinu að Kópavogsbraut 17 þar sem Menntaskólinn í Kópavogi sinnir verkefninu.

Þrátt fyrir nálægð fangelsisins á Kvíabryggju við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, né heldur í fangelsinu á Akureyri sem er nálægt Verkmenntaskólanum á Akureyri sem og Menntaskólanum á Akureyri. Ekki er heldur hægt að sjá að kennsla fari fram í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg.

Lesa meira Lesa meira um "Nám fanga" »

kl. 10:12|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 2. maí 2007

Þrumað á 1. maí

Ég hef alltaf gaman af því að fara á 1. maí hátíðarhöldin á Akureyri. Ganga um bæinn með lúðrasveit og hugsa um það sem skiptir máli. Svo var einnig framan af fundi í gær, ég hafði ánægju af ræðu Örnu Jakobínu Björnsdóttur formanni Kjalar, sem ég vildi gjarnan sjá á heimasíðu félagsins, sem og Soffíu Gísladóttur framkvæmdastjóra Kjalar sem ræddi raunhæfnismat þ.e. að fólk geti látið meta þekkingu sína til náms enda hafi það staðist ákveðið mat. Þarna er ekki um gjaldfellingu á námi að ræða heldur getur einstaklingur sem hefur menntað sig sjálfur fengið þá menntun metna. Þetta er mikið framfaraspor og ánægjulegt að það verður mögulegt að fá slíkt mat hér á Akureyri með haustinu. Báðar töluðu þær Arna Jakobína og Soffía vel til fólksins í Sjallanum sem var stútfullur af fólki. Síðan kom að alþingismanni Vinstri grænna og frambjóðanda í kosningum eftir tólf daga, en hann þrumaði yfir fólki við háa raust vel rúman hálftíma. Ýmislegt var gott í ræðu alþingismannsins sem var þarna sem fulltrúi launafólks í BSRB enda ríkisstarfsmaður og formaður félagsins. Maðurinn kemur afar vel fyrir sig orði og talaði annarsvegar um baráttumál launafólks og hinsvegar predikaði hann svo hver prestur hefði verið fullsæmdur af. Dálítið ofsafengin orðræða - en stundum skemmtileg líka ef maður gætir þess að hafa í huga hver talar. Ræðan er í heild sinni hér.

Lesa meira Lesa meira um "Þrumað á 1. maí" »

kl. 07:20|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 30. apríl 2007

Burt með biðlistana

Ekkert er sárara en að vera veikur og fá ekki hjálp eða fylgjast með sínum nánustu vera í neyð en ekki hjálp. Í góðærinu undanfarin ár var auknum tekjum ríkissjóðs ekki varið til þess að huga betur að fólkinu okkar, Sjálfstæðisframsóknin hugsaði bara um peninga. Rökin um að fyrst þurfi að afla tekna og síðan huga að fólkinu er hjómið eitt því peningarnir voru fyrir hendi en í hugum þeirra var fólkið þar ekki.

Hvernig líður fjölskyldu þar sem einn meðlimurinn bíður eftir hjartaþræðingu, rannsókn sem er tiltölulega fljótleg en sker úr um hvort hjartað er í lagi eða ekki. Viðkomandi er á biðlista með 243 öðrum, á meðan er fjölskyldan þrúguð af áhyggjum - en hún þarf að bíða.

Hvernig bregðast foreldrar við sem eiga barn með geðröskun og þarf að komast á göngudeild. sjúkdóm sem þer jafnvel þekkja ekki, vita ekki hvernig á að bregðast við en eina svarið er - barnið er á biðlista ásamt 170 öðrum börnum - barnið bíður.

Lesa meira Lesa meira um "Burt með biðlistana" »

kl. 10:35|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 28. apríl 2007

Bara fyrir peninga

Björn Bjarnason ráðherra skrifar pistil á heimasíðu sína þar sem hann segir "Háskóli Íslands nær aldrei því markmiði að verða meðal 100 bestu háskóla heims, ef hann mótar ekki nýja stefnu varðandi gjaldtöku fyrir nám." Þetta eru bitur skilaboð til starfsmanna Háskóla Íslands. Þeir geta ekki skapað góðan skóla nema nemendur borgi meira fyrir námið. Ráðherrann vill seilast í vasa fjölskyldna í landinu sem eru gríðarlega skuldsettar nú þegar á ofurvöxtum vegna efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar. Það er með öllu óskiljanlegt að ráðherrann meti gæði skólans fremur eftir því hvað nemendur borga en starfsmönnum skólans.

kl. 19:02|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 27. apríl 2007

Grímsey

Við Samfylkingarmenn fórum út í Grímsey í dag alls 15 manns og var eftirsótt hjá fólki að komast með í ferðina. Héldum fund þar sem helst voru rædd málefni Grímseyjarferjunnar sem er löng sorgarsaga og virðist vera sem Grímseyingar hafi verið plataðir til að fallast á kaup á ferju sem er svo kostnaðarsamt að gera tilbúna fyrir hlutverk sitt að talsvert ódýrara hefði verið að kaupa nýtt skip sem hentaði vel.

Ég er þeirrar skoðunar að störf án staðsetningar á vegum ríkisins myndu nýtast Grímseyingum afar vel þar sem fjölbreytni atvinnu myndi aukast töluvert og því auðveldara fyrir hjón að flytjast til eyjarinnar og fá bæði góð störf við hæfi.

Á flugvellinum hittum við Helgu Mattínu og Dónald en þau reyndumst mér virkilega vel síðasta sumar og ekki voru móttökurnar síðri, þau bentu bara á bílinn sinn og lánuðu mér hann á meðan dvöl okkar stóð.

Eftir fundinn skaust ég til Síu skólasystur minnar frá Laugum. Minntist skemmtilegra daga sl. sumar og Sía alltaf sami höfðinginn gaf mér reyktan lunda (namm), dásamlegan saltfisk og fleira.

Grímseyingar eru algestrisnasta fólk sem ég hef fyrir hitt og þau gæða þessa fallegu eyju töfrum sem lifa í minningunni.

kl. 00:09|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 24. apríl 2007

Vinsælast að vinna heima?

Í nýjasta fréttabréfi ClickZ sem fjallar um vinsælustu leitarorðin má finna margt fróðlegt. Athyglisverðast þótti mér að í flokknum "Internet advertising" er í fyrsta sæti "work from home" og í öðru sæti "work at home". Í flokknum "IT and internet" er Paypal vinsælast sem er fyrirbæri til að borga með þegar verslað er á Netinu eða heimanfrá.

Eftir stendur löngunin til að vinna að heiman og væri fróðlegt að fá nánari könnun á því eftir hverju fólk er að leita. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort það vinnuálag og fjarvera frá heimilinu er orðin svo íþyngjandi að þessi þróun fari að snúast við. Þessi könnun fékk mig til að hugsa áfram hvort fólk sé farið að vilja breyta lífinu og í stað þess að verja mestum tíma sínum í vinnunni sé þörfin fyrir eigið líf að verða sterkari. En þá er spurningin hvort það að vinna heima sé rétta leiðin til þess.

kl. 22:39|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 23. apríl 2007

Jöfnuður skiptir máli

Það geta ekki allir fengið allt heyri ég stundum þegar ég tala um jöfnuð í samfélaginu eins og jöfnuður geti fjallað um það. Fyrst og fremst erum við að tala um að jafna leikinn í íslensku samfélagi, að allir hafi möguleika á að lifa mannsæmandi lífi með reisn. Við á landsbyggðinni höfum fyrst og fremst verið að tala fyrir því að við fáum sömu möguleika og aðrir að reka fyrirtæki. Skýrsla eftir skýrslu sýnir fram á að flutningskostnaður - mestmegnis skattar, hindra þá möguleika. Skattarnir eru miklum mun hærri en það fé sem fer í samgöngukerfið svo það er ekki hægt að rökstyðja þetta með því að þeir borgi fyrir vegina sem nota þá. Fyrirtæki á landsbyggðinni þar sem engin þensla er þurfa að búa við háa vexti sem ætlaðir eru til að slá á þenslu sem er ekki fyrir hendi hjá þeim.

Jöfnuður skiptir okkur öll máli, í smáu sem stóru.

kl. 12:25|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 21. apríl 2007

Umræður á N4

Sjónvarpsstöðin N4 er eina sjónvarpsstöðinni utan höfuðborgarsvæðisins og hefur staðið sig vel í að gera kosningabaráttunni skil. Ég var þar í gærkvöldi ásamt Þorvaldi Ingvarssyni frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Þátturinn var enginn æsingaþáttur en ýmsar línur skerptust. Sérkennilegt þótti mér þegar Þorvaldur andmælti því að það ætti að selja Landsvirkjun en sagði síðan stuttu síðar að auðvitað stæði til að einkavæða hana. Land er tekið af landeigendum og flutt undir Landsvirkjun en síðan stendur til að selja hana og þjóðlendurnar okkar með. Ég skil ekki hvers vegna svo stór hluti landsmanna er sáttur við það og ætlar að kjósa flokk sem stendur fyrir annarri eins eignaupptöku.

Margt fleira kom fram og auðvitað þarna eins og alltaf að maður vildi gjarnan hafa svarað betur en þetta var skemmtileg og góð lífsreynsla.

kl. 12:21|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 16. apríl 2007

Þjóðlendurnar seldar?

Eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins er ljóst að þeir ætla sér að selja Landsvirkjun og með þægum samstarfsflokk eins og Framsóknarflokknum ætti þeim að takast það. Fyrst eru þeir að færa þjóðlendurnar undir fyrirtækið sem menn trúa að sé ríkiseign og þetta sé því "allt í lagi" en síðan lýsa þeir yfir að þeir vilji selja. Vonandi sér fólk samhengið í þessu þar sem hér er um háalvarlegt mál að ræða.

Með því að selja land með auðlindum einkafyrirtæki er ljóst að íbúar landsins fá engu ráðið um hvernig þær auðlindir eru nýttar.

Ég hef verið talsmaður þess að nýta auðlindir landsins fólkinu okkar til hagsbóta og þeir sem búa í nærumhverfi auðlindanna geti nýtt þær til að byggja upp atvinnulíf. Með þessum óhugnanlegu fyrirætlunum Landsvirkjunar er hættan á að við sitjum uppi búin að afsala okkur auðlindum landsins á tiltölulega óhagstæðu verði.

Samkvæmt skoðanakönnunum er þetta sá veruleiki sem blasir við okkur í dag - stjórnin heldur velli og auðlindirnar verða því að öllum líkindum seldar. Ég trúi því varla að þetta sé það sem þjóðin vill - er það tilfellið?

kl. 09:23|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 15. apríl 2007

Landsfundurinn

Landsfundur Samfylkingarinnar er alltaf afar skemmtileg samkoma, þar hittast félagar, ræða málin, miðla reynslu og þekkingu. Það er sérstök og gefandi tilfinning að vera í hópi fólks þar sem allir hafa áhuga á samfélaginu og vilja leggja sitt af mörkum til þess að landinu okkar gangi sem best. Það sama á við aðra stjórnmálaflokka þó svo að ég telji þeirra leiðir ekki henta mér þá ber ég virðingu fyrir því fólki sem leggur á sig pólitíska vinnu því ég þekki af eigin raun hvað í því felst að starfa í stjórmálum. Þá á ég ekki bara við þá sem standa fyrir framan hljóðnema, sjónvarpstökuvélar og myndavélar heldur allt það fólk sem tekur þátt í pólitísku starfi frá hinu minnsta viðviki í því að gefa nánast allann sinn frítíma til stjórnmálaþátttöku.

Ég sat meðal annars í vinnuhóp um mannréttindi sem kannski flestir Íslendingar taka sem gefnu að séu í góðu lagi hér á landi og með réttu má segja að við stöndum býsna vel. Þó er alltaf eitthvað sem má styrkja eða gera betur. Með umræðunni öðlaðist ég aukinn skilning á fjölmörgum þáttum og stykti þekkingu mína á öðrum. Hópurinn fjallaði einnig um kvenfrelsi og jafnréttindi en við Helgi Hjörvar stýrðum vinnu í þessum tveimur hópum.

Á fundinum var ekki síður skemmtilegt að hitta góða vini og þar á meðal Lillý vinkonu mína frá Kópaskeri sem var þar með foreldrum sínum. Í Fréttablaðinu í dag birtist fín mynd af okkur umkringdum félögum úr Samfylkingunni í Norðausturkjördæmi en þessi mynd er hlý minning frá góðum fundi í hópi góðra félaga.

kl. 11:54|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 11. apríl 2007

Jafnvægi og framfarir

Samfylkingin hélt fund í morgun um ábyrga efnahagsstefnu og hefur lagt fram greinargerð sem unnin er af starfshópi undir stjórn Jóns Sigurðssonar hagfræðings en hann er fyrrverandi forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, seðlabankastjóri, alþingismaður og ráðherra. Reynsla hans er gríðarlega mikil og eftirsóknarvert að fá mann með jafn mikla sérþekkingu og reynslu af efnahagsmálum. Margt kemur fram í greinargerðinni sem ég hef áður fjallað um hér og margt sem væri ástæða til að fjalla um.

Lesa meira Lesa meira um "Jafnvægi og framfarir" »

kl. 15:25|Pólitík || Álit (1)

Þriðjudagur 10. apríl 2007

Kostnaður við námsbækur í framhaldsskóla

Eitt af stefnumálum Samfylkingarinnar er að láta nemendur í framhaldsskólum fá námsbækur án endurgjalds. Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hversu mikil útgjöld eru falin í námsbókum á hverri önn. Nemendur eru oft í 5-7 áföngum hverja önn og bækurnar kosta frá 3000 - 6000 krónur bókin (stundum minna og meira en þetta er algengast). Nemandinn getur því gert ráð fyrir að 30.000 krónur fari í námsbókarkaup við hver annarmót. Þetta geta því verið um 240.000 krónur fyrir hvern nemanda. Þessir útreikningar mínir eru lauslegir en nemendur í framhaldsskólum og ættingjar þeirra þekkja þetta vel. Þar sem aðstæður nemenda í framhaldsskólum eru æði misjafnra er mikilvægt að tryggja að dapur fjárhagur fjölskyldu hindri ekki skólavist og tryggja að hver nemandi geti sem best eytt orku sinni í nám í stað þess að hafa áhyggur af fjárhag fjölskyldunnar í hvert skipti sem þarf að kaupa bók.

kl. 00:19|Pólitík || Álit (4)

Sunnudagur 8. apríl 2007

Jöfnuð: Fyrir börnin - Tannvernd

Við þurfum að jafna leikinn - fyrir börnin okkar. Það hýtur að vera sárt fyrir efnaminna fólk að geta ekki tryggt börnum sínum viðunandi læknisþjónustu á tönnum barnanna þeirra. Með forvarnaraðgerðum og eftirliti má ná langt og því þarf að tryggja að slík heilsuvernd sé endurgjaldslaus. Það er ekki nokkur heilbrigð skynsemi í því að heilbrigðiskerfi landsins nái til allra líkamsparta, beina og innyfla en þegar að tönnunum kemur draga að sér hendurnar. Öll heilsa barna skiptir máli og því þarf að huga að tannheilsu eins og annarri heilsu. Viðtal við Sigurð Rúnar Sæmundsson á Stöð 2 var sláandi þegar hann bendir á að ef barn tábrýtur sig þá er það innan heilbrigðiskerfisins en ef tönn brotnar þá þarf fjölskyldan að borga. Hver er jöfnuður barnanna þegar barn hinna ríku fær úrbætur en barn hinna efnaminni annaðhvort ekki eða þá að það hefur alvarleg áhrif á fjármál heimilisins.

Lesa meira Lesa meira um "Jöfnuð: Fyrir börnin - Tannvernd" »

kl. 09:33|Pólitík || Álit (3)

Föstudagur 6. apríl 2007

Rauðanes og könnun

Rauðanes er einn alfallegasti staður á landinu og kom mér algerlega á óvart. Ég var að leita að gistingu á Þórshöfn þegar ég datt um gistingu á Ytra Álandi í Þistilfirði og þar var tengill á Rauðanes. Án þess að hika hringdi ég þangað og við Gísli minn ákváðum að ganga Rauðanesið. Um morguninn bauð Bjarnveig á Ytra Álandi okkur í kaffi og gómsæta jólaköku en síðan fórum við í gönguferðina. Við gengum frá ríflega 10 um morguninn til um fjögurleytið með bækling sem nemendur Svalbarðsskóla unnu og var mjög hjálplegur.

Við vorum ekki með farsímasamband á Ytra Álandi þannig að ég fékk tölurnar úr könnun Stöðvar 2 þegar ég sat á bjargbrún á Rauðanesi og dáðist að ægifagurri náttúrunni. Það var sannarlega ágætt að vera mæld inni og segir okkur að vinnan er að skila sér. Nú er bara að halda ótrauð áfram og gera sitt besta.

kl. 10:05|Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 3. apríl 2007

Vaðlaheiðargöng sem fyrst!!!

Kristján L. Möller alþingismaður Samfylkingarinnar er skýr og ákveðinn þegar kemur að fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum. Hann "vill að ríkið greiði kostnaðinn við gerð ganganna. Hann segir nauðsynlegt að hefjast handa sem fyrst." (Sjá frétt RÚV).

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ferðaðist til 15 staða á landsbyggðinni nú stuttu eftir áramótin og meðal þess sem hún boðaði var stórátak í samgöngumálum. Vegna virkjana og álversframkvæmda hefur svigrúmið verið lítið en nú held ég að í ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði að svigrúmið sé að birtast og við getum virkilega brett upp ermar og séð til þess að göngin komi. Samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur engan áhuga haft á málinu þrátt fyrir þrýstsing frá "Greiðri leið".

Þetta eru stór og góð tíðindi í samgöngumálum, Vaðlaheiðargöng skipta okkur hér á Norðurlandi miklu máli, bæði vegna öryggis þar sem Víkurskarð er oft hættulegt yfirferðar og vegur þar lokaður í vondum veðrum. Þetta leysir því vanda þeirra sem vilja stunda nám t.d. í Háskólanum á Akureyri og komast milli heimilis og skóla daglega. Sameiginlegt atvinnusvæði stækkar og möguleikar aukast mjög.

Þetta eru stórtíðindi dagsins þar sem Kristján L. Möller tekur skarpa og skýra afstöðu í þessum málum enda kraftmikill þingmaður sem talar tæpitungulaust.

kl. 18:37|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 3. apríl 2007

Ömurlegar atkvæðaveiðar

Mér þykir ömurlegt að sjá Frjálslynda flokkinn sýna algert dómgreindarleysi í málefnum fólks sem fætt er í öðrum löndum. Þrátt fyrir að munur á Íslendingum er starfa í útlöndum og erlendu fólki sem starfar hér blása þeir út að hér þurfi að hafa áhyggjur þrátt fyrir að í landinu sé ekkert atvinnuleysi. Fólk sem hefur lagt á sig að ferðast um langan veg til að taka þátt í uppbygginu á Íslandi þar sem vinnuafl vantaði situr nú undir ásökunum um að lækka laun og vera "fyrir". Það er ekkert hægt að sjá út úr þessu annað en eina ömurlegustu aðferð til atkvæðaveiða sem ég hef séð.

Árni Páll Árnason lögfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar sýnir svart á hvítu að þetta gengur ekki upp, enda bara um atkvæðaveiðar að ræða.

kl. 18:28|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 31. mars 2007

Lýðræði í Hafnarfirði

Í dag beittu íbúar Hafnarfjarðar íbúalýðræði, þátttaka í kosningum var mjög góð og niðurstaða er fengin. Ég er mjög ánægð með niðurstöðuna en fyrst og fremst er ég ánægð með vinnubrögð meirihlutans í Hafnarfirði þ.e. Samfylkingarinnar sem óhrædd lagði málið í dóm íbúa sveitarfélagsins.

Í þessu má sjá vinnu Samfylkingarinnar í verki, þar er hreinn meirihluti og því auðvelt að sjá hvernig Samfylkigin vinnur þegar hún fær til þess umboð.

Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg í því ljósi að hún er í takt við stefnu Samfylkingarinnar um að nú sé kominn tími til að staldra við og skilgreina hvað við viljum vernda og hvað við viljum nýta. Núverandi ríkisstjórn hefur vaðið áfram í óþökk íbúa sinna í fjölmörgum málum og nú er mál að linni.

kl. 23:54|Pólitík || Álit (2)

Laugardagur 31. mars 2007

Opnun kosningaskrifstofu

Í dag opnuðum við Samfylkingarmenn í Norðausturkjördæmi kosningaskrifstofu í Lárusarhúsi á Akureyri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður okkar mætti og ávarpaði gesti ásamt Kristjáni L. Möller. Ég var fundarstjóri á skemmtilegum fundi sem hófst með tónlistaratriði frá þeim Unni Birnu og Eyþóri sem eru frábærir flytjendur. Það komu tæplega 80 manns á opnunina en nú höfum við einmitt endurnýjað heilmikið í Lárusarhúsi og því skemmtilegt að fá gesti. Við Helena erum búnar að vera duglegar að stilla upp eftir hörkuvinnu félaganna undir kröftugri stjórn Agnesar og Páls. Það verður gaman að vera í húsinu í kosningabaráttunni.

kl. 21:00|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 30. mars 2007

Börnin eru framtíð okkar allra

Börnin eru framtíðin, okkar besta fjárfesting og það mikilvægasta sem landið á. Við Samfylkingarmenn setjum fram með stolti stefnu um málefni þeirra því við látum okkur börnin varða, þau skipta okkur máli. Stefnuskjalið Unga Ísland er metnaðarfullt plagg þar sem tekið er markvisst á málefnum barna út frá þeirra þörfum. Ég hef áður rætt hversu mikið fjölskyldur eru plagaðar af oft hömlulausum kröfum um vinnutíma. Börnin þurfa sínar fjölskyldur, þau þurfa vernd þegar bjátar á og styrk til að ná fram því besta sem þau hafa yfir að búa. Börnin okkar eru framtíðin, þau munu sjá um samfélagið sem við sem eldri erum þurfum á að halda síðar. Nú er það okkar hlutverk að veita þeim skjól til að dafna, veita þeim heilsugæslu til að stuðla að heilbrigði þeirra og veita þeim bestu menntun sem völ er á. Ég er sannfærð um að þessi stefna höfðar til fólksins í landinu sem veit í hjarta sér að börnin eru það mikilvægasta sem við eigum.

kl. 21:26|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 28. mars 2007

Ingibjörg Sólrún sterkur formaður

Formaður Samfylkingarinnar hefur orðið fyrir ótrúlegu einelti undanfarið þar sem sumir í einfeldni sinni trúa því að hún sé upphaf og endir alls í Samfylkingunni. Við eigum sterkan og góðan formann og öfluga liðsheild. Það er því lýjandi þegar andstæðingar beita þeim rökum að formaðurinn okkar sé að þeirra mati helsti ljóður á ráði Samfylkingarinnar. Undir hennar stjórn muni ríkisreksturinn fara illa o.s.frv. Í ljósi þess að við búum ekki við stöðugleika og óróleiki á fjármálamarkaði hefur sjaldan verið meiri þá er skrýtið þegar menn láta kasta ryki í augun á sér.

Ingibjörg Sólrún hefur sýnt að hún er sterkur forystumaður hún leiddi margar góðar breytingar í rekstri Reykjavíkurborgar og undir hennar stjórn blómstraði borgin með jafnrétti og velferð að leiðarljósi. Það eina sem gerði Reykjavíkurborg erfitt fyrir er nákvæmlega það sama og er að gera öllum sveitarfélögum erfitt fyrir en það er óréttlát skipting tekna milli ríkis og sveitarfélaga.

Hún var nútímalegur stjórnandi, óhrædd við kreddur samfélagsins. Hún gekk fremst í flokki á Gay pride hátíðinni þegar aðrir vildu helst ekki að samkynhneigðir mættu sjást. Hún sá til þess að konur voru til jafns við karla við stjórnun borgarinnar. Margt fleira mætti telja til.

Það væri því afar eftirsóknarvert að fá jafn reyndan og öflugan stjórnanda sem forsætisráðherra Íslands. Kona með þekkingu, reynslu með öfluga stjórnunarhæfileika er einmitt það sem við þurfum til að koma á meira jafnvægi á efnahagslífið á Íslandi.

Það verða eflaust einhverjir sem láta kasta ryki í augun á sér í kosningabaráttunni en hver sem skoðar málið sjálfur mun sjá hver raunveruleikinn er.

kl. 14:34|Pólitík || Álit (2)

Mánudagur 26. mars 2007

Björgunarþyrla verður á Akureyri

Það eru sannarlega gleðitíðindi að nú er nánast öruggt að björgunarþyrla verður staðsett á Akureyri. Það væri tiltölulega hallærislegt ef fyrsti maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi Alþingiskosningum væri ítrekað í fjölmiðlum að krefjast þess að fá björgunarþyrlu til Akureyrar væri ekki nú þegar búið að ganga frá málunum bak við tjöldin. Ég tel nánast alveg öruggt að á hentugum tíma fyrir kosningar muni ráðherra tilkynna að björgunarþyrla verði á Akureyri og frambjóðandinn hampa því að hann sé stórkostlegur björgunarþyrlusækir. Ráðherrar hafa breytt ráðuneytum landsins í kosningaskrifstofur og ég er algerlega sannfærð um að þyrlan kemur og allt leikritið verður vel útfært og snilldarlega spilað hjá Sjálfstæðismönnum.

Hvað svo sem um leikritið má segja þá er það virkilega ánægjulegt að hafa björgunarþyrlu hér á Akureyri, þar með verður ein þyrla staðsett þannig að það styttir verulega vegalengdir til björgunar á Norðausturlandi og miðunum hér fyrir utan. Þetta eru býsna góð tíðindi. En að sama skapi er frekar dapurlegt að sjá hvernig ráðherrar spila með völd sín í kosningabaráttu.

kl. 19:42|Pólitík || Álit (3)

Sunnudagur 25. mars 2007

Gleymt grundvallaratriði?

Þegar ég lærði hagfræði þá varð mér kennd sú einfalda staðreynd að Ísland væri eins og eitt heimili það þyrfti að fá inn að minnsta kosti jafn miklar tekjur og það eyddi. Í gósentíð undanfarinna ára höfum við eytt um efni fram samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands þá keyptum við vörur fyrir 14,6 milljarða í janúar en seldum einungis fyrir 6,4 milljarða. Eftir stendur að við eyddum umfram það sem við öfluðum í vöruviðskiptum tæpum 7 milljörðum króna. Góðu fréttirnar eru þó þær að fyrir ári síðan eyddum við í janúar 10,1 milljarði meira á núgildandi verðlagi.

Við þessu er einungis tvennt að gera, eyða minnu eða selja meira. Miðað við hvernig við högum okkur er líklega augljóst að við þurfum að gera hvoru tveggja. Þá er spurning hvað getum við flutt út í auknum mæli til að fá meiri tekjur og hvað getum við sparað við okkur eða keypt innanlands til að laga vöruskiptajöfnuðinn.

kl. 19:33|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 24. mars 2007

Breyttar baráttuaðferðir?

Ég hef undrast það undanfarið hversu andstæðingar okkar í pólitík hafa ráðist á formann Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur oft svo hatrammlega að það er erfitt að átta sig á tilganginum. En segja má að pólitískar aðferðir hafi nokkuð breyst og er eitt myndband sem kom fram nýlega í kosningabaráttu demokrataflokksins þar sem stuðningsmaður Obama gerir myndband sem er ekki til stuðnings Obama heldur til að draga úr framboði Hillary Clinton. Þannig virðast stjórnmálin vera að breytast úr því að berjast fyrir því sem einstaklingurinn vill í það að berjast gegn þeim sem hindra framgang eigin frambjóðanda. Hér er þetta dæmi sem minnir mig á ofsóknarkennda baráttu gegn mínum formanni þar sem menn berjast ekki fyrir sínu heldur gegn öðrum.

Hér er um að ræða stolna auglýsingu af Philip de Vellis hann setti nafn sitt ekki við myndbandið í upphafi en þegar það komst upp hver hann væri sagði hann upp í vinnunni hjá tölvufyrirtæki sem m.a. hafði hannað vef fyrir Obama þarna má líka sjá upphaflega myndbandið. Hér er umfjöllun um málið í stjórnmálabloggi Washington Post. En hér kemur hin umdeilda breytta auglýsing:

kl. 09:11|Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 22. mars 2007

Íslandshreyfing Ómars

Þá er yfirlýsingin komin um framboð Ómars Ragnarssonar Íslandshreyfingin komin fram með bráðabirgðastjórn og fyrstu hugstormun að málefnum án frambjóðenda. Ég veit ekki hvað breyttist í dag varðandi það framboð annað en að það er komið lógó á klúbbinn. Við vissum af fólkinu, vissum af framboðinu en ekki hverjir byðu sig fram né heldur heildarstefnu svo hvorugt breyttist í dag. Þannig að það voru nokkur vonbrigði að ekkert nýtt kæmi fram þannig að þau eru enn við undirbúningsstörf og því bara að óska þeim alls hins besta í því. Ég hafði hinsvegar áhyggjur af því hversu ofsafenginn Ómar var í viðtali við Helga Seljan í Kastljósinu eins og hann væri ekki til í að láta tala við sig eins og stjórnmálamann. Líklega verður þetta mikil breyting fyrir manninn að þurfa að taka þátt í stjórnmálaátökum og fylgja málum eftir.

Ef það er eitthvað afl sem ég held að sé minnst þörf fyrir í dag þá er það enn eitt umhverfisaflið, allir flokkar eru komnir með nokkuð skýra stefnu og hafa sett málið á oddinn út frá mismunandi forsendum flokkanna. En þá virðist það vera ljóst að sex flokkar verða í framboði sem hlýtur að gleðja Sjálfstæðisflokkinn enda mun hann væntanlega maka krókinn við þessar breytingar og þar með tryggja stöðu sína við áframhaldandi stjórn. Ætli blómin á borðinu hafi verið frá honum?

kl. 20:21|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 18. mars 2007

Börnin lítils virði?

Á ferð minni fyrir austan rakst ég á eftirfarandi auglýsingu í Dagskrá þeirra Austfirðinga frá Starfsgreinasambandi Austurlands. Hér er enn ein birtingin á þrælkun íslenskra launþega en hér á börnum okkar. Þjónkun við atvinnurekendur er farin að ganga út í algerar öfgar og menn ganga ótrúlega langt á eigin rétt.

Forfeður okkar börðust fyrir réttindum launamanna og það er óásættanlegt að þeir sem nú lifa og starfa á launamarkaði láti þau fyrir svo lítið sem raunin er. Taumlaus vinnutími á jafnaðarlaunum sem í rauninni er þegar upp er staðið undir lágmarkslaunum er einn þeirra. Alþingi gengur á undan með fordæmi sem er óásættanlegt með vinnutíma langt fram á nætur enda stjórnun á þingstörfum slök.

En er ekki lágmark að berjast gegn þrælkun barna???

kl. 00:11|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 17. mars 2007

Mesta misskiptingin?

Finnst nauðsynlegt að halda hér til haga grein Inga Rúnars Eðvarðssonar prófessors við HA um misskiptingu launa milli landsbyggðar og höfuðborgar. Enginn virðist vera að gegn þessu misrétti í raun - ég velti fyrir mér af hverju?

kl. 22:23|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 17. mars 2007

Ekkifréttamennska Morgunblaðsins

Morgunblaðið er komið í kosningaham fyrir Sjálfstæðisflokkinn og finnur sér ýmislegt til dundurs í því verki. Ef það er ekki að búa til ágreining milli manna í Samfylkingunni þá ræðir það hvað formaður Samfylkingarinnar segir ekki og þegar það er rekið ofan í þá að það sé ekki rétt þá bregður það á það ráð að segja að það hafi verið of lítið. Mér finnst þetta drepfyndið og skrifaði litla athugasemd við fréttina og býst fastlega við því að henni verði svarað kröftugt og þá um það sem ég skrifaði ekki um. Ef forystugreinar Morgunblaðsins munu fram að kosningum um það sem ekki er sagt verður spennandi að sjá hvað það velur hverju sinni um hvað hefði átt að segja hverju sinni að þeirra mati.

kl. 21:21|Pólitík || Álit (2)

Föstudagur 16. mars 2007

Þórshöfn, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður

Við héldum áfram ferðinni í fyrradag og þá til Þórshafnar í glaðasólskini og blíðu. Þar hitti ég Sturlu og Henrý á Vélaverkstæði Þistils sem Sturla stýrir. Þar var margt skrafað um pólitík en síðan sýndi Henrý mér bæinn, við fórum í íþróttahúsið sem hýsir sundlaug bæjarins, íþróttasal og margt fleira. Þaðan var farið í Hraðfrystistöð Þórshafnar og hittum einstaklega skemmtilega starfsmenn, þaðan fórum við um bæinn og vakti falleg kirkjan athygli mína en hún er tiltölulega ný og þekkt af góðum hljómburði. Við fórum á skrifstofu hreppsins og hittum Björn Ingimarsson sveitarstjóra sem fór yfir hafnarframkvæmdir sem hafa verið talsvert viðamiklar í sveitarfélaginu. Þaðan fórum við í áhaldahús bæjarins og greinilegt að þar eru þúsundþjalasmiðir sem leysa úr ótrúlegustu málum. Þá var haldið áfram til Vopnafjarðar.

Lesa meira Lesa meira um "Þórshöfn, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður" »

kl. 19:45|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 13. mars 2007

Á Kópaskeri

Ég er nú á Kópaskeri og stödd í Magnavík sem er Netþjónustan á staðnum. Hér er netsambandið mjög gott enda Kópasker þekkt fyrir frumkvöðlastarf á þessu sviði. Það er sniðugt að segja frá því að hárgreiðslustofan á staðnum er í sama húsi. Hef verið i versluninni Bakka að fá mér kaffi en búðin er einstaklega góð með góðu vöruúrvali.

Kópasker finnst mér alltaf notalegur staður með einstaklega fallegri náttúru svo ég tali ekki um fuglalífið á sumrin. Í dag er sól og brim sem ég hlakka til að fanga með myndavélinni á eftir.

Það er gaman að hitta Kristbjörgu og Óla svo ég tali ekki um Lillý sem hefur verið vinkona mín í mörg ár og einstaklega skemmtileg. Við Alenka vinkona mín frá Slóveníu sem er með í för ætlum að gista hér á Víðihóli í nótt sem ég mæli með. Það er gaman að ferðast um kjördæmið og akkúrat eitt af því sem gerir kosningabaráttu svo skemmtilega. Við förum síðan áfram til Raufarhafnar og Þórshafnar á morgun.

kl. 15:28|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 12. mars 2007

Bæjarmálafundir

Var að koma af góðum bæjarmálafundi Samfylkingarinnar á Akureyri. Við hittumst einu sinni í viku og ræðum bæjarmálin og fátt er fróðlegra en sitja þessa fundi og vera vel með á nótunum um hvað er að gerast í umhverfi sínu. Það eru mörg málin sem fengist er við, skipulagsmál, íþróttamál, skólamál, hafnarmál og margt fleira. Smá saman fær maður gleggri heildarsýn á sveitarfélagið möguleika þess og hvar skóinn kreppir. Gott væri ef fjárveitingar ríkisins væru í samræmi við það sem við viljum vera að gera og svo sannarlega væri einnig gott ef Akureyri væri hálaunasvæði sem gæti borið meiri þjónustu.

Engu að síður er margt hægt að gera og margt sem er í pípunum sem ég vonast til að takist vel.

Á morgun fer ég í kosningaferðalag og byrja á morgun smávegis á Húsavík en síðan á Kópaskeri. Ég hlakka mikið til og auðvitað verður myndavélin í farteskinu.

kl. 23:49|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 7. mars 2007

Jöfnum leikinn

Við Samfylkingarmenn segjum oft "við erum jafnaðarmenn" en það er ekki alltaf að menn skilja hvað það felur í sér. Sumir segja að með því að jafna leikinn þá séum við að kippa fótunum undan hinu og þessu sem er alger misskilningur. Fyrst og fremst fjallar jöfnuðurinn um að gefa fólki jöfn tækifæri í lífinu. Ekki ganga svo nærri þeim sem standa veikum fótum að þeir hafi ekki möguleika á að bjarga sér.

Jöfnður felst í svo mörgu. Jöfnuði milli landsbyggðar og borgar, ríkra og fátækra, sjúkra og heilbrigðra, eldri borgara og yngri og svo mætti lengi telja.

Er það ekki fyrst og fremst mannúð að styðja fólk til að geta lifað mannsæmandi lífi?

kl. 22:52|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 6. mars 2007

Skógrækt og kolefnisbinding

Þegar ég var fyrir austan fyrir helgi heimsótti ég meðal annars skógræktarstöðina Barra á Egilsstöðum. Þar hitti ég Skúla Björnsson framkvæmdastjóra og við fórum að ræða skógrækt og sérstaklega möguleika hennar á að binda kolefni í jarðvegi og gróðri. Skúli benti mér á ýmis merki þess að líklegt má telja að fólk og fyrirtæki séu farin að hyggja að því að sjá til þess að binda kolefni í samræmi við koltvísýring sem sleppt er út í andrúmsloftið.

Möguleikar okkar Íslendinga á því að binda kolefni eru miklir þar sem við eigum mikið af gróðursnauðu landi eftir uppfok og gróðureyðingu. Samkvæmt ódagsettum upplýsingum á vef Landgræðslunnar er talið að með uppgræðslu megi binda kolefni sem samsvarar allri losun gróðurhúsalofttegunda í 500 ár.

Nú má gera ráð fyrir að kvóti verði á losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og því brýnt fyrir fyrirtæki að binda kolefni til þess að nýta kvótann vel. Eins og við vitum hafa Samfylkingarmenn á Húsavík lagt til að ef verður af álveri þar þá muni verða sérstök áætlun og aðgerðir í kolefnisbindingu á sama tíma. Enda eru þar miklir áhugamenn um skógrækt. En það er spurning hvort það verði ekki framtíðaratvinnuvegur á Íslandi að selja trjáplöntur og gróðursnauð svæði til að selja kolefnisbindingu þannig að fyrirtæki sem losa gróðurhúsalofttegundir geti haldið áfram rekstri.

Verður þetta til þess að Ísland verði aftur íðilgrænt?

kl. 23:01|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 3. mars 2007

Ég skil ekki Framsóknarmenn

Í ályktun frá landsfundi Framsóknarmanna stendur Að í stjórnarskrá standi: „Auðlindir Íslands utan eignalanda eru sameign íslensku þjóðarinnar“. Með auðlindum er átt við nytjastofna á Íslandsmiðum, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netalaga og náttúruauðlindir í þjóðlendum.

Ég hef ekki séð þess nein merki, hvorki í orði né á borði að þetta sé stefna flokksins í þau 12 ár sem hann hefur verið í ríkisstjórn en nú kortéri fyrir kosningar. Ennfremur var viðtal við formann flokksins í kvöldfréttum ákaflega sérkennilegt þegar hann reyndi að böggla því út úr sér að þetta væri ekki verkefni stjórnarskrárnefndar heldur ríkisstjórnar. Ég hélt að stjórnarskráin hefði verið verkefni stjórnarskrárnefndar.

Ég skil ekki þetta mál, er það sama upp á teningnum og fyrir síðustu kosningar þegar Framsóknarmenn lögðust í harða stjórnarandstöðu rétt fyrir kosningar og fram yfir kjördag þar sem allt var Sjálfstæðisflokknum að kenna. Annað hvort af því þeir höfðu ráðuneyti viðkomandi málaflokks eða ef svo hrapallega vildi til að um var að ræða þeirra eigið ráðuneyti þá var það fjármálaráðherra að kenna.

Virkar þetta??? Ef svo - er það virkilega þess virði?

kl. 21:53|Pólitík || Álit (2)

Föstudagur 2. mars 2007

Austurland

Aftur var ferðinni heitið austur í vikunni sem var frábært, ég minntist ungliðanna okkar sem missa nánast málið þegar þeir sjá að þjóðvegur 1 er ekki malbikaður allan hringinn en einmitt þegar farið er austur verður maður var við það. Meginástæðan er sögð vera að menn geti ekki gert upp við sig hvar hann á að liggja og þá sé ekki ástæða til að malbika á meðan. Furðuleg röksemdarfærsla, eins og þetta séu einu blettirnir á þjóðveginum þar sem menn þurftu að taka af skarið og setja veginn niður. Fyrst og fremst er þetta auðvitað partur af slæglegum vinnubrögðum.

Ég held að menn ættu nú að setja það í forgang að klára hringveginn þetta er okkur ekki til sóma.

kl. 23:26|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 28. febrúar 2007

Hver verður eldri borgari?

Mér hefur stundum fundist að menn tali um fólk sem hefur lifað lengur en annað fólk eins og það sé á einhvern hátt öðruvísi fólk. Menn tala um "Eldri borgara" eins og "Erlendan borgara" eða eins og eitthvað annað en hinir. Staðreyndin er hinsvegar sú að þegar maður er eitt sinn fæddur er bara eitt í stöðunni annað hvort lifir maður lengi og verður gamall og þar af leiðandi eldri borgari eða maður er hreinlega dauður. Því er spurningin hvort þeir sem yngri eru og láta sig litlu varða um eldra fólk hvort það hyggist sjálft einfaldlega ekki verða gamalt? Ekki er fólk svo skyni skroppið að telja að talningin í árum sé eitthvað óháð þeim sjálfum?

Ég held að við eigum að líta á stöðu eldra fólks sömu augum og það værum við sjálf því við höfum bara tvennt um að velja, vera gömul - eða dauð. Sé maður á lífi þá er um að gera að hafa gaman af því og sjá til þess að lífið geti verið býsna gott. Því ber okkur öllum að setja okkur í þessi spor með þeirri vissu að þarna verðum við sjálf - tja eða þá bara ekki til.

kl. 22:21|Pólitík || Álit (1)

Þriðjudagur 27. febrúar 2007

Skemmtilegur Pollfundur

Var að koma af skemmtilegum fundi hjá Pollinum þar sem Steingrímur J. Sigfússon mætti til að ræða við fólkið. Pollurinn er sameiginlegur vettvangur áhugafólks um stjórnmál á Akureyri úr öllum stjórnmálaflokkum. Þar eru pólitískir stælar lagðir til hliðar og fólk ræðir stjórnmál frá sjónarhorni Akureyrar.

Það var skemmtilegt fyrir hópinn að fá formann stjórnmálaflokks til að ræða stjórnmálin ekki út frá tilkynningapólitík heldur í samræður um tækifæri, möguleika og hugmyndir. Menn voru nokkuð tryggir grunnhugmyndinni og því var fundurinn virkilega skemmtilegur.

Frábær félagsskapur sem gaman er að mæta á fundi hjá;-)

kl. 23:38|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 26. febrúar 2007

Alvöru umhverfisvernd

Þrátt fyrir að mikið sé talað um umhverfismál þá hefur mér sýnst minna um aðgerðir sem eru raunhæfar. Samfylkingin á Akureyri barðist fyrir því að það yrði ókeypis í strætó og þar jókst um leið notkun vagnanna að miklum mun svo mikið að fjölga þarf vögnum í bænum. Þarna er flokkurinn að láta verkin tala og leggja til svo um munar til málanna. Á sama tíma mæta allir á bíl á landsfund hjá flokknum sem hæst lætur. Það er ekki nóg að tala það þarf að framkvæma. Nú er svosem hægt að skjóta sér á bak við valdaleysi en völdin eru þó fyrir hendi en þau eru ekki notuð.

Það tekur okkur hinsvegar tíma að temja okkur að nota almenningssamgöngur, það er lífsstíll sem oft krefst meiri tíma en menn virðast hafa og tengist því þéttum böndum þeirri nauðsyn að minnka vinnutíma fólks sem í mörgum tilfellum nánast tekur alla orku frá fólki og þá sérstaklega ungu fólki með börn sem þarfnast foreldra sinna. Því þurfa allir að leggjast á eitt með að stuðla að umhverfisvænu umhverfi sem fólk hefur tíma til að sinna.

kl. 23:06|Pólitík || Álit (7)

Sunnudagur 25. febrúar 2007

Börn alkohólista

Mér fannst fínt að heyra Illuga Jökulsson tala um hvernig væri að búa á heimili þar sem foreldri er alkohólisti því það þekki ég einmitt. Fann mig mest í umræðunni um að hlutirnir eru ekki skiljanlegir en maður veit að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Einnig finnst manni stundum lífið hljóti að vera bara fínt, það sé stundum alveg ágætt en svo veit maður á sama tíma að það er eitthvað ekki í lagi. Lánið mitt er að pabbi minn hætti að drekka vorið sem ég fermdist þrátt fyrir að það tæki síðan heimilið tíma að jafna sig en ég fór í heimavistarskóla veturinn á eftir og var í sveit á sumrin svo í rauninni bjó ég ekki heima eftir að ég var 14 ára en held samt góðum tengslum við fjölskylduna mína.

Ég hef því oft velt fyrir mér réttindum barna sem búa við þennan sjúkdóm enn þann dag í dag, við Illugi virðumst hafa farið ágætlega út úr þessu af einhverjum ástæðum en þetta situr samt alltaf einhversstaðar í sálinni. Andstreymi færir manni svosem alltaf eitthvað en á sama tíma þá held ég að möguleikar glatist og að börn alkohólista sjái ekki sín tækifæri.

Lesa meira Lesa meira um "Börn alkohólista" »

kl. 22:48|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 24. febrúar 2007

Evran og landsbyggðin

Ég fór á fund í gær sem bar yfirskriftina "Evran og landsbyggðin" sem haldin var af Landsbankanum og KEA. Enginn fyrirlesaranna sem voru Árni Matthísen, Edda Rós Karlsdóttir og var til í að takast á við titil ráðstefnunnar nema Edda Rós Karlsdóttir sem þó skautaði yfir það frekar hratt. Miðað var við meðalhagvöxt landsins en ekki horft til þess að landsbyggðin er með langt í frá sama hagvöxt og Reykjavíkursvæðið eins og sjá má í skýrslu Byggðastofnunar "Hagvöxtur landshluta" frá árinu 2004. Þar kemur í ljós að hagvöxtur höfuðborgarsvæðisins er á tímabilinu 39% en -6% á Norðurlandi vestra sem og Vestfjörðum. Hér á Norðurlandi eystra er hagvöxturinn 11% á þessu tímabili. Það er því ljóst að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu á höfuðborgarsvæðinu bitnar á landsbyggðinni þar sem vandinn eykst enn frekar.

Lesa meira Lesa meira um "Evran og landsbyggðin" »

kl. 00:48|Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 22. febrúar 2007

Klám og klám

Bændur eru vammlausir menn og þeir tóku af skarið með að framleiðendur klámefnis ættu ekki að gista á Radisson Hótel Sögu. Hinsvegar er spurning hvað þeir ætla að gera með efni á lokuðum rásum sem sýnt er á hótelinu og það hefur tekjur af. Er þetta kannski svo svört kómedía að framleiðendum myndanna sem hótelið kaupir fá ekki að gista á því sama hóteli?

Þegar sagt er A þarf að segja B, og þá er spurningin um önnur hótel? Treysta þau sér til að segja nei við því að selja sýningu á klámmyndum?

kl. 19:41|Pólitík || Álit (1)

Miðvikudagur 21. febrúar 2007

Fjarðarheiði veðravíti - en gott er fólkið

Ég er nú í Seyðisfirði og veðrið svosem bara íslenskt vetrarveður hér en á Fjarðarheiðinni er blindbylur og því verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur yfir heiðina. Hér höfum við farið í leikskólann, grunnskólann, á bæjarskrifstofuna og á sjúkrahúsið. Auðvitað heimsóttum við Samkaup og fórum í SR.

Hér er aðalbaráttumál heimamanna að fá samgöngur þ.e. göng sem gera þeim kleift að samnýta þjónustu, komast milli staða en ekki síst að auka öryggi þegar farið er milli staða. Í morgun voru konur á leið í sónar í vandræðum á heiðinni, nemendur komast ekki skólann í Menntaskólanum á Egilsstöðum og við hittum fólk sem ekki komst í vinnuna.

Síðast en ekki síst situr einn þingmaður í óveðrinu og hefur horft á sömu vegastikuna í allan morgun.

En hér í Seyðisfirði er gott að vera, móttökur allar frábærar, vel sóttur fundur í gærkvöldi og mikill hugur í okkar fólki. Það er gott að vera Samfylkingarmaður í Seyðisfirði.

kl. 12:13|Pólitík || Álit (12)

Þriðjudagur 20. febrúar 2007

Á leið til Seyðisfjarðar

Þá er ég að leggja af stað til Seyðisfjarðar, sem ég hlakka mikið til, verð þar á fundi í kvöld. Með mér hef ég auðvitað myndavélina góðu og vonast til að geta náð einhverju góðu myndefni á leiðinni. Hlakka til að hitta gott fólk og hafa gaman;-)

kl. 11:19|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 19. febrúar 2007

Trjáránið mikla!

Fáa hefði órað fyrir því að vatnslögn Kópavogs yrði annað eins mál og það virðist vera. Síðasta uppgötvun á trjám á verktakasvæði í Hafnarfirði eiginlega kórónar þetta allt saman. Ég fellst á að það er harla undarlegt að aka trjám til Hafnarfjarðar ef það á að planta þeim aftur í Heiðmörk og einnig er það ekki síður undarlegt að hluta trjánna vantar. Hvar skyldu þau koma næst í ljós?

Eftir stendur sú staðreynd að menn þurfa að huga vel að því ferli sem verður þegar einhverra hluta vegna þarf að rýma svæði sem hefur verið tekið undir skógrækt. Inn í þetta fléttast auðvitað margir hlutir en þar sem ég hef verið við að planta trjám í Heiðmörk þá veit ég að þetta svæði skiptir marga gríðarlegu máli og er ægifagurt. Ég fór síðast í haust um Heiðmörkina að mynda og það kom mér á óvart hversu há trén voru orðin og hversu gríðarleg vinnahefur farið í að prýða svæðið. Velti fyrir mér hvort það yrði látið ósnortið eða hvort þensla höfuðborgarsvæðisins muni að lokum þrengja að þessu fagra útivistarsvæði.

Ég held að það sé mikilvægt fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að gera það alvarlega upp við sig hvernig þeir vilja fara með náttúruna í nánasta umhverfi borgarinnar. Byggðin er farin að ná nánast upp að Krýsuvík, upp að Elliðavatni og teygir sig upp dali og út að sjó. Gjárnar í Hafnarfjarðarhrauninu eru mikil náttúruundur, Hellisheiðin og þá sérstaklega Hengilssvæðið, Mosfellsdalurinn og margt fleira. Er til áætlun um hvað menn ætla að nýta og nota í nágrenni höfuðborgarinnar?

kl. 23:19|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 18. febrúar 2007

Notalegt á Narfastöðum

Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi vorum á Narfastöðum í Reykjadal um helgina og þar var virkilega notalegt að vera, maturinn frábær og þjónustan einstök og persónuleg. Farið var yfir komandi kosningabaráttu, þeir sem ekki höfðu hist áður kynntust og eldri vinabönd styrkt. Það var mikið sungið, óteljandi skemmtisögur og endað í heitum potti langt fram undir morgun. Þar var hátindurinn Helga félagi okkar sem bar í okkur heimabakað rúgbrauð með alskyns áleggi í pottinn og voru menn orðnir svo sólgnir í þetta góða brauð að í náttkyrrðinni hljómaði nokkrum sinnum "við viljum rúgbrauð" ekkert fransbrauð þar;-)

Norðurljósin dönsuðu um himininn og Reykjadalurinn, þar sem ég var í skóla á Laugum fyrir allmörgum árum, skartaði sínu fegursta.

Það besta við pólitíkina eru traustir félagar og síðan enn betra þegar þeir eru svona dásamlega skemmtilegir eins og raun ber vitni. Síðan er úthaldið ekki verra því síðustu pólitísku umræðurnar hjöðnuðu rúmlega sex í morgun;-)

kl. 15:58|Pólitík || Álit (3)

Laugardagur 17. febrúar 2007

"Íslendingar sæki ekki um"

Ég var að lesa Lögberg Heimskringlu blað Vesturíslendinga í morgun og þar á meðal grein eftir David Jón Fuller ritstjóra blaðsins þar sem hann fjallar í forystugrein um nýjan sjónvarpsþátt "Little Mosque on the Prairie" fordóma í tengslum við múslima í dag. Hann minnir menn þar á þegar Íslendingar voru nýkomnir til Kanada þar sem m.a. voru skilti sem auglýstu atvinnu en um leið bent á að Íslendingar þurfa ekki að sækja um því ljóst væri að þeir fengju ekki störfin.

Hann bendir á að Íslendingar hafi þurft að sæta fordómum og ættu því sjálfir ekki að leggja slíkt fyrir sig. Hann bendir á setningar sem við ættum vel að þekkja eins og "Múslimar eru strangtrúramenn" eins og það sé ekki fyrir hendi í nánast öllum trúarbrögðum. Setningar eins og "þeir eru allir svo..." er í grunninn fordómafull.

Lesa meira Lesa meira um ""Íslendingar sæki ekki um"" »

kl. 09:12|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 16. febrúar 2007

Allt nema tennurnar

Ég hef alltaf undrast af hverju tennurnar í okkur eru nánast algerlega utan heilbrigðiskerfisins. Er það vegna þess að það sé allt í lagi að hafa engar tennur? Varla, því er það óskiljanlegt og einhver gömul afturhaldssöm venja sem í rauninni er að koma í veg fyrir að við höfum heilbrigðisþjónustu fyrir allan líkamann.

Það er ekkert flókið að sinna heilbrigðisþjónustu á tönnum án þess að það taki til sérstakra fegrunaraðgerða. Slíkt er nokkuð einfalt með aðra líkamsparta þannig að slíkt eru ekki rök.

Í dag fá fjölmörg börn ekki tannlæknaþjónustu því foreldrar þeirra hafa ekki efni á því og í raun á hið sama við um marga fullorðna. Ég held að okkur væri sómi í því að auka jöfnuð manna með því að láta heilbrigðiskerfið taka þátt í að tryggja heilbrigði alls líkamans og sleppa ekki tönnunum.

kl. 23:21|Pólitík || Álit (3)

Fimmtudagur 15. febrúar 2007

Vinir Akureyrarvallar

Nú er ég rétt komin af fundi sem haldinn er á vegum félags sem kallar sig "Vinir Akureyrarvallar" en meginmarkmið þeirra er að standa vörð um íþróttavöll Akureyrar í hjarta bæjarins. Til stendur skv. nýju aðalskipulagi að byggja upp á íþróttasvæðum Þórs og KA en nýta núverandi íþróttarvallarsvæði fyrir verslun, þjónustu, íbúðir og útivist.

Ég tel að það skipti miklu máli hvað íþróttamönnum á Akureyri finnst koma félögunum best og þeirra íþróttastarfi því bíð ég eftir að þeir tjái sig aftur og skýrar hvort þeir séu sáttir við það sem er í gangi. Þeir hafa réttilega bent á að ekki er komið á hreint hvernig nákvæmlega uppbyggingunni verður háttað.

Lesa meira Lesa meira um "Vinir Akureyrarvallar" »

kl. 23:29|Pólitík || Álit (4)

Miðvikudagur 14. febrúar 2007

Lífeyri fyrir framfærslu

Við höfum horft upp á það allt of lengi að lífeyrir eldra fólks dugar ekki til framfærslu þeirra sem þurfa að reiða sig á hann. Auðvitað er til eldra fólk sem hefur úr nægu að bíta og brenna en flestir þurfa að reiða sig á lífeyrinn.

Við sem eigum dálítið eftir af starfsaldrinum teljum að lífeyririnn sem við erum að safna muni duga fyrir okkur þegar við erum eldri. En þegar rýnt er í gögnin þá er það ekki endilega þannig.

Alloft hefur okkur verið sagt að í landinu sem við byggjum hafi fólk okkur eldra lagt hönd á plóginn til þess að við, sem erum á vinnualdri, getum notið þess sem það gerði. Þetta er rétt og grundvallaratriði en það er líka mikilvægt að muna að við viljum að allir Íslendingar geti lifað með reisn mannsæmandi lífi. Okkur er ekki til sóma að hluti þjóðarinnar geti ekki séð sér farboða og búi við að geta ekki séð fyrir sér.

Mannsæmandi líf á Íslandi snýr að mannsæmandi lífi fyrir alla, alltaf.

kl. 22:48|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 13. febrúar 2007

Nýsköpun í atvinnulífinu

Samfylkingin hefur nú lagt fram tillögur undir nafninu "Nýja atvinnulífið - tillögur til eflingar nýsköpunar." Þar er verið að leggja áherslu á hátæknifyrirtæki og eflingu sprotafyrirtækja. Í þessum tillögum má finna mýmörg tækifæri til sköpunar nýrra starfa ásamt því að halda störfum á þessu sviði í landinu. Ég er að vísu ekki hrifin af hugtakinu "hátækni" því ný tækni er alltaf sú sem við þurfum að þróa okkur í og ekki í sjálfu sér hærri en önnur tækni. Hinsvegar er ljóst að með nútímatækni skapast tækifæri til þess að þróa ný störf og verkefni sem ekki þekktust áður fyrr.

Við Íslendingar eigum vel menntað fólk á þessu sviði sem vill gjarnan búa um allt land og með góðum nettengingum losnar um átthagafjötra í Reykjavík og menn búa við frelsi til að setjast þar að sem tengingar eru góðar. Við hér á Akureyri þekkjum vel til þess að margir hér vinna þessi störf bæði hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu sem og erlendis. Enda er það svo að t.d. forritarar erlendis t.d. á Indlandi og víðar vinna fyrir íslensk fyrirtæki að þróun á ýmsum hugbúnaði í hátækniiðnaði og við hér á landi getum unnið fyrir hverja sem er hvar sem er.

Lesa meira Lesa meira um "Nýsköpun í atvinnulífinu" »

kl. 21:45|Pólitík || Álit (2)

Mánudagur 12. febrúar 2007

Langur vinnutími

Mér finnst orðið ógnvekjandi hversu langur vinnutíminn er hjá fólki. Æ fleiri ráða sig á svokölluð jafnaðarlaun sem eru ágæt þar til farið er að skoða vinnutímann bak við þau. Þá ná þau varla lágmarkslaunum. Starfsmenn á jafnaðarlaunum upplifa sig sem n.k. eign vinnuveitandans, þeim beri að vinna hvenær sem er, á kvöldin og um helgar.

Mér þótti allavega ógnvekjandi þegar einn vinur minn sagði að sín mesta gleði í lífinu væri þegar hann færi að sofa því þá hefði hann frið í smátíma. Frið fyrir gemsa, tölvupósti og öðru áreiti úr vinnunni.

Er þetta Ísland í dag?

kl. 23:05|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 10. febrúar 2007

Leitin að gjöreyðingarvopnum

Þessi frétt í AlJazeera minnir óneitanlega á aðdraganda innrásarinnar í Írak. Stirðleiki virðist kominn í samskipti Íran og IAEA (Alþjóðakjarnorkustofnunin) þar sem Íranar segjast vera að nota kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi, þ.e. til orkuöflunar og þvíumlíks en leyfa á sama tíma fulltrúum IAEA að fullvissa sig um það. Ólíkt t.d. Ísrael hafa Íranir skrifað undir samning um þróun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi skv. þessari frétt. Hér er fjallað um sama efni á vefsíðu IAEA.

Nú er verið að draga úr samstarfsverkefnum og stuðningi án þess að það virðist hafa önnur áhrif en að auka stirðleika í samskiptum Íran við þjóðir heims.

Lesa meira Lesa meira um "Leitin að gjöreyðingarvopnum" »

kl. 19:50|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 9. febrúar 2007

Einbreiðar brýr

Einbreiðar brýr auka töluvert slysahættu á þjóðvegum sérstaklega þjóðvegi eitt og fjölförnum leiðum. Með því að leggja ræsi eða smíða tvöfaldar brýr mætti auka öryggi á þjóðvegum til muna. Sem betur fer er verið að ráðast í lagfæringar í Norðurárdal í Skagafirði og unnið að lagfæringum víða annarsstaðar en skv. grein í Austurglugganum eru 239 einbreiðar brýr í Norðausturkjördæmi og þar af eru 83 á Fljótsdalshéraði.

Ljóst er að ræða þarf samgöngur á vegum og taka ábyrgð á þeim raunveruleika sem felst í því að vöruflutningar fara nú að mestu fram á landi. Þó vonandi strandsiglingar létti á vegunum þá stendur það eftir sem áður að umferð hefur aukist töluvert og því er álagið á tiltölulega mjóa vegi og einbreiðar brýr talsvert meira.

Skv. Austurglugganum urðu 122 slys við einbreiðar brýr á landinu öllu en einungis 2 á Fljótsdalshéraði. Gera má ráð fyrir að hættan þar hafi aukist með gríðarlegum umsvifum á Austurlandi. Það er því um að gera að leita leiða til þess að bæta þessi mál.

kl. 23:38|Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 8. febrúar 2007

Umhverfismál - græn og blá og gul og rauð

Nokkur "einsmálsframboð" virðast vera að stinga upp kollinum. Þrátt fyrir að VG hafi verið ötulir í nokkur ár í umhverfismálum og nánast talið sig hafa einkaleyfi á málaflokknum þá vilja menn fleiri umhverfisstjórnmálaflokka. Sérstaklega eru hægri menn uppteknir af þessu viðhorfi. Á tíma þar sem umhverfismál eru á borðum allra stjórnmálaflokka, VG og Samfylkingin hafa gert skýra grein fyrir afstöðu sinni þá vilja menn enn fleiri flokka um sama málefni.

Nú má vel vera að það sé bestur árangurinn fólginn í því að stofna sérstakann stjórnmálaflokk um öll tiltekin mál eins og hefur verið rætt um aldraða, öryrkja, umhverfisverndarsinna, en einnig hafa menn rætt um sérstök framboð vegna ákveðinna samgangna, vegna landsbyggðarsjónarmiða og margs fleira.

Ég held að slagkraftur í málaflokkum gerist innan stjórnmálaflokkanna og ef eitthvað er þá séu þeir of margir á Íslandi fremur en of fáir. Stjórnmálaflokkur með fáa þingmenn getur í hæsta lagi einbeitt sér að fáum málaflokkum svo vel sé en spurning við hvað menn ætla að vera að vinna þegar rætt er um alla aðra málaflokka.

Ég er þeirrar skoðunar að það skipti máli að sameinast um grundvallarhugsjón eins og Samfylkingin hefur gert um jafnaðarmál og síðan sé annað byggt á þeirri sýn og unnið út frá henni.

Mörg sérframboð munu að öllum líkindum styrkja stjórnarflokkana til áframhaldandi stjórnarsetu og þá mun nú lítið þróast áfram í íslensku samfélagi sem farið er að búa við stöðnun í ýmsum málaflokkum.

kl. 11:12|Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 6. febrúar 2007

Jöfnuður er grundvallaratriði

Í mínum huga skiptir fátt meira máli í íslensku samfélagi en jöfnuður. Jöfnuður milli kynjanna, ríkra og fátækra, aldraðra og yngri, karla og kvenna, höfuðborgar og dreifbýlis, heilbrigðra og öryrkja eða sjúkra. Þetta hefur mér fundist einkenna hug Íslendinga til samfélagsins þeir vilja búa stoltir í landi þar sem þeir eru stoltir af löndum sínum - þó þeir séu ekki gríðarlega margir. Við erum stolt þjóð og lítum ekki á okkur sem eftirbáta annarra þó þeir búi í stærri löndum enda get ég ekki séð hvernig það geri mann merkilegri að hann búi í 10 milljón manna stórborg en norður á Melrakkasléttu. Mannvera er mannvera.

Þetta er grunnur þess að ég er í Samfylkingunni, það er flokkur jafnaðarmanna sem berjast fyrir jöfnuði í landinu. Við viljum ekki að landar okkar þurfi að þjást að óþörfu þegar við vitum að við höfum það mikið fé handa á milli að það er hægt að bjóða öllum Íslendingum upp á mannsæmandi líf.

Ég trúi því að jöfnuður í víðum skilningi sé það sem við þurfum fyrst og fremst að berjast fyrir.

kl. 22:48|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 5. febrúar 2007

Norðurvegur

Í dag fór ég á kynningu um Norðurveg sem ætlunin er að leggja í einkaframkvæmd yfir Kjöl. Mér finnst þetta spennandi verkefni sem á sér margar hliðar. Ein er sú að stytta leiðina til höfuðborgarinnar frá Norðausturlandi til höfuðborgarinnar um 47 kílómetra. Hinsvegar er fleira í pakkanum. Með góðum vegi þessa leið þá verður talsvert betra aðgengi fyrir ferðamenn að Norðurlandi. Flestir fara að Gullfoss og Geysi en með nýjum og góðum vegi yfir Kjöl verður auðvelt að halda áfram að Demantshringnum, skoða Goðafoss, Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi. Þar með aukast möguleikar okkar til að njóta aukins ferðamannafjölda til landsins. Ennfremur verða samskipti við Suðurland öll önnur og vegurinn tengir saman landsbyggðina á öflugan hátt. Það er ágætt að fleiri vegir komi í einkaframkvæmd en bara Hvalfjarðargöngin og er það trú mín að menn fagni þessu framtaki og það nái að ganga hratt fram því ég efast um að opinberir aðilar leggi stein í götu þessa verkefnis.

kl. 23:41|Pólitík || Álit (8) | Vísanir (1)

Laugardagur 3. febrúar 2007

Af hverju?

Við vitum nú að ríkisstjórnin vissi af fjármálaóreiðu Byrgisins fyrir löngu en það var ekki talið ástæða til að skoða hvort óreiða væri á fleiri sviðum. Eins og ég hef skrifað um áður þá svíður mig mest að vita til þess að heilbrigðisþjónusta við sjúklinga sem voru á heimilinu var gríðarlega ábótavant. Hvernig hefur heilbrigðisráðherra brugðist við? Kemur þessi heilbrigðisþjónusta ekki við ráðherra Framsóknarflokksins sem hefur verið falið að tryggja góða heilbrigðisþjónustu í landinu. Hvers vegna fá sjúlkingar með fíknisjúkdóma ekki opinbera heilbrigðisþjónustu eins og aðrir sjúklingar?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur bent á að ríkisstórnin vissi þetta fyrir fjórum árum eða árið 2002 og bregst við með því að auka fjármagn til fyrirtækisins. Það er ekki gott að skoða ekki mál sem þetta faglega og markvisst heldur ganga að hlutum í blindni eða með það í huga að skapa sér skammtímavinsældir eða draga að sér atkvæði.

kl. 12:10|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 2. febrúar 2007

Samfylking í Kríunesi

Í kvöld flaug ég suður til að fara á fund frambjóðenda Samfylkingarinnar í Kríunesi við Elliðavatn sem er ótrúlega flottur staður. Það er eins og maður sé allt í einu kominn til Mexíkó og staðurinn ótrúlega notalegur. Við Guðný Hrund sem er 4. maður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi ákváðum að gista á þessum notalega stað. Hér er maður baðaður samstöðu, samhygð og kraftmiklu fólki sem er ótrúlega verðmætt í annasömu starfi í pólitík. Hér verðum við að vinna á morgun til undirbúnings kosningabaráttunnar sem ég hlakka heilmikið til. Það er fátt meira gefandi en að setjast niður með kraftmiklu fólki og velta fyrir sér hvernig megi bæta lífið og tilveruna.

kl. 22:11|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 31. janúar 2007

Af hverju nenni ég?

Ég hef stundum verið spurð af hverju ég er í pólitík og hvernig ég "nenni þessu" eins og sumir orða það. Ég velti því fyrir mér vel og lengi, hvort ég væri snobbuð fyrir því að vera Alþingismaður, hvort þetta væri fjárhagsleg löngun eða hvað það væri. Ég hugsa að ef ég hefði komist að þeirri niðurstöðu að annaðhvort þessara tveggja væri ástæðan þá hefði ég hætt í pólitík. En ég komst að þeirri niðurstöðu að ég er í pólitík af því að fólk skiptir mig máli. Ég vil að fólk geti lifað með reisn sama í hvaða kringumstæðum það er, fólk geti látið drauma sína rætast á Íslandi og að við náum árangri. Það skiptir mig máli.

Alltaf er ég að sjá nýja vinkla frá þeim sjónarhól sem ég stend, til dæmis hentar mér ekki að peningar séu í miðdepli en að einhver geti unnið að því að eignast mikið af peningum af því það er áhugi fyrir því þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu. Hinsvegar tel ég að menn eigi að leggja til samfélagsins og láta það skipta sig máli að heildin, við Íslendingar allir séum fólk með sterka sjálfsmynd, áræði og dug en ekki bundin á klafa vegna fátæktar, heilsuleysis eða annars sem hægt er að breyta.

Þess vegna er ég í pólitík - og nenni henni;-)

kl. 14:16|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 30. janúar 2007

Egilsstaðir um kvöld

Ég fór til Egilsstaða í gærkvöldi á fund með Ingibjörgu Sólrúnu og var fundurinn afar skemmtilegur. Sérstaklega var rætt mikið um menntamál sem er einmitt málaflokkur sem talsvert er ræddur á Akureyri. Þar kom fram að íbúum á Austurlandi er mjög farið að lengja eftir því að þar verði háskólamenntun efld og sérstaklega að þar væri ekki s.k. "seljastefna" þar sem skólar væru "sel" frá öðrum skólum. Heldur þyrfti að leggja áherslu á að um raunverulegan háskóla væri að ræða. Margt annað var rætt s.s. atvinnumál, sjávarútvegsmál, utanríkismál og fleira. Þetta var virkilega skemmtilegur fundur.

Síðan var ekið um nóttina til baka til Akureyrar þar sem náðust hreint ágætar norðurljósamyndir. Og hvað vill maður meira?

kl. 22:49|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 29. janúar 2007

Erfitt á frjálslyndum

Það er erfitt á Frjálslynda flokknum í dag og ekki auðvelt að sjá hvernig þeir leysa þau mál sem við þeim blasa. Hver eru ágreiningsmálin? Fjalla þau um einstaklinga eða málefni. Allavega er það einstaklega klaufaleg stjórnsýsla að reka framkvæmdastjórann sinn stuttu fyrir kosningabaráttu og búa til ágreining með því innan flokksins. Ég held að formaðurinn, sem segist býsna lipur við að stýra skipum á sjó, sé e.t.v. ekki nægilega öflugur til að stýra stjórnmálaflokk. Það er mikilvægt að formaður styðji sitt fólk en það gerir hann ekki, hann gerir mannamun og ætlar ekki að styðja framkvæmdastjórann sinn en styður varaformanninn sinn. Þar með hlýtur óeining um hann sjálfan að aukast að miklum mun. Formaður verður að bera virðingu fyrir metnaði sinna flokksmanna og forðast að taka jafn afgerandi afstöðu og hann gerði í kosningu helgarinnar. Með þeirri afstöðu hefur hann aukið mjög á erfiðleika flokksins og er enganvegin í stakk búinn til að jafna ágreining eða stuðla að sátt í flokknum. Hann er búinn að skipa sér í lið og í þeirri stöðu er klofningur miklum mun líklegri en ella.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Margrét Sverrisdóttir ákveður að gera í framhaldinu þar fer kröftugur stjórnmálamaður sem karlarnir eru ekki til í að hleypa nema til að vera "smekkleg" með blómum á borðum.

kl. 19:31|Pólitík || Álit (2)

Laugardagur 27. janúar 2007

Kjöftugt þagnarbandalag

Ég hef undrast það undanfarnar vikur hversu mjög kjaftaglaðir Sjálfstæðismenn eru um eiginlega allt nema eigin stjórnsýslu og flokk. Jafnvel svo að þeir eru áminntir í umræðuþáttum um að þeim hafi verið boðið til að ræða stefnu Sjálfstæðisflokkins en ekki hvað þeim finnst athugavert við aðra. Eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í ræðu sinni í dag þá erum við Samfylkingarmenn ekki neitt þagnarbandalag og þorum að ræða málin. Hvers vegna má til dæmis ekki ræða málefni Evrópusambandsins í alvöru? Við hvað eru menn hræddir? Að umræðan ein verði til þess að Ísland verður aðili að Evrópusambandinu? Við skiljum þjóðina eftir ómeðvitaða um kosti og galla með því að vera í þagnarbandalagi um hvaða þýðingu Evrópusambandsaðild hefur. Ég man eftir því þegar ég skoðaði bókasafn Öxarfjarðar á Snartastöðum við Kópasker hversu ég undraðist aldargamalt lesefni um samfélagsmál á ótrúlegustu tungumálum. Hvað varðar Evrópusambandið þá óttast ég meira en allt annað hversu fáfróð við erum um hvað innganga í sambandið þýðir. Ég vildi þúsund sinnum frekar vera í sporum Norðmanna sem hafa lokið sinni heimavinnu, fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu og synjuðu aðild, en í sporum okkar Íslendingasem í rauninni ekkert vitum. Það er eins og þjóðinni sé haldið í einangrun með þagnarbandalagi um Evrópusambandið. Meðan svo er veit þjóðin ekki hvort hún vill eða vill ekki, umræðan snýr um hvort málið skuli rætt eða ekki.

Sigh, stundum finnst mér að við höfum farið svo langt aftur þrátt fyrir upplýsingatækniöldina að við vitum minna en nokkru sinni fyrr.

kl. 18:01|Pólitík || Álit (4)

Föstudagur 26. janúar 2007

Akureyringar vilja verða iðnaðarmenn

Í Vikudegi þann 25. janúar s.l. kemur fram að ungt fólk á Akureyri hyggur frekar á iðnnám en Reykvíkingar og meðalungmennið í landinu. Þetta eru góð tíðindi þar sem ég tel einna brýnast fyrir okkur að efla iðnmenntun í landinu. Gott er að vita til þess að sú langa hefð iðna sem hefur verið hér í bænum endurspeglast í framtíðarsýn ungmennanna. En á sama tíma er afar brýnt að menntayfirvöld sjái til þess að þetta unga fólk geti lokið sínu iðnnámi heima fyrir en þurfi ekki að ljúka því í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Einnig þarf að efla valmöguleika nemenda á að stunda enn fleiri iðngreinar hér. Sú hugmynd að búa til kjarnaskóla í iðngreinum á höfuðborgarsvæðinu er ekki skynsamleg að mínu mati, það má setja ákveðinn rándýran sérbúnað á e.k. kjarnastað og senda nemendur á tímabundin námskeið en að hafa nánast allt námið í heimabyggð. Þurfi nemandi á tímabundið námskeið þarf einnig að sjá til þess að hann hafi húsnæði á viðráðanlegu verði.

Við vitum öll að nemendur af landsbyggðinni hafa ekki jöfn skilyrði, húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu er rándýr og nauðsynlegt að tryggja að nemendur geti lokið því iðnnámi sem hugur þeirra stendur til. Vetrardvöl í Reykjavík er ekki gefins og því er menntamálaráðuneytið í rauninni að velta ákveðnum kostnaði yfir á iðnnema með því að gera þeim ekki kleift að ljúka námi þar sem þeir hefja það í ákveðnum iðngreinum.

kl. 23:08|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 25. janúar 2007

Neyslubindindi

Ég las í morgun um neyslubindindi sem fólk í henni Ameríku hafði farið í. Það kaupir ekkert nema nauðsynjar s.s. mat og þau föt sem nauðsynlegt er að eiga. Nú er áreiðanlega afstætt hvernig fólk skilgreinir nauðsynjar sínar en þetta vakti mig til umhugsunar. Ég kaupi ónauðsynlega hluti og fyrir vikið á ég stundum ekki fyrir því sem mig langar að gera - sem svo gæti líka verið ónauðsynlegt. Einhverra hluta vegna erum við Íslendingar ekki alveg nógu meðvitaðir neytendur og ég þar með talin þó ég sé félagi í Neytendasamtökunum þá er það ekki nóg.

kl. 09:15|Pólitík || Álit (1)

Miðvikudagur 24. janúar 2007

Lýðræði í Hafnarfirði

Hafnfirðingar búa við meira lýðræði en flestir aðrir þegnar þessa lands, þeir geta kosið um skipulagstillögu sem sker úr um hvort stækkun verður á álveri í túngarðinum hjá þeim. Verði af þeirri stækkun má telja víst að ekki verði um frekari álversframkvæmdir í landinu þar sem kvótinn okkar skv. Kyoto bókuninni er þá uppurinn.

Á höfuðborgarsvæðinu vantar ekki innspýtingu í atvinnulífið og því væri skynsamlegra að nýta þá losun sem okkur er heimil annarsstaðar þar sem það hefur meiri áhrif á samfélagið eins og t.d. á Húsavík þar sem líklegt má telja að hægt sé að afla orku á umhverfisvænan hátt og það myndi skipta sköpum fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni. Sú orka sem nú er nýtt í iðnaði og stóriðju er nánast alfarið notuð á höfuðborgarsvæðinu þó brátt muni það breytast með væntanlegu álveri í Reyðarfirði. Því er ekki óskiljanlegt þegar íbúar landsbyggðarinnar eru að tala um að landsbyggðin sé nýtt eins og nýlenda þar sem teknar eru auðlindir og nýttar af svæðum sem búa við betri kjör.

Í Hafnarfirði er lýðræði og þar er Samfylkingin í meirihluta í góðu samstarfi við sitt umhverfi sem er til stakrar fyrirmyndar.

kl. 19:50|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 23. janúar 2007

Metnað fyrir iðnmenntun

Ég var að velta því fyrir mér í dag hversu sorglegt það er að við Íslendingar eigum ekki fleiri iðnaðarmenn og að virðing fyrir þeim væri alls ekki næg. Menn telja merkilegra að börnin þeirra ljúki bóknámi en iðnmenntun og sífellt verður meiri og meiri hörgull á iðnaðarmönnum. Fátt er mikilvægara einni þjóð en vel menntaðir iðnaðarmenn, hagleiksmenn á ýmsum sviðum sem eru stoðir fjölmargra starfsgreina, heimilisins og umhverfisins. Fyrir vikið eru þeir sem þó mennta sig á þessu sviði svo ásetnir að það er ekki mögulegt fyrir þá að komast yfir þau verkefni sem liggja fyrir í landinu. Hver þekkir ekki þann vanda að fá iðnaðarmann til starfa á heimili sínu? Ég reyndi að fá rafvirkja fyrir tveimur árum það hefur ekki enn gengið, dúklagningarmenn fyrir fjórum árum og þeir hafa ekki enn sést, garðyrkjumenn fyrir tveimur og aftur einu ári sem enn hafa ekki komist í verkin og það hvarflar ekki að mér að ég fái nýja eldhúsinnréttingu eða nýjan inngang í húsið mitt nema reyna að sannfæra Gísla minn um að hann sé smiður - sem hann er ekki. Iðnmenntun nýtur ekki nægrar virðingar, menntamöguleikarnir oft litlir eða ekki góðir og skilningur á fagmenntun allt of lítill. Hér þurfum við virkilega að vera raunsæ og skilja hvað við þurfum til að halda einu landi gangandi. Berjumst fyrir öflugri iðnmenntun og virðingu fyrir iðnaðarmönnum.

kl. 22:38|Pólitík || Álit (5)

Mánudagur 22. janúar 2007

Evrur og krónur

Mér hefur fundist umræðan um evrur sem Ingibjörg Sólrún hóf um daginn einkar athyglisverð. Hún hefur vakið upp margar spurningar og umræður sem eru mjög þarfar miðað við þær aðstæður sem við búum við í samfélaginu. Ingibjörg Sólrún bendir á að með því að vinna að þeim markmiðum í efnahagsmálum sem gerði okkur kleift að taka upp þessa mynt þá myndi stjórnin hér heima batna mjög til muna. Á sama tíma er henni sem okkur öllum ljóst að evra verður ekki tekin upp án Evrópusambandsaðildar en markmiðið er skýrt í landsfjármálunum. Ábendingar um afborganir húsnæðislána annars vegar í evrum og hinsvegar í krónum voru afar sláandi og hef ég hitt marga sem vilja ræða þetta. Það hlýtur að vera skelfileg staðreynd að betra sé að taka evrulán í óðaverðbólgu en krónulán í einhverju áætluðu regluástandi. Menn geta svosem stungið höfði sínu í sand og sagt að það sé bara ekki svoleiðis, en þessir útreikningar þá - eru þeir bara bull?

kl. 22:28|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 21. janúar 2007

Framboðslisti og ferðalög

Framboðslistinn okkar Samfylkingarmanna í Norðausturkjördæmi var kynntur í gær, þar eru margir frá því síðast en einnig mörg ný andlit. Það verður virkilega gaman að vinna með öllu þessu fólki í kosningunum í vor. Mestu munar um að fá Margréti Kristínu Helgadóttur í 4. sætið því hún er einnig frá Akureyri þar sem vinnan verður gríðarlega mikil. Margrét er þaulvön kosningabaráttu þar sem hún skipaði 5. sætið í sveitarstjórnarkosningunum s.l. vor og hefur verið mjög virk í starfi Samfylkingarinnar á Akureyri. Við höfum einnig unnið talsvert saman sem kemur okkur til góða núna. Við stöllur eru síðan að fara til Reykjavíkur á eftir til að hitta aðrar konur Samfylkingarinnar sem líka eru ofarlega á listum og það verður dýrmætt veganesti í baráttuna.

kl. 12:56|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 20. janúar 2007

Með slæðu í útlöndum

Undanfarið hef ég hlustað á hina og þessa býsnast yfir þeirri hneisu að þingkonur okkar hafi verið með slæður í Sádi-Arabíu fyrir utan það að þangað hefði aldrei átt að fara þar sem stjórnarfar sé ólýðræðislegt. Ekki ætla ég að mæla bót stjórnarfari í því landi en mér finnst það afspyrnusnjallt að senda kvennasveit af alþingi og forseta þingsins sem er líka kona, nákvæmlega til Sádi-Arabíu. Ég veit ekki hvort það er algengt að nefndir sem fara í erlendar heimsóknir séu bara skipaðar konum en það er einmitt ástæða til að gera það þegar í hlut eiga lönd þar sem staða kvenna stendur afar höllum fæti. Slæðurnar í þessu samhengi eru aukaatriði að mínu mati þó sumir geri þær að aðalatriði. Ef glöggt eru skoðaðar myndir úr ferðinni má heldur ekki gleyma að karlarnir á myndunum voru líka með baðmullarslæður með reipi um höfuðið.

Lesa meira Lesa meira um "Með slæðu í útlöndum" »

kl. 22:24|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 19. janúar 2007

Skóli í heimabyggð

Ég hef hitt margan nemandann sem er að stíga sín fyrstu skref í framhaldsskóla. Bæði þá sem sækja hann frá heimili sínu og þá sem hleypa heimdraganum og sækja skóla í öðru bygðarlagi. Staða þeirra var gríðarlega misjöfn, sá sem fór heim að vinnudegi loknum í skólanum var oft rólegri í nýja skólanum á meðan sá sem kom lengra að var óöruggari enda allt nýtt. Í höfuðborginni er engin heimavist eða húsnæði ætlað framhaldsskólanemendum eða stuðningur við þá sem eru langt að komnir. Því reiddi þeim misjafnlega af og margir fóru heim aftur vegna þess að þeim leið illa en ekki að þeir vildu ekki læra meira. Á Akureyri er þó heimavist og þar hafa nemendur ákveðið öryggi í umhverfi sínu ef þeir kjósa. En þetta kostar þau heilmikið og aðstöðumunur foreldra í þéttbýli þar sem er framhaldsskóli og hinna er gríðarlegur. En þetta er ekki einungis fjárhagslegt dæmi heldur einnig skiptir oft sköpum um gengi nemanda í skóla hvort fjölskyldan getur stutt við bakið á þeim. Ég er því stolt af stefnu Samfylkingarinnar að nemandi eigi ekki að þurfa að ferðast lengri veg en 45 mínútur í framhaldsskóla eða í allra fámennustu byggðunum að geta stundað fjarnám að heiman. Þetta er mikilvægt fyrir ungmennin okkar og fjölskyldur þeirra.

kl. 23:17|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 18. janúar 2007

Störf án staðsetningar

Byggðastefna Samfylkingarinnar er mjög áhugaverð og þá sérstaklega áherslan á störf án staðsetningar sem ég hef skrifað um hérna áður. Mér finnst þó oft eins og að fólk eigi erfitt með að skilja hvernig sú vinna á sér stað. Þar sem ég hef unnið meira og minna þannig í talsvert langan tíma eða frá árinu 1990 þá sé ég alltaf betur og betur hvað margt er mögulegt að vinna án þess að vera fastur á einum stað. Vandinn við það er hinsvegar oft huglægur og fólk á erfitt með að skilja að samstarfsfólk sem er ekki í augsýn er hluti af þeirra vinnustað. Einnig eru menn auðvitað misjafnlega í stakk búnir til að nota tölvur og þá tækni sem þarf en þó má telja að flestum sé hún að nokkru leikin allavega nægilega til að hefja störf. Síðan má ekki vanmeta símenntun allt lífið sem hefur auðvitað gríðarleg áhrif á hvað stendur til boða í lífinu. Maður getur alltaf sveigt lífsleiðina og farið að vinna við annað. Því held ég að það sé mikilvægt fyrir alla, sveitarfélög og einstaklinga, að huga vel að því hvernig hægt er að undirbúa það að það verða til fjölmörg störf án staðsetningar þegar Samfylkingin kemst til valda.

kl. 20:08|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 16. janúar 2007

Vökulög á Alþingi

Ég er alltaf gríðarlega hissa þegar Alþingi Íslendinga lætur fundi ganga svo fram úr hömlu að vafasamt er að vökulög haldi. Ég hélt að þau lög væru sett til verndar fólki þar sem ekki má ganga of nærri þeim og síðast þegar ég vissi voru Alþingismenn fólk. Bjánaleg karlmennskuímynd frá fornöld að menn séu svo óskaplega duglegir þegar þeir vinna voðalega lengi er auðvitað löngu úrelt. Stjórnarflokkarnir halda þinginu í gíslingu og þjösnast áfram og vilja ekki semja við einn né neinn. Ég verð að segja að ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn gríðarlegum vilja við hlutafélagavæðingu í hvaða mynd sem er en ég held að Framsóknarflokkurinn sé ekki að vinna fyrir sitt fólk í þessum þjösnagangi. Dagný Jónsdóttir alþingismaður hefur bent á hirðuleysisleg vinnubrögð menntamálaráðherra og það virðist sem þetta mál eigi að ganga áfram í ósátt við landsmenn og þingið. Er fólk virkilega ekki þreytt á því hvernig ríkisstjórnin hamast áfram í þessum stöðuga þjösnagangi án þess að nenna að vinna heimavinnuna sína?

kl. 21:15|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 15. janúar 2007

Gamli bæjarstjórinn geðillur

Ég varð afar hissa þegar ég heyrði orð gamla bæjarstjórans á Akureyri þar sem hann ræðst að formanni íþróttafélagsins Þórs með ásökun um fjárkúgun. Það er afar stutt síðan ég sat súpufund hjá Þór þar sem félagið sýndi velvild sína með því að færa honum blómvönd og þakka samstarfið. En gamli bæjarstjórinn þolir ekki að við sér sé blakað og ólmast upp völlinn með ásökunum og geðillsku. Nú verður að viðurkennast að íþróttafélagið Þór hefur unnið gríðarlega öflugt starf í bænum og því óskiljanlegt að biðlaunamaðurinn Kristján hafi ekkert þarfara að gera en að vera með skítkast við þá. Það er ljóst að hann hafði lítið samstarf við íþróttafélögin í bænum um væntanlegt Landsmót í síðasta meirihluta og tel ég að íþróttaáhugamenn í bænum hljóta að skilja við gamla bæjarstjórann minnugir hans síðustu orða í þeirra garð. Verður kosningabarátta hans með þessum hætti?

kl. 22:20|Pólitík || Álit (2)

Sunnudagur 14. janúar 2007

Hlátur stjórnmálamanna

Mér finnst hlátur stjórnmálamanna vera talsvert meira umræðuefni en önnur svipbrigði eða viðbrögð. Í Morgunblaðinu í dag þar sem Agnes Bragadóttir tekur kraftmikið viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu og "grillar" hana dálítið þá segir hún m.a. "Hér hlær Ingibjörg Sólrún dátt, kannski líkt og þegar hún skellihló í Kryddsíldinni, eftir að Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins, brýndi raust sína í hennar garð og nánast hvæsti "Slappaðu af!". Ég áttaði mig ekki á að sá hlátur væri svo minnisstæður að til hans væri vitnað, er það raunin?

Lesa meira Lesa meira um "Hlátur stjórnmálamanna" »

kl. 17:43|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 13. janúar 2007

Bændur, verðlag og neytendur

Þó auðvitað séu bændur hluti þeirra sem framleiða matvöru þá skýtur það dálítið skökku við í mínum huga að beina spjótum fyrst og fremst að þeim eins og sumir virðast gera. Matvöruverð á Íslandi kristallast ekki í einni stétt manna. Ég skil til dæmis ekki hvers vegna aðföng í landbúnaðarframleiðslu séu ekki viðfangsefni í ríkari mæli. Matvöruverð má einmitt lækka séu þau lækkuð. Eru grænmetisbændur að fá rafmagnið á sama verði og álverin? Er rafmagn á sambærilegu verði til þeirra og gerist í þeim löndum sem er verið að miða? Er verið að skattleggja fóður þannig að matvöruverð er hærra en við viljum hafa það? Hvað með lyf, hreinlætisvörur eða annað það sem bændur þurfa til þess að útbúa matvöruna? Ég vil að við séum fyrst og fremst sjálfum okkur nóg í framleiðslu á ákveðnum grunnþörfum í matvöru. Við erum hvað sem tautar og raular eyja norður í hafi og það er ýmislegt sem getur komið uppá sem leiðir til þess að við verðum að fóðra okkur alfarið sjálf.

Lesa meira Lesa meira um "Bændur, verðlag og neytendur" »

kl. 15:17|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 12. janúar 2007

Fjárhættuspil eða leikur?

Áætluð uppsetning á spilakössum í Mjóddinni hefur vakið talsverða umræðu upp á síðkastið og umræða um fjárhættuspil fylgt í kjölfarið. Auðvitað er það tvískinnungur hjá íslenskri þjóð að banna fólki að spila með peninga nema það sé til styrktar einhverju tilteknu málefni. Þessi málefni eru: Meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga (SÁÁ), háskólamenntun (HHÍ) og gróskumikils hjálparstarfs Rauða krossins. Með öðrum orðum þá má stunda fjárhættuspil ef hægt er að skilgreina að ágóðinn sé til góðs. Þegar ég hef hlustað á fréttir undanfarinna daga rifjaði ég upp hversu undrandi mamma var þegar hún kom af námskeiði í Bandaríkjunum um fíkn um hversu gríðarlegur vandi spilafíkn væri og engu minna en vímufíknir. Ég er dálítill spilafíkill held ég því ég á happdrættismiða og spila í lottó. Sannfæri mig um að ég sé að styrkja gott málefni þegar ég er í rauninni að setja netta spennu í lífið við að renna yfir vinningaskrárnar í dagblöðunum. En hinsvegar lifi ég tiltölulega góðu lífi og þetta setur ekki fjárhaginn á annan endann. Kannski er ég hófsamur spilaneytandi eins og hófsamur vínneytandi. En þá kemur að þeirri spurningu hvort yfirhöfuð eigi að vera að banna fjárhættuspil í landinu ef það má spila fjárhættuspil samt sem áður - bara ef einhver góður græðir á því. Þá eru lögin farin að vera hálf kjánaleg.

Lesa meira Lesa meira um "Fjárhættuspil eða leikur?" »

kl. 22:47|Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 11. janúar 2007

Góður fundur í gærkvöldi

Ég var mjög ánægð með fund Samfylkingarinnar í gærkvöldi undir nafninu "Ein þjóð í einu landi - jöfn tækifæri". Sérstaklega vegna þess að mér fannst málflutningurinn nútímalegur, ekki svo að skilja að maður sé nú ekki alla jafna jákvæður þegar eigin flokkur er að halda fundi en þetta var sérstaklega ánægjulegt. Mín helstu baráttumál þ.e. jafnt aðgengi að háhraðaneti sem gerir okkur kleift að vinna hvaðan sem er hvert sem er fjölmörg störf ásamt stefnu flokksins um að sjá til þess að störf séu auglýst án staðsetningar eru einmitt mál sem ég tel skipta okkur landsbyggðarmenn miklu máli. Þetta eru mál sem við setjum á oddinn og eru sérstaklega tekin fyrir þegar rætt er um jöfnuð. Ég var því mjög ánægð með formanninn minn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í gærkvöldi.

Um daginn fórum við í heimsókn í Brim og tók ég nokkrar myndir þar sem má sjá á myndasíðunni minni. Það var fróðleg ferð og starfsemin greinilega viðamikil og spennandi.

kl. 16:58|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 10. janúar 2007

Snjógerð í Hlíðarfjalli

Í morgun fór ég upp í Hlíðarfjall til að sjá hvort ég kæmi auga á halastjörnuna McNaught, himininn var skýjaður svo hana var hvergi að sjá en þá sá ég allar snjógerðarvélarnar í fullum gangi. Það var nánast logn og -5c og þær möluðu kappsfullar og spýttu snjó út í skíðabrekkurnar. Ég hitti Guðmund forstöðumann sem var feykilega ánægður með árangurinn og sagði að þetta skipti sköpum fyrir rekstur fjallsins. Skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli eru nú eins og þær gerast albestar og við getum verið stolt af þeim. Smástund datt mér í hug að ég gæti haft áhuga á að fara á skíði en mundi svo að skíði og ég erum sjaldnast sammála hvert á að fara. Það breytir þó ekki því að fyrir ferðamennsku, fjölskyldur og íþróttamenn er aðstaðan í Hlíðarfjalli afbragð og mikilvæg okkur öllum.

kl. 19:30|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 9. janúar 2007

Ráðdeildarsemi bæjarstóra

Nýráðinn bæjarstjóri í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir Samfylkingarmaður sýndi virkilega hvað í henni býr þegar hún gerir öllu hagkvæmari ráðningarsamning við sveitarfélagið sitt heldur en Sjálfstæðismaðurinn sem áður sat. Græðgin sem hefur verið talin með dauðasyndunum hefur að því er mér virðist nánast verið talin dyggð í seinni tíð. Það sem menn geta náð til sín það taka þeir og sumir þiggja biðlaun þó þeir séu áfram í vinnu - bara af því þeir geta það - aðrir hirða til sín stuðning sem þeir þurfa ekki á að halda. Það er því gleðiefni að sjá að sumir eru yfir þetta hafnir og ég er stolt af Ragnheiði flokkssystur minni af þessu tilefni.

kl. 22:47|Pólitík || Álit (2)

Sunnudagur 7. janúar 2007

Ótryggt netsamband

Ég fékk skelfingarhroll þegar ég las grein í Fréttablaðinu í gær um að ótryggt netsamband kostaði okkur sjö milljarða. Ég hef áhyggjur af því að margir skilji ekki hvað "ótryggt netsamband" þýðir. Þar sem gríðarlega mörg íslensk fyrirtæki flytja út vörur og þjónustu um Netið má líkja þessu við að senda skip eða flugvél af stað með farm en vera óviss um hvort hann nái á áfangastað. Sá sem selur t.d. fisk veit vel að hann þarf að standa við gerða samninga við kaupendur og sá sem selur hugbúnað eða aðra þjónustu um netið getur ekki unnið frá Íslandi geti hann ekki vegna ótryggs sambands skilað sinni vöru eða þjónustu á réttum tíma. Síðan eru aðrir þættir sem tengjast samskiptum, t.d. skoðun á vefsíðum sem kynna vörur, þær þurfa þá að vera staðsettar annarsstaðar í veröldinni, og svo framvegis. Við erum vel menntuð þjóð sem hefur haslað sér völl í þeirri atvinnugrein sem kallast upplýsingatækni og það er skelfilegt ef við síðan hrekjum okkar fólk úr landi með ótryggu sambandi eða slöku starfsumhverfi. Hér þarf að bregðast hratt við og horfa fram í tímann, samgöngur um Netið þurfa að vera jafn öruggar og samgöngur á sjó og landi.

kl. 10:38|Pólitík || Álit (4)

Laugardagur 6. janúar 2007

Fjölnota íþróttahús í Hrísey

Það var virkilega gaman á vikulegu opnu húsi hjá Samfylkingunni í morgun, margir mættu þar að venju. Hinsvegar var ég stutt því ég vildi fara til Hríseyjar en þar átti að taka fyrstu skóflustunguna að fjölnota íþróttahúsi í eynni. Ferjan var nánast full, tunglið nánast fullt á himni og litbrigði loftsins frábær. Ég tók heilmikið af myndum sem ég hlakka til að vinna úr.

Lesa meira Lesa meira um "Fjölnota íþróttahús í Hrísey" »

kl. 14:31|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 3. janúar 2007

Flugferðir

Ég er ein þeirra fjölmörgu sem vinn þannig að ég flýg milli Akureyrar og Reykjavíkur nánast einu sinni í viku. Vakna uppúr sex, komin út á flugvöll ríflega sjö og í vinnuna í Reykjavík fyrir níu. Ég bý yfir þeirri náðargáfu að geta steinsofið í flugvélum svo ég kem venjulega úthvíld á áfangastað. Þegar ég kom inn á flugvöllinn í Reykjavík særði það augun enn einu sinni hversu illa er búið að flugfarþegum, húsið allt of lítið, aðstaða slæm og hrörlegt umhverfi. Ég man eftir að Rúnar Guðbjartsson fyrrum flugmaður og nú ráðgjafi flughræddra stakk upp á því að gera Perluna að flugstöð og ferja farþega með einföldum hætti að flughlaði. Þetta er ein albesta hugmyndin sem ég hef heyrt það væri sannarlega töluvert glæsilegri staða en nú er.

Ég tek venjulega Bílaleigubíl hjá Höldur - Bílaleiga en þjónusta þeirra á Reykjavíkurflugvelli er einstök, alltaf vel á móti manni tekið grútsyfjuðum úr flugvélinni, samningurinn á borðinu og bíllinn stundum heitur og skafinn.

Nú er nánast heiður himinn í Reykjavík, tunglið fullt - lífið er alltaf töluvert betra þegar tunglið er fullt - og ég ætla að fara í ljósmynda með Helgu Waage frænku minni og ég er viss um að það verður kátt á hjalla hjá okkur vinkonunum.

kl. 16:33|Pólitík || Álit (5)

Þriðjudagur 26. desember 2006

Óskiljanlegt flugumferðarklúður

Ég skil sannast sagna ekki upp né niður í þessum deilum við flugumferðarstjóra. Ef ég skil málin rétt var samið um mitt síðasta árs við þá til ársins 2008. Nú ári síðar er búið til opinbert hlutafélag sem ráðherra finnst snjallara en að reka þetta eins og verið hefur og vill á sama tíma losna undan lífeyrissamningum við flugumferðarstjóra. Í fyrstu hreytti samgönguráðherra ónotum í þá þegar þeir ekki vildu sækja um vinnu hjá nýja opinbera hlutafélaginu hans Flugstoðum með sama stjórnanda og áður. Sagðist bara geta fengið útlendinga í vinnu. Núna er málið hinsvegar í hans huga það að flugumferðarstjórar ætli að hrekja starfsemina úr landi. Ekkert vandamál hefði verið með flugumferðarstjóra ef sami rekstur hefði verið til ársins 2008. Samningarnir við þá giltu þangað til þá en það var samgönguráðherra sem sagði þeim upp ekki flugumferðarstjórar. Ef þeir vilja ekki ráða sig til Flugstoða heldur fara fremur á biðlaun ráða þeir því, en er þetta mál ekki frekar klúðurslegt frá upphafi til enda? Hvers vegna er betra að hafa rekstur í opinberu hlutafélagi heldur en opinberum rekstri? Ég þarf að reyna að skilja það svo góðar ábendingar í þeim efnum eru vel þegnar.

kl. 23:04|Pólitík ||

Sunnudagur 17. desember 2006

Dómstóll götunnar

Ég horfði á hluta þáttarins Kompás ásamt fréttum Stöðvar 2 af forstöðumanni Byrgisins og velti fyrir mér hvaða þýðingu það hefur fyrir hlutaðeigandi þegar fréttir verða af þessu tagi. Varast ber að dæma nokkurn mann enda er það hlutverk dómstóla og ætla ég mér ekki að hafa nokkur tök á því að vita hvað er rétt eða rangt. Dómstóll götunnar hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Hinsvegar velti ég fyrir mér í hvaða stöðu sjúklingarnir í Byrginu eru í eftir þennan þátt. Hann hlýtur að vera þeim talsvert áfall og valda umróti sem þeir síst þurfa á að halda. Hafi þurft að rannsaka staðinn þá þarf að bera hag þessa fólks fyrir brjósti og finna leiðir til þess að aðrir hugi að því á meðan að mál af þessu tagi stendur yfir. Á sama tíma er nauðsynlegt að því ljúki mjög hratt þar sem líklegt má telja að styrkir hverfi mjög hratt meðan svo alvarlegum ásökunum er varpað að forstöðumanni. Það skjól sem Byrgið hefur verið æði mörgum mun á næstu dögum og vikum vera ansi næðingssamt. Því tel ég afar mikilvægt að yfirvöld sýni ábyrgð og hugi að þessu fólki sem allra fyrst og veiti Byrginu forstöðu þar til þessu er lokið. Múgæsingur hjálpar engum en réttlæti verður að ná fram að ganga hverjum sem það ber.

kl. 23:25|Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 7. desember 2006

Við borgum fyrir ekki neitt

Mér var bent á eftirfarandi grein í dag sem kallast "Gera ekki familían" og fékk dálítinn hroll. Háar greiðslur hafa farið úr ríkissjóði í skaðabótamál fyrir að standa ekki við útboð vegna Héðinsfjarðarganga og síðan borgum við heilmikið svo Framsókn geti haft ráðuneytisstjóra úr eigin ranni. Að vísu góðan samnemanda minn frá Bifröst en ekki gátu þeir staðið rétt að málum og þjóðin borgar brúsann. Er það ekki að verða dálítið dýrt spaug að hafa svona flumbrugang í ríkisstjórn?

kl. 17:27|Pólitík || Álit (3)

Mánudagur 4. desember 2006

Jöfnuður í ríkisstjórn

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á laugardag hélt formaður okkar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kraftmikla ræðu og sagði m.a. "...ef þeir vilja auka hlut kvenna í ríkisstjórn þá liggur leiðin í gegnum Samfylkinguna því ég mun að sjálfsögðu gæta þess í næstu ríkisstjórn að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Við munum ekki verða eftirbátar jafnaðarmanna í öðrum löndum s.s. Persons í Svíþjóð, Zabatero á Spáni og Stoltenbergs í Noregi."

Þessi skýra afstaða formannsins er jákvætt lóð á vogarskálar jafnréttismála því hingað til höfum við ekki séð að stjórnmálaflokkar gæti þess að jafnt hlutfall kynja sé í ráðherrahópi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að bestu konurnar og bestu karlarnir skipti með sér verkum í nýrri ríkisstjórn sem mun taka við í vor. Þá mun sem betur fer margt breytast og við förum að sjá meiri jöfnuð á Íslandi milli fólks með fjölbreyttan bakgrunn og misjafna bagga að bera.

kl. 16:32|Pólitík ||

Föstudagur 1. desember 2006

Merkileg túlkun

Ég var að skoða sundurliðun á nýrri skoðanakönnun hjá RÚV um fylgi flokkanna. Fyrirsögnin fjallar um að Árni Johnsen sé að sópa að sér fylgi. Þegar könnunin er skoðuð þá eru aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi að sópa miklu meira að sér þrátt fyrir að RÚV telji það ekki fyrirsögn, nei það er annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins sem skal vera aðalnúmerið. Hvað sem tautar og raular. Þessi tvö prósent úr 39% í 41% eru að mati fréttamannsins aðalmálið en ekki t.d. aukning í Norðvesturkjördæmi hjá Frjálslynda flokknum úr 6% í 14% sem er ríflega tvöföldun. Engu sópar Guðjón að sér í huga þessa fréttamanns. Nánast þreföldun Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmi er heldur ekkert efni í fyrirsögn og ekkert verið að "sópa" neitt að neinum. Auking Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs undir stjórn formanns síns Steingríms J. er heldur ekki nein frétt enda "bara" 4%.

Lesa meira Lesa meira um "Merkileg túlkun" »

kl. 16:47|Pólitík || Álit (3)

Fimmtudagur 9. nóvember 2006

Þjóðernishyggja eða staðarhyggja?

Að loknu prófkjöri hafa sumir lagst í staðarhyggju og túlka niðurstöður eftir búsetu frambjóðenda. Á meðan á prófkjöri stóð börðust menn fyrir því að maður eða kona frá ákveðnum stað þyrfti að komast að, sem og að einhver landssvæði "ættu" tiltekin sæti á lista.

Ég skrifaði grein í prófkjörinu sem ég kallaði "Ekki bara Akureyri" þar sem ég benti á að við framboð til Alþingis gæti enginn frambjóðandi verið að bjóða sig fram bara fyrir staðinn sinn. Það er ekki hægt að bjóða sig fram fyrir hluta kjördæmisins maður býður sig fram fyrir það allt.

Sigurvegari í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi kemur af bóndabæ, getur hann bara boðið sig fram fyrir þann bóndabæ? Eða sveitina sem hann býr í?

Þetta minnir mig á þjóðernishyggju sem mætti ef til vill fremur kalla staðarhyggju að telja að menn búsettir á ákveðnu svæði eigi meiri rétt en aðrir í lýðræðislegum kosningum. Rétt eins og að menn hafa skoðun á fólki eftir því hvar það er fætt í heiminum þá eru menn að hafa skoðun á því hvar menn búa. Við erum að taka ákvarðanir byggðar á uppruna fólks - mér hugnast það ekki. Hættum þessu, ég bauð mig fram til að vinna fyrir Norðausturkjördæmi allt - ekki bara Akureyri.

kl. 10:19|Pólitík || Álit (4)

Sunnudagur 5. nóvember 2006

Þriðja sætið

Þá er prófkjörinu lokið, fagnaður kvöldsins búinn og niðurstaðan fengin. Ég fékk fína kosningu í þriðja sætið eða 903 atkvæði allt í allt af 1864 atkvæðum eða nánast helminginn. Ég er snortin og þakklát fyrir þennan mikla stuðning. Svo er bara að bretta upp ermar fyrir vorið;-)

kl. 01:49|Pólitík || Álit (19)

Föstudagur 3. nóvember 2006

Spenningur

Þetta er búin að vera viðburðarík vika. Á þriðjudag var síðasti dagurinn sem við Samfylkingarmenn í Norðausturkjördæmi gátum skilað atkvæðum og ég og mitt fólk reyndum okkar besta til að fá fólk til að skila inn atkvæðunum. Í dag á fólk ekki oft leið á pósthús og sumir þar af leiðandi slepptu því að kjósa, ég vona þó að kjörsóknin verði góð þannig að okkur sé ljóst að það sé breiður hópur bak við valið á listanum.

Um leið og ekki var hægt að gera meira varðandi prófkjörið einhenti ég mér í önnur verk sem hafa setið á hakanum og vann fyrir sunnan á miðvikudag. Þá gafst ágætis tækifæri til að koma við í kosningahófi Össurar Skarphéðinssonar á NASA en þar voru gríðarlega margir flokksfélagar og gaman að hitta þá. Það er spenningur í mörgum kjördæmum um hvernig raðast á lista og allir á fullu. Verður gaman að sjá hvernig gengur. Mér urðu það mikil vonbrigði að Anna Kristín skyldi ekki ná ofar á lista í Norðvesturkjördæmi, kattiðinn stjórnmálamaður sem fer ekki áfram á hávaðanum. Um næstu helgi eru það við og Suðvesturkjördæmið og síðan koll af kolli.

Smá saman færist lífið í sínar eðlilegu skorður, í gær fór ég með nokkrar myndir á fund hjá ljósmyndaklúbbnum Álkunni þar sem ég er að vona að einhverjar myndir frá mér verði valdar í bók sem við erum að gefa út. Í bókinni verða myndir frá Eyjafirði en þarna voru gríðarlega margar flottar myndir. Ég hlakka til að fara að mynda meira og munda nýju Canon L linsuna mína (70-200,2,8, IS).

kl. 11:55|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 29. október 2006

Mér að þakka en öðrum að kenna

Þegar ég renndi yfir pistil Björns Bjarnasonar um prófkjör Sjálfstæðismanna þá rifjaði ég upp hversu oft nemendur þakka sér þegar þeir fá góðar einkunnir en kenna kennaranum um þegar þær eru slæmar. Viðbrögðin Björns komu mér á óvart, hann er mikill baráttujaxl, þaulvanur í pólitík og röggsamur ráðherra. Þó ég sé ekki sammála honum um hin ýmsustu viðhorf þá hvarflar ekki að mér annað en segja að hann er mjög vinnusamur ráðherra, duglegur og samviskusamur. Hann hefur fengið á sig ýmsan brotsjóinn í pólitík en yfirleitt staðið hnarreistur og manni finnst oft að ekkert bíti á þennan mann. En nú kvartar hann undan bréfi frá gömlum ráðherra Alþýðuflokksins, auglýsingum samherja sinna, pólitískum átakamálum sem bitni helst á honum o.fl. Ég fæ ekki séð hvers vegna gamlar hleranir ættu að vera Birni að kenna né heldur hvers vegna hann tekur þær til sín. Hinsvegar er alveg ljóst að hann er dómsmálaráðherra og þarf að vinna úr málinu núna hverju eða hverjum sem það var um að kenna. Ég sé ekkert flókið eða árásarkennt við það og finnst talsvert ólíkt Birni Bjarnasyni að takast ekki á við það mál af þeirri röggsemi sem venjulega einkennir hann. Hresstu þig nú við Björn þetta var fín kosning hjá þér. Annars er best að segja ekki orð... ég fæ mína útreið eftir viku;-)

kl. 21:22|Pólitík || Álit (2)

Laugardagur 28. október 2006

Ráðist á homma í Færeyjum

Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum þegar ég fékk póst um að ráðist hefði verið á ungan homma í Færeyjum - bara vegna þess að hann er hommi og að mannréttindi samkynhneigrða séu ekki tryggð í landinu og að "aðstoðarlögreglustjórinn í Þórshöfn lýsti því yfir á dögunum að lögreglan hefði ekki lagaheimild til að vernda og verja samkynhneigða þegna landsins ef að þeim væri sótt með hótunum og ofsóknum." (Samtökin 78). Til að glöggva mig á málinu fór ég á vefsíðu Dimmalætting í Færeyjum og skoðaði vefsíðu Samtakanna 78 og viti menn þetta var ekki grín, ekki spam, ekki bull, heldur nöturlegur sannleikur. Ég vil því hvetja alla til að rita nöfn sín undir yfirlýsinguna "Act Aganist Homophobia". Þetta er gersamlega ólíðandi, við munum þegar Ísland hrakti af sér gott fólk vegna kynhneigðar - slíkt á hvergi að líðast.

kl. 17:56|Pólitík || Álit (1)

Föstudagur 27. október 2006

MindManager, handverk og pólitík

Í morgun var ég mætt út á flugvöll um sjöleytið því vinnudagurinn var fyrir sunnan. Loftleiðir, MH, Þekking og síðast sýningin Handverk og hönnun. Fyrst fór ég á ráðstefnu á Hótel Loftleiðum sem byrjaði nánast á sömu mínútunni og ég gekk í salinn. "Takk fyrir Reykjavíkurflugvöll" hugsaði ég í þúsundasta sinn. Án hans hefði ég ekki getað sofið heima í nótt. Ráðstefnan sem var um MindManager og JCVGantt var frábær og eiga Verkefnalausnir heiður skilinn fyrir hana. Ég er búin að sjá marga fleiri möguleika til að nota þessi tól og nú síðast datt mér í hug að það væri frábært í pólitík, þarf að prófa það;-)

Lesa meira Lesa meira um "MindManager, handverk og pólitík" »

kl. 00:04|Pólitík / Tilveran / UT / Vinnan ||

Þriðjudagur 24. október 2006

Konur og pólitík

Í stjórnmálum er oft talað um konur, skort á þeim, framgang, hvort þær hafi önnur viðhorf og margt fleira. Hér í Norðausturkjördæmi er staðan sú að Samfylkingin einn flokka hefur ekki konu sem þingmann en það finnst mér frekar bagalegt því ég tel að bæði kynin þurfi að eiga fulltrúa og vinna saman fyrir flokkinn í kjördæminu. Sem betur fer erum við eina kjördæmið þar sem Samfylkingin er í þessari stöðu enda gríðarlega stór og góður hópur kvenna sem er á þingi fyrir flokkinn. Í þessu ljósi fannst mér ekki koma annað til greina en að bjóða mig fram í annað sætið í yfirstandandi kjördæmi. Svo er bara að sjá hvort ég hef dug til að ná því þar sem mikið mannval er í prófkjörinu og margt sem þarf að huga að.

kl. 13:32|Pólitík || Álit (3)

Mánudagur 23. október 2006

Kjörseðlar bornir í hús

Í dag eru kjörseðlar í prófkjörinu okkar í Norðausturkjördæmi bornir í hús. Þá skiptir miklu máli að koma þeim í gagnið með því að merkja við og setja þá í póst. Ég vil hvetja alla að nýta kosningaréttinn og enn betra ef þeir vilja kjósa mig í 2. sæti listans. Við Samfylkingarmenn erum nú eini flokkurinn sem á ekki konu sem þingmann í Norðausturkjördæmi og eina kjördæmið þar sem Samfylkingin á ekki konu sem þingmann. Þessu þurfum við auðvitað að breyta;-) Bjóðist endilega til að grípa með ykkur umslög grannanna í pósthúsið og ef einhver er í vandræðum með að koma atkvæðunum á sinn stað endilega hafið samband í síma 896-3357 og stuðningsmenn mínir munu með ánægju skutlast í póstinn fyrir ykkur.

kl. 13:52|Pólitík || Álit (1)

Föstudagur 20. október 2006

Fjölgun í Samfylkingunni

Það voru gleðitíðindi hversu mikið fjölgaði í Samfylkingunni í yfirstandandi prófkjöri. Greinilegt er að margir vilja ganga til liðs við flokkinn og velja framvarðarsveit flokksins í komandi kosningum. Þetta fyllir mann bjartsýni um gengi í komandi kosningum ef okkur tekst að velja öfluga framvarðarsveit sem verður dugleg í kosningunum í vor. Reyndar er ég viss um að svo verður því það er öflugt fólk í framboði sem mun auðvitað skipa efstu sætin í vor;-)

kl. 23:07|Pólitík || Álit (5)

Fimmtudagur 19. október 2006

Íbúaþing í Dalvíkurbyggð

Nú á laugardag er íbúaþing í Dalvíkurbyggð þar sem íbúar ætla að koma saman og skiptast á skoðunum um hvernig þau vilja sjá samfélagið sitt til framtíðar. Íbúaþing sem þetta eru til mikillar fyrirmyndar og virkja íbúa til þess að taka þátt í því að móta samfélagið sem þannig er líklegra til þess að þjóna íbúum sínum betur.


Ég man eftir íbúaþinginu hér á Akureyri þar var gaman að setjast niður með öðrum sem maður hitti ekki daglega eða þekkti ekki neitt og vera sameiginlega að velta fyrir sér bænum sínum. Ég held að það hljóti að hafa áhrif á okkur og gera okkur þar með virkari og eftirtektarsamari um hvað má fara betur og ekki síst hvað er gott þannig að við viljum varðveita það. Ég hlakka mjög til að sjá tillögur og hugmyndir frá íbúaþinginu í Dalvíkurbyggð enda ægifagurt sveitarfélag sem býður upp á marga góða kosti.

kl. 17:26|Pólitík ||

Mánudagur 16. október 2006

Síðustu forvöð

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjörinu í Norðausturkjördæmi. Menn geta skráð sig hér með nokkuð einföldum hætti og tekið þátt. Ég hvet alla sem vilja hafa áhrif í flokknum að skrá sig endilega sem fyrst, skráningu lýkur annaðkvöld, þriðjudagskvöld kl. 22:00. Hér er innskráningarsíðan á vefnum.

kl. 15:20|Pólitík || Álit (2)

Sunnudagur 15. október 2006

Hrísey, Svarfaðardalur, Ólafsfjörður

Hrísey frá sjóÍ dag fórum við Gísli minn fyrst út í Hrísey þar sem ég hitti gott fólk í kaffi og við ræddum pólitík. Það var gaman að sigla með ferjunni í smá úfnum sjó. Ég náði að mynda talsvert með nýju linsunni minni sem ég hlakka itl að fást við eftir prófkjör. Síðan fórum við að Húsabakka í Svarfaðardal þar sem var kynning á félögum og félagsstarfsemi í bæjarfélaginu en þar er greinilega hægt að fást við gríðarlega margt. Þaðan fórum við síðan til Ólafsfjarðar en Gísli er einmitt þaðan. Skemmtilegur dagur enda brúðkaupsafmælið okkar;-)

kl. 23:31|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 14. október 2006

Börnin heim

Að vera tilFyrir þá sem ekki búa nálægt framhaldsskóla er ekki um annað að ræða en senda börnin sín að heiman 16 ára gömul til að þau njóti menntunar. Ég hef í starfi oft tekið á móti þessum börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref að heiman. Ég man eftir hæglátu stúlkunni sem grét því hana langaði heim, drengnum sem var svangur og vissi ekki hvernig hann átti að þvo fötin sín. Stúlkunni sem hallaði sér að langtum eldri manni sem "hugsaði um hana" þegar hún var farin að heiman. Drengnum sem vildi vera flottastur og var fullur allar helgar. Einmanaleikinn var þeim öllum sameiginlegur. Auðvitað á þetta ekki við um öll börn sem fara snemma að heiman, en eitt eiga þau sameiginlegt, fjölskyldan getur ekki verið þeim sami bakhjarl og þeim sem búa heima hjá sér.
Lesa meira Lesa meira um "Börnin heim" »

kl. 00:39|Pólitík || Álit (1)

Miðvikudagur 11. október 2006

Ósjálfstæðisflokkurinn?

Nú berast okkur þau tíðindi að sími fyrrum utanríkisráðherra landsins Jóns Baldvins Hannibalssonar hafi verið hleraður og honum hafi verið kunnugt um það. Aðspurður um hvort hann hafi ekki íhugað kæru svaraði með þeirri spurningu hvert hann hefði átt að kæra?

Þarna kemur einmitt stóra spurningin, hvert getur utanríkisráðherra landsins kært brot á sér? Hann er ráðherra á þessum tíma í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og upplifði greinilega að hann gæti ekki sótt sér þjónustu opinberrar löggæslu sem var undir stjórn Þorsteins Pálssonar sem dómsmálaráðherra.

Var sumsé utanríkisráðherra Alþýðuflokksins í þeirri stöðu að þurfa að þola símhleranir vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var beinlínis búinn að framselja innri öryggismál þjóðarinnar? Var það, og er það þá ennþá þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn gefi einhverjum heimild til að hlera æðstu ráðamenn landsins? Svo ég spyrji nú bara einfaldrar spurningar - má það??? Hefur Sjáfstæðisflokkurinn haft aðgang að einhverri leyniþjónustu og með brotthvarfi hersins sé þá gripið til þeirra ráða að stofna innlenda þjónustu til að sinna fyrri verkum? Ég er dálítið furðu lostin í þessu máli, þarna er mörgum spurningum ósvarað.

kl. 12:07|Pólitík || Álit (3)

Þriðjudagur 10. október 2006

Fjölskyldan í forgang

Tímaskortur, hraði, afköst, árangur eru hugtök sem við heyrum nánast daglega. Við hættum að verða vör við þau og lífið taktar hraðar og hraðar án þess að við náum að staldra við og huga að því sem mestu skiptir - fjölskyldunni. Fjölskyldan verður að hafa tíma til þess að vera saman, foreldrar vilja njóta samvista hvort við annað og börnin sín en tíminn til þess verður minni og minni. Orsakirnar eru fjölmargar, atvinna foreldra, eðlileg áhersla á frama í starfi, tímafrekar ferðir milli staða og margt fleira. Ég tel að það sé eitt mikilvægasta mál stjórnmálanna í dag að gera fjölskyldunni kleift að vera hornsteinn samfélagsins, en ekki einungis þess heldur hornsteinn í lífi fólks. Nánast allir málaflokkar tengjast þessu viðfangsefni og það er tími til kominn að fjölskyldan sé sett í forgang.

kl. 08:43|Pólitík || Álit (2)

Mánudagur 9. október 2006

Egilsstaðir og Húsavík

wIMG_7359_700.jpgÍ gær (sunnudag) fórum við frambjóðendur til Egilsstaða og Húsavíkur. Ferðin var ekki síður skemmtileg en um síðustu helgi en veðrið dálítið daprara. Hinsvegar komumst við í tæri við hreindýr og ég náði að mynda dálítið, hefði verið til í að vera þar miklu lengur. Fundirnir eru hinsvegar að verða miklu skemmtilegri, frambjóðendur komnir í góðan gír í baráttunni sem er hin skemmtilegasta. Nú eru ekki fundir fyrr en aðra helgi en þá í Siglufirði og á Akureyri. Nú er bara að vinna hörðum höndum til að ná kjöri - öll góð ráð vel þegin;-)

kl. 01:51|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 7. október 2006

Borgríki og landsbyggð

Ljóst er að með nútímatækni eru góðir möguleikar á því að vinna fjölbreytta atvinnu nánast hvar sem er á landinu, að því gefnu að netsamband sé afbragðsgott. Þannig mætti auglýsa meirihluta allra starfa þannig að búseta væntanlegs starfsmanns sé frjáls. Þrátt fyrir þetta fækkar störfum á landsbyggðinni í nánast öllum starfsgreinum. Smá saman erum við farin að horfa á þá staðreynd að Ísland hefur verið klofið í herðar niður í sjálfumglatt borgríki annarsvegar og landsbyggð sem smá saman er að færast frá því að vera örvæntingarfull og vonlaus í að fyllast reiði og heift gagnvart núverandi ástandi. Skilningur þverr milli þessara tveggja ólíku ríkja í ríkinu, jöfnuður minnkar og kannski bara tímaspursmál hvenær þessum ríkjum lendir alvarlega saman. Í fáfræði sinni er fjöldi manna sem tekur öxina hvern dag og heggur landið í sundur með því að koma í veg fyrir eða stuðla ekki að því að störfin í landinu megi vinna á landsbyggðinni.
Lesa meira Lesa meira um "Borgríki og landsbyggð" »

kl. 16:59|Pólitík || Álit (7)

Föstudagur 6. október 2006

Orka, ál og Þeistareykir

Ég fór á gríðarlega fínan fund um stefnu Samfylkingarinnar um náttúruvernd á Húsavík í gærkveldi. Á fundinum voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins og Kristján L. Möller þingmaður. Ingibjörg Sólrún hélt röggsama framsögu en síðan talaði Hreinn Hjartarson veitustjóri hjá Orkuveitu Húsavíkur. Það var fjársjóður að fræðast af honum um stöðu rannsókna á Þeistareykjum. Sá misskilningur sem verið hefur uppi um að árekstur sé milli stefnu Samfylkingarinnar og nýtingu orku af Þeistareykjum til álbræðslu var ræddur töluvert. Verði af frekari álvinnslu á Íslandi er eðlilegt að hún fari fram þar sem auðvelt aðgengi er að orku á sem náttúruvænstan hátt, á svæði þar sem þensla er ekki í gangi og samfélagsleg áhrif sem mest. Því finnst mér fyllilega eðlilegt að setja Húsavík í forgang í þeim efnum. Þar er stuðningur heimamanna einnig fyrir hendi - og svo sannarlega þörfin fyrir atvinnu.
Lesa meira Lesa meira um "Orka, ál og Þeistareykir" »

kl. 18:59|Pólitík || Álit (2)

Mánudagur 2. október 2006

Fjarðabyggð og Djúpivogur

SAJRGKAV7230.jpgÍ gær fórum við frambjóðendur í kosningaferð á Reyðarfjörð í Fjarðabyggð og þaðan áfram á Djúpavog. Landið skartaði sínu fegursta í haustlitunum. Ferðafélagar mínir voru þau Sveinn Arnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Kristján Ægir Vilhjálmsson sem ég smellti mynd af á Djúpavogi. Með þeim var ferðin enn skemmtilegri sagðar margar góðar sögur á leiðinni og hlustað á Baggalút. Jónína Rós varð eftir á Egilsstöðum en við hin nutum norðurljósa og stjörnubjarts himins alla leið til Akureyrar.

kl. 09:45|Pólitík || Álit (4)

Laugardagur 30. september 2006

Göng um Héðinsfjörð

wSpreng7030.jpgÍ dag fór ég til Siglufjarðar þar sem fór fram formleg athöfn vegna Héðinsfjarðarganga. Göngin eru mikilvæg fólkinu í Fjallabyggð en ekki síður okkur hér á Akureyri þar sem samgöngur við Eyjafjörð eflast að mun og starfssvæðið stækkar. Þar með gefst okkur öllum kostur á auknu samstarfi og eflingu byggðar á svæðinu. Hér til vinstri er mynd af sprengingu Sturlu samgönguráðherra í dag.
Lesa meira Lesa meira um "Göng um Héðinsfjörð" »

kl. 23:15|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 28. september 2006

Prófkjörsbaráttan hafin

Þá er prófkjörsbarátta okkar Samfylkingarmanna í Norðausturkjördæmi formlega hafin enda lauk framboðsfresti í gærkvöldi. Frambjóðendur eru 9 og koma frá Siglufirði, Neskaupsstað, Egilsstöðum, Húsavík og Akureyri. Það er mjög ánægjulegt að vera í þessum hópi og fá tækifæri til að ræða um málefni okkar sem búum í kjördæminu. Líklega er það mikilvægasti þátturinn í stjórnmálum að fræðast meira um líf og starf fólksins í kjördæminu og ræða um hvernig við getum náð því að bæta mannlífið og kjörin sem við búum við. Því er efalaust lærdómsríkur tími framundan. Síðan er sérstök ánægja að fá að ferðast um í fallegri náttúru kjördæmisins.

kl. 21:54|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 20. september 2006

Skynsöm náttúruverndarstefna

Nýlega kynnti Samfylkingin áherslur sínar í umhverfismálum en þessar áherslur byggjast á vinnu Framtíðarhóps flokksins sem birtast í skjali sem kallast "Umhverfisvernd andspænis auðlindanýtingu". Af þessu má sjá að Samfylkingin hefur lagt mikla vinnu í umhverfisverndarmál og að móta stefnu sem snýr að verndun landsins ásamt nýtingu auðlinda innan skynsamlegra marka. Við getum ekki haft stefnu sem segir að það megi nýta auðlindir hvar sem menn vilja nýta þær og það er jafn heimskulegt að það megi hvergi nýta þær. Ríkisstjórnin hefur ekkert hirt um þennan málaflokk enda orðin þreytt og er ekki að leggja á sig sérstaka vinnu á þessu sviði frekar en mörgum öðrum. Samfylkingin aftur á móti vill skilgreina hvaða svæði við ætlum að vernda sérstaklega, byggja ákvarðanir á þekkingu með því að stunda rannsóknir og sýna metnað fyrir hönd landsins þegar kemur að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda.

Þegar kemur síðan að því að nýta auðlindir landsins þurfum við að setja í forgang svæði þar sem þenslan í landinu er einna minnst þannig að virkjanir og nýting orku hafi mikilvæg áhrif þar sem þess er þörf eins og t.d. á Húsavík. Þar er orkan einnig umhverfisvæn, þetta þarf að hafa í huga.
Lesa meira Lesa meira um "Skynsöm náttúruverndarstefna" »

kl. 22:21|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 13. september 2006

Ekki bara Akureyri

Mikið hefur verið í umræðunni undanfarið að Akureyringar þurfi sinn fulltrúa á Alþingi. Þetta er auðvitað hárrétt en það er ekki nóg því við erum í stóru kjördæmi, Norðausturkjördæmi, og hver sem býður sig fram verður auðvitað að vinna fyrir kjördæmið allt. Þó ljóst sé að við Akureyringar séum orðin þyrst í að geta beitt okkur á Alþingi þá held ég að það sé ekki í huga okkar að þingmenn Norðausturkjördæmis geti bara verið frá Akureyri.
Lesa meira Lesa meira um "Ekki bara Akureyri" »

kl. 20:30|Pólitík || Álit (1)

Miðvikudagur 6. september 2006

Kjördæmisþing á sunnudag

Nú fer að færast fjör í leikinn í kjördæminu mínu. Á sunnudaginn verður kjördæmisþing en þar mun kjördæmisráðið leggja fram tillögur að vali á framboðslista við næstu kosningar. Eins og gengur eru skiptar skoðanir og því mun reyna á okkur flokksmenn að koma okkur saman um aðferðir til að ná sem bestum árangri fyrir flokkinn í komandi kosningum. Því er um að gera að hvetja alla í kjördæminu til að fjölmenna í Skjólbrekku í Mývatnssveit á sunnudaginn kl. 13:00 og taka þátt í kjördæmisþinginu.

kl. 22:30|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 6. september 2006

Aðstandendur vímuneytenda

Þegar við ræðum um vímuvanda á Íslandi hættir okkur til að gleyma mikilvægum hópi sem eru aðstandendur þeirra einstaklinga sem eru í neyslu. Börn þeirra, maka, foreldra, systkini og aðra sem næst þeim standa. Því miður eru sumir svo miskunnarlausir að kenna þessu fólki um neyslu neytendanna eða útskýra út frá þeim þann vanda sem um ræðir. Þetta leiðir til þess að þessir einstaklingar sem hafa þurft að ganga í gegnum margar hörmungar missa kjarkinn og fara í sjálfsásökun og missa þrótt til að fást við vandann. Ég tel brýnt að við skilgreinum betur stuðning við aðstandendur vímuefnaneytenda á þann hátt að vandinn verði ekki líka þeirra heldur séu þeir í stakk búnir til að fást við vandann á þann hátt að neytandinn leiti sér aðstoðar.
Lesa meira Lesa meira um "Aðstandendur vímuneytenda" »

kl. 22:27|Pólitík || Álit (2)

Föstudagur 18. ágúst 2006

Sækist eftir 2. sæti

Nú er að koma kosningavetur en mér finnst ótrúlega stutt síðan ég varð varaþingmaður Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Þessi tími hefur verið mjög skemmtilegur og fræðandi en það er mikil reynsla sem fæst með þátttöku í stjórnmálum. Það var mjög spennandi að sitja sem alþingismaður í þau tvö skipti sem ég hef farið á Alþingi.

Norðausturkjördæmið er gríðarlega víðfemt og ég hef haft mikla ánægju af því að kynnast öllu því góða fólki sem á stöðunum búa. Hér á Akureyri hefur Samfylkingin elfst gríðarlega á þessu tímabili. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor undir stjórn Hermanns Jóns Tómassonar gengu gríðarlega vel og skilaði okkur glæsilegum kosningasigri.

Margir hafa komið að máli við mig og hvatt mig til að fara fram í næstu kosningum. Eftir að hafa ráðgast við fjölskylduna og samflokksmenn mína hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 2. sæti listans í komandi kosningum.

kl. 11:40|Pólitík || Álit (8)

Þriðjudagur 15. ágúst 2006

Óhollt að vera ríkur?

Samkvæmt rannsókn Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur virðast mjög há laun leiða til slakari heilsu og því er freistandi að álykta sem svo að það sé óhollt að vera verulega ríkur. Spurningin er hversu miklir peningarnir þurfa að vera til þess að vera beinlínis óhollir. Þannig að mikil misskipting launa er ekki einungis slæm fyrir samfélagið og þá sem minna bera úr býtum heldur líka þá sem hafa mjög há laun. Því er það nú gustukaverk við þá líka að leggja áherslu á að jafna kjörin í landinu. Allt of há laun leiða til þess að menn verða að leggja talsverða vinnu í að hugsa um peninga því það er einhver endir á hversu miklu menn geta spanderað í sig og sína á einum mánuði. Þannig geta þeir sem hafa verulega há laun vart einbeitt sér fyllilega í vinnunni því þeir þurfa að gæta eigin fjár. Því er undarlegt að fyrirtæki velji að glepja svo fyrir starfsmönnum sínum.
Lesa meira Lesa meira um "Óhollt að vera ríkur?" »

kl. 09:42|Pólitík || Álit (12)

Mánudagur 7. ágúst 2006

Hverjir geta keypt lögreglu?

Lögreglueftirlit um Verslunarmannahelgi er nú í síauknum mæli kostað af þeim sem halda hátíðir. Ég velti fyrir mér hverjir geta keypt löggæslu og hvenær? Hver borgar til dæmis lögreglueftirlit með mótmælendum á Kárahnúkasvæðinu? Nú eru deilur um hversu hættulegir þessir mótmælendur eru en ef fréttir eru réttar þá gengur lögreglan þarna offari og spurning hver borgar brúsann?
Lesa meira Lesa meira um "Hverjir geta keypt lögreglu?" »

kl. 01:31|Pólitík || Álit (14)

Föstudagur 30. júní 2006

Nú brettum við upp ermar

Nýjasta skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag hlýtur að vera okkur Samfylkingarmönnum mikil vonbrigði. Fylgið hefur ekki mælst lægra frá síðustu þingkosningum. Menn leita einfaldra skýringa eins og að allt sé þetta nýjum formanni að kenna. Slíkt er ótrúleg einföldun en hitt má til sanns vegar færa að líklega hafa sumir talið að með nýjum formanni væri óhætt að halla sér og reikna með að hún ein myndi sjá um fylgið hér eftir. Hinsvegar er nauðsynlegt að menn bretti upp ermar hver sem einn Samfylkingarmaður vinni vasklega og ljóslega í pólitík en reikni ekki með að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri nánast ein það hlutverk.

Lesa meira Lesa meira um "Nú brettum við upp ermar" »

kl. 12:01|Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 27. júní 2006

Með lögum skal land byggja?

Í mörg ár hefur það verið n.k. sannleikur að Bandaríkin séu lýðræðisríki sem sé fyrirmynd annarra í þeim efnum. Því kom mér verulega á óvart grein þar sem segir eftir Bush forseta: "A law is not binding when a president issues a separate statement saying he reserves the right to revise, interpret or disregard it on national security and constitutional grounds." Sumsé það er túlkunaratriði hvort forsetinn fer eftir lögum sem hann undirritar sjálfur eða ekki. Ég verð að viðurkenna að ég er uggandi um lýðræði heimsins eftir að horfa á Bandaríkin breyta viðhorfum sínum til laga og réttar eftir hryðjuverkin 11. nóvember. Lýðræði er brothætt gjöf hverri þjóð sem þarf að varðveita vel.
Lesa meira Lesa meira um "Með lögum skal land byggja?" »

kl. 09:34|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 16. júní 2006

Puntudúkkur Sjálfstæðisflokksins

Ég hef oft dáðst að dugnaði Valgerðar Sverrisdóttur í stjórnmálum, hún hefur verið ráðherra í mörg ár og náð þeim markmiðum sem hún hefur sett sér. Hún hefur klifið marga brekkuna og staðið af sér margan stórsjóinn og með því aflað sér ákveðinnar virðingar hvort sem menn eru sammála henni eða ekki. Fáar konur hafa náð að vinna jafn mörg krefjandi verkefni sem ráðherrar og jafn umdeild án þess að gefast upp.
Lesa meira Lesa meira um "Puntudúkkur Sjálfstæðisflokksins" »

kl. 10:55|Pólitík || Álit (3)

Laugardagur 10. júní 2006

Ábyrgð fyrir Akureyri

Ég var að renna yfir grein Hlyns Hallssonar varaþingmanns VG þar sem hann er þess fullviss að Samfylkingarmenn muni kjósa hann í komandi þingkosningum af því flokkurinn myndaði ekki samstarf við hans flokk á Akureyri. Við vorum í samstarfi við VG fyrir þarsíðustu kosningar en því samstarfi sleit VG þrátt fyrir áhuga Samfylkingarinnar á að halda því áfram. Þau slit leiddu til setu beggja flokka í aumum minnihluta síðasta kjörtímabil. Með öflugri og samstilltri kosningabaráttu jókst fylgi Samfylkingarinnar úr einum bæjarfulltrúa upp í þrjá í nýliðnum kosningum. Því fylgir ábyrgð, sú ábyrgð að gera allt sem mögulegt er til að vinna fyrir Akureyri og fólkið í bænum að þeim málefnum sem barist var fyrir.
Lesa meira Lesa meira um "Ábyrgð fyrir Akureyri" »

kl. 20:27|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 10. júní 2006

Ofboðsins eftirlaun

Þegar Davíð Oddsson er kominn í Seðlabankann og mér virðist einsýnt að félagi hans Halldór Ásgrímsson sé á leið þangað líka þá kemur mér í hug orðræðan um þau glæstu eftirlaun sem þingmenn, sérstaklega ráðherrar, eiga að hafa. Ef ég ætti von á ofureftirlaunum myndi ekki hvarfla að mér að fara í Seðlabankann heldur eyða tíma mínum í ljósmyndun, ferðalag til Nýja Sjálands, reyna að skrifa bók eða eitthvað annað sem ég myndi vilja dunda við eftir langan stjórnmálaferil og enga nauðsyn á því að vinna fyrir lífsviðurværi. Nú held ég að bankastjórastarf í Seðlabankanum sé alvörudjobb þar sem maður þarf að vinna... eða er það kannski bara hvíldarstarf sem gerir eftirlaunin ekkert sérstaklega freistandi? Ég skil þetta bara ekki....

kl. 19:52|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 6. júní 2006

Spilin í gólfið hjá Framsókn?

Þær hræringar sem eiga sér stað í Framsóknarflokknum þessa dagana koma vægast sagt á óvart. Einhvernvegin virkar þetta á mig eins og formaðurinn hafi tekið upp spilastokk og ætlað að gefa í gott spil en misst stokkinn í gólfið og spilin komin út um allt. Spurningin er síðan hver tínir spilin upp, stokkar og gefur? Leitin að leiðtoganum sem tínir upp spilin er brennandi og spurningin hver stendur uppi þegar upp er staðið sem nýr leiðtogi flokksins. Allavega hefur Framsóknarflokkurinn sagt Halldóri Ásgrímssyni alveg skýrt að hann fái ekki að ráða því einn. Á sama tíma byrjar Halldór að draga upp skuggamynd af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir honum "Þetta kalli aftur á skipulegri vinnubrögð í ráðuneytunum þannig að frumvörp séu ekki samin í hendingskasti á síðustu stundu eins og stundum vilji brenna við."
Lesa meira Lesa meira um "Spilin í gólfið hjá Framsókn?" »

kl. 22:14|Pólitík || Álit (1)

Sunnudagur 28. maí 2006

Frábær sigur!

Sigur Samfylkingarinnar á Akureyri var ótvíræður í gær. Við bættum við okkur tveimur bæjarfulltrúum og 10% fylgi sem er stórkostlegt. Vonir okkar stóðu til þess að ná þremur bæjarfulltrúum og við lok talningar í nótt varð það að veruleika. Nýju bæjarfulltrúarnir okkar þau Hermann Jón, Sigrún og Helena hafa verið kröftug í baráttunni og ljóst að við stöndum öll sem eitt þétt að baki okkar fólki. Gefin hefur verið út viljayfirlýsing um að hefja viðræður við Vinstri hreyfinguna grænt framboð og Lista fólksins um meirihlutasamstarf. Þetta er eðlileg niðurstaða og hef ég mikla trú á að slíkt samstarf geti orðið farsælt þar sem stefnuskrár flokkanna þriggja liggja mjög í sömu átt þó auðvitað sé einhver áherslumunur.

Eftir mikla vinnu fjölda fólks í kosningabaráttunn hér á Akureyri er svo sannarlega mikil gleði að standa uppi með þetta góða fylgi. Því fylgir ábyrgð en þá ábyrgð treysti ég mínu fólki vel til þess að axla af ábyrgð og festu.

kl. 10:29|Pólitík || Álit (8)

Þriðjudagur 23. maí 2006

Kosningabarátta á fullu

Mikið hefur verið að gera í þessari viku í kosningabaráttunni. Ég hef verið á ferðinni með oddvita okkar Hermanni Jóni Tómassyni en við höfum farið á marga vinnustaði með efni og rætt við fólk. Hvar sem við komum mætir okkur velvild og jákvæðni og við lærum margt nýtt á hverjum stað sem við komum.

Á kosningamiðstöðinni í Skipagötu hefur verið líf og fjör, þangað koma margir þrátt fyrir leiðindaveður og kraftur í baráttunni. Skoðanakannanir hafa sýnt okkur með þrjá menn en við þurfum að halda vel á spilunum til þess að það gangi eftir. Svo nú er bara að hvetja alla til að merkja x við S svo við náum inn okkar þremur mönnum sem öll eru kraftmikið dugnaðarfólk sem við getum verið stolt af í bæjarstjórn.

kl. 22:21|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 17. maí 2006

Hjalti Jón ásakar Björn Bjarnason

Þegar ég fletti Morgunblaðinu í morgun varð ég mjög undrandi að sjá Hjalta Jón Sveinsson fjórða mann Sjálfstæðismanna hér á Akureyri gagnrýna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra harðlega. Hjalti Jón telur Björn Bjarnason ekki vernda unga fólkið með nægilegri dómgæslu. Hingað til hafa Sjálfstæðismenn verið uppteknir af því að hrósa hver öðrum þegar lítil eða engin ástæða er til og sjaldnast verið að ráðast hver á annan. En nú kveður við annan tón. Hjalti Jón telur að kanna hvort ekki ætti að flytja yfirstjórn lögreglunnar til sveitarfélagsins að öllu eða einhverju leyti því dómsmálaráðherra tryggi ekki nægilega marga lögreglumenn á Akureyri. Hvernig stendur á því að Sjálfstæðismaður á Akureyri heldur að hann geti betur séð um lögreglu en Sjálfstæðismaður í dómsmálaráðuneytinu? Eru Sjálfstæðismenn almennt óánægðir með Björn Bjarnason í starfi? Ég lagði fram fyrirspurn í fyrra fyrir dómsmálaráðherra um lögreglumál á Akureyri. Þá stökk hann til og frétt birtist í Morgunblaðinu um að hann hefði fjölgað lögreglumönnum um fjóra sbr. þetta innlegg á þessum vef. Síðar hafa menn verið að hafa samband við mig og segja að þessir lögreglumenn séu ekkert hérna, nú veit ég það ekki en allavega renna á mann tvær grímur þegar Sjálfstæðismaðurinn Hjalti Jón segir lögreglumenn bara vera 29 sem er þá ekki í samræmi við upplýsingarnar sem dómsmálaráðherra gaf mér að viðbættum þessum fjórum mönnum sem bætt var við. Hvaða leikrit er þetta hjá Sjálfstæðismönnum??? Hvað eru margir lögreglumenn á Akureyri? Hvert fóru þessir fjórir ef þeir eru ekki hér? Og af hverju gagnrýnir Hjalti Jón Sveinsson dómsmálaráðherra svo harðlega???

Ég hef haldið því fram að ekki sé hugað nægilega vel að löggæslumálum á Akureyri og það er ágætt að Sjálfstæðismenn í bænum séu sammála mér.

kl. 14:05|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 15. maí 2006

Auglýsir RÚV fyrir XD?

Kosningalógó RÚVMér hefur orðið starsýnt á merki (lógó) Ríkisútvarpsins vegna kosningabaráttunnar. Mér finnst alltaf í fljótu bragði að það sé auglýsing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þarna standi XD þó ég sjái auðvitað þegar betur er að gáð að þetta er bútur úr merki RÚV og þetta eigi að vera X6 þarna fyrir framan. Kannski ætti maður að halda að þetta sé XbD af því að Framsóknarflokkurinn er lítil deild inn í Sjálfstæðisflokknum en það er auðvitað bara útúrsnúningur. Svo er merkið líka blátt á hljóðnemunum en hvítt á bláum grunni á kosningasíðu RÚV. Er þetta bara kjánalegur pirringur í mér eða minnir þetta merki ykkur ekki á XD?

kl. 22:36|Pólitík || Álit (6)

Laugardagur 13. maí 2006

Dauði pólitískra flokka? Óháðir lifa?

Ég hef velt fyrir mér öllum þessum "óháðu" framboðum um allt land og hvað það er sem gerir það að verkum að menn óttast, eða forðast, að taka þátt í stjórnmálum undir merki ákveðins stjórnmálaflokks hver svo sem hann er. Ég hef fengið margar skýringar án þess að ég sé nokkru nær um nema hvernig sá sem svarar skilur það. Nokkrir hafa beinlínis sagt að þeir óttist um atvinnu sína eða velferð ef þeir gefa upp skýra afstöðu sem er e.t.v. ólík vinnuveitanda þeirra. Á fundi í dag var haft eftir manni sem hafði skrifað upp á stuðning við ákveðinn pólitískan lista að við hann var haft samband, að sögn vegna atbeina ákveðins ráðherra, og lýst óánægju með þá undirritun. Aðrir vilja meina að það felist einhverskonar "spilling" í því að vera í stjórnmálaflokk og því sé betra að vera "óháður" því þá séu menn frjálsir. Er starf í einhverjum stjórnmálaflokk þannig að það hindri frelsi manna? Er ástæða til að kanna hversu traust lýðræðið er í landinu? Er verið að þvinga menn svo vegna pólitískrar afstöðu að menn vilji ekki taka hana? Eru þessi óháðu framboð myndbirting pólitískrar kúgunar? Eða er hið ósagða og óttinn við að hugsanlega - kannski - geti einhver beitt þá þvingun vegna pólitískrar afstöðu orsökin. Erum við Íslendingar orðnir hræddir? Ef svo - er óttinn þá ekki frelsissvipting sem men beita sjálfan sig án þess að það sé nokkur raunveruleg ógn fyrir hendi?
Lesa meira Lesa meira um "Dauði pólitískra flokka? Óháðir lifa?" »

kl. 20:19|Pólitík || Álit (1)

Föstudagur 12. maí 2006

Alþýðumenning

Í stefnu Samfylkingarinnar á Akureyri í menningarmálum er einn meginpunkturinn alþýðumenning. Alþýðumenning er mikilvægur þáttur í lífi og starfi, eflir andann og veitir ánægju. Sem betur fer hefur virðing fyrir alþýðumenningu aukist mjög undanfarin ár og má sjá þess mörg merki. Handverkshátíðin á Hrafnagili er fjölsótt og skemmtileg en þar má sjá afurðir margra handverksmanna sem koma víða að. Við skilgreinum alþýðumenningu sem:

* tómstundasköpun íbúa bæjarins við handverk ýmiskonar, skáldskap og leiklist, eða þá listiðkun þar sem listamenn fá ekki beinar launagreiðslur við vinnu sína en geta selt verk sín í einhverjum tilfellum.

* handverki og heimilisiðnaði að fornu og nýju sem íbúar bæjarins hafa hug á að stunda eða kynnast.
Lesa meira Lesa meira um "Alþýðumenning" »

kl. 23:04|Pólitík || Álit (3)

Þriðjudagur 25. apríl 2006

Af hverju Akureyri?

Ég er oft spurð að því af hverju ég hafi yfir höfuð flutt til Akureyrar. Skýringarnar eru nokkrar, ég vildi búa fyrir norðan, styttri leið út í náttúruna en jafnframt hafa margt af þeim lífsgæðum sem borgarsamfélög búa yfir eins og góða bókabúð, góð kaffihús, gott Internetsamband, listalíf, stutt milli staða og skemmtilegt fólk. Allt þetta hafði Akureyri handa mér. Kannski reka menn augun í að ég tala ekki um atvinnumál en það er einfaldlega vegna þess að þegar ég flutti vann ég alfarið á Netinu og því skipti ekki máli hvar ég bjó. Það gaf mér fyrst og fremst tækifæri til að flytja til Akureyrar.
Lesa meira Lesa meira um "Af hverju Akureyri?" »

kl. 15:40|Pólitík || Álit (8)

Miðvikudagur 19. apríl 2006

Tekur Sigrún Björk við af Kristjáni?

Nú virðist ljóst eftir sjónvarpsþátt NFS í gær um framboðsmál á Akureyri að Kristján Þór Júlíusson ætlar í þingframboð. Það vakti athygli mína er hann var spurður um hvort Sigrún Björk tæki við af honum að hann sagði menn geta gert hvoru tveggja. Nú er Akureyri stórt bæjarfélag og því mætti ætla að það væri ærin vinna að vera bæjarstjóri og alþingismaður í stóru kjördæmi á sama tíma. Nú er svosem ekkert sem segir endilega að Sjálfstæðisflokkurinn verði í þeirri stöðu að verma bæjarstjórastól en verði svo er miklu eðlilegra að Sigrún Björk annar maður Sjálfstæðismanna sjái um það verkefni en Kristján Þór í hjáverkum. Enda er Sigrún dugnaðarforkur og væri einstaklega skemmtilegt að sjá konu í þessu starfi sem ég held að Sigrún myndi valda ágætlega. Engin skömm að því fyrir Sjálfstæðismenn að viðurkenna það opinberlega að hún muni leiða þá, hverfi Kristján af vettvangi sem allar líkur benda til.

kl. 10:03|Pólitík || Álit (9)

Mánudagur 17. apríl 2006

exbé - splunkunýtt stjórnmálaafl

Frábær taktík hjá splunkunýju stjórnmálaafli nútímalegu og fersku sem kallar sig exbé og kemur eins og spútníkk inn á stjórnmálamarkaðinn. Engum dettur í hug Framsóknarflokkurinn eða einhverjir sem hafa verið í stjórnmálum lengi. Þetta er frábærlega úthugsað mál, ég fékk grænan bækling þar sem exbé var rómað og menn gátu síðan sent Framsóknarfélaginu á Akureyri hugmyndir sínar. Framsóknarflokkurinn kom ekki til tals, var ekki nefndur og er sjálfsagt ekki í framboði heldur exbé. Sumsé þegar fylgið er orðið lítið þá er auðvitað ómögulegt að kalla sig stóru nafni svosem Fram-sókn-ar-flokk-urinn og þá heitir maður bara eitt lítið exbé. Tær snilld. Nú ætti auðvitað einhver framsýnn að kaupa lénið exbe.is og bjóða sig fram, ókeypis auglýsing með grænum lit um allt land. Lénið er laust;-)

kl. 20:54|Pólitík || Álit (7)

Miðvikudagur 12. apríl 2006

Fjárhættuspil auglýst á SÝN

Ég undraðist áðan að sjónvarpsstöðin SÝN væri með auglýsingar um fjárhættuspil á Netinu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé slíka auglýsingu. Ég fletti upp í lögum á vef Alþingis og þar fann ég í lögum frá 1940, nr. 19 183. gr. "Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru." Þá er að spyrja lögfróða: Hefur sjónvarpsstöðin Sýn brotið íslensk lög með því að auglýsa fjárhættuspil á Netinu? Telst auglýsing vera að "hvetja til"? Er það auglýsandinn eða hvernig er þessum málum háttað? Hér væri gott að fá hugmyndir og athugasemdir. Við erum nýbúin að lesa fregnir af ungum manni er fyrirfór sér vegna fjárhættuspila. Það ætti að minna okkur á að vera vakandi í þessum efnum.
Lesa meira Lesa meira um "Fjárhættuspil auglýst á SÝN" »

kl. 23:53|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 6. apríl 2006

Undarlegur útreikningur

Í svæðisútvarpi RÚV birtist eftirfarandi frétt "Ívið fleiri eru ánægðir með núverandi meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar en þeir sem eru óánægðir. Hins vegar vilja 64 af hundraði bæjarbúa fá nýjan meirihluta eftir næstu kosningar, samkvæmt Þjóðarpúlsu Gallups." Mér finnst þetta frekar undarlegt, hvernig má það vera að fleiri séu ánægðir með núverandi meirihluta þegar 64% vilja nýjan meirihluta??? Skilur einhver hvað er á ferðinni hér?

kl. 12:45|Pólitík || Álit (1)

Föstudagur 31. mars 2006

Landsbyggðarnemendur borga sjónvarpsefni

Nemendum Menntaskólans á Akureyri hefur gengið vel í spurningakeppninni Gettu betur og vil ég óska þeim innilega til hamingju með frammistöðuna. Ég vann í MA í fjögur ár að þróunarverkefni í upplýsingatækni fyrir nokkrum árum og kynntist því starfinu vel, dugnaði og metnaði nemenda sem kennara. Því veit ég að liðið í spurningakeppninni hefur lagt hart að sér og unnið ötullega að undirbúningi. Því hafa það verið sár vonbrigði fyrir þau að Ríkisútvarpið skyldi einhliða án þess að upplýsa samráðsnefnd RÚV og nemenda að allar keppnir yrðu haldnar í Reykjavík. Fyrir það fyrsta gátu þátttakendurnir ekki fært keppnina heim í skólann sinn eða bæinn sinn heldur urðu nemendur skólans sem vildu styðja sitt lið, sem RÚV ætlast til að þau geri, að leggja í erfið og dýr ferðalög á keppnina.
Lesa meira Lesa meira um "Landsbyggðarnemendur borga sjónvarpsefni" »

kl. 23:54|Pólitík || Álit (4)

Miðvikudagur 22. mars 2006

Ágúst, Bakkavör og útrásin

Ég var á gríðarlega skemmtilegum fyrirlestri Ágústar Guðmundssonar stjórnarformanns Bakkavarar í Háskólanum á Akureyri nú rétt áðan. Ágúst náði að gera fyrirlesturinn áhugaverðan, skemmtilegan en einnig þannig að um margt er að hugsa á eftir. Sumsé allt sem gerir einn fyrirlestur virkilega þess virði að hlusta á hann. Glærur lét hann að mestu bara eiga sig sem var fínt því pilturinn hefur ágætis frásagnargáfu og getur hrifið áheyrandann inn í þá atburðarrás sem hann er að lýsa. Enda augljóst að hann hefur óskaplega gaman af því sem hann er að gera. Þau atriði sem ég dvel við og er að hugsa um eru nokkur. Fyrsta atriðið er viðhorfið til frumframleiðslu, annað er áhrif útrásarfyrirtækja á Ísland, þriðja breytt hlutverk fjármagns í atvinnurekstri og að síðustu hversu miklu máli áhugi og jákvæðni skiptir í því sem verið er að gera.
Lesa meira Lesa meira um "Ágúst, Bakkavör og útrásin" »

kl. 12:34|Pólitík || Álit (3)

Sunnudagur 12. mars 2006

Ekkert annað býðst

Þegar ég rakst á þessa litlu frétt í gær brá mér þarla mikið en þar kom fram "Ef nýsköpunarfyrirtækjum eins og CCP væri boðið upp á sams konar skattaafslætti og kjör og stóriðjunni væri ekkert því til fyrirstöðu að CCP starfaði á Sauðárkróki eða þess vegna Húsavík. Þetta kom fram í máli Reynis Harðarsonar, sköpunarstjórnanda og eins stofnenda fyrirtækisins CCP". Ég er nefninlega nýbúin að vera á Húsavík og þar svaraði fólk yfirleitt spurningunni um hvernig þeim litist á að þar kæmi álver. "Tja það er bara ekkert annað sem býðst." Hvað er iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hugsa þegar ekkert er í boði annað fyrir landsbyggðina en stór álver, af hverju er ekki hægt að semja við tæknigeirann um að þau fái svipaða fyrirgreiðslu og stóriðjan ef þau væru til í að setja sig niður á landsbyggðinni? Hvað er eiginlega á ferðinni, erum við bara hirðulaus um eigin sköpunarverk en viljum frekar vinna í útlenskum fabrikkum? Halló, halló, er ekki kominn tími til að vakna til nútímans???

kl. 16:54|Pólitík || Álit (5)

Þriðjudagur 7. mars 2006

Hver á vatnið?

Ég verð að viðurkenna að ég er slegin yfir þeirri hugmynd ríkisstjórnarinnar að ætla að lögbinda eignarhald á vatni. Það var sorglegt að sjá ungan þingmann Framsóknarflokksins settan fram í sjónvarpsfréttum þar sem hann sneri út úr og hæddist að þeim sem ekki voru sáttir við að einhverjir mættu eiga vatnið. Eitt er að fastsetja reglur um notkun á vatni en að menn eigi vatn sem fellur úr himninum og nærir gróður jarðar er algerlega ólíðandi. Þó hægt sé að nýta vatn til þess að búa til raforku þá verða menn að hafa skilning á muninum á því að hafa rétt til afnota og þess að eiga. Er enginn endir á því hvað þessi ríkisstjórn getur reynt að kaupa og selja? Er vindorkan ekki þá líka eign? Nóg er deilt um hvernig málum var skipað varðandi auðlindir hafsins og ætti því ríkisstjórnin að átta sig á hvers konar villur hún er komin í. Ekkert virðist skipta máli annað en græðgi, það að eiga og selja, verða ríkur og þá er ekkert heilagt.
Lesa meira Lesa meira um "Hver á vatnið?" »

kl. 22:49|Pólitík || Álit (4)

Sunnudagur 5. mars 2006

Rauða stjarnan

Þegar ungliðarnir okkar voru að undirbúa opnun á kosningaskrifstofu í kaffihúsastíl í Skipagötunni síðast liðið miðvikudagskvöld var ég að ræða við þau hvort ég gæti eitthvað gert og spurði hvort ég ætti að semja fyrir þau lag. Það þótti þeim kjörið. Þau vildu baráttulag, gamaldags, svoítið hallærislegt (mitt sérsvið;-), mars og helst að það hljómaði eins og gömul plata. Þetta fór ég með heim og fékk hugmyndir að texta morguninn eftir. Hafði svo samband við Jón Víkingsson (Johnny King) sem hefur reynst mér einstaklega vel með lögin mín og hann reyndist hafa tíma um kvöldið. Þá voru góð ráð dýr því lagið var ekki komið. Ég fór heim úr vinnunni um fjögurleytið, samdi lagið, tók slagorð sem ungliðarnir höfðu verið með möndlaði saman texta, bar undir Svein Arnarson formann Ungra jafnaðarmanna á Akureyri og fór síðan um átta og Johnny útsetti það af sinni alkunnu snilld, tók upp og söng bakrödd. Svo hér er komið lagið Rauða stjarnan sem er jú nafnið á ungliðastaðnum sem ég hvet alla til að heimsækja í Skipagötunni.

kl. 21:27|Pólitík || Álit (5)

Laugardagur 25. febrúar 2006

Farvel fúla vitleysa

Hímandi út í horni gefst þriðji menntamálaráðherrann loks upp undan þeirri hringavitleysu sem samræmd próf í framhaldsskólum svo sannarlega eru. Fyrir utan að samræmd próf á Íslandi geisla ekki beinlínis af réttmæti og áreiðanleika (þeim gullnu hugtökum samræmdra prófa) þá eru þau frekar lélegar mælistikur á skólastarf. Þau réttlæta allavega ekki allt það írafár og kostnað sem af þeim skapast. Eina gagnið sem ég sé af þeim er að ungt fólk sem lifir sældarlífi hefur gott af hæfilegum terror og tilfinningarúllettum. Fyrir annað ungt fólk eru þau gagnslaus. Sem ætti nú að benda mönnum á að vera ekki með þessa hrúgu af samræmdum prófum í grunnskólum. Samræmd próf eyðileggja skólastarf að mínu mati og menntun manna. Mæli frekar með því að nemendur keppi í skák en utanbókarlærdómi á ýmsum sviðum. Síðan er hægt að hampa skólanum sem á flesta skákmeistara. Eða keppa í frímerkjasöfnun, smásagnakeppni, uppfinningum, söng eða hverju því sem þau vilja yfir höfuð keppa í.
Lesa meira Lesa meira um "Farvel fúla vitleysa" »

kl. 00:25|Menntun / Pólitík || Álit (7)

Fimmtudagur 23. febrúar 2006

Carmen rúllur og aðrar minjar

Ég fór á Þjóðminjasafnið í gær, þangað hef ég nefninlega ekki komist frá því að það opnaði eftir breytingar. Þegar við landsbyggðarmenn erum í höfuðstaðnum eru það nefninlega ævinlega útréttingar og heimsóknir af öllu tagi svo allt of sjaldan gefur maður sér tíma til að heimsækja söfn eða njóta þess sem höfuðborgin hefur uppá að bjóða. Ég var alsæl með Þjóðminjasafnið, breytingarnar hafa tekist firnavel og er bæði fróðlegt sem og skemmtilegt að fara í gegnum safnið. Sérstaklega gladdi það mig hversu veglegan sess ljósmyndun hefur á safninu og datt í skoðun á ljósmyndabókum á safninu sem þarna er. Saga þjóðar er mikilvæg því af sögunni getum við lært, en á safninu er nútímanum einnig gerð skil og þá er einmitt fróðlegt að setja hlutina í samhengi. Rúlluband með minjum frá síðustu öld var virkilega skemmtileg lausn á að sýna marga hluti á nýjan hátt. Ég hló þegar ég sá Carmen rúllurnar því ég hef einmitt verið að brúka mínar (sem ég fékk um fermingu) til að ákveða hvort ég ætla að fá mér permanent. Sumsé ég brúka minjar - og þótti það óendanlega fyndið.
Lesa meira Lesa meira um "Carmen rúllur og aðrar minjar" »

kl. 10:20|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 20. febrúar 2006

Háskólinn á Akureyri

Ég undrast enn og aftur þá ótrúlegu staðreynd að menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli standa í vegi fyrir eðlilegum vexti Háskólans á Akureyri. Inn í ráðuneytinu situr ráðherrann með mælistikuna ákvarðar hvað má vaxa og hversu mikið og hirðir ekkert um hvort "viðskiptavinir" fá að njóta menntunar í þessari stofnun. Þrátt fyrir að menntunarstig í nánasta umhverfi Háskólans á Akureyri sé lægra en meðal menntunarstig í landinu - þá skiptir það ekki máli. Þrátt fyrir að háskólinn hafi sérhæft sig í að bjóða menntun á landsbyggðinni, sem sárlega þarfnast þess að auka menntunarstigið - þá hirðir ráðherrann ekkert um það. Mælistikan skiptir mestu en menn á landsbyggðinni engu. Frelsi til að velja, frelsi til að menntast, frelsi til að geta staðið jafnfætis - standa ekki til boða. Frekar er áhugi fyrir að fæla fólk upp af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins eða til útlanda. Þetta er sorgleg staðreynd um stöðu Háskólans á Akureyri, hámenntastofnunar landsbyggðarinnar - hirðuleysi ráðherra er algert.
Lesa meira Lesa meira um "Háskólinn á Akureyri" »

kl. 21:34|Pólitík || Álit (2)

Sunnudagur 19. febrúar 2006

Frábær Eurovision!

Ég fór á úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar í stúdíóið við Fiskislóð í gærkvöldi ásamt Katrínu Ýr og er himinlifandi. Ég hefði aldrei trúað því, nema af því ég sá það, að hægt væri að keyra í gegn annað eins kvöld og þarna var gert. Söngvararnir hverjum öðrum betri, liprir dansarar, hljóðfæraleikarar sem geisluðu af hæfileikum. Síðan allt utanumhaldið, píanó út, flygill inn, hátalarar hér og þar og allt gekk þetta upp á ótrúlega stuttum tíma á meðan eitt "póstkort" var sent í loftið. Við Íslendingar eigum á að skipa ótrúlegum fjölda manna sem hafa þekkingu, reynslu og metnað til að sjá um úrslitakvöld af þessari stærð. Svo ég lýsi því hér með yfir að við getum alveg séð um alvöru Eurovision úrslitakvöld svo Silvía Nótt má alveg vinna í Aþenu;-)
Lesa meira Lesa meira um "Frábær Eurovision!" »

kl. 19:19|Pólitík / Tilveran || Álit (6)

Þriðjudagur 14. febrúar 2006

Vanvirðing við menningu

wHarpaBaenarinnar4806.jpg Þetta fallega listaverk á Hamarkotstúni á Akureyri kallast Harpa bænarinnar og er eftir hinn virta listamann Ásmund Sveinsson. Afar fallegt verk og tignarlegt. Krotað hefur verið á stöpulinn undir verkinu og á verkið sjálft eins og sést á þessari mynd. Ljótt er þegar einhverjir sjá ástæðu til að krota á listaverk og ekki er það betra þegar engum dettur í hug að þrífa verkið og sýna því sóma. Krotið á Hörpu bænarinnar er ekki nýtt, Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari benti á þetta í pistli í september 2004 ásamt því að láta lögreglu vita. Nú einu og hálfu ári síðar er verkið enn útbíað svo ekki eru bæjaryfirvöld hér á Akureyri að sinna þeim listaverkum sem þeim eru falin til varðveislu. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir þeirri menningu og list sem bæinn prýðir, séu einhverjir sóðar sem þurfa að krota á listaverk þarf að þrífa eftir þá.

kl. 22:00|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 13. febrúar 2006

Atvinnuleysi kvenna

Þegar nýútkomin skýrsla um atvinnuleysi er skoðuð kemur í ljós að alls staðar á landinu eru konur frekar atvinnulausar en karlar. Á Norðurlandi eystra er atvinnuleysi kvenna 4,3% en atvinnuleysi karla 2%. Á Vestfjörðum er atvinnuleysi karla 0,8% en kvenna 4,2%. Atvinnuleysi karla á landsbyggðinni almennt er 1,3% en atvinnuleysi kvenna á landsbyggðinni er 3%. Hvernig stendur á þessum gríðarlega mun og hvað er gert til að skoða stöðu þessara kvenna? Því hefur verið kastað að mér nokkrum sinnum að þetta séu í rauninni ekki atvinnulausar konur heldur konur sem skrá sig atvinnulausar eftir fæðingarorlof en eru í rauninni ekkert atvinnulausar. Er það líklegt? Hefur það verið skoðað? Veit það einhver lesandi hér? Kannski ætti ekki að spyrja þessarar spurningar en þegar menn tala oft um sama hlutinn trúa menn honum ef um hann er ekki rætt skilmerkilega.
Lesa meira Lesa meira um "Atvinnuleysi kvenna" »

kl. 23:23|Pólitík || Álit (5)

Sunnudagur 12. febrúar 2006

Ekki ungliða og flokkaflakkara

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri eru mjög skýr, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri nýtur afgerandi stuðnings og slíkt gerir Sigrún Björk Jakobsdóttir einnig. Elín Margrét í þriðja sæti verður að teljast öflug og kemur með ferskan blæ inn. Aðrir fá minna og greinilegt að munur er fremur lítill í næstu sætum. Enginn ungliði nær efstu 6 sætunum, sá yngsti þar verður 36 ára á þessu ári. Flokkaflakkararnir ná ekki árangri og augljóst að Sjálfstæðismenn veittu þeim ekki brautargengi. Hinsvegar er klárt að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri styður sínar konur ólíkt félögum þeirra í Garðabæ og Kópavogi. Það er gott að sjá. Þetta var greinilega spennandi prófkjör en um næstu helgi verður prófkjör Framsóknarflokksins og þá fara sveitir andstæðinganna að skýrast.

kl. 12:09|Pólitík || Álit (6)

Þriðjudagur 7. febrúar 2006

Siðferði og samskiptasóðar

Í dag hélt ég erindi á ráðstefnu SAFT sem ég kallaði "Að mennta börn fyrir nútímann". Ráðstefnan var haldin í tengslum við Alþjóðlega netöryggisdaginn sem var í dag. Það sem ég vildi segja í erindi mínu var að uppeldi lýkur ekki við lyklaborðið, það þarf líka að ala börn upp í Netheimum. Menntun væri ekki eitthvað sem ætti sér stað á ákveðnum stað á ákveðnum tíma í tengslum við ákvenða hluti heldur bæri okkur að mennta börn til þátttöku í nútímasamfélagi svo ekki sé talað um einhvert óskilgreint framtíðarsamfélag. Hmmm þetta hljómaði dálítið gáfulega... ég held þó að ég hafi ekki sagt nákvæmlega þetta.
Lesa meira Lesa meira um "Siðferði og samskiptasóðar" »

kl. 23:12|Pólitík || Álit (20)

Mánudagur 6. febrúar 2006

Sylvía Nótt

Á morgun mæti ég á minn fyrsta útvarpsráðsfund eftir að ég var kjörinn aðalmaður á Alþingi fyrir jólin. Ekki er hægt að neita því að það er kraftmikið mál sem liggur fyrir ráðinu þegar um er að ræða Eurovision keppnina og meinta dreifingu á lagi Sylvíu Nótt á netinu. Það verður fróðlegt að taka þátt í afgreiðslu þess máls. Á að vísa laginu úr keppninni eða á ekki að gera það? Það er sú spurning sem þarf að svara á morgun. Hvað finnst lesendum mínum um það mál?

kl. 13:55|Pólitík || Álit (28)

Sunnudagur 5. febrúar 2006

Nafnleynd og ofbeldi

Nú er að hljóðna á Barnalandi - opnum spjallþráðum Morgunblaðsins - eftir enn eitt uppþotið á þeim bænum. Ef ég einhverntíman nenni í doktorsnám þá held ég að það væri verðugasta verkefnið að rannsaka það samfélag. Mæli þó frekar með því fyrir mannfræðinga en menntunarfræðinga. Undir nafnleynd ganga hótanir um að senda handrukkara, misþyrmingar á börnum og gæludýrum. En alltumkring eru síðan einhverjir sem telja sig góðar mannverur sem reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að allt geti orðið gott að lokum. Þessir einstaklingar tryggja það að sömu mál eða svipuð komi aftur fyrir á þessum stað og hindra að menn horfist í augu við hvað er þarna á ferðinni í raun og veru. Sem kannski enginn veit.
Lesa meira Lesa meira um "Nafnleynd og ofbeldi" »

kl. 14:16|Pólitík || Álit (3)

Miðvikudagur 1. febrúar 2006

Móðgandi myndir

Ég hef eilítið verið að skoða umræður á Netinu varðandi myndbirtingar af Múhammeð spámanni sem múslimar taka ekki vel þar sem trú þeirra býður að ekki skuli gerðar myndir af spámanninum. Nú er ég þeirrar skoðunar að ekki skuli ráðist að trú fólks og sé ekki nokkurn tilgang með því að vera að birta myndir sem ganga nærri fólki. Á meðan að mannvera beitir ekki trú sinni til illverka á ekki að ráðast að henni. Síðan er fólk í nánast hvaða trúarbrögðum sem eru sem gengur til illra verka í nafni trúar sinnar og eru Kristnir menn þar ekki eftirbátar annarra og skyldu því síst kasta steinum úr því glerhúsi.
Lesa meira Lesa meira um "Móðgandi myndir" »

kl. 17:19|Pólitík || Álit (10)

Þriðjudagur 31. janúar 2006

Nikótín hér og þar

Heilbrigðisráðherra leggur nú fram frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir. Ég er nú bara býsna sammála honum um að það er eftirsóknarvert að vera laus við reykingar hér og þar og allsstaðar. Þegar ég reykti fannst mér í góðu lagi að smeygja mér útfyrir og stússast við þessa iðju mína. Eini gallinn var fólk sem labbaði framhjá og þurfti að hnýta í mann ónotum, háðsgósum og spotti. Yfirlætissvipurinn á þeim er frekar minnisstæður og nokkrir einstaklingar sem ég sá nýja hlið á. Það er alger óþarfi að vera með einhvert yfirlæti og hroka við þá sem reykja. Yfirleitt reynir fólk í dag að taka tillit til þeirra sem reykja ekki og þegar menn standa útivið og fólk kemst bærilega framhjá án þess að fá reykinn ofaní sig þá á bara að vera þakklátur fyrir að fólk tekur þetta tillit. Allir vita um skaðsemi reykinga og það þarf ekkert að vera að halda fyrirlestra fyrir þetta fólk eða ata í það yfirlætisfullum setningum.
Lesa meira Lesa meira um "Nikótín hér og þar" »

kl. 21:21|Pólitík || Álit (4)

Sunnudagur 29. janúar 2006

Hrísey, perla Eyjafjarðar

Ég var í Hrísey ásamt flokksfélögum mínum í gær þar sem við nutum gestrisni félaga okkar af framboðslistanum til bæjarstjórnarkosninga. Hér má sjá myndir úr þeirri ferð. Markmið ferðarinnar var að fræðast og kynnast því sem skiptir Hríseyinga meginmáli þegar kemur að stjórnun bæjarfélagsins. Auðvitað trónir hæst sú framsýni íbúanna að stofna til vistvæns samfélags og stefna að sjálfbæru samfélagi að sem mestu leyti. Þetta endurspeglast víða um samfélagið. Þrennt er mér minnisstæðast og langar að segja aðeins frá en það er hrífugerð í Hrísiðn, hugmynd að byggðasafni að Holti og jarðgerð í bænum.
Lesa meira Lesa meira um "Hrísey, perla Eyjafjarðar" »

kl. 19:33|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 28. janúar 2006

Óvænt úrslit VG á Akureyri

Það voru óvænt útslit í prófkjöri VG á Akureyri í dag. Valgerður Bjarnadóttir sem hefur verið í fyrsta sæti beið óvænt lægri hlut fyrir Baldvin H. Sigurðssyni. Baldvin hefur ekki verið virkur þátttakandi í stjórnmálum hér á Akureyri en Valgerður aftur á móti verið fyrsti bæjarfulltrúi flokksins á yfirstandandi kjörtímabili. Sérstakt var að í fréttatilkynningu frá prófkjörsnefnd er skrifað "ekki er vitað hvort allir vilja það sæti sem þeim er boðið". Fyrir það fyrsta er niðurstaða í prófkjöri varla boð heldur niðurstaða lýðræðislegrar kosningar og síðan er dálítið sérstakt að eiga von á því að fólk taki ekki sín sæti.
Lesa meira Lesa meira um "Óvænt úrslit VG á Akureyri" »

kl. 23:13|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 27. janúar 2006

Sakamál sem þarf ekki að kanna

Undarleg þóttu mér svör utanríkisráðherra um fangaflug Bandaríkjamanna. Erlendis eru ríkisstjórnir og þing að kanna þetta mál en okkar ráðherra segist bara trúa Bandaríkjamönnum. Svona blind trú, sama gagnvart hvaða ríki það er, er hættuleg.
Lesa meira Lesa meira um "Sakamál sem þarf ekki að kanna" »

kl. 10:23|Pólitík || Álit (3)

Miðvikudagur 25. janúar 2006

Máttur menningar

Ég hef tekið að mér að vera hópstjóri fyrir málefnahóp um menningarmál í undirbúningnum undir sveitarstjórnarkosningarnar. Þetta er spennandi málefni sem ég hlakka til að takast á við. Mér finnst ég hinsvegar ekkert sérstaklega fróð um málið og því er um að gera að bretta upp ermar. En svo er auðvitað að biðja um hjálp og samvinnu. Ég er auðvitað ekkert ein í þessu en það væri svo aldeilis frábært að fá fleiri Samfylkingarmenn í þessa vinnu. Blessuð hafið samband við mig og verið með mér í þessari vinnu ég held að hún verði býsna skemmtileg. Menningarmál á Akureyri eru mikilvæg og máttarstólpi í svo mörgu þannig að nóg verður að gera;-)

kl. 21:59|Pólitík || Álit (3)

Þriðjudagur 24. janúar 2006

Auglýsing fyrir fátækt heilbrigðiskerfisins

Ég fékk hroll þegar ég las í morgun um veikt fólk sem liggur á gangi hjartadeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Ég hef nefninlega legið á þessum gangi í einn dag og ég fæ ennþá hroll. Allir labba framhjá og kíkja yfir þilin ofaní rúmið þitt. Sumir reka sig utan í dótið sem er í kringum rúmið og þarna liggur maður eins og auglýsing fyrir fátækt heilbrigðiskerfisins.
Lesa meira Lesa meira um "Auglýsing fyrir fátækt heilbrigðiskerfisins" »

kl. 21:21|Pólitík || Álit (2)

Mánudagur 23. janúar 2006

Mæting á bæjarstjórnarfundi

Á morgun er fyrsti bæjarstjórnarfundur á Akureyri eftir að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fór til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Það er erfitt fyrir flokksmenn að reyna að standa sína plikt undir þeim kringumstæðum en með því að mæta á bæjarstjórnarfundi á áheyrendapalla tryggjum við að umræður á fundinum komast beint til skila inn í málefnavinnuna okkar sem einmitt stendur nú yfir. Ég kemst því miður ekki á morgun en er ákaflega stolt af þeirri ábyrgðartilfinningu samflokksfélaga minna sem ætla að mæta og sinna starfi fyrir flokkinn okkar.

kl. 23:33|Pólitík || Álit (3)

Sunnudagur 22. janúar 2006

Fjórða sæti sigur???

Ég á ekki til orð, fjórða sæti í prófkjöri er orðið sigursæti fyrir konu. Allavega hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi en nýverið var prófkjör í Garðabæ og þar lenti efsta konan í fimmta sæti og það var mikið afhroð. Svo nú er skilgreiningin sú að sigursæti kvenna er að lenda í fjórða sæti. Þar þarf ekki að taka mikið tillit til þeirra en ef Sjálfstæðismenn í bænum ná aftur fimm mönnum í bæjarstjórn fá þær að fara með en greinilegt að það þarf ekki að gefa þeim neitt veigamikið hlutverk. Synd og skömm hvernig Sjálfstæðismenn fara alltaf með sínar konur.

kl. 22:57|Pólitík || Álit (16)

Föstudagur 20. janúar 2006

Lýðræði, fjármagn og Gallup

Undanfarið velti ég sífellt meira fyrir mér lýðræði í samfélagi við fé í miklu magni eða fjármagni. Fyrst vöknuðu þessar spurningar eftir hlutafélagavæðingu Símas á sínum tíma því þar var einungis eitt hlutabréf og einn maður ráðherra samgöngumála var með allt hlutaféð og ekki einusinni Alþingi gat fengið upplýsingar. Bara einn maður fékk þær af því hann varð eini hluthafinn. Í dag var kynnt fyrir okkur Akureyringum Gallup könnun um íþróttavöllinn í miðbænum sem keypt var af fyrirtækinu Þyrpingu sem vill byggja þar verslun. Sama fyrirtæki vill byggja verslun á íþróttavellinum. Fyrir stuttu las ég pistil í Vikudegi (staðarblað okkar hér fyrir norðan) eftir Ragnar Sverrisson talsmann verkefnisins Akureyri í Öndvegi þar sem hann sagði Akureyringa hafa lýst því á íbúaþingi að þeir vildu Hagkaupsverslun á þetta svæði. Ég man ekki eftir því að það hafi verið álit íbúaþings, heldur vildu menn útivistarsvæði þar eða húsdýragarð ef ég man rétt.
Lesa meira Lesa meira um "Lýðræði, fjármagn og Gallup" »

kl. 22:07|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 17. janúar 2006

Fáar Sjálfstæðiskonur þora á Akureyri

Því miður voru það fáar konur sem buðu sig fram í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri einungis 6 af 20 manns sem býður sig fram. Það er greinilega ekki auðvelt að vera kona í Sjálfstæðisflokknum og verður ekki auðvelt fyrir þær í prófkjörinu. Nú er bara að sjá hvort Akureyringar feta í fótspor Garðbæinga og spreða ekki atkvæði sínu á konur. Þó eru þarna gríðarlega sterkar konur í pólitík. Sigrún hefur verið dugnaðarforkur á kjörtímabillinu, Elín Margrét hefur einnig verið mjög virk og ekki verður af henni Oktavíu skafið að hún er dugleg í pólitík og vinnusöm. Þarna eru líka karlar sem eru vel frambærilegir svo nú er að sjá hvernig þeim gengur. Nú er spurningin hvort karlarnir sem kjósa í prófkjörinu (það eru nefninlega miklu fleiri karlar en konur í Sjálfstæðisflokknum) velji konurnar sínar eða fleygi þeim út eins og kollegar þeirra í Garðabæ.

kl. 12:09|Pólitík || Álit (7)

Mánudagur 16. janúar 2006

Konur í flokki sjálfstæðis

Óttalegt er að sjá þetta hjá Sjálfstæðismönnunum í Garðabæ. Mig minnti endilega að menntamálaráðherrann hefði verið að tala um "félagslegan þroska" og hennar menn þyrftu ekki neinar "girðingar" o.s.frv. Ógirta túnið í Garðabænum verður erfitt til smölunar í vor þegar búið er að hafna konunum. Nú er bara að sjá hvort hér á Akureyri verði vösk sveit kvenna sem þyrpist í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Eða verður strokukindin okkar úr Samfylkingunni kannski ein fárra? Kannski er bara gustukaverk að senda eina sem þorir í prófkjör?

Í dag var síðasti dagurinn til að skrá sig til prófkjörs og á morgun hljótum við að fá að vita hverjir buðu sig fram. Allavega var ekkert að sjá á hinum hljóða og prúða islendingur.is rétt í þessu. Hlakka til að sjá kynjahlutfallið í framboði.

kl. 23:53|Pólitík || Álit (4)

Mánudagur 16. janúar 2006

Morgunblaðið orðið útlenskt sjónvarp?

Ég var að bregða mér á vef Morgunblaðsins eins og ég geri nú gjarnan og lesa úrslit úr prófkjörum flokksins þeirra. Las þar um að Sjálfstæðisflokkurinn vill bara karla í Garðabæ í bæjarstjórn en það er nú ekki nýtt að sá flokkur ýti konum kyrfilega til hliðar með fáum undantekningum. En þá bregður svo við að vefurinn er kominn með sjónvarpsefni - óþýddu - frá Reuters. Þannig gat maður fræðst á ensku um verkfall hafnarverkamanna. Einnig flett upp fleiri klippum af alskyns fréttum á jafnmikilli útlensku. Nú hélt ég að það væri ætlast til að íslenskir miðlar miðluðu fréttum á íslensku eða textuðu efni. Hvað er að gerast? Verða íslenskir fréttamiðlar nú bara samsafn erlendra frétta? Ég varð vægast sagt dálítið hissa...

kl. 21:11|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 15. janúar 2006

Tilfinningar framkvæmdastjóra

Í Kastljósi í kvöld var áhrifamikið viðtal við Arnþór Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Það er óvenjulegt að fólk sé tilbúið til að ræða starfslok sín eða störf af eins mikilli tilfinningu og Arnþór gerði í kvöld. Oft vill gleymast þegar verið að skipuleggja á plöggum rekstur á félögum og fyrirtækjum að starfsmennirnir eru fólk sem hefur lifibrauð sitt af þeirri atvinnu sem þeir stunda. Jafnvel hafa starfsmennirnir hugsjón sem tengist atvinnunni sem síðan hverfur á hraðar en auga á festir. Einn daginn er mætt í vinnuna en daginn eftir ekki neitt. Það sem var sérstakast við viðtalið er sú mannvirðing sem hann sýndi samstarfsmönnum sínum á sama tíma og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi starfslokin erfið og það hafi verið óþarfi að beita þeim aðferðum sem beitt var. Spurningin sem maður veltir fyrir sér eftir viðtalið er hvort við erum hætt að bera virðingu fyrir mannverum og farin að vera harla kaldranaleg í atvinnutengdri iðju.
Lesa meira Lesa meira um "Tilfinningar framkvæmdastjóra" »

kl. 23:36|Pólitík || Álit (4)

Laugardagur 14. janúar 2006

Við erum fyrst!

Í dag var frábær fundur hjá okkur á Samfylkingunni á Akureyri þar sem mættir voru yfir hundrað manns á Hótel KEA. Kynntur var framboðslisti flokksins en við erum fyrst allra tilbúin með listann langfyrst allra. Jóna Valdís sem er í 9. sæti listans lýsti fundinum frábærlega í innleggi á vefinn okkar. Ég er í 11. sæti á listanum og var stolt yfir því að standa þarna í þessum góða hópi. Það eru virkilega spennandi tímar framundan;-)

kl. 19:53|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 12. janúar 2006

Lesblinda

Lesblinda er einn af þeim örðugleikum sem margir eru að glíma við og því miður virðist allt of oft skilningur manna að um einhverskonar greindarskort sé að ræða en það er alls ekki. Nú hafa rannsóknir sem betur fer aukið skilning á fyrirbærinu og því að skarpgreint fólk getur átt við þetta að stríða. Auðvitað er eftirsóknarvert að allir skrifi fullkomið íslenskt mál en það geta einfaldlega ekki allir. Eitt af lögunum sem ég samdi á diskinn okkar Gísla sem heitir Tilveran er einmitt lag um lesblindu sem ég kalla Orð. Mér finnst það nokkuð laglegt lag og lýsa því sem um er að ræða. Ég tel brýnt að við vinnum að því að við einbeitum okkur að stuðningi við fólk með lesblindu og einnig því að sýna því skilning og ætlast ekki til að allir skrifi fullkomlega. Skilningur er fyrsta atriðið.

kl. 02:06|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 11. janúar 2006

DV - sjálfsmorð og mannvirðing

Mikill hiti er í mönnum vegna fréttar af sjálfsmorði manns á Ísafirði eftir umfjöllun í DV í gær. Undirskriftarlisti er kominn á netið og um fátt er meira talað. Þverpólitísk samstaða er bak við undirskriftarlistann og nú rétt áðan sá ég að komnar voru yfir 6.700 undirskriftir frá því um ellefu í morgun. Í rauninni snýr þetta mál að grundvallaratriðum lýðræðis og mannréttinda. Ekki um sekt eða sakleysi. Í þessu samhengi er mikilvægt að minna okkur á hvers vegna við höfum réttarkerfi, af hverju fólk hefur rétt á að halda uppi vörnum verði það fyrir sakfellingu og að fólk er saklaust þar til sekt þess er sönnuð. Á sama tíma má minna á að refsing er framkvæmd af ákveðnum yfirvöldum en ekki almenningi eða fjölmiðlum.
Lesa meira Lesa meira um "DV - sjálfsmorð og mannvirðing" »

kl. 14:05|Pólitík || Álit (4)

Sunnudagur 8. janúar 2006

Skyggnir Sjálfstæðismenn

Mér til mikillar gleði birtist efni aftur á vef Sjálfstæðismanna hér fyrir norðan. Menn á þeim bænum skrifa svargrein dagsetta 1. janúar 2006 við grein sem birtist á vef Samfylkingarinnar 4. janúar. Lýðræðisleg tjáning hafði kafnað í útlitsbreytingu og uppfærslu en það er kannski ekki úr vegi að benda mönnum á þarna innandyra að það er vaninn að vinna slíka vinnu bak við tjöldin og leyfa eldri vef að lifa þar til skipt er um en ekki byrja á að loka vef og vinna svo að útliti og uppfærslum.
Lesa meira Lesa meira um "Skyggnir Sjálfstæðismenn" »

kl. 21:31|Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 5. janúar 2006

Auðlegð fyrir ekki neitt

Ég skil ekki þessa auðlegð fyrir ekki neitt sem kemur fram í alskyns starfslokasamningum. Þegar ég var lítil stúlka var hámark auðlegðarinnar að vinna í happadrætti. Menn unnu íbúð og gott ef ekki einbýlishús og mig dreymdi um slíka auðlegð. Kannski er það þess vegna sem ég á alltaf happadrættismiða og spila í lottó. Ég hef sannfært mig um að þar fái ég útrás fyrir tvennt í mínu fari, spennu um hvort ég vinn og stuðning við gott málefni. Ég skil hinsvegar ekki auðlegð sem gerir fyrirtæki kleift að borga mönnum þrjúhundruðmilljónir fyrir að gera ekki neitt. Jafnvel að semja um að gera ekki neitt mjög lengi.
Lesa meira Lesa meira um "Auðlegð fyrir ekki neitt" »

kl. 00:00|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 3. janúar 2006

Undarleg matarnefnd

Ég undrast stórlega skipan Halldórs Ásgrímssonar á nefnd um matvælaverð þar sem hvorki Neytendasamtökin né kaupmenn eru kvaddir til í þá nefnd. Er hugmyndin bara að slá upp nefnd svo Framsóknarflokkurinn geti sagst hafa gert eitthvað í málinu eða hvað er á ferðinni? Ekki virðist markmiðið að taka á matvælaverði eða kveða þá aðila til sem fyrst og fremst eru talsmenn neytenda og greiða matvælaverðið né þeirra sem eru síðasti hlekkurinn í myndun matvöruverðs þ.e. kaupmenn.
Lesa meira Lesa meira um "Undarleg matarnefnd" »

kl. 21:22|Pólitík || Álit (4)

Sunnudagur 1. janúar 2006

Gleðilegt ár

Ég óska öllum lesendum vefsíðunnar minnar gleðilegs árs og friðar um leið og ég þakka fyrir lesturinn á liðnum árum og sérstaklega vil ég þakka þeim sem skrifa inn á síðuna. Mér þykir vænt um þegar fólk gerir það hvort sem það er sammála mér eða ekki þá sýna skrifin að fólki þykir þess vert að tjá sig á síðunni minni. Ég held að árið 2005 hafi verið eitt albesta ár sem ég hef lifað, margt skemmtilegt gerðist og lífið gekk býsna vel. Ég eignaðist dótturdóttur í desember, skemmtilega tengdadóttur og kynjaköttinn Fredda. Dóttir mín gifti sig mætum dreng sem hugsar vel um allar telpurnar mínar. Gaman var að vinna í pólitíkinni ég fékk að spreyta mig á nýjum hlutum eins og að vera formaður prófkjörsnefndar þar sem allt gekk einstaklega vel, halda erindi hér og þar og hitta fólk sem hefur verið mér mikils virði.
Lesa meira Lesa meira um "Gleðilegt ár" »

kl. 01:10|Pólitík || Álit (4)

Föstudagur 30. desember 2005

islendingur.is Lokar

Mér til mikillar undrunar er búið að loka vefnum www.islendingur.is og þar ekkert að finna nema bleðil um prófkjör. Sjálfstæðismenn eru greinilega orðnir hræddir um hvað þeirra eigin menn segja og loka á málfrelsið. Líklegt má telja að flokksforystan óttist að einhverjir þeim óvilhallir geti náð þar að segja frá sér og það er auðvitað ekki hægt í flokki Kristjáns Þórs og Önnu Þóru formanns prófkjörsnefndar. Líklega vilja þau sjálf stýra bakvið tjöldin hvað gerist í flokknum og fyrst þau fengu ekki að stilla þessu sjálf upp eins og venjulega er lokað á mál- og ritfrelsi og þá reynt að tryggja að þau sjálf geti samt sem áður stjórnað hvernig allt fer.
Lesa meira Lesa meira um "islendingur.is Lokar" »

kl. 12:18|Pólitík || Álit (4)

Föstudagur 30. desember 2005

Fimmti flokkur Oktavíu

Þá er Oktavía gengin til liðs við Sjálfstæðismenn en áður hefur hún starfað með Alþýðuflokknum og farið í framboð fyrir Þjóðarflokkinn 1990, ég held hún hafi farið til baka til Alþýðuflokksins og svo í framboð fyrir Akureyrarlistann 1998, Samfylkinguna 2002 og nú er hún gengin til liðs við sinn fimmta flokk. Ekki þarf að örvænta því hún gæti farið fram með Framsókn 2010 og VG 2014 og þá orðin nokkuð sögulegur pólitískur flakkari - sjöstjarna. Sjónarmiðum sín telur hún betur borgið undir stjórn Kristjáns Þórs en sinni eigin stjórn sem leiðtogi Samfylkingarinnar á Akureyri og verður þá að viðurkennast að líklega veit hún sjálf best hver er besti stjórnandi sinn. Ég sem Samfylkingarrati hélt að hún væri að flytja sína eigin stefnu þegar hún vann fyrir okkur en í dag las ég í mbl.is að það væri alltsaman plat hún var ekki með eigin hugmyndir - heldur hugmyndir sem hún var ekkert sátt við. En þegar menn geta ekki stjórnað sér sjálfir er auðvitað hárrétt að fá einhvern annan til að stjórna sér. Svo ég reyni að útskýra þetta fyrir mér þá var hún sumsé að andmæla sjálfri sér er hún andmælti Kristjáni í bæjarstjórn en Kristján var að flytja hennar skoðanir. Eða þá að þau eru í rauninni eitt og þetta hafi verið innri hugsanir eins og í teiknimyndum þegar skrattinn situr á annarri öxlinni og engillinn á hinni. Kannski er Oktavía samviska Kristjáns Þórs.
Lesa meira Lesa meira um "Fimmti flokkur Oktavíu" »

kl. 02:14|Pólitík || Álit (13)

Þriðjudagur 27. desember 2005

Prófkjör á Akureyri

Nú eru hinir stjórnmálaflokkarnir að fara að velta fyrir sér prófkjörum, löngu á eftir okkur Samfylkingarmönnum. Vinstri grænir verða með sitt 21. janúar bindandi í efstu sex sætin. Þar á eftir Sjálfstæðismenn þann 11. febrúar og síðastir verða líklega Framsóknarmenn en dagsetninguna þeirra fann ég ekki. Það er einnig opnasta prófkjörið því menn verða að ganga í Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn til að kjósa en einungis lýsa yfir stuðningi við Framsókn til að geta kosið þar.
Lesa meira Lesa meira um "Prófkjör á Akureyri" »

kl. 21:18|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 15. desember 2005

Fjármunir teknir frá landsbyggðinni

Í grein sem birtist á vef iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um þróun húsnæðisverðs í landinu má finna eftirfarandi "Ráðstöfun opinberra fjármuna vegna rekstrar opinberra stofnana virðist meiri á höfuðborgarsvæðinu en tekjuöflun opinberra aðila á svæðinu gefur tilefni til. Með slíkum tilfærslum á fjármunum á milli svæða landsins, frá landsbyggð til höfuðborgar, má færa fyrir því rök að slíkt styrki svæðisbundinn hagvöxt á höfuðborgarsvæðinu en dragi úr honum á landsbyggðinni." Hér er sumsé staðfest einu sinni enn að fjármunir eru fluttir frá landsbyggðinni í opinberan rekstur á höfuðborgarsvæðinu. Smá saman er verið að láta landsbyggðinni blæða út og þétting byggðar í kringum höfuðborgina meiri á Íslandi en þekkist í heiminum.
Lesa meira Lesa meira um "Fjármunir teknir frá landsbyggðinni" »

kl. 10:09|Pólitík || Álit (6)

Miðvikudagur 14. desember 2005

Hafa konur ekkert að segja?

Málum miðar hægt þegar kemur að því að bera virðingu fyrir skoðunum kvenna og gera þeim hátt undir höfði í fjölmiðlum. Konur eru innan við fjórðungur þeirra sem fjalla um fréttatengt efni og þær eru einnig um fjórðungur þeirra sem fjallað er um. Nú er mér ekki ljóst hvort þetta tengist á einhvern hátt en ljóst er að hér þarf virkilega að bæta úr málum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef menntamálaráðuneytisins.
Lesa meira Lesa meira um "Hafa konur ekkert að segja?" »

kl. 18:15|Pólitík || Álit (3)

Þriðjudagur 6. desember 2005

Hátæknifyrirtækin farin?

Eftir ferð mína til Bretlands um daginn að skoða hvað hátækifyrirtækjum stendur til boða í því landi hef ég verið mjög hugsi yfir því hvort það sé yfir höfuð skynsamlegt fyrir þessi fyrirtæki að vera hér á landi þar sem rekstrarforsendur eru allar aðrar. Ríkisstjórn Kanada bjóða þessum fyrirtækjum einnig alskyns fyrirgreiðslu og þangað eru einhver fyrirtæki farin frá Íslandi. Á sama tíma er Netsamband við Ísland ótraust og þau fyrirtæki sem eru hér eiga erfitt með að afhenda vöru sína um netið og verða því að flytja gögnin úr landi og hafa þau á tölvum í löndum þar sem netsamband er tryggara. Við erum á hættulegri braut - stórhættulegri. Hátæknifyrirtækin eru alls ekki bara fyrir háskólamenn því háskólamenntaðir starfsmenn eru frá 20%-70% starfsmanna.
Lesa meira Lesa meira um "Hátæknifyrirtækin farin?" »

kl. 09:29|Pólitík || Álit (13)

Fimmtudagur 10. nóvember 2005

Sprengt í Amman

Ég les og heyri, eins og aðrir, oft um sprengingar hér og þar í heiminum. Hvað margir hafa dáið og hvað tjónið er mikið í peningum. Því miður venst ég þessum fréttum og þær fá dálítið óraunverulegt yfirbragð. Í dag var hinsvegar annað upp á teningnum þegar ég las um sprengingar á hótelum í Amman í Jórdaníu. Þar var ég á hóteli í mars s.l. Hótel Intercontinental sem varð ekki fyrir þeim árásum sem nú eru en engu að síður verður þessi atburður talsvert nær. Jórdanía er afar fallegt land, staðsett nálægt ólgu viðburða en samt sem áður er erfitt að gera sér í hugarlund að maður gengi um gestamóttöku einn dag og lifði ekki meir. Í dag verða fórnarlömbin nálæg.

kl. 09:37|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 9. nóvember 2005

Jöfnuður - sumir jafnari en aðrir?

Jöfnuður er hugtak sem ég er ekki viss um að menn skilji lengur vegna kappsemi við að eignast peninga - mikla peninga. "Þú verður bara að borga það sem það kostar" er viðkvæðið og smá saman hefur dregið úr jöfnuði Íslendinga. Sú hugsun að jafna milli manna þannig að hver Íslendingur geti lifað með reisn og ákveðnu stolti virðist á undanhaldi þrátt fyrir að menn geti leikið sér með jafnrétti og jöfnuð í orðræðu þá eru þessi hugtök að verða marklaus.
Lesa meira Lesa meira um "Jöfnuður - sumir jafnari en aðrir?" »

kl. 14:46|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 7. nóvember 2005

Prófkjöri lokið

Þá er prófkjöri Samfylkingarinnar lokið hér á Akureyri og það gekk allt virkilega vel. Ég var mjög ánægð með að fá að starfa fyrst sem formaður nefndar um reglurnar í prófkjörinu og síðan sem formaður kjörnefndarinnar. Með mér voru frábærir menn þeir Hilmir Helgason og Hreinn Pálsson. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi að vinna með þeim. Guðrún Kristjánsdóttir í Hrísey var potturinn og pannan í prófkjörinu þar og hún var alger fjársjóður að vinna með. Handtökin við eitt prófkjör eru ótrúlega mörg, gæta þess að frambjóðendur njóti sín í framboði, sjá til þess að utankjörfundaratkvæði gangi vel og menn geti kosið nánast hvar sem er, fundir, auglýsingar og skipulag af öllu tagi.
Lesa meira Lesa meira um "Prófkjöri lokið" »

kl. 09:39|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 3. nóvember 2005

Formaður fær ráð frá Danaveldi

Formanni Samfylkingarinnar á Akureyri var í gær færður gagnapakki frá formanni dönsku jafnaðarmannanna Helle Thorning-Schmidt sem mun án efa nýtast í komandi kosningum. Það var Gísli Baldvinsson sem kom með pakkann til formannsins og afhenti hátíðlega í gærkvöldi. Viðstaddir fundarmenn lögðust þvínæst yfir efnið sem þótti um margt afar skemmtilegt og myndi nýtast vel í næstu kosningabaráttu.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 20:34|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 30. október 2005

Papalangi

Ég glugga stundum í bókina Papalangi (Hvíti maðurinn) sem er skrifuð af Eric Scheurmann eftir ræðum Tuiaviis höfðingja frá bænum Tiavea sem er á Upolu eyju í Samoa eyjaklasanum. Í morgun las ég kaflann "Um málmskífur og þungpappír" þar sem Tuivaiis er að útskýra peninganotkun Evrópumanna fyrir sínu fólki. Hann kallar peningana Guð hins hvíta manns . Hugsanir svo ólíkar því sem maður þekkir hafa þann góða eiginleika að rífa hugann upp úr hefðbundnum farvegi og fá mann til að líta yfir eigin þekkingu sem e.t.v. hafði verið ómeðvitaður þáttur hugsunar, viðmið án gagnrýni og endurskoðunar. Lítill kafli í lítilli bók getur fengið mann til að hugsa og ég mun að öllum líkindum velta fyrir mér hlutverki peninga í nokkra daga.
Lesa meira Lesa meira um "Papalangi" »

kl. 11:43|Pólitík || Álit (3)

Laugardagur 29. október 2005

Prófkjör í Samfylkingunni

Síðast liðna viku hef ég verið á kafi í vinnu við prófkjör Samfylkingarinnar á Akureyri. Ég var fyrst formaður nefndar sem vann að reglum fyrir prófkjörið og síðan formaður prófkjörsnefndar. Prófkjörið hefur gengið afar vel í framboði eru tólf einstaklingar allir mjög efnilegir á framboðslista flokksins. Í dag var opinn fundur með frambjóðendum í Lárusarhúsi og mættu milli 40 og 50 manns sem mér þótti afar gott. Frambjóðendur eru mjög duglegir í þessu krefjandi hlutverki enda fátt erfiðara en að keppa við félaga sína og vini um sæti á lista. Þau standa vel saman í framboðinu á sama tíma og þau eru að keppa sín á milli. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta allt fer en kjördagur er eftir viku þann 5. nóvember. Ég er búin að læra heilmikið á þessu hingað til og á örugglega eftir að læra miklu meira áður en prófkjörið er búið;-)

kl. 22:39|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 24. október 2005

Berjumst konur! Látum ekki plata okkur!

Það var virkilega hvetjandi að taka þátt í kvennafríinu í dag sem gaf manni aukinn kraft og trú á að við konur missum ekki móðinn þó hægt gangi og berjumst áfram fyrri jafnrétti. Það er ömurlegt að hlusta á setningar eins og "konur velja sér bara svoleiðis vinnu". Hver segir að vinnan við að kenna börnum á leikskóla eigi að vera "svoleiðis vinna??? Konur á Akureyri eru vegna erfiðisvinnu frekar öryrkjar en á nokkrum öðrum stað á landinu og launaleynd felur muninn svo konur eru "plataðar" til að halda að þær séu bara nokkuð vel launaðar.
Lesa meira Lesa meira um "Berjumst konur! Látum ekki plata okkur!" »

kl. 18:38|Pólitík || Álit (4)

Sunnudagur 16. október 2005

Ágætt hjá bæjarstjóranum

Bæjarstjórinn okkar hér á Akureyri stóð sig bara vel í varaformannskjörinu hjá Sjálfstæðismönnum. Miðað við yfirlýsingar þungaviktarmanna og merkja um "miðstýringu" atkvæða þá fékk hann talsverðan stuðning eða 36,3%. Þetta verður að taljast harla gott.

Annars virðist fundur Sjálfstæðismanna bara hafa gengið ljómandi vel en nú verður fróðlegt að fylgjast með með hvernig nýrri forystu text að taka við flokki sem Davíð Oddsson hefur stýrt með járnaga í langan tíma.

kl. 23:50|Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 11. október 2005

Dómstólar gamaldags og úreltir?

Í annað skipti á tiltölulega stuttum tíma verða mál tengd Netinu hitamál í samfélaginu. Fyrir stuttu var það tölvupóstur en nú lögsókn vegna skrifa á vefsíðu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar á. Þar sem ég hef komið að nokkrum málum tengd vefskrifum þá er þetta mál áhugavert. Maður búsettur á Íslandi er dæmdur á Bretlandseyjum fyrir skrif á síðu sem er á Íslandi en merkilegt nokk ekki skrifuð á íslensku fyrir Íslendinga heldur á ensku fyrir útlendinga. Þar með er markmiðið greinilega lesendur sem lesa enska tungu og geta ekki stautað sig fram úr ástkæra ylhýra móðurmálinu. Hver er lögsagan yfir slíkum skrifum og hver er réttur manna til að verjast ummælum sem þeir sætta sig ekki við og hver er réttur þess sem skrifar?
Lesa meira Lesa meira um "Dómstólar gamaldags og úreltir?" »

kl. 09:37|Pólitík / UT / Um blogg || Álit (14)

Miðvikudagur 5. október 2005

Ég segi já!

Ég er búin að velta sameiningu sveitarfélaga talsvert fyrir mér, mismunandi sjónarmiðum, möguleikum og vandamálum. Ég fór á fund um sameiningarmál í Hörgárbyggð eins og ég hef áður skrifað um og í gærkveldi á Akureyri. Eftir að hafa vegið og metið kosti og galla tel ég að sameining sé góður kostur. Á sama tíma þarf að hafa í huga að það eru kosningar næsta vor sem væru þá í nýju sveitarfélagi og þá er áríðandi að velja til forystu fólk sem vinnur vel að uppbyggingu á öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Akureyri getur ekki - og má ekki - valta yfir önnur svæði en leggja þarf áhersu á samstarf og samvinnu frá öllum svæðum Eyjafjarðar. S.k. hverfisnefndir sem hafa áhrif eru grundvallarforsenda og mikilvægt að ráðandi aðilar beri meiri virðingu fyrir þeim en núverandi bæjarstjórn á Akureyri hefur gert.
Lesa meira Lesa meira um "Ég segi já!" »

kl. 11:12|Pólitík || Álit (2)

Laugardagur 1. október 2005

Átök stjórnarliða í Morgunblaðinu?

Mér þótti miðja Morgunblaðsins í morgun dálítið átakamikil sem ég las yfir tebollanum mínum á Pottinum og pönnunni sem er morgunverðarsalur hins ágæta Hótels Bjarkar í Reykjavík (sem ég mæli nú reyndar með í leiðinni). Þrír þingmenn Framsóknarflokksins þar af tveir ráðherrar trítla þar um tún og minna þjóðina á ýmist á að "viðhalda stöðugleika" (???), viðbrögð við peningastefnunni, já og hvað gott er hægt að gera fyrir Símaauðinn. Á sama tíma eru þar greinar um þing Alþýðusambands Norðurlands um kaupmáttarrýrnun og leiðari Morgunblaðisins gagnrýnir peningastjórn landsins harðlega. Eru menn í stjórnarsænginni farnir að glíma á síðum Morgunblaðsins leynt og ljóst?
Lesa meira Lesa meira um "Átök stjórnarliða í Morgunblaðinu?" »

kl. 08:11|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 26. september 2005

Sannleikur tölvupóstsins

Færra hefur gert mig meira undrandi en upplestur úr tölvupósti ritstjóra Morgunblaðsins, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Hvernig má það vera að menn geti þrætt sig í gegnum tölvupóst manna með þessum hætti? Sumir ásaka tölvuþjónustur og aðrir einstaklinga. Mér sýnist hinsvegar að efni tölvupósts hafi verið birt nema að innihaldið sé staðfest með einhverjum hætti. Mér finnst þó sjálfri að það sé ekki gott þegar fjölmiðlar eru komnir með einkapóst fólks og farnir að lesa sig í gegnum hann. Nú ætla ég ekki að meta innihaldið á nokkurn hátt enda er það alls ekki auðvelt mál. Fréttablaðið sagði A og nú í Morgunblaðinu í dag byrjar Styrmir á því að ýja að því að hann ætli kannski að segja B með því að tala um sinn tölvupóst.
Lesa meira Lesa meira um "Sannleikur tölvupóstsins" »

kl. 13:58|Pólitík || Álit (8)

Miðvikudagur 21. september 2005

Viðsnúningur Raufarhafnar

Það var virkilega ánægjulegt að lesa nýja frétt á vef Raufarhafnarhrepps um ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2004. Eins og kunnugt er gekk reksturinn illa og nýr sveitarstjóri var ráðinn Guðný Hrund Karlsdóttir sem hefur gengið ákveðin til verka. Árangurinn blasir við og nú hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lýst því yfir að hún þurfi ekki að hafa afskipti af rekstri Raufarhafnarhrepps. Breytingarnar hafa verið erfiðar fyrir Raufarhafnarbúa þar sem allir þurftu að leggjast á eitt til að ná árangri. Slík samstaða hefur greinilega náðst og eiga sveitarstjórinn og íbúarnir hrós skilið. Eftir standa ýmsir erfiðleikar sem gera þeim erfitt fyrir en með sama áframhaldi er full ástæða til að vera bjartsýnn fyrir hönd hinnar fallegu Raufarhafnar.

kl. 11:48|Pólitík || Álit (5)

Mánudagur 19. september 2005

Kvennafæð og óvissa Framsóknar

Þegar ég renndi yfir skrif Framsóknarmanna í kvöld vakti tvennt athygli mína, fyrst dagbókarskrif kvennanna um hvert þær fóru og hvar þær voru en svosem litlar skoðanir. Síðan beitt ádeila Kristins H. Gunnarssonar á slakt fylgi kvenna við flokkinn samkvæmt nýjum mælingum Gallup. Hann kennir um frákvarfi Siv úr ráðherrastóli, Freyjumálinu í Kópavogi ásamt framkomu eigin ráðherra við fyrri jafnréttisstýru Jafnréttisstofu. Fylgi kvenna við flokkinn er skv. könnun Gallup 7% sem er minnkun um 61%. Spurning hvort inn í þetta spili líka greinarskrif Valgerðar Sverrisdóttur þar sem hún gefur til kynna að Samfylkingarmaður á áttræðisaldri hafi staðið að því að kenna fyrri forsætisráðherra Framsóknar við morð og kenna fyrrum utanríkisráðherra þeirra um brugg. Allt gerist sífellt undarlegra á þessum bæ og erfitt að átta sig á ruglingslegum skilaboðum frá flokknum. Reyndar þykir mér vefsíða Valgerðar ævinlega dálítið ruglingsleg þar sem þar virðist einhver skrifa um ráðherrann (veit ekki hver - en sjálfsagt er það sagt einhversstaðar) og síðan skrifar ráðherrann sjálfur sínar skoðanir. Já og auðvitað eins og um hinar framsóknarkonurnar hvar hún var og hvert hún fór... svona eins og að spara Séð og heyrt sporin vilji þeir skrifa um frægar Framsóknarkonur og hvar þær voru. Þetta skrifa ég auðvitað vegna þess að enginn hefur áhuga á hvert ég fer eða hvar ég fór. En svona til að troða því að þá var ég á stofnfundi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í Hveragerði og skemmti mér gríðarlega og alls ekki síður sem veislustjóri hjá knattspyrnudeild Þórs á laugardagskvöldið. Kannski Hjörleifur hjá Vikudegi hafi frétt af því og skrifi um það í hornið sitt því ég er ekki bjartsýn á að Séð og heyrt hafi áhuga á hvar ég var. Það má alltaf vona að Hjörleifur spreði á mig 2-3 dálksentímetrum.
Lesa meira Lesa meira um "Kvennafæð og óvissa Framsóknar" »

kl. 22:45|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 17. september 2005

Kvennahreyfing

wSigrunFl.JPGNú um helgina er verið að stofna kvennahreyfingu Samfylkingarinnar á Hótel Örk í Hveragerði. Hér eru um eitt hundrað konur víða að af landinu og stilla saman strengina. Margir telja að jafnrétti kynjanna sé náð og nú sé nóg komið. Að mínu mati er slík afstaða alger blinda á raunverulega stöðu eins og hún er. Nægir að nefna síðustu úttekt Hagstofu Íslands á stöðu karla og kvenna árið 2004 sem út kom á þessu ári. Því skiptir miklu að efla stöðu kvenna - beggja kynja vegna - til að ná góðum árangri í lífi og starfi.

Hér eru nokkrar myndir...

kl. 11:32|Pólitík || Álit (4)

Mánudagur 12. september 2005

Myndir í Séð og heyrt

Mér til mikillar ánægju voru nokkrar af myndunum mínum úr Samfylkingarferðinni í Þórsmörk notaðar í Séð og heyrt nr. 36/2005. Ég varð harla stolt enda búin að vera að streða mikið við að geta tekið myndir sem má nota faglega. Ég á nokkuð í land en samt sem áður þá held ég að þetta sé smám saman að koma hjá mér;-) Þetta voru myndir af Steinunni Valdísi borgarstjóra ásamt Sigrúnu Hjartardóttur, Ingibjörgu Sólrúnu ásamt þeim Þórunni Sveinbjörnsdóttur, Önnu og Árdísi, Olav Veigari og Björgvini G. Sigurðssyni og síðast en ekki síst af Gunnari Svavarssyni formanni framkvæmdastjórnarinnar. Ég var ekkert búin að vinna þessar myndir þar sem lá á að fá þær en sé ekki betur en þeim hjá blaðinu hafi tekist það mætavel þar sem þess þurfti.

kl. 13:27|Ljósmyndun / Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 8. september 2005

Kristján Þór á framabraut?

Nú hefur bæjarstjórinn á Akureyri Kristján Þór Júlíusson lýst því yfir að hann sækist eftir varaformannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum. Augljóst er að metnaður bæjarstjórans snýr að landsmálunum og metorðum innan síns flokks. Hann ætlar fyrst að leiða bæjarstjórnarkosningar hér næst og síðan má telja nánast öruggt að hann ætlar í landsmálin. Þá er spurning hvort hann hugsar sér að vera bæði þingmaður og bæjarstjóri ef allt gengur eftir. Hinsvegar held ég að Kristjáni verði bæði hollt og gott að etja við konu um varaformannsembættið þar sem keppinautur hans verður Þorgerður Katrín menntamálaráðherra. Hann getur kannski fjallað sérstaklega um jafnréttismál þar sem hann er þrautþjálfaður í að vera kærður fyrir hönd Akureyrarbæjar um brot á jafnréttislögum.

kl. 16:57|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 8. september 2005

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar

16.-17 . september n.k. verður kvennahreyfing Samfylkingarinnar stofnuð í Hveragerði. Ég hef fengið þá spurningu aftur og aftur hvers vegna það þurfi eitthvað sérstakt fyrir konur hvort þær eigi ekki bara að vera með öðrum og jafnrétti eigi að ríkja. Auðvitað, en vandinn er að það gerir það bara ekki. Ósýnilegir veggir, þök og hindranir eru við mörg fótmálin og talsvert fleiri úti á landi en í höfuðborginni eftir minni reynslu að dæma, allavega hér á Akureyri.
Lesa meira Lesa meira um "Kvennahreyfing Samfylkingarinnar" »

kl. 14:05|Pólitík || Álit (4)

Miðvikudagur 7. september 2005

Takk Davíð

Nánast frá því ég man eftir pólitík var Davíð Oddsson þar einhversstaðar. Ungur í borgarstjórn, borgarstjóri, forsætisráðherra og nú síðast utanríkisráðherra. Fáir endast eins lengi í pólitík eins og hann í þjónustu við Reykjavík eða Ísland. Sumir kvarta yfir armæðu og amstri pólitíkurinnar en ekki kvartaði Davíð í dag. Þó ólíklegt sé að hann lesi nokkru sinni síðuna mína vil ég þakka honum fyrir það sem hann hefur lagt til íslenskra stjórnmála. Þó ég hafi oft talið að aðrar leiðir væru betri en þær sem hann hefur valið þá skiptir ekki alltaf mestu máli að allir séu sammála í stjórnmálum heldur fyrst og fremst sýni þá lýðræðislegu ábyrgð að láta þau skipta sig máli þau snúast um líf okkar og starf í íslensku samfélagi. Það hefur Davíð Oddsson látið skipta sig máli og megi hann eiga þökk fyrir og ég óska honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann tekur sér fyrir hendur.

kl. 17:52|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 7. september 2005

Kosningaloforðin 2007

Ég verð að viðurkenna að mér finnst dálítið á listanum yfir góðgætið sem stjórnarflokkarnir ætla að kaupa fyrir peningana sem við fengum fyrir Símann óma af kosningaloforðum. Ég nefnilega man eftir loforðum þeirra frá 2003 (sem voru þá kannski fyrir bankapeningana) sem gufuðu ótrúlega fljótt upp. Til að gæta allrar sanngirni vil ég ítreka það sem ég sagði í gær um málið að ég er mjög ánægð með að við lækkum skuldir okkar til útlendinga og hef ekki út á það að setja. Einnig skil ég að ýmsar framkvæmdir séu dregnar fram til 2007 þegar við væntum niðursveiflu í hagkerfinu eftir miklar framkvæmdir fyrir austan. En að skilgreina hverja krónu til ársins 2012 hlýtur að segja okkur öllum að það er loforð sem erfitt er að standa við sérstaklega í ljósi þess að það verður væntanlega ekki þessara manna að efna þau.
Lesa meira Lesa meira um "Kosningaloforðin 2007" »

kl. 13:26|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 6. september 2005

Símapeningarnir - hvert fara þeir?

Nú á að tilkynna síðdegis hvernig stjórnarflokkarnir ætla að eyða peningunum sem við fengum fyrir Símann. Samkvæmt RÚV nú áðan þá er það í "Miklum hluta fjárins verður varið til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss, fé fer til lagningar Sundabrautar og til niðurgreiðslu skulda svo eitthvað sé nefnt." Það er gríðarlega mikilvægt að þessu fé sé ráðstafað skynsamlega þannig að það nýtist til lengri tíma og því er mjög skynsamlegt að nýta hluta þess til að greiða niður skuldir enda losnum við við vexti af skuldinni. Besta arðsemin er væntanlega fólgin í því þar sem það losar okkur til lengri tíma undan afborgunum og vaxtabyrði. Enda má gera ráð fyrir að minni peningar komi inn til að standa undir þeim þegar hagnaður Símans fer ekki í ríkiskassann.
Lesa meira Lesa meira um "Símapeningarnir - hvert fara þeir?" »

kl. 14:21|Pólitík || Álit (1)

Laugardagur 3. september 2005

Ræður BNA ekki við hamfarir?

Afleiðingar fellibylsins Katrínar í Bandaríkjunum eru ægilegar og þær hörmungar sem fólk býr við svo miklar að það er ekki mögulegt að gera sér þær í hugarlund. Þeir eiga alla okkar samúð. Á sama tíma bregður manni illilega við að sjá hversu illa Bandaríkjamenn ráða við afleiðingarnar. Seint er brugðist við, fólk hefst við matarlaust, vatnslaust og án húsaskjóls í miklum hita í marga daga. Þetta mikla herveldi sem heimurinn hefur horft til og trúað að gæti tekist á við nánast hvað sem er þvælist um ráðalaust. Viðtal við bogarstjóra New Orleans Ray Nagin sýnir örvæntingu sína og bræði í útvarpsviðtali sem hefur titilinn "rífið ykkur upp á rassgatinu" (Get off your asses) sem er á CNN. Þetta viðtal snertir mann djúpt, hér er örvæntingarfullur borgarstjóri að hugsa um fólkið sitt og fær ekki aðstoð.
Lesa meira Lesa meira um "Ræður BNA ekki við hamfarir?" »

kl. 23:43|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 2. september 2005

Sameining?

Nú er stutt í sameiningarkosningar við Eyjafjörð og lítið hefur farið fyrir umræðu um sameiningu eða hvað hún myndi fela í sér. Svæðið er stórt, allt frá Siglufirði til Grenivíkur og sveitarfélögin níu sem hugmyndin er að sameina eiga mis mikið sameiginlegt. Þrátt fyrir litla umræðu er talað um að Vinstri grænir og Samfylking hafi rætt um að vinna saman en ekkert slíkt hefur átt sér stað. Enda klufu Vinstri grænir sig út úr samstarfi við Samfylkinguna fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri og væri dálítið sérstakt ef þeir óskuðu samstarfs einungis einum kosningum síðar. Hugmyndir um samstarf sömu flokka og stóðu að R listanum í Reykjavík eru furðulegar í ljósi þess að hér er pólitískt umhverfi með allt öðrum hætti og spurning hvort Framsóknarflokkurinn sér nokkurn hag í því frekar en aðrir.
Lesa meira Lesa meira um "Sameining?" »

kl. 09:13|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 1. september 2005

Ólgusjór

Ég ætlaði ekki að skrifa meira um Barnaland, ætlaði að hafa fjör á síðunni minni og setja inn niðurstöðu spurningakönnunar um að ég líktist helst Dumbeldore úr Potterbókunum sem ég fann á netinu. En þá fannst mér ég bara kveif og liðleskja, ég yrði að segja hvað mér finnst og skýra betur af hverju ég skrifaði bréf til ýmissa aðila. Af hverju ég yfir höfuð var að skipta mér af.

Ég hef fengið talsvert af bréfum og upphringingum útaf þessu máli. Ég hef fundið til með þeim sem hafa orðið illa úti í samskiptum sínum við fólk á Barnalandi en það kom mér ekki á óvart. Mér hefur verið tjáð hver er hver af nokkrum sem ég þekki persónulega þarna inni og það kom mér heldur ekki á óvart hversu ólíkt þeir koma fram beint við mig og síðan nafnlaust á síðunni minni eða á Barnalandi. Margar Barnalandskonur telja að engin börn séu að lesa síðurnar, við mig hafði samband fólk sem átti börn sem höfðu gert það - kom mér heldur ekki á óvart. Illmælgi um mig var mikil - það var nákvæmlega það sem ég bjóst við. Sumir skrifa svo fallega um Barnalandsspjallið og segja að hið ljóta sé "bara grín" og "mikill húmor" því miður lýsti fólk fyrir mér raunverulegum afleiðingum sem eru svo fjarska langt frá því. Það væri svo óskaplega gott að lifa í trú margra á Barnalandi um fegurð samfélags sem þau hafa skapað. Það sorglega við að hafa lifað lengi er að í reynslusarpinn hefur safnast lífsreynsla og í mínum sarpi er talsverð mikil reynsla af netsamfélögum - þess vegna - því miður hefur lítið komið mér á óvart. Þó var það fyrst og fremst eitt, sem kannski átti ekki að gera það.
Lesa meira Lesa meira um "Ólgusjór" »

kl. 12:45|Pólitík / Tilveran || Álit (35)

Þriðjudagur 30. ágúst 2005

Bréf vegna Barnalands

Ég sendi áðan bréf til dómsmálaráðherra, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, ritstjóra Barnalands og ritstjórn Morgunblaðsins. Ég tel að það sé nauðsynlegt að grípa inn í þessi mál. Hér á eftir fer bréfið:
Lesa meira Lesa meira um "Bréf vegna Barnalands" »

kl. 15:37|Menntun / Pólitík || Álit (112) | Vísanir (2)

Sunnudagur 28. ágúst 2005

Myndir úr Samfylkingarferð

Gerda.JPGÉg er búin að setja inn myndir úr Samfylkingarferðinni í Þórsmörk. Hér er mynd af Gerðu á skrifstofunni með lítilli frænku sinni við Seljalandsfoss. Það var ótrúlegt blíðskaparveður allan tímann og yndislegt að fara í þessa ferð. Ég hef ekki haft tíma til að setja inn hver er á hvaða mynd enda þekki ég það ekki svo gjörla. Því væri gaman að fá tölvupóst á lara@lara.is með nöfnunum svo sem mest geti verið skráð. Sendið mér númer myndarinnar og hverjir eru á henni talið frá vinstri.

kl. 21:55|Pólitík || Álit (2)

Sunnudagur 28. ágúst 2005

Barnaland???

Ég fór á barnaland.is rétt áðan af því ég heyrði að Harpa Hreins hefði orðið fyrir talsverðum árásum þar. Ég verð að viðurkenna að ég varð talsvert hissa á þeim vef sem ég hélt að væri um börn og fyrir börn. Þetta er orðin einhverskonar stefnumótalína eða hvað það nú er. Þar er Steve 25 ára að leita sér að "girlfriend" sem reynist síðan vera að stríða öðrum. Spurt um bílasölur í Kaupmannahöfn, auglýst á snyrtivörukynningu, um lélegt deit sem borðaði á sér táneglurnar. Þessi vefur er greinilega ekki það sem ég reiknaði með þ.e. um börn og fyrir börn og greinilega ekki hægt að mæla með honum sem slíkum. Ég hef verið í alþjóðaverkefni fyrir börn og þessi vefur myndi ekki standast kröfur sem gerðar eru fyrir barnaefni svo mikið er víst. En kannski var það aldrei ætlunin heldur bara að draga fólk að vefsíðum Morgunblaðsins.
Lesa meira Lesa meira um "Barnaland???" »

kl. 16:53|Pólitík / Um blogg || Álit (23)

Laugardagur 27. ágúst 2005

Samfylkingarferð í Þórsmörk


Samfylkingarferð í Þórsmörk
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 13:43|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 26. ágúst 2005

Ekki svarar menntamálaráðherra

Ekki fæ ég ennþá svar frá menntamálaráðherra vegna fyrirspurnar minnar á Alþingi s.l. vor vegna launa við fjarkennslu. Enn byrjar kennsla á haustin og kjör kennara sem fjarkenna æði mikið önnur en þeirra sem kenna á gamla móðinn. Eitt er hvaða kaup þeir hafa sem er mismunandi frá skóla til skóla en annað snýr að öðrum kjörum s.s. starfsaldri, réttindum og þvíumlíku. Einhverra hluta vegna sér enginn um kjarasamninga þessa fólks og Kennarasamband Íslands hefur ekki samið fyrir þá. Almennir kjarasamningar gilda ekki og síðan launin frábrugðin heldur fer þetta alveg eftir hverjum skóla fyrir sig.
Lesa meira Lesa meira um "Ekki svarar menntamálaráðherra" »

kl. 13:57|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 23. ágúst 2005

Gæludýrafanatík Íslendinga

Mikið óskaplega er ég orðin þreytt á hundareglum sem fela í sér að alls staðar á að vera með hund í bandi. Nema á sérstökum hundasvæðum sem eru frábær en allt of fá. Jafnvel í sveitum eru komnar stríðsreglur um hunda og ketti. Svo má ekki halda hænur í bæjum. Íslendingar eru að verða svo miklar pjattrófur að það er enginn endir á því. Svo gengur þetta ekki alveg upp heldur. Hrútar og naut geta gengið laus á ákveðnum túnum en ekki hundar og kettir. Lömb geta sprottið upp við þjóðvegi en ekki kettir. Sumarbústaðir eru taldri mengast mjög af hundum svo ekki er hægt að leigja sér bústað nokkurs staðar. Hundaofnæmi er nánast óþekkt. Svo eru ekki það margir með kattarofnæmi að ekki sé hægt að hafa eins og einn bústað þar sem má vera með kött. Hvað skemmdir varðar þá er ég viss um að krakkar og fullorðið fólk skemmir meira en hundar og kettir. Eigendurnir geta alveg borgað skaðann eins og þegar þeir brjóta disk eða hrinda niður sjónvörpum eða hverju þeir taka uppá. Það er mikilvægur þáttur í lífi fólks að hafa gæludýr og mig langar í hænur. Þessar reglur hafa leitt til þess að fólk farið að vera hrætt við dýr sem mér þykir ógnvænleg þróun.

kl. 09:34|Pólitík / Tilveran || Álit (5)

Föstudagur 19. ágúst 2005

Sprengjur í Jórdaníu - frelsi ferðalangans

Nú bombardera menn í Jórdaníu í Aqaba, ég var stödd þar rétt hjá í mars þegar ég fór til Petra sem er eitt af sjö undrum veraldar. Svo virðist sem aukning hryðjuverka verði um allan heim og greinilega verið að nota rangar leiðir til að komast fyrir þau. Ég heyrði í Gurrý vinkonu minni í Amman en þetta breytir greinilega miklu fyrir þau. Epi vinkona mín í Puerto Rico er á leið til Jórdaníu í byrjun september að halda áfram Kidlink vinnunni og þetta auðveldar henni ekki ferðalagið. En við verðum að halda áfram að halda frelsi okkar til að ferðast, staðan er líklega að verða sú að maður getur orðið fyrir sprengju hvort sem er í London, smábæ í Jórdaníu eða New York. Menn virðast venjast hverju sem er og smám saman verður þetta allt líklega bara hluti hversdagsins ef enginn finnur leið til að leysa málin á annan hátt. Hvað sem öðru viðkemur megum við ekki einangrast og þora ekki að fara neitt vegna þessara mála þá höfum við gefið frá okkur mikil borgararéttindi.

kl. 17:38|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 18. ágúst 2005

Hættulegur ótti

Líflaus líkami ungs manns frá Brasilíu minnir okkur óþyrmilega á að baráttan gegn ósýnilegum óvin getur breyst á augabragði í ömurlegan harmleik fyrir fjölskyldu allt annarsstaðar í heiminum sem ekkert hafði með málið að gera. Hversu margar fjölskyldur búa nú við nístandi sorg vegna baráttunnar við ógnina sem vofir yfir en sést ekki og enginn þeim tengdur tók nokkurn þátt í. Ég mun ekki nokkru sinni verja eða réttlæta baráttuaðferð sem felur í sér að ganga inn í hóp saklausra borgara og svipta þá lífi vegna ágreinings við valdamenn. Á sama tíma get ég ekki varið í huga mér aflífun og misþyrmingar á fólki eða frelsissviptingu án dóms og laga í nafni óvinar sem þetta fólk hefur ekkert með að gera. Framkvæmdin á stríði gegn hryðjuverkum er ekki síður hættuleg en hryðjuverkin sjálf og hvoru tveggja bitnar fyrst og fremst á saklausu fólki. Óttinn hefur fangað fólk til aðgerða sem geta ekki flokkast undir mannúð og árangurinn er ekki sýnilegur og jafnvel má segja að hryðjuverk hafi fremur aukist en hitt.
Lesa meira Lesa meira um "Hættulegur ótti" »

kl. 11:29|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 16. ágúst 2005

Aukning svæðisfrétta

Mikil aukning hefur nú orðið á fréttum frá Norðurlandi, tveir nýir veffréttamiðlar dagur.net og akureyri.net hafa nú litið dagsins ljós. Áður höfðum við fréttir frá Aksjón þar sem bæði má sjá textafréttir og útsendingu frétta sjónvarpsstöðvarinnar frá kvöldinu áður. Einnig eru héðan svæðisfréttir RÚV sem því miður eru enn textavarpslegar en talaðar svæðisfréttir RÚV eru ekki aðgengilegar á netinu þannig að þær má bara heyra þegar áheyrandinn er staddur á sendingarsvæðinu á þeim tíma sem fréttin er send út. Þetta stendur vonandi til bóta. Allir þessir aðilar hafa vefþjónustu en auk þess hefur RÚV sérstaka útvarpsþjónustu og Aksjón sjónvarp. Þá má ekki gleyma Vikudegi sem hægt er að fá í áskrift einu sinni í viku en ég hef ekki fundið fréttir frá þeim á netinu sem væri mjög eftirsóknarverð viðbót við flóruna.
Lesa meira Lesa meira um "Aukning svæðisfrétta" »

kl. 22:30|Pólitík || Álit (2)

Mánudagur 8. ágúst 2005

Réttindi homma og lesbía

Nú um helgina var hin mikla Gay Pride ganga í Reykjavík þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Sú ánægjulega staðreynd að breið fylking landsmanna gengur með samkynhneigðum þennan dag sýnir svo ekki verður um villst að við Íslendingar viljum að þessir samborgarar okkar búi við sama rétt og aðrir. Rétturinn til barneigna og hjónabands hlýtur að vera jafnt sam- og tvíkynhneigðra sem og allra annarra. Í því felst einnig réttur til ættleiðingar og tæknifrjóvgunar. Þessu þarf að breyta í íslenskum lögum. Síðan þarf að leggja áherslu á að tryggja jafnan rétt homma og lesbía til íþróttaiðkunar og brýnt að forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar, bæði stjórnendur og þjálfarar, tryggi rétt þeirra til iðkunar og þeir sem æfa íþróttir að koma fram við þessa meðborgara okkar eins og þeir vilja að komið fram við þá sjálfa.

Leggjumst öll á eitt við að tryggja fullan rétt homma og lesbía.

kl. 08:51|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 5. ágúst 2005

Sjónvarp augnabliksins

thumb_current_black.jpg Ég varð mjög hrifin þegar ég fór að skoða nýja tegund af sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast Current TV sem mætti útleggja sem sjónvarp augnabliksins. Helsti munurinn er sá að nú er ekki einstefna frétta til áhorfandans heldur bæði ákvarðar fólk sjónvarpsefnið sem og skapa það. Niðurstöður helstu leita á Google eru aðalmálin á Current TV s.k. Google Current, og síðan eru þættir sem áhorfendur búa til og senda inn. Öll atriði eru stutt og hægt að sjá á skjánum hvað er eftir þegar byrjað er að horfa. Sjónvarpið er ekki pólitískt þrátt fyrir að Al Gore sé stjórnarformaður.

Þetta er flottasta hugmynd af sjónvarpi sem ég hef séð og hef fengið haug af hugmyndum sem tengjast því. Nú þurfum við bara svona sjónvarp á Íslandi, þetta er nútíminn.

kl. 10:45|Pólitík / Ymislegt || Álit (0)

Þriðjudagur 2. ágúst 2005

Hræðileg heimska

Fyrir stuttu voru tveir ungir piltar, annar 18 ára og hinn 16 til 17 ára, teknir af lífi í Íran fyrir það eitt að vera samkynhneigðir. Ótti við samkynhneigð er ein sú hræðilegasta heimska sem hluti mannkyns býr við og þegar beitt er trúarbrögðum, sem alla jafna eiga að vera mannverunni skjól, til að myrða saklaust fólk er þeim beitt til voðaverka sem eiga sér enga afsökun. Atvik sem þetta tilheyra þó ekki endilega trúarbrögðum heldur eru það forystumenn trúarbragða sem hvetja til og jafnvel standa fyrir voðaverkunum sjálfir. En þetta eru ekki bara trúarbrögð í Írak þetta tilheyrir einnig trúarbrögðum hér á landi þó við búum við þær blessunarlegu aðstæður að hér er fólk ekki tekið af lífi og þau trúarbrögð stjórna ekki lögum og reglum í landinu. Þetta er hræðileg heimska - ef menn trúa á Guð á annað borð, eiga þeir þá ekki að trúa því líka að sköpunarverk hans, svo sem samkynhneigðir, eigi að njóta sömu virðingar og réttlætis og aðrir? Það var hræðilega sárt að lesa þessa frétt í dag sem ég fékk ábendingu um af vefdagbók Sverris Páls Erlendssonar - takk Sverrir Páll fyrir að benda á svona hluti þó lífið væri óneitanlega bjartara ef maður væri án frétta sem þessarra þá þýðir ekkert annað en horfast í augu við raunveruleikann.

kl. 08:50|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 29. júlí 2005

Bað um leyniskýrsluna

Nú hefur verið létt trúnaði af "leyniskýrslu Akureyrar" fyrir fólk í innsta hring stjórnmálaflokkanna. Þeir mega hinsvegar ekki fjalla um innihaldið vegna klásúlu þar um eftir því sem mér skilst. Ég hef ekki ennþá séð hana en það breytist á morgun. Hinsvegar er mjög erfitt að velta skýrslunni fyrir sér aðferðafræðilega og innihaldslega að hafa hana ekki til að skoða nánar og meta spurningar. Því skrifaði ég bæjarstjóra bréf og bað um plaggið sem ég vona að hann bregðist vel við.

Það er ekki mitt markmið að bregða fæti fyrir það sem vel er unnið en vegna þess hvernig umfjöllun hefur þróast í þessu máli er bráðnauðsynlegt að bregðast ekki hlutverki sínu í stjórnmálum og einfaldlega kanna það vel. Það er á stundum sem þessum sem maður er dálítið glaður yfir því að hafa setið alla kúrsana sem ég gerði í meistaranáminu mínu í aðferðafræði svo maður ber kannski eilítið skynbragð á aðferðirnar sem beitt er þegar hægt er að skoða skýrsluna en ekki ímynda sér innihaldið. Það er alltaf vont, upplýst þekking reynist venjulega betur heldur en leynimakk.

kl. 12:54|Pólitík ||

Miðvikudagur 27. júlí 2005

Rosalega þegir Mogginn hátt

Það er merkilegt þegar hitamál í pólitík er á Akureyri þegir Morgunblaðið þunnu hljóði. Fréttablaðið, RÚV, Aksjón og fleiri fjölmiðlar fjalla um leyndarskýrslu bæjarstjórnar á Akureyri en ekki múkk frá Morgunblaðinu. Ég fletti því upp hvaða fréttir hafa verið í blaðinu frá Akureyri undir innlendum fréttum blaðsins síðasta mánuðinn. Skemmst er frá að segja að fréttirnar fjalla um frjókorn á Akureyri og síðan málefni dómsmálaráðuneytisins þ.e. lögreglu, hraðaakstur, slys og eiturlyf. Hvernig stendur á þessu? Eru blaðamennirnir á Akureyri í fríi?

kl. 16:19|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 27. júlí 2005

Hvert er leyndarmál bæjarstjórans?

Áfram velti ég fyrir mér könnun Akureyrarbæjar og þá sérstaklega því hvað í skýrslunni er leyndarmálið mikla sem krefst trúnaðar. Menn sem hafa séð skýrsluna greinir á um þennan þátt. Sumir segja að svörin séu keyrð saman á þann hátt að hægt sé að fá ótrúlega miklar upplýsingar - nánast þannig að hægt sé að finna út skoðanir einstaklinga. Aðrir segja þarna engin leyndarmál. Nauðsynlegt er að létta trúnaði af skýrslunni - allavega þeim þáttum sem ekki krefjast trúnaðar og segja hvert trúnaðarefnið er án niðurstaðna til að hægt sé að gera sér grein fyrir hvað er rétt. Síðan stendur eftir spurningin hversu mikilla upplýsinga eitt bæjarfélag getur kerfisbundið aflað sér um bæjarbúa og hvort slíkt gæti nálgast að rekast á lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga. Er það kannski leyndarmál bæjarstjórans? Hér þarf að upplýsa okkur Akureyringa hvað var í rauninni gert.
Lesa meira Lesa meira um "Hvert er leyndarmál bæjarstjórans?" »

kl. 08:53|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 26. júlí 2005

Leyniskýrsla Framsóknar og Sjálfstæðisflokks

Það er gríðarlega alvarleg staða að Akureyrarbær noti fé bæjarbúa til að kanna lífskjör og stöðu stjórnmálaflokka í bænum og heimti að niðurstöður séu trúnaðarmál. Þegar fylgi stjórnarflokkanna tveggja í bænum hefur hrapað gríðarlega er því haldið leyndu og virðist bæjarstjórnarmeirihlutinn telja það sitt einkamál - bæjarbúar borga. Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig mál af þessu tagi stenst stjórnsýslulög eða hvernig við bæjarbúar getum með nokkru móti sætt okkur við þetta. Er kannski eitthvað fleira sem þessir menn eru að fela? Við Samfylkingarmenn getum hinsvegar glaðst yfir stöðu okkar í þessari könnun, en óneitanlega væri gleðin meiri ef þennan alvarlega skugga bæri ekki á meðferð upplýsinga sem kostaðar eru af almannafé.
Lesa meira Lesa meira um "Leyniskýrsla Framsóknar og Sjálfstæðisflokks" »

kl. 15:24|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 25. júlí 2005

Landsbyggðin knésett

Í fréttum RÚV í gær var rætt við Kristján L. Möller um olíugjaldið sem er enn ein álagan á okkur á landsbyggðinni fyrst og fremst. Er þess skemmst að minnast að ég skrifaði fyrir stuttu um skýrsluna "Fólk og fyrirtæki: Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni" sem Byggðamálaráðherra gaf út fyrir síðustu kosningar. Þar kom fram að flutningskostnaður sé það atrið sem fyrst og fremst hindrar sjálfsbjörg okkar á landsbyggðinni til að bjarga okkur sjálf. Það er því skelfilegt að enn sé aukið í og virðist sem að núverandi ríkisstjórn sé mikið í mun að hindra að fólk á landsbyggðinni geti bjargað sér sjálft. Skattlagningin á flutning vöru á markað á höfuðborgarsvæðinu er svo ægileg að ólíklegt er við núverandi aðstæður að framleiðsla vöru á landsbyggðinni geti borið sig.
Lesa meira Lesa meira um "Landsbyggðin knésett" »

kl. 12:15|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 20. júlí 2005

Mútur - eða svikin loforð

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir í viðtali að KEA sé að reyna að kaupa stjórnvöld til að hafa áhrif á byggðastefnu með því almannafé sem þar er fyrir hendi. Hann talar síðan fallega um stefnu ríkisstjórnarinnar sem hann styður (oftast?) sem ætti að sjá um þennan málaflokk. Fallega hljómar það en hirðuleysi stjórnvalda um þennan málaflokk er slík að þeir lesa ekki sínar eigin skýrslur hvað þá að fara eftir þeim ráðleggingum sem keyptar eru af sérfræðingum. Svo virðist sem áhuginn sé meiri á að kaupa fólk til að gera skýrslur en fara eftir þeim. Lítum nánar á málið:
Lesa meira Lesa meira um "Mútur - eða svikin loforð" »

kl. 01:57|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 29. júní 2005

Athyglisverðar fylgissveiflur

Fylgi flokka í norðausturkjördæmi hefur sveiflast verulega frá síðustu kosningum samkvæmt síðustu könnun Gallup. Þá er staðan sú að Samfylkingin er með 31% mest allra (var með 23,5 í kosningum), Sjálfstæðisflokkur 29% í stað 23,5 í kosningum og VG með 23,7% en fengu 14,1%. Allir þessir flokkar bæta verulegu við sig. Fylgið kemur allt frá Framsóknarflokknum sem virðist vera í talsverðri lægð og ekki njóta trúnaðar við kjósendur frá síðustu kosningum. Við getum unað sátt við okkar stöðu þrátt fyrir að úrtak sé lítið eru þetta ákveðnar vísbendingar um að við séum á réttri leið. Starfið hefur verið öflugt og flokksmenn úr kjördæminu hafa verið kjörnir í áhrifastöður flokksins. Nú er bara að halda áfram góðu starfi og efla það enn meira.

kl. 09:27|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 14. júní 2005

Prósentutrikk og framlög til háskóla

Ég heyrði í Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra meðan ég var að stússast af stað í vinnuna í morgun þar sem umræðuefnið var yfirlýsing rektors Viðskiptaháskólans á Bifröst um framlög ráðuneytisins til rannsókna á Íslandi. Greip ráðherrann til hins alkunna prósentuplats þegar hún sagði að framlög til háskóla á landsbyggðinni hefðu aukist um 60% án þess að geta á hvaða tíma né heldur taka inn í málið að skólarnir hafa verið að byggjast upp frá grunni undanfarin ár. Því eru prósentusamanburðir við einhverja aðra auðvitað ekkert nema blekkingarleikur. Orðræða um að menn verði að þola samkeppni eru síðan hefðbundnar klisjur Sjálfstæðismanna þegar þeir vilja ekki horfast í augu við eigin gerðir.
Lesa meira Lesa meira um "Prósentutrikk og framlög til háskóla" »

kl. 09:30|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 3. júní 2005

Allir nema einn

Þegar ég var á Alþingi í byrjun apríl lagði ég fram fjórar fyrirspurnir til ráðherra. Nú hefur þremur þeirra verið svarað en engin viðbrögð komið við þeirri fjórðu. Sú fjallar um laun fyrir fjar- og dreifkennslu í framhaldsskólum en menntamálaráðherra hefur ekki haft tíma til að svara þeirri fyrirspurn. Fyrirspurn mín til dómsmálaráðherra varðandi lögregluna á Akureyri var ekki einfaldari í sniðum en engu að síður var henni svarað nokkuð snaggaralega eða innan við mánuði. Um það leyti auglýsti ráðherrann síðan að hann hefði bætti við lögregluna hér enda hafði ekki verið fjölgað þar í þrjátíu ár eftir því sem mér skilst. Löggurnar fjórar bætast þó ekki við liðið hér á Akureyri heldur er mér tjáð að þær muni vera á rúntinum um víðlendur Norðlendinga svo spurningin er hver fjölgunin var fyrir Akureyringa. Hvað um það nú er spurningin hvort menntamálaráðherra getur svarað spurningunni minni. Það eru að verða tveir mánuðir síðan ég spurði.

kl. 16:47|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 30. maí 2005

Jörðin er flöt

Ég er að lesa bókina "Jörðin er flöt" eftir Thomas L. Friedman sem ég mæli eindregið með. Við lesturinn styrkist enn sú skoðun mín að eina sem getur orðið til þess að menn geti fest búsetu sína á landsbyggðinni sé aukin menntun. Verksmiðjur til bjargar byggðarlögum voru börn síns tíma, nú vinna menn verkin þar sem ódýrast er að lifa og það er svo sannarlega ekki á Íslandi. Við sífellt aukna úthýsingu á verkefnum á sviði viðskipta, læknisfræði, þjónustu þá skiptir svo sannarlega ekki máli hvar maður býr. Jörðin er flöt! Þetta þurfum við Íslendingar að tileinka okkur og brýnt að við hættum að líta svo á að allir hlutir þurfi að gerast á einum og sama blettinum. Alþjóðavæðingin er einfaldlega staðreynd og hana þurfum við að skilja og geta byggt upp atvinnulíf með tilliti til þess sem er að gerast - en ekki endilega þess sem við vildum að væri að gerast. Á sama tíma er það algert lífsspursmál fyrir okkur við Eyjafjörð og nágrenni að Háskólinn á Akureyri verði stórefldur og sérstaklega á því sviði að skilja og þekkja samstarfs- og samskiptahæfni yfir fjarlægðir. Þannig - og aðeins þannig, getum við gert okkur sjálfum kleift að búa þar sem við viljum búa.

kl. 09:37|Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 26. maí 2005

Tölur um Írak

Ég rakst á þessa vefdagbókarfærslu nú áðan. Séu upplýsingarnar þarna réttar þá er augljóst hverjum sem vill það sjá að ástandið í Írak er talsvert verra nú en fyrir innrás hinna viljugu þjóða. Samkvæmt þessum lista erum við enn ein hinna viljugu þjóða enda hefur svosem ekkert annað komið í ljós hingað til. Innrásin var gerð og því miður ekki hægt að breyta fortíðinni því er brýnt að þessari þjóð sé gert kleift að lifa og starfa á eigin forsendum. Það hlýtur að vera forgangsverkefni.

kl. 11:13|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 22. maí 2005

Landsfundur: Hermann og Ingileif


Hermann Óskarsson og Ingileif Ásvaldsdóttir kampakát á landsfuni. Ingileif var kjörin í framkvæmdastjórn flokksins og er mikill fengur að því að fá hana þangað.

Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 12:07|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 22. maí 2005

Ritari Samfylkingarinnar frá Akureyri

Helena Karlsdóttir varaformaður Samfylkingarinnar á Akureyri var í gær kjörin ritari flokksins alls. Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur Akureyringa að fá einn okkar forystumanna sem forystumann flokksins á landsvísu. Helena hefur verið ritari framkvæmdastjórnar flokksins frá síðasta landsfundi og verið dugleg í starfi sínu og hafa tengsl milli skrifstofu flokksins og norðausturkjördæmis aukist að miklum mun. Við óskum Helenu góðs gengis í nýju hlutverki og hlökkum til samstarfs við hana.

kl. 12:04|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 22. maí 2005

Hávær þögn Morgunblaðsins

Samfylkingin kaus sér ungan varaformann Ágúst Ólaf Ágústsson sem hefur verið alþingismaður flokksins frá síðustu kosningum og staðið sig einstaklega vel. Það eru talsverð tíðindi þegar flokkur kýs varaformann úr röðum ungliða en Morgunblaðið þagði þunnu hljóði en eyddi talsvert miklu púðri í Gísla Martein borgarfulltrúa sinn. Þetta eru vonbrigði með annars oft ágætt dagblað að geta ekki skilað fréttum á síður blaðsins af því að fréttin er ekki nógu blá.

kl. 11:58|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 20. maí 2005

Landsfundur hafinn

Þá erum við komin á landsfund Samfylkingarinnar í Egilshöll í Reykjavík. Gríðarlega flott uppsetning og umhverfi fyrir landsfund og upphafið skemmtilegt með tónlist og ræðum. Hér er mikill samhugur manna og við hlökkum til að sjá niðurstöður formannskosningarinnar á morgun sem við Samfylkingarmenn teljum vera kosningu um næsta forsætisráðherra Íslands! Hér eru afar margir frá norðausturkjördæmi, ég ók suður með Hermanni Óskarssyni formanni kjördæmisráðs, Haraldi úr Hrísey og Oddnýju frá Akureyri. Það voru líflegar umræður um stjórnmál á leiðinni og sjaldan hefur aksturinn hér á milli virst styttri en einmitt nú. Nú er bara að njóta fundarins, hitta félagana og hafa gaman af því að velta fyrir sér málefnum af ýmsu tagi sem hafa áhrif á ökkur öll í samfélaginu.

kl. 14:02|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 10. maí 2005

Lögreglumönnum á Akureyri fjölgar

Nú fyrir stundu birtist frétt á vef Morgunblaðsins að lögreglumönnum á Akureyri verði fjölgað um fjóra. Einhver hreyfing virðist hafa komið á málin eftir fyrirspurnina mína á Alþingi og þær áhyggjur sem hafa birst hjá ungmennum og öðrum íbúum Akureyrar vegna ofbeldismála að undanförnu. Lögreglumenn hafa verið jafn margir síðustu þrjú ár og árið 1995 þannig að lítið hefur fjölgað þrátt fyrir aukinn íbúafjölda. Sá fjöldi endurspeglar í raun ekki heildarmannfjölda á Akureyri yfir vetrarmánuðina því þá bætast líklega við um 2000 manns í bæinn sem síðan er vinsæll ferðamannastaður á sumrin. Tregða í þróun löggæslu á Akureyri hefur verið áhyggjuefni og virðist mér af þeim gögnum sem dómsmálaráðherra lét mig hafa í svari sínu að menn hafi hreinlega ekki haft tök á að bregðast við all mörgum brotamálum enda hefur þeim fækkað svo mjög í skráningu að manni gæti dottið í hug að englar himinsins hafi margir hverjir flutt til Akureyrar.

kl. 16:40|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 7. maí 2005

Rannsóknarlögregla á Akureyri

fikniranns.jpgÉg hef áfram verið að kafa í gögnin um afbrotamál á Akureyri og reyna að setja þau í samhengi. Rannsóknarlögreglumenn hljóta að vera þeir sem rannsaka slík mál og þeim hefur ekki fjölgað hér á Akureyri sem hafa verið 5 frá árinu 1999 til 2004 og greinilegt að þeim má allavega ekki fækka. Hér til hliðar hef ég sett upp í súlurit hversu mörg mál hver þeirra hefur haft til rannsóknar frá árinu 1997 en þar kemur fram að málum fækkar eftir 1999 en síðan er þetta stóra stökk árið 2004.
Lesa meira Lesa meira um "Rannsóknarlögregla á Akureyri" »

kl. 14:18|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 7. maí 2005

Fíkniefnamál tvöfaldast á Akureyri

Þegar ég var á þingi um daginn lagði ég fram fyrirspurn fyrir dómsmálaráðherra sem varðaði toll- og löggæslu á Akureyri miðað við mannfjölda og afbrotamál sem hefðu verið. Dómsmálaráðherra svaraði mér samviskusamlega en þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Meðal annars kemur þar fram að fíkniefnamál ríflega tvöfaldast á Akureyri milli áranna 2003 og 2004. Árið 2003 voru brotin 53 en árið á eftir urðu þau 113. Á árinu 1997 var 31 lögreglumaður á Akureyri, íbúar voru þá 15.041 en árið 2003 voru 30 lögreglumenn en íbúar orðnir 16.450. Nú er spurning hvort lögreglumennirnir okkar komast yfir það sem af þeim er ætlast. Þetta þarf auðvitað að skoðast í heild í samanburði við önnur mál en við verðum fyrst og fremst að spyrja okkur Akureyringar af hverjum málum af þessu tagi fjölgar svo mikið hjá okkur.
Lesa meira Lesa meira um "Fíkniefnamál tvöfaldast á Akureyri" »

kl. 00:59|Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 28. apríl 2005

Formannsslagarinn

Ég samdi sérstakann formannsslagara til að lýsa angist flokksmanna Samfylkingarinnar við að velja sér formann milli þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Þeir sem vilja syngja með finna textann hér. Þetta flutti ég ásamt Gísla mínum á kvöldskemmtun á Seyðisfirði á laugardaginn eftir aðalfund kjördæmisráðsins í norðausturkjördæmi. Annars eru lögin sem hafa verið útsett á þessu ári smá saman að koma hér inn. Enn sem fyrr koma þau upp úr skúffunum fyrir tilstuðlan Johnny King sem hefur reynst okkur frábær í þessu lagabrölti. Ég hafði ofboðslega gaman af því að semja þetta og flytja, svona einn kántríslagara um formannskjörið - vonandi hefur einhver annar gaman af þessu líka - þá væri fínt að fá athugasemdir hér inni;-)

kl. 11:17|Pólitík || Álit (5)

Laugardagur 23. apríl 2005

Aðalfundur kjördæmisráðs


Fundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar á Seyðisfirði.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 15:57|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 19. apríl 2005

Sala Símans


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 17:29|Pólitík || Álit (1)

Mánudagur 18. apríl 2005

Jafnaðarmenn í atvinnurekstri


Fundur með jafnaðarmönnum í atvinnurekstri.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 22:04|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 14. apríl 2005

Með rangar hendur

Í dag er fjallað um eign mína á léninu utn.is í Fréttablaðinu og í framhaldi af því hringdi starfsmaður utanríkisráðuneytisins í mig í gær og gekk frá samningi um að fá lénið til sín. Ég verð að segja að þó stundum hafi verið dálítið kómískt sem upp kom í tengslum við þetta lén þá er oftar sem ég hef haft alvarlegar áhyggjur af þessari öryggisglufu í íslensku utanríkisþjónustunni. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki treyst sjálfri mér og greinilega utanríkisráðuneytið líka sem hefur verið tiltölulega yfir þessu í meira en fjögur ár. Nauðsynlegt er að einhverjar reglur gildi um sölu og eignarhald á lénum þannig að mál sem þetta komi ekki upp án þess að hægt sé að bregðast við. Ég hefði getað neitað að láta ráðuneytið hafa lénið, ég hefði oft getað misbeitt upplýsingum sem mér bárust og hægt hefði verið að veikja þann trúnað sem þarf að ríkja í kringum utanríkisþjónustu Íslending. Þrátt fyrir að reyna að muna að lesa ekki þessi bréf þá er erfitt þegar mér berast yfirleitt um hundrað bréf daglega að byrja ekki að skanna næsta bréf áður en því var hætt, senda bréfið áfram til utanríkisráðuneytisins og eyða hjá mér. Mér finnst reyndar að ráðuneytið eigi að minnsta kosti að senda mér blóm fyrir alla þjónustuna undanfarin ár og trúnað í starfi;-)

Síðan er verulega óþægilegt að vera varaþingmaður stjórnarandstöðunnar og upplifa að ekki sé hægt að beita sér í ákveðnum málum þar sem trúnaðarbréf um viðkomandi mál hafa borist mér óviljandi. Þar með vita menn að ég hef eða gæti haft vitneskju um mál sem ég á ekki að hafa. Því er mikill léttir að þessu fari að linna.

kl. 08:46|Pólitík / UT || Álit (6)

Miðvikudagur 13. apríl 2005

Samgönguáætlun

Það var mikið um að vera á Alþingi í gær þegar samgönguáætlun var tekin á dagskrá. Ég hafði mikið að segja þann dag eins og sjá má í ræðulistanum mínum á þinginu. Í ræðu minni talaði ég aðallega um lengingu flugvallarins á Akureyri og Vaðlaheiðargöng. Í andsvörum við ræður annarra um Reykjavíkurflugvöll. Sérstaklega þótti mér gaman að fara í andsvar við ræðu Péturs Blöndal fyrst og fremst vegna þess að það var svo skemmtilegt. Það er alltaf gaman að komast í frísklega orðræðu.

kl. 18:36|Pólitík || Álit (1)

Þriðjudagur 12. apríl 2005

Íslensk lén með ábyrgð

Nú ber svo við að ISNIC kemur með langar útskýringar á því af hverju þeir vilja ekkert skipta sér af því hver hefur hvaða lén og ekkert sé hægt að gera í þeim efnum. Af því að viti.is og víti.is sé alls ekki það sama og því geta þeir ekki heldur gert greinarmun á ruv.is og rúv.is hmmm. Ég sé mun á víti og viti en ekki sérstakan á ruv og rúv. Kannski séu til starfsmenn hjá ISNIC sem geta séð mun. Auðvitað eiga menn að bera ábyrgð á því að kaupa sín lén en þegar algerlega er ljóst að verið er að samnýta lénsheiti með og án séríslenskra stafa þá er spurningin um hvort árgjaldið þurfi alltaf að vera það sama þar sem þjónusta ISNIC eykst ekkert á ársgrundvelli við það að velja annað heiti og því verið að taka gjald á hverju ári af því sem ekkert er. Ég sé ekkert að því að kaupa lénsheitið enda er kostnaður í því fólginn að skrá það en það er ekki sami kostnaður fyrir ISNIC að halda úti tveimur lénsheitum á sama efnið á ársgrundvelli. Allavega vildi ég fá greinargóðar skýringar á því í hverju sá kostnaður er fólginn. Einnig er ekki nokkur vandi að haga skráningu þannig þegar lén er keypt að það sé ljóst.

kl. 09:49|Pólitík || Álit (3)

Miðvikudagur 6. apríl 2005

Íslensk lénsheiti

Ég lagði fram óundirbúna fyrirspurn og fylgdi því stuttlega eftir. Það er verulega stuttur ræðutími í þessum ræðum 2 mín og tvisvar 1 mínúta svo það er ekki hægt að segja margt. Þessu máli má fylgja verulega eftir því það er svo undarlega hallærislegt að ISNIC ætli að innheimta tvöfalt árgjald af lénum annað af t.d. www.lara.is án íslenskra stafa og síðan aftur af www.lára.is þegar auðséð er að það er verið að nota þetta fyrir sama lénið. Hér mættu gilda ákveðnar reglur. Þegar ég keypti t.d. lénið utn.is datt mér ekki í hug að menn rugluðust á því og utanríkisráðuneytinu en ég fæ alloft póst sem ætlaður er starfsmönnum í því ráðuneyti sem getur verið afar viðkvæmt mál. Ég var hinsvegar að kaupa lén sem tengdist UTN áföngum í framhaldsskóla. Ég hef af reynslu minni af því séð að það getur beinlínis verið alvarlegt þegar lénsheiti liggja á "röngum" stöðum. Ég hef nokkrum sinnum haft samband við ráðuneytið frá árinu 2001 vegna viðkvæmra mála sem enda hjá mér sumir hirða ekki um að svara en aðrir gera það. Ég bauð ráðuneytinu að fá lénið og greiða einungis fyrir það sem kostar að flytja vefinn á annað lén, tékka það af að það sé rétt og nýskráningu á léni sem hlýtur að teljast sanngjarnt. Því hefur ráðuneytið ekki haft áhuga á og ég hef svosem ekki tíma til að flytja vefinn utn.is svo ég sé ekki ástæðu til að endurnýja það boð mitt. Boðið er því formlega dregið til baka;-)

kl. 18:45|Pólitík || Álit (6)

Miðvikudagur 6. apríl 2005

Ferðamálaáætlun

Ég talaði á Alþingi á föstudaginn um þingsályktunartillögu um ferðamálaáætlun 2006-2015 sem samgönguráðherra var að leggja fyrir Alþingi. Mér þykir þetta verulega spennandi mál og þætti gaman að heyra ef einhver hefur lesið þessa skýrslu ásamt þingsályktunartillögunni og hefur skoðun á ræðunni minni, þingsályktunartillögunni eða skýrslunni.

kl. 18:37|Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 5. apríl 2005

Armæða fréttastjóra

Það er víðar en á Íslandi sem ríkisfjölmiðlar lenda í vandræðum í tengslum við fréttastjóra. Í Ungverjalandi var verið að reka fréttastjóra af því hann var 27 mínútum seinni en keppinautarnir að tjá landsmönnum að páfinn hefði látist sbr. frétt í Morgunblaðinu. Menn mega greinilega ekki klikka mikið á ríkisfjölmiðli í því fallega landi.

kl. 23:34|Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 5. apríl 2005

Útvarpsráð, konur og landbúnaður

Í dag fer ég á fund í útvarpsráði, ég er varamaður þar og Svanfríður Jónasdóttir aðalmaður kemst ekki. Þetta er fyrsti fundurinn eftir þeim sem Auðunn Georg var ráðinn þannig að líklegt má telja að þetta verði nokkuð spennandi fundur. Bíð með að segja meira um það mál þar til eftir fundinn en gaman væri að heyra sjónarmið manna á málinu.

Seinna í dag mun ég tala á Alþingi um jafnrétti kvenna í landbúnaði. Nóg er því að undirbúa sig fyrir hér í kuldalegri höfuðborginni í dag.

kl. 09:10|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 4. apríl 2005

Íslenskir stafir í lénsheitum

Ég spurði samgönguráðherra í dag í fyrirspurnartíma hvort hann hyggðist beita sér fyrir því að þeir sem ættu lénsnöfn án séríslenskra bókstafa gætu fengið aðgang að sambærilegu heiti léns með íslenskum bókstöfum. Ótrúlegt að hver sem er geti keypt sambærilegt nafn og þurfi að greiða árgjald af því þegar ljóst er að einungis er verið að kaupa lénsnafnið til að vernda lénið. Þessu hafði ráðherrann ekki velt fyrir sér né heldur hvort eitthvað ætti að gera. Ljóst er að íslensk tunga er ekki efst í huga manna sem láta þetta mál sig engu varða.

Hvernig litist mönnum t.d. á ef einhver samtök öfgamanna ættu alþingi.is og þar lentu menn sem ætluðu að rita lénsnöfn á Alþingi.

kl. 17:31|Pólitík || Álit (8)

Föstudagur 1. apríl 2005

Fyrsti þingdagur

Fyrsti þingdagurinn var mjög skemmtilegur alveg eins og fyrsti þingdagur í fyrra. Fjölmiðlar á staðnum og umræðan fjölmiðlamál. Þar sem ég hafði komið inn áður þá var þetta nokkuð auðveldara, ég byrjaði á að fara niður í Austurstræti og finna skrifstofu með góðri hjálp starfskvenna Alþingis sem starfa í húsnæði Samfylkingarinnar. Láta yfirfara tölvuna mína áður en hún færi inn á kerfi þingsins, fá bílageymslukort, finna dagskrá dagsins og byrja að lesa. Ég talaði í einu máli í dag um þingsályktunartillögu um ferðamál sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mælti fyrir, fínt mál og gaman að sjá átak í ferðamálum.

kl. 23:40|Pólitík || Álit (4)

Fimmtudagur 31. mars 2005

Á Alþingi á morgun

Á morgun fer ég á Alþingi að leysa Kristján L. Möller af sem er að fara á fund alþjóða þingmannasambandsins IPU sem verður í Manila á Filippseyjum. Ég hélt að ekki yrði þingfundur fyrr en á mánudag en það er fundur á morgun svo það er tími til kominn að skella sér suður. Nú er að koma sér inn í málin eins hratt og auðið er því það er ekki einfalt að fara frá verkefnunum í vinnunni og stökkva inn í þau mál sem eru á Alþingi sem mörg hver eru talsvert flókin. Hinsvegar er virkilega gaman að láta reyna á sjálfan sig og þetta er svo sannarlega tækifæri til þess sem ég er þakklát fyrir að fá;-)

kl. 11:06|Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 17. mars 2005

Samfylkingarfundur á Húsavík


Ingibjörg Sólrún á Samfylkingarfundi á Húsavík.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 21:13|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 17. mars 2005

Fundur um Grunnetið á Akureyri


Fundur um grunnnet samskipta á Íslandi í HA.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 14:57|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 16. mars 2005

Síminn óþarfur!

Eftir að hafa notað Skype um nokkurt skeið hef ég komist að þeirri niðurstöðu að sími í þeirri mynd sem við þekkjum hann núna sé á undanhaldi. Enda kostar notkun á Skype hreint ekki neitt. Ég hef verið á símafundi með fólki í Puerto Rico og Noregi á sama tíma. Á meðan ég var í Jórdaníu gat ég notað Skype til að tala við fólk hér og þar í heiminum fyrir ekki neitt og nú hef ég verið að ræða til Amman í Jórdaníu héðan á gæðum sem taka fram venjulegu símtali. Síminn í þeirri mynd sem hann er núna er því á hröðu undanhaldi og von bráðar tel ég að hann hverfi í þeirri mynd sem hann er. Þróun er einnig gríðarleg eins og kemur fram í viðtali við Niklas Zennström frá Skype í InfoWorld.
Lesa meira Lesa meira um "Síminn óþarfur!" »

kl. 09:57|Pólitík / UT || Álit (3)

Mánudagur 14. mars 2005

Slippstöðin sniðgengin

Það voru ömurlegar fyrstu fréttirnar sem ég heyrði þegar ég opnaði útvarpið á Íslandi eftir Jórdaníuförina. Samið er við erlenda aðila að gera við varðskip Íslendinga fremur en að vinna vinnuna hér heima. Samkvæmt Morgunblaðinu í dag virðast s.k. ráðgjafar frekar fara með vinnuna úr landi þar sem þá fá þeir meira fyrir sinn snúð sem eftirlitsaðilar. Verðmunurinn er lítill og augljóslega kemur meira til baka í íslenskt samfélag sé verkið unnið hér. Græðgi í íslensku samfélagi er orðin svo mikil að menn hugsa ekki fram fyrir nefið á sér og óforsjálni Ríkiskaupa ömurleg fyrir íslenska þjóð, með þessu eru Ríkiskaup að éta útsæðiskartöflur íslensku þjóðarinnar. Með þessu áframhaldi eigum við ekkert sjálf, fáum ekkert að gera sjálf, Íslendingar eru smá saman að verða verkamenn auðhringa og útlendinga. Eigin fyrirtæki og rekstur eru hundsuð og fyrirlitin af íslenskum yfirvöldum.
Lesa meira Lesa meira um "Slippstöðin sniðgengin" »

kl. 15:11|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 3. mars 2005

Myndablogg


Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 20:14|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 28. febrúar 2005

Flokksþing Framsóknarmanna

Ég er ekki búin að vera lengi í pólitík svo alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Mér finnst alveg stórkostlegt hvernig Framsóknarmenn gátu tekið fókusinn af innri vandamálum, einmitt á þeim tíma sem helst þurfti að takast á við þau - á landsþingi og fara að tala um eitthvað allt annað. Greinilegt var að þeir sem skipulögðu fundinn vissu að evrópumálin væru bitastæð til að fá útrás fyrir ágreining og öll orka manna fór í það og síðan var bara kosið í stjórn flokksins eins og áður var. Þessi aðferðafræði er greinilega að svínvirka - allavega sé maður Framsóknarmaður.

Lesa meira Lesa meira um "Flokksþing Framsóknarmanna" »

kl. 17:43|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 19. febrúar 2005

Góð heimsókn úr Hafnarfirði

wGunnarLara.JPG
Við í Samfylkingunni á Akureyri fengum góða heimsókn úr Hafnarfirði í dag. Aldrei þessu vant var tekin mynd af mér og hér með Gunnari Svavarssyni forseta bæjarstjórnar. Þorlákur Axel tók sig til og skrásetti að ég hefði verið þarna líka. Fleiri myndir frá deginum eru hér.

kl. 18:11|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 15. febrúar 2005

Ótrúleg meðferð á úrgangi

Ég var að skoða nýtt útlit á síðu Samfylkingarinnar á Akureyri þegar ég sá að félagi minn Jón Ingi Cæsarson var búin að skrifa nýja grein um förgun úrgangs og hafði mynd með. Enn göngum við Íslendingar illa um náttúruna og Glerárdalur er sársaukafullt dæmi þess. Mæli með að menn kíki á þessa grein og segi hvað þeim finnst.

kl. 00:04|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 13. febrúar 2005

Nýta netið til aðgerða

Mér var bent á greinina "An Introduction to Activism on the Internet" eftir John Emerson, sem er mjög áhugaverð. Eitt af því sem er markvert þar að nú eru Kínverjar komnir í annað sæti (10,68%) yfir netnotendur en Bandaríkjamenn (19,86) í því fyrsta. Einnig er áhugavert að sjá hvernig farsímar hafa verið notaðir í kosningum. Þá koma vefdagbækur (blog) mjög til sögu í pólitískri baráttu, enn erum við sem tölum íslensku ofarlega á lista yfir algengustu tungumál sem eru á bloggi eða í 13 sæti. Mæli með þessari grein.

kl. 00:34|Pólitík || Álit (2)

Fimmtudagur 10. febrúar 2005

Enn um Reykjavíkurflugvöll

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá yfirlýsingu Höfuðborgarsamtakanna þar sem segir "Gamli miðbærinn í Reykjavík er kominn að fótum fram, nærþjónusta í borginni er hrunin og rekstrargrunnur almenningssamgangna brostinn" og "skilvirkara borgarskipulagi, án flugvallar í Vatnsmýri, megi ná miklum ábata á öllum sviðum samfélagsins". Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þessi samtök eru að fara. Þá fyrst brestur rekstrargrunnur almenningssamgangna í landinu ef flugvöllurinn er fluttur til Keflavíkur því þá hættir höfuðborgin að þjóna hlutverki sínu.
Lesa meira Lesa meira um "Enn um Reykjavíkurflugvöll" »

kl. 09:11|Pólitík || Álit (10) | Vísanir (1)

Miðvikudagur 2. febrúar 2005

Mengun við Krossanesborgir

Ég geng nánast daglega að Lónsánni ásamt fleirum með hundinn minn. Þessi á er landamerki Akureyrar og Hörgárbyggðar og rennur meðfram Krossanesborgum en umhverfisráðherra undirritaði einmitt undir friðlýsingu þeirra sem fólkvangs um daginn. Í ána er settur klór- og sláturúrgangur og er áin því oft freyðandi af drullu og silungar þar hafa sést synda með kviðinn upp. Þetta er gríðarlega falleg á en harkalegt að þurfa að horfa upp á mengun hennar og þá hættu sem hún skapar fyrir fuglalíf, fiska og annað lífríki í nágrenni árinnar og fólkvangsins.

kl. 10:40|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 29. janúar 2005

Samfylkingarfundur á Akureyri


Fjölmennur fundur
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 18:14|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 29. janúar 2005

Opinn fundur á Akureyri

Nú stendur yfir opinn stjórnmálafundur Samfylkingarinnar á Akureyri og fullt hús, reikna má með að hér séu um 100 manns. Einar Már opnaði fundinn og ræddi stöðuna hann ræddi m.a. flugvallarmálið og stöðu landsbyggðarinnar. Ég hélt ræðu hér áðan og ræddi flugvallarmálið sem ég hef rætt áður, stöðu Háskólans á Akureyri og margt fleira. Kristján L. Möller kom á eftir og ítrekaði það sem hann hefur bent oft á áður að landsbyggðin situr ekki við sama borð þegar kemur að skattamálum. Nú er Össur Skarphéðinsson í pontu. því miður komst Ingibjörg Sólrún ekki vegna þess að flug féll niður frá Reykjavík.

kl. 17:11|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 28. janúar 2005

Akureyri og stjórnmál

Undanfarið hafa stjórnmál og alþingismenn verið í brennidepli hér á Akureyri. Mönnum svíður staða stærstu byggðar utan höfuðborgar og koma með hugmyndir til að leysa þá stöðu. Þekktust er öflug barátta Ragnar Sverrissonar sem var kjörinn maður ársins af báðum staðarfjölmiðlunum þ.e. Aksjón og Vikudegi. Þau komu fyrst og fremst vegna hins frábæra verkefnis "Akureyri í öndvegi" sem er það alsnjallasta sem ég hef séð í þeirri viðleitni manna til að styrkja Akureyri. Við sjálf berum mikla ábyrgð á hvernig okkur vegnar. En hvaða mál eru það sem eru í brennidepli fyrir okkur Akureyringa? Við erum ekki eyland heldur hluti samfélags sem stendur sterkar saman en sundrað.
Lesa meira Lesa meira um "Akureyri og stjórnmál" »

kl. 23:32|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 28. janúar 2005

Um framsóknarkonur

Ég skrifaði í dag pistil inn á síðu Samfylkingarinnar á Akureyri um togstreitu í liði Framsóknarkvenna. Ég varð hissa þegar kvennabaráttan varð öflug í flokknum og jafnframt ánægð því ég tel mikilvægt að konur í stjórnmálum berjist fyrir sínu. Í gær var hinsvegar ákveðið skref tekið til að berja niður þetta frumkvæði og gæta þess að þar hefðu konur sig hægar. Ég er fegin að vera í flokki þar sem staða stjórnmálakvenna er það besta sem gerist í stjórnmálum á Íslandi í dag, yfir því getum við verið stolt.

kl. 23:17|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 27. nóvember 2004

Fundur um öldrunarmál


Um 70 manna fundur Samfylkingarinnar um öldrunarmál á Akureyri.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 15:10|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 30. september 2004

Blogg í pólitík!

Þetta er athyglisvert og má sjá að land eins og Ísland mun væntanlega nýta þetta heilmikið þar sem ekki er langt síðan íslenskan var eitt af 10 mest notuðu tungumálunum á bloggsíðum veraldar:

Mbl.is - Frétt Bloggarar veigamiklir í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum Vefdagbækur, eða svokölluð blogg, eru nú notuð í vaxandi mæli í kosningabaráttunni vestanhafs. Liðsmenn beggja fylkinga; demókrata og repúblikana, skrifa daglega á vefsíður sínar og nota þær til að safna peningum og stuðningi.

kl. 16:34|Pólitík / Um blogg || Álit (0)

Laugardagur 18. september 2004

Íbúaþing á Akureyri


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 14:19|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 17. september 2004

Fallít einkaskólar

Hvernig skyldi málum varðandi einkaskóla vera háttað hér á landi? Er hætta á því sama og gerist hér í Kaliforníu?

The New York Times > Education > Collapse of 60 Charter Schools Leaves Californians Scrambling

It had been a month since one of the nation's largest charter school operators collapsed, leaving 6,000 students with no school to attend this fall. The businessman who used $100 million in state financing to build an empire of 60 mostly storefront schools had simply abandoned his headquarters as bankruptcy loomed, refusing to take phone calls. That left Mr. Larson, a school superintendent whose district licensed dozens of the schools, to clean up the mess.

kl. 14:52|Menntun / Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 15. september 2004

Opið bréf til Karls Sigurbjörnssonar biskups

Þessi pistill Guðfinns Sigurvinssonar er eitt það albesta sem ég hef séð um þetta efni og sýnir í hnotskurn á hvers konar villigötum þjóðkirkjan okkar er í þessum efnum. Einnig fer ekki alltaf saman trú manna, trúariðkun þeirra og þeir sem gera trúna að atvinnu sinni.

Opið bréf til Karls Sigurbjörnssonar biskups

Í dag tók ég þá ákvörðun að segja mig úr Þjóðkirkjunni. Á mánudag mun ég ganga inn á Hagstofu Íslands og framkvæma gjörninginn. Það verða þung spor. Ég verð engu bættari og satt best að segja mun mér líða mjög illa.

kl. 09:14|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 9. september 2004

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar


Sænski utanríkisráðherrann heldur fyrirlestur í Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 12:10|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 20. ágúst 2004

Framsóknarkonur minna hæfar?

Nú breytir aldeilis um, Sjálfstæðismenn setja konur í ríkisstjórn en Framsóknarmenn taka konu úr ríkisstjórn. Þetta eru þónokkur tíðindi enda hefur verið talsverður órói í Sjálfstæðisflokknum lengi með stöðu kvenna og nú endurspeglast það sama úr Framsóknarflokknum. Barátta kvenna fyrir stöðu sinni í stjórnmálum er hörð og því mikilvægt að þær haldi vel á spilum hvar í flokki sem þær standa. Unga þingkonan Dagný Jónsdóttir endurspeglar viðhorf margra ungra kvenna sem trúa því hreinlega ekki að kona sem er jafn hæf eða jafnvel hæfari fái ekki tækifæri meðan jafnhæfur eða jafnvel minna hæfur karlmaður nýtur þeirra. Mikið vildi ég að glansmynd Dagnýjar af veröldinni væri sönn. En líklegt er að myndin fölni þegar reynir á. En viðhorf hennar er þar með skýrt, Sif Friðleifsdóttir er minna hæf en þeir sem eftir standa - þá vitum við það.

kl. 18:52|Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 20. júlí 2004

Upp með hendur - niður með brækur!

Þetta var orðatiltæki sem ég notaði sem krakki í leikjum og oft reyndist erfitt að fá þá sem öttu kappi í stríðsleikjum í Safamýrinni til að setja hendurnar upp í loftið og gefast upp. Það tók heldur ekki stuttan tíma að fá þá kollega Halldór og Davíð til að fara upp með hendurnar og gefast upp fyrir þjóðinni sem var búin að margsvara því í skoðanakönnunum að hún vildi ekki fjölmiðlafrumvarp í þeirri mynd sem það var sett fram.

Lesa meira Lesa meira um "Upp með hendur - niður með brækur!" »

kl. 09:24|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 16. júlí 2004

Framsókn til bjargar?

Nú virðist Framsóknarflokkurinn vera búinn að koma sér í þá stöðu að menn upplifi hann sem einhverskonar bjargvætt til bjargar Sjálfstæðisflokknum frá sinni fjölmiðlaglötun. Í síðustu kosningabaráttu heyrðist mér að Framsóknarflokksmenn gætu nú lítið gert í þeim málum sem ekki heyrðu undir þeirra ráðuneyti og virtust alls staðar ósammála Sjálfstæðismönnum og jafnvel hafa ímugust á því hvernig þeir skipuðu málum. Sumsé fórnarlömb stjórnarsamstarfs, en nú loksins á að bregða sér í betri gallann og reyna að bjarga fjölmiðlafrumvarpinu. Kannski ekki seinna vænna?
Lesa meira Lesa meira um "Framsókn til bjargar?" »

kl. 12:03|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 7. júlí 2004

Óvissa og uppnám

Stöðugt tala Sjálfstæðismenn um óvissu og uppnám í tengslum við fjölmiðlamálið sem títtrætt hefur verið um. Ég hef ekki séð neina óvissu og uppnám nema í tengslum við þá sjálfa sem hafa verið í verulegu uppnámi yfir því að greinilegt var að frumvarpið yrði ekki samþykkt. eina óvissan sem ég hef upplifað er sú hvort ríkisstjórnin muni yfirleitt leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu. Því ættu þeir frekar að segja að þeir sjálfir séu í óvissu og talsverðu uppnámi yfir þessu öllu. Við hin erum enn tiltölulega róleg nema með ríkisstjórnina.

kl. 13:52|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 5. júlí 2004

Þegar vitið sofnar...

vakna ófreskjurnar er ein mynd eftir Goya sem hefur hangið hér upp á Listasafninu á Akureyri. Mér kom þessi mynd í hug þegar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar kom á hvíldardegi miðsumars fyrir þingdag þar sem fjalla átti um þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur og aftur er þráast við með þetta fjölmiðlafrumvarp og lýðræðisvitund ríkisstjórnarinnar sú að þegar ljóst er að þjóðin mun ekki samþykkja hrásoðið frumvarp þeirra kemur enn ein útgáfan, enn ein ófreskjan fram á sjónarsviðið.
Lesa meira Lesa meira um "Þegar vitið sofnar..." »

kl. 16:44|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 30. júní 2004

Látið Írak hafa iq

Ég átti ekki til orð þegar ég sá frétt í Politiken um að Írak hefur ekki yfirráðarétt yfir netendingunni iq heldur einhvert bandarískt fyrirtæki í Texas (Bush?). Það er ótrúlegt þegar land hefur ekki yfirráðarétt yfir landléni sínu heldur að einhvert fyrirtæki gæti bara átt það. Ég er ekki viss um að við Íslendingar yrðum kát ef einhvert texaskompaní ætti .is

Mæli með því að Bush sjái til þess að Írak fái lénið sitt enda hæg heimatökin.

kl. 09:59|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 3. júní 2004

Þjóðin er sallaróleg

Ólíkt því sem sumir telja er þjóðin sallaróleg og vinnur sína vinnu í dag þrátt fyrir að haft sé eftir utanríkisráðherra í Morgunblaðinu að við búum við "fullkomið óvissuástand" (hvernig er ófullkomið óvissuástand?). Samkvæmt Morgunblaðinu er Ástþór forsetaframbjóðandi líka afar órólegur yfir þjóðinni sinni og segir "upplausn í þjóðfélaginu". Ég vil hinsvegar halda því fram að þjóðin sé sallaróleg, menn séu byrjaðir að lesa frumvarpið og kynna sér málið.
Lesa meira Lesa meira um "Þjóðin er sallaróleg" »

kl. 11:21|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 2. júní 2004

Forsetinn sýnir kjark

Með ákvörðun sinni um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin sýnir forsetinn áræði til að taka sjálfstæða ákvörðun og virkja þennan lið stjórnarskrárinnar. Hvort sem þetta var rétta málið eða hvort þetta hefði átt að gera fyrr þá tel ég mikilvægt að virkja lýðræðið með því að skoða vilja þjóðarinnar. Hér sýndi forsetinn kjark.

kl. 16:36|Pólitík || Álit (0) | Vísanir (2)

Miðvikudagur 2. júní 2004

Er lýðræði á Íslandi?

Nú er gott fyrir ríkisstjórnina að vera komna í frí frá þingstörfum sem leiðir til þess að hún þarf ekki að svara fyrir gerðir sínar í bili á Alþingi. Staða hennar er afleit og augljóst að Íslendingar eru orðnir langþreyttir á stjórnarháttum þar sem einn eða tveir menn ákveða hlutina án þess svo mikið sem ræða þá við sína eigin þingflokksmenn eins og kom fram í Kastljósi hjá Kristni H. Gunnarssyni. Skiljanlegt er að honum og öðrum þingmönnum sárni þegar þeir skipta orðið litlu sem engu máli, foringjar flokkanna virðast ákveða yfir hafragrautnum sínum á morgnana hvernig landsstjórnin er án þess að ræða við nokkurn mann. Á þetta að kallast lýðræði?

kl. 08:42|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 27. maí 2004

Kennsluhugbúnaður á Íslensku

Ég var að fá skriflegt svar menntamálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi sem hljóðar svo: "Hvaða kennsluhugbúnað á íslensku hefur menntamálaráðuneytið látið vinna sl. fimm ár, sundurliðað eftir heiti hugbúnaðarins og höfundum eða fyrirtæki sem selur hann? Í hvaða kennslugreinum er búnaðurinn hagnýttur, hvaða skólastigi er hann ætlaður og hvað kostaði gerð hans í hverju tilviki?" Nú þætti mér vænt um að heyra hvað mönnum finnst um svarið.

kl. 10:45|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 22. maí 2004

Viljug styðum við pyntingar

Íslenska þjóðin er viljug þjóð sem styður við bakið á pyntingum karla og kvenna í Írak. Utanríkisráðherra segir þjóðina hafa sýnt í kosningum að hún sé viljug í stuðningi sínum við stríð í Írak og þar af leiðandi viljug til að styðja pyntingar skósveina Bush forseta sem virtist velja þekkt varmenni til að kvelja íraska fanga. Lífi þeirra kvenna sem eru handsamaðar er lokið hvort sem þeim er sleppt eða ekki því fjölskyldur þeirra telja þær "ónýtar" eftir nauðganir sbr. grein í Guardian í gær. Er það rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að við Íslendingar séum viljug? Ég trúi því aldrei!

kl. 13:58|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 21. maí 2004

Þú hefur rétt til að þegja!

Ég les oft Aljazeera til að fá fréttir sem hafa annan vinkil en ég er vön hér heima. Þar eru teiknimyndaseríur sem oft segja meira en mörg orð. Langaði til að benda á þá nýjustu sem slær mann illa. Er þögnin orðin okkur allt of töm?

kl. 11:40|Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 13. maí 2004

Rafrænar kosningar á Indlandi

Í nýafstöðnum kosningum á Indlandi var einungis hægt að kjósa með rafrænum hætti. Hjá þessari þjóð sem telur rúman milljarð manna voru um 660 milljón manns á kjörskrá og kosnir voru 543 þingmenn. Ástæðan fyrir rafrænu kosningunum var sögð til að spara pappír, koma í veg fyrir kosningasvindl og fá niðurstöður hraðar. Það ætti ekki að standa í Íslendingum að gera slíkt hið sama fyrst þetta er hægt á Indlandi.

kl. 12:36|Pólitík / UT || Álit (2)

Mánudagur 10. maí 2004

Óregla og hlýðni?

Undanfarið hafa tvö hegðunareinkenni verið áberandi í stjórnmálum á Íslandi. Annarsvegar óregla þar sem farið er á svig við lög og reglur, túlkun hvers fyrir sig og dómar um brot á ráðningum. Hinsvegar er það hlýðni og þá sérstaklega þeirra ungu manna sem einhverjir töldu að myndu hafa áhrif í Sjálfstæðisflokknum í átt til frjálshyggju, það var engin ástæða til þess þetta eru hinir hlýðnustu piltar.
Lesa meira Lesa meira um "Óregla og hlýðni?" »

kl. 17:00|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 9. maí 2004

Konur og pyntingar

Ég hef sjaldan orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með veröldina eins og þegar óhugnanlegar myndir af pyntingum í Írak fóru að birtast. Sérstaklega nístir það í sálina að sjá konur glaðar og brosandi yfir niðurlægðum karlmönnum. Hvílíkir óþverrar sem standa að þeirri iðju sem þarna er stunduð, bæði karlar og konur, sá herstjórnandi í Írak eða fangelsisstjóri sem ekki þykist vita af þessu hefur hreinlega ekki verið í Írak eða þá ekki mætt í vinnuna. Viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa valdið mér ákveðinni skelfingu, þetta eru þeir sem við vorum skuldbundin til að styðja við þessa iðju - svei!!!
Lesa meira Lesa meira um "Konur og pyntingar" »

kl. 21:35|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 8. maí 2004

Fjölmiðlaumræðan á Akureyri

Spennandi fundur var í dag hjá Samfylkingunni á Akureyri um fjölmiðlafrumvarpið og fjölmiðlaskýrsluna. Birgir Guðmundsson fjölmiðlafræðingur bar saman frumvarpið og ræðu Davíðs Oddsonar á Viðskiptaþingi Verslunarráðs 11. febrúar 2004. Ég tel að ræðan hefði frekar átt að vera fylgiskjal með lagafrumvarpinu fremur en fjölmiðlaskýrslan sem hefur lítið með frumvarpið að gera.
Lesa meira Lesa meira um "Fjölmiðlaumræðan á Akureyri" »

kl. 20:30|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 6. maí 2004

Af hverju UT og menntun?

Samkvæmt riti KK stiftelsen í Svíþjóð er nauðsynlegt að mennta ungt fólk til að vinna í nútímasamfélagi og ná árangri með þeirri tækni sem þar er notuð. UT er talin hafa áhrif á breytingar í skólastarfi gerir skólann sveigjanlegri og eykur gæði. UT er talin auka möguleika fatlaðra við nám og einnig er UT talin verkfæri sem eykur námsvirkni. Nýleg bresk rannsókn ImpaCT2 sýnir að nemendur í grunnskóla sem nota upplýsingatækni í námi sýna marktækt betri árangur á samræmdum prófum hjá nemendum í öllum aldurshópum.
Lesa meira Lesa meira um "Af hverju UT og menntun?" »

kl. 11:20|Menntun / Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 5. maí 2004

Brottfall nemenda úr framhaldsskólum

Í dag var rætt á Alþingi um brottfall úr námi á framhaldsskólastigi. Okkur Íslendingum gengur harla illa að takast á við þetta vandamál og sitjum því uppi með brottfall sem er talsvert meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Ástæðurnar eru áreiðanlega margþættar og því nauðsynlegt að grípa til öflugra aðgerða í stað þess að koma með „smálausnir“ sem virðast því miður hindra heildstæða vinnu við að koma á breytingum.
Lesa meira Lesa meira um "Brottfall nemenda úr framhaldsskólum" »

kl. 16:25|Menntun / Pólitík || Álit (3)

Fimmtudagur 29. apríl 2004

Jarðsig við Grenilund


Hér má sjá jarðsig við Grenilund rétt við nýja byggð á Akureyri. Mér brá nokkuð í brún að sjá leirkennt undirlagið en þarna hefur verið talsvert erfitt að grafa fyrir grunnum af nýjum húsum. Vonandi hefur svæðið verið vel kannað jarðfræðilega þannig að ekki sé hætta á að jörð fari að skríða af stað. Jarðsigið rétt við nýja byggingu sem er að rísa vekur manni óneitanlega talsverðan ugg.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 22:17|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 25. apríl 2004

Í Samfylkingarferð


Þorlákur, Magnús og Jón Ingi í Péturskirkju.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 18:18|Ferðalög / Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 24. apríl 2004

Samfylkingarfundur á Egilsstöðum


Einar Már flytur ræðu á Egilsstöðum á Samfylkingarfundi. Þorlákur fundarstjóri.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 17:20|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 21. apríl 2004

Háskólinn á Akureyri vængstýfður

Í gær samþykkti háskólaráð Háskólans á Akureyri reglur um fjöldatakmörkun við skólann þar sem setja á skorður við fjölda nýnema í öllum deildum skólans. Þetta eru ömurleg tíðindi sérstaklega í ljósi þess að ein helsta atvinnuuppbygging á Akureyri er einmitt tengd háskólanum, menntunarstig svæðisins þarf að vaxa sem og þess að Háskólinn á Akureyri er landsbyggðarháskóli sem þjónustar nemendur í dreifbýli á markvissan hátt. Þessi skóli þarf að fá að vaxa og dafna en hefur nú verið vængstýfður með takmörkuðum fjárveitingum og skilaboðin ljós, það á ekki að styðja við stækkun Háskólans á Akureyri.
Lesa meira Lesa meira um "Háskólinn á Akureyri vængstýfður" »

kl. 11:55|Menntun / Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 15. apríl 2004

Á Alþingi í fyrsta sinn

Í dag settist ég á Alþingi í fyrsta sinn í forföllum Kristjáns L. Möller sem er á förum á fund alþjóða þingmannasambandsins í Mexíkóborg. Það er margt að læra og mörgu að kynnast á nýjum vinnustað og margt áhugavert sem ber fyrir augu og eyru. Er ég viss um að ég kem margs vísari heim aftur eftir tvær vikur.

kl. 16:11|Pólitík || Álit (4)

Mánudagur 5. apríl 2004

Örbylgjunet í dreifðum byggðum

Fyrirtækið Snerpa á Ísafirði hefur sýnt það að fyrirtæki í dreifðri byggð getur verið afar metnaðarfullt í uppbyggingu sinni á tengingum til staða sem Síminn hefur ekki talið sig geta þjónustað með góðar tengingar við Netið eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Lesa meira Lesa meira um "Örbylgjunet í dreifðum byggðum" »

kl. 10:39|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 19. mars 2004

Báknið má vaxa - en bara í Reykjavík

Mjög athyglisverður fundur var haldinn af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í gær. Þar var til umfjöllunar skýrsla félagsins um staðsetningu starf á vegum ríkisvaldsins en þar er tekinn samanburður milli Höfuðborgarsvæðisins og Eyjafjarðar. Augljóst er að þrátt fyrir nefndir, skýrslur, skjöl og fleira þá ræður ríkisstjórn Íslands ekki við þetta verkefni ólíkt mörgum ríkisstjórnum á hinum Norðurlöndunum.
Lesa meira Lesa meira um "Báknið má vaxa - en bara í Reykjavík" »

kl. 09:00|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 13. mars 2004

Samfylkingarfundur


Sigrún og Þorlákur með Lárus sér að baki.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 17:38|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 13. mars 2004

Samfylkingarfundur


Aðalfundur Samfylkingarinnar, Jón Ingi formaður flytur skýrslu.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 17:16|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 13. mars 2004

Stofnfundur Eyjafjarðarsveit


Rögnvaldur Símonarson nýr formaður.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 15:50|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 13. mars 2004

Stofnfundur


Kristján L. Möller ávarpar Eyfirðinga.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 15:26|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 13. mars 2004

Stofnfundur


Össur formaður ávarpar fundinn.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 14:44|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 13. mars 2004

Stofnfundur


Samfylkingin í Eyjafjarðarsveit stofnuð. Fundarstjóri stofnfundarins Hannes Örn Blandon.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 14:42|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 12. mars 2004

Enginn svarar

Venjulegur morgun á leið í vinnu, nýbúin að kveðja fjölskylduna og hugurinn heima eða í vinnunni. Allt í einu högg, lífið búið. Fjölmiðlar segja frá og ættingarnir leita uppi sína, farsímarnir hringja í vösum og töskum - en enginn svarar. Málstaður hvers heyrist eftir að fólk er sprengt upp að morgni dags í Madrid?
Lesa meira Lesa meira um "Enginn svarar" »

kl. 10:46|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 24. febrúar 2004

Aljazeera teiknimyndir

Ég hef virkilega gaman af teiknimyndunum í ensku útgáfunni af Aljazeera (neðst á síðunni) og hvernig sýn þeirra sem gera þær birtist í myndunum. Oft allt önnur mynd heldur en við sjáum hér heima. Í dag bera þeir saman menntun og einnig er ein góð frá 13. febrúar þar sem fjallað er um slæðulögin í Frakklandi.

kl. 09:15|Pólitík || Álit (0) | Vísanir (1)

Mánudagur 23. febrúar 2004

Hugsað


Jón Ingi hugsar um umhverfismál - djúpt.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 21:44|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 23. febrúar 2004

Auðlindafundur


Árni og Svanfríður á fundi um auðlindir.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 20:30|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 19. febrúar 2004

Hugsað


Fundur um heilbrigðismál - formaðurinn hugsandi.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 19:05|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 16. febrúar 2004

Hallur á fundi


Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 22:11|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 14. febrúar 2004

Kristján Möller og Tóti


Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 14:17|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 31. janúar 2004

Kaffibolli á flokkstjórnarfundi


Það var virkilega gaman að hitta fólk á flokksstjórnarfundinum, drekka kaffi og velta fyrir sér þjóðmálum.
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 13:41|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 31. janúar 2004

Almar, Fía og Hermann


Hér er hlustað af athygli enda margt sem fram kom á flokksstjórnarfundinum.
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 13:33|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 31. janúar 2004

Kristján L. Möller


Alþingismaðurinn okkar hlustar af athygli á formanninn.
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 13:17|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 31. janúar 2004

Helena og Jónína Rós


Helena Karlsdóttir og Jónína Rós á flokksstjórnarfundi.
Sent með GSMbloggi Hex

kl. 13:17|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 27. janúar 2004

Þingmenn - Stóriðja við Húsavík

Í gærkvöldi héldu þingmenn Samfylkingarinnar Kristján L. Möller og Einar Sigurðarson fjölmennan fund með flokksmönnum hér á Akureyri. Fundir af þessu tagi eru gríðarlega mikilvægir fyrir flokksstarfið og tengsl þingmanna við kjördæmi sitt.
Lesa meira Lesa meira um "Þingmenn - Stóriðja við Húsavík" »

kl. 08:18|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 2. janúar 2004

Pólitík 2003

Eftir að taka létta spretti í flokksvali Samfylkingarinnar haustið 2002 sat ég í þriðja sæti flokksins í kosningunum í ár. Þetta var mikil og ný reynsla sem ég er feykilega þakklát fyrir og vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem gerðu mér þetta kleift og studdu mig dyggilega. Svo auðvitað fjallaði ég um pólitík á árinu. Vegna þess að það var kosningaár ferðaðist ég líka mikið og var nokkuð dugleg að taka myndir sem gaman er að eiga.

kl. 09:35|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 24. nóvember 2003

Víkingalottó og Kaupþing Búnaðarbanki

Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt rétt í Kastljósinu í gær. Sagði Sigurður Einarsson það virkilega að líkurnar á að græða á hlutabréfum sem keypt eru undir markaðsvirði í Kaupþingi Búnaðarbanka væru svipaðar því að kaupa sér miða í Víkingalottó? Er það jafngild fjárfesting????

kl. 09:04|Pólitík || Álit (4)

Sunnudagur 23. nóvember 2003

Við Davíð erum hissa

Forsætisráðherrann okkar hefur verið óhemju hissa undanfarið á því hvernig "frelsið" hans birtist í viðskiptum. Fyrrum glæstar lýsingar á einkavæðingu og "frelsi í viðskiptum" heitir núna græðgi - allavega sumra. Einhver efi hefur nú læðst í brjóst mannsins um að kannski virki markaðurinn ekki alveg eins og hann bjóst við.
Lesa meira Lesa meira um "Við Davíð erum hissa" »

kl. 13:58|Pólitík || Álit (4)

Föstudagur 14. nóvember 2003

Falleinkun Akureyrar í jafnréttismálum

Þorlákur Axel Jónsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar skrifar um falleinkun Akureyrarbæjar í jafnréttismálum á vef flokksins. Mér finnst þetta ömurleg staða í bænum mínum, stað þar sem möguleikar allra eiga að vera jafnir. En á Akureyri hefur það ekki þótt henta að fara eftir lögum um jafnréttismál.
Lesa meira Lesa meira um "Falleinkun Akureyrar í jafnréttismálum" »

kl. 00:04|Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 13. nóvember 2003

Undarlegt svar félagsmálaráðherra

Ég undraðist verulega þegar hæstvirtur félagsmálaráðherra gat engan vegið skilið hvers vegna honum kæmi við jafnréttisumræða á Alþingi. Ekki síður þótti mér undarlegt þegar hann fjallar um fyrrum framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem "einstakling út í bæ". Hún er enginn "einstaklingur út í bæ", fyrir það fyrsta væri hún þá einstaklingur norður í landi, og síðan er hún jú einstaklingur sem sá um Jafnréttisstofu. Og það er nú ekki bara einhver og einhver. Það ætti jafnréttisráðherrann að vita.

kl. 23:46|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 1. nóvember 2003

Landsfundur Samfylkingarinnar

Nú stendur yfir landsfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Samflokkskona mín frá Austurlandi horfði yfir salinn og sagði "mikið er gott að sjá svona marga Samfylkingarmenn" og sannarlega er það gott. Við getum verið stolt yfir þessum fjölmenna fundi, þeim áhuga, þeirri elju og krafti sem hér birtist.
Lesa meira Lesa meira um "Landsfundur Samfylkingarinnar" »

kl. 12:11|Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 14. október 2003

Hver á sveitirnar?


Skilaboð send úr fjörunni við Brávelli með GSMbloggi Hex

kl. 08:20|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 11. október 2003

Haustþing Samfylkingarinnar


Kristján L. Möller í ræðustól, Oktavía Jóhannesdóttir ritar fundargerð.

kl. 16:23|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 26. september 2003

Hljóðsaga Íslands?

Ég rakst á vefsíðu frá landsbókasafni Dana með verkefni á vegum menningarmálaráðuneytis þeirra um danska hljóðsögu. Ég varð mjög hrifin og þykir þetta framtak Dana mjög skemmtilegt. Þarna má finna ræður Kristjáns X, lög frá Sirkusrevíunni frá 1935 og margt fleira. Þekkir einhver til þess að hér á landi sé verið að safna íslenskri hljóðsögu markvisst?

kl. 14:55|Pólitík || Álit (1)

Föstudagur 19. september 2003

Fáskrúðsfjörður


Æfði myndavélina þegar ég var á ferð með Aðalheiði Birgisdóttur sem var í kosningabaráttu í nýju sameinuðu sveitarfélagi Búða- og Stöðvarhrepps.

kl. 12:34|Ferðalög / Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 17. september 2003

Ingibjörg Sólrún


Ingibjörg Sólrún fjallar um framtíðarsýn, hugmyndafræði og innra starf flokksins sent úr Bloggsíma Hex

kl. 20:34|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 17. september 2003

Össur heldur ræðu


kl. 20:26|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 17. september 2003

Össur um evrópumál


Ræða send með Bloggsíma Hex af fundinum.

kl. 20:22|Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 17. september 2003

Bryndís, Kristján, Ingibjörg Sólrún


kl. 20:18|Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 6. september 2003

Konur í Írak

Ég var að lesa frétt á Aljazeera um konur í Írak, hélt að ég væri að fara að lesa grein um konur sem hefðu ekki haft nokkur tök á að afla sér menntunar eða geta stundað nokkra atvinnu. Hvað þá að þær fengju fæðingarorlof - en ég hafði rangt fyrir mér.
Lesa meira Lesa meira um "Konur í Írak" »

kl. 19:23|Pólitík || Álit (0)

Föstudagur 1. ágúst 2003

Trassaskapur ríkisstórnarinnar

Mér er með öllu óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld sjá ekki til þess að tryggja flugrekstrarleyfi Grænlandsflugs fyrir flug til og frá Kaupmannahöfn hingað til Akureyrar. Framkoma yfirvalda er ótrúleg í ljósi þess að hér er um mikla og góða samgöngubót fyrir okkur Norðlendinga, enn og aftur sýna stjórnmálaflokkar núverandi ríkisstjórnar landsbyggðinni fyrirlitningu.
Lesa meira Lesa meira um "Trassaskapur ríkisstórnarinnar" »

kl. 10:20|Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 27. júlí 2003

Ruslpóstur

Ruslpóstur er gersamlega óþolandi. Þrátt fyrir að ég sé með ruslpóstssíur á báðum pósthólfunum sem ég nota þá veður þetta yfir mig. Á tveimur vikum hafa verið síuð út 450 bréf frá öðru hólfinu og þrátt fyrir það hefur ýmislegt smogið í gegn. Það sem verra er stundum rekst ég á að það er sendur ruslpóstur frá netfanginu mínu!!!
Lesa meira Lesa meira um "Ruslpóstur" »

kl. 22:17|Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 17. júlí 2003

Umhverfismál í Portúgal

Fjallað um umhvefismál á prívatinu í Portúgal sent með Hex BlogPhone

kl. 22:51|Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 15. júlí 2003

Síminn semur ekki um MMS

Undarlegt fannst mér þegar ég ætlaði að nota MMS í Portúgal þegar það hreinlega virkaði ekki. Þegar ég snéri mér til einnar símaþjónustunnar hér var mér bent á að Síminn á Íslandi hefði ekki gert samning við Portúgalskt símafélag og án þess virkar ekki MMS í Portúgal.
Lesa meira Lesa meira um "Síminn semur ekki um MMS" »

kl. 20:47|Pólitík || Álit (7)

Laugardagur 5. júlí 2003

Ósammála ríkisstjórninni - en styðja hana samt

Það er útaf fyrir sig ágætt að vita að tveir Framsóknarmenn í kjördæminu mínu eru ósammála ríkisstjórninni, en það er ekkert nýtt. Nú eru þeir ósammála ríkissstjórninni um að svíkja Eyfirðinga um Héðinsfjarðargöng - en styðja hana samt.
Lesa meira Lesa meira um "Ósammála ríkisstjórninni - en styðja hana samt" »

kl. 10:40|Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 3. júlí 2003

Héðinsfjarðargöng

Þá fara kosningaloforðin að hrynja af stjórnarflokkunum eins og lauf á hausti. Allt í einu er hægt að kenna framkvæmdum á Austurlandi um svikin og öruggir fráteknir peningar hverfa eins og dögg fyrir sólu.
Lesa meira Lesa meira um "Héðinsfjarðargöng" »

kl. 10:01|Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 2. júlí 2003

Farið austur

Smella og hlusta sent af BlogPhone Hex

kl. 12:25|Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 30. júní 2003

Er allt leyndó?

Mér finnst furðulegt hver málflutningur ríkissstjórnarinnar er í málefnum varnarliðsins. Er rétt að ríkisstjórnin meðhöndli Íslendinga sem smábörn sem ekki geta haft vit fyrir sér og mega þar af leiðandi ekki vita neitt um málið. Er leyndin sem yfir málinu hvílir eðlileg?
Lesa meira Lesa meira um "Er allt leyndó?" »

kl. 16:10|Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 19. júní 2003

Afmæli Össurar

Smella og hlusta sent af BlogPhone Hex

kl. 21:55|Pólitík || | Vísanir (1)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Meira um Láru Stefánsdóttur | Hafðu samband

Önnur skrif

Atvinna í boði - búseta frjáls
Samgöngu- og menntamál í forgang

Tenglar tengdir pólitík





Aðrir bloggarar



Lára Stefánsdóttir
P.O Box 472
602 Akureyri
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is




Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.